Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 17 DULÚÐ Veiðivatna. Sér til Tjaldvatns. URRIÐI losaður úr netinu. STUND milli stríða, þekkjanlegir f.v. eru Ólafur Helgason, Einar Brynjólfsson, Her- ÞAÐ hefur borið vel í veiði, f.v. Halldór Kristinsson, Kjartan Magnússon, Einar Brynj- mann Karlsson, Bryndís Magnúsdóttir, Bragi Guðmundsson og Kjartan Magnússon. ólfsson og Páll helgason í félagsskap nokkurra ísaldartrölla. Á slóðum V atnakarla SAFÍRBLA gígvötn, rauðar og svartar skriður. Umgjörð vatnanna græn hvönn og annað blómskrúð. Úti á vötnum gaulandi himbrimar og svana- söngur. Oní vötnum risaurriðar með ættir að rekja til síðustu ís- aldar. Allt þetta og enn meira er það sem fyrir augu ber. Fyrr á öldum voru Veiðivötn matarkista. Þau voru torsótt, en veiðin ævintýri líkust. Vatnakarlar voru þeir kallaðir, kempurnar sem sóttu í vötnin og komu aftur til byggða með heilu hestburðina, oft eftir svaðilfarir í harðhentri náttúrunni. Þá var Tungnaá sundr- iðin, oft við hin verstu skilyrði. Þá var búið í gömlum hlöðnum kof- um og oft bjuggu menn við vosbúð. Með breyttum og batnandi samgöngum, breyttum aðstæðum og aðbúnaði og' vægi auðlindar á borð við Veiðivötn, er öldin önnur. Hin seinni Nafnið Veiðivötn er sveipað dulúð, enda er það mögnuð upplifun fyrir þá sem ekki til þekkja, að koma í Veiði- vötn. Eftir að hafa ekið að því er virðist endalaust um svartar auðnir, skiptir alveg um og óútskýranlegt ævin- týraland opnar faðminn. Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins upplifði um- skiptin er hann slóst í för með „vatnakörlum“ í haust. ir miðri Veiðivatna- dældinni. Alls er um tæplega 70 kílómetra langa gossprungu að ræða, en vötnin eru ekki á svo löngum kafla. Tvisvar sinnum hafa orðið stórgos á sprungu þessari á sögulegum tíma, það fyrra í Vatnaöldum um landnám og það seinna árið 1480. Gos þessi hafa mótað svæðið í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag. Gróðurlendi er af skornum skammti og er að mestu bundið við vatns- og lækjarbakka, auk þess sem Foss- vatnahraun er vel gró- ið. Þrátt fyrir þetta hafa fundist um 130 tegundir blómplantna, grasa og byrkninga. Mosi er þó ekki síður einkennisplanta á svæðinu en hvönnin. Fuglalíf er einnig fjölskrúðugt og þá ekki síst vegna þess að mest ber á stærstu teg- undunum, himbrima og álft, sem verpa víða á svæðinu. Aðrir áber- ÞAÐ er gaman þegar vel veiðist og engu líkara en að urriðinn taki undir. ár hefur stangaveiði rutt sér til rúms í vaxandi mæli. Er stanga- veiðimenn hafa kvatt öræfin og haldið í sjó- birting taka bændur við og veiða í net til heimilisþarfa, en síðan er dregið á og veitt í klak. Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að vötnin eru svo sneydd hrygningarstöðum að þau myndu ekki þola það veiðiálag sem nú er á þau lagt nema að til kæmi hjálp mannshand- arinnar. Þess vegna er fiskur tekinn á haust- in, hrogn og svil strokin úr og seiði alin í eldisstöðinni að Fellsmúla í Landsveit. Síðan er seiðunum sleppt og vötnin ýmist opin eða lokuð fyrir veiði eftir ströngu kerfi. Fiskrækt- in hefur haft í för með sér að opnuð hafa verið ný vötn, vötn sem áður voru fisklaus vegna einangrunar. Má þar nefna Litlasjó og Hraunsvötn sem hafa verið í hópi bestu veiði- vatna svæðisins hin seinni ár. Gossprunga - gígvötn Mörg vatnanna á þessu svæði eru gígvötn. Gígarnir liggja á gossprungu sem liggur eft- andi fuglar eru hávella, snjótitlingur, kría og óðinshani, auk ýmissa mófugla á borð við lóuþræl og lóu. Sílamávar sækja í fiskúrgang veiðimanna og ekki er óalgengt að fálka bregði fyrir. Af ferfætling- um er ekki margt, en minkur er þó nokkuð tíður og refir sjást á hveiju ári og auðvitað eru til hagamýs. Isaldarurriðinn Frægust eru Veiðivötn þó fyrir urriðann sem þau byggir. Tilvera hans hefur verið tryggð frá örófi alda með ríkulegu botndýra- lífi. Vötnin eru snauð af svifdýralífi, en þeim mun ríkari af botndýralífi. Þar nefnum við rykmýslirfur, vorflugur, skötuorma og vatna- bobba, auk þess sem bitmý þrífst afskaplega vel þar sem straumvatns gætir og svo er mikið um hornsíli. Eldgos á eldgos ofan í gegn um aldirnar hafa valdið skakkaföllum á lífríkinu, en það hefur alitaf risið aftur upp úr öskustónni. Urriðinn er af sjaldgæfri tegund. Erfða- rannsóknir benda til að þetta sé hreinn og lítt breyttur stofn sem hafi einangrast ofan við ófiskgenga fossa í lok síðustu ísaldar. Óvíða er stórvaxnari og feitari stofn að finna. Þetta er líkur stofn og finnst í Þingvalla- vatni. Kannski væri þó réttara að segja „fannst", því sama mannshöndin og gætir þess nú að ísaldarurriði Veiðivatna glatist ekki, varpaði einmitt ísaldarurriða Þingvalla- vatns og Sogs í glatkistuna með fyrirhyggju- skorti við raforkuveragerð. Bjartsýnir menn telja þó Þingvallaurriðann enn eiga sér við- reisnar von, en það er önnur saga. Urriðar af þessum ísaldarstofni eru ein- staklega hraðvaxta. 4-7 sentimetrar á ári er algengt þó sumur séu stutt á fjöllum og dæmi eru um að urriði geti vaxið allt að 11 sentimetra á ári þar sem skilyrðin eru sérstak- lega góð, eins og í Grænavatni. Athuganir sýna að urriðinn í Veiðivötnum verður kynþroska 7-9 ára gamall, þá um 40 sentimetrar að meðaltali og eitt kílógramm að þyngd. Urriðinn heldur áfram að vaxa af kappi og Veiðivötn eru einmitt fræg fyrir stóra urriða, þá sem „vatnakarlar" og stanga- veiðimenn kalla „tröll“. A hveiju ári veiðast nokkrir 10-15 punda fiskar og dæmi eru um allt að 20 punda fiska. „Tröllin“ eru 9 til 16 ára gömul og hrikaleg ásýndar. Bleikja er einnig í Veiðivötnum, þ.e.a.s. þeim vötnum sem hafa samgang við Vatna- kvísl. Á sjöunda áratugnum var bleikju sleppt í vötn á Skaftártungnaafrétti og þaðan komst hún í Tungnaá. Þaðan komst hún í Vatna- kvísl og er nú í flestum vötnum sem tengjast henni. Ófiskgengur foss gætir Fossvatna og svo er enginn samgangur við ! Hraunsvötn og Litlasjó. Bleikjan þykir ekki aufúsugestur á þess- um slóðum, hún hefur oft til- hneigingu til að offjölga sér og ganga í leiðinni freklega á aðra fiskistofna. Bleikjan hefur ekki gert usla enn og segja má að hún sé undir ströngu eftirliti. Torsótt matarkista Menn telja að silungsveiði hafi verið stunduð að einhveiju marki í Veiðivötnum allt frá fyrstu öld- um íslandsbyggðar. Þeirra er fyrst getið í Njálu, en lengi vel er lítið vitað um sókn og veiðiað- ferðir. Síðustu 200 árin má segja að sókn hafi verið mikil og farið vaxandi. Fyrr á öldum var veiði- skapur stundaður bæði úr Skaft- ártungu og Rangárvallasýslu, en umrædd 200 síðustu ár einkum, úr Rangárvallasýslu og aðeins úr Ámessýslu. í Ferðabók Sveins Pálssonar (1791-97) er þess get- ið að veiðiferðir hafi lagst að nokkm niður eftir 1740. Síðan var lítið farið til veiða á þessar slóðir á átjándu öld og er hald manna að það hafi stafað af mikilli gosvirkni sem hafi leikið lífríki vatnanna grátt. Á síðustu öld var hins vegar mikil og góð sókn og mest Land- menn sem fyrir því stóðu. Þá byijuðu fyrir alvöru frásagnir af „vatnakörlum“ sem margar lifa fram á þennan dag. Sumar þjóð- sagnakenndar mjög eftir áratuga volk manna í millum. Örnefni mörg tengjast þessum tíma, t.d. Ampahóll, en inni í honum frei- staði Ampi (Arnbjörn Guðbrands- son) að búa ásamt konu sinni vetrarlangt. Hugðust þau lifa af landsins gæðum, en það fór á annan veg og þau komust við illan leik til byggða og máttu þakka sveitungum sínum fyrir það. „Vatnakarlar“ veiddu einkum með netum og lögðu lóðir. Góð vertíð nam 30 hestburðum, en láta mun nærri að það séu 3.000 kg. Ef veiði var óvenjulega góð var afli sendur á undan til byggða, en að öðrum kosti var urriðinn saltaður og hertur á staðnum. Þótti þetta gífurleg búbót og vötnin mikil hlunnindi. Það var ekki fyrr en árið 1950 að menn gátu farið að aka til Veiðivatna á fjallabílum. Tungnaá var mikil og hættuleg hindrun og ekki annað fært en að notast við hesta til að flytja menn og afla. En 1950 fannst Hófsvað og jókst þá sóknin, enda veiðin oft ævintýraleg. 1964 varð enn meiri háttar samgöngubót, kláffeija var tekin á notkun á Tungnaá og- þá varð jeppafært í vötnin. Vel má segja að þá hafi orðið veruleg umskipti og nútíminn hafi haldið innreið sína. Bætt var um betur árið 1968 er brú kom á Tungnaá við Sig- öldu. Síðan hefur verið auðfarið í Veiðivötn og umferð farið vaxandi með árunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.