Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ í SAMBANDI; Bess er leikin af Emily Watson. HRÆÐILEGT slys gerir eiginmanninn getulausan; Jean-Marc Barr og Stellan Skarsgárd í hlutverkum sinum í „Breaking the Waves“. i DANSKI kvikmyndahöf- undurinn Lars von Tri- er hefur verið að búa til bíómyndir í meira en áratug en það eru ekki svo mikið þær sem gert hafa hann þekktan og virtan hér á landi og víðar heldur sjón- varpsþáttaröð eftir hann sem ríkissjónvarpið sýndi eigi alls fyrir löngu og heitir Lansinn. Það var einmitt Lansinn fremur en fyrri bíó- myndir höfundarins sem gerði honum kleift að búa til meistaraverk sitt, „Breaking the Wa- ves“. Enginn í allri Evrópu vildi ijármagna þá mynd þar til Lansinn kom í danska sjónvarpið og eftir það stóðu buddumar opnar. Með „Bre- aking the Waves“ er von Trier að sigla til heims- frægðar. Siglingin hófst á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor þar sem myndin hreppti Gullpálm- ann en síðan hefur hún farið sigurför um heim- inn og er nú væntanleg á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Þess má geta að Karl Júlíusson er leikmyndahönnuður myndarinnar. Lars von Trier er nýjasta tískufyrirbrigðið í danska kvik- myndaheiminum og þeim evrópska í leiðinni. Hann hefur aftur gert Danmörku að miðdepli evrópskrar kvikmyndagerðar. Bille August er allt í einu óttalega gamaldags í samanburði. Póstmódernískur Bergman í glimrandi jákvæðum dómi í breska blaðinu Financial Times segir að eftir lát Krzysztof Kieslowskis sé Lars von Trier nú sá kvik- myndagerðarmaður í Norður-Evrópu sem stendur uppúr. Honum er lýst sem samblandi af þóstmódernískum Bergman og nýaldarleg- um Welles og sagt er að enginn leikstjóri ann- ar í álfunni geti komist upp með eins ríkulegt sambland af táknmyndum, melódrama, sál- fræðidrama og svartri kómedíu og hann gerir í nýju myndinni. Sjálfir eru Danir einstaklega hrifnir af von Trier og hann er þeg- ar byijaður að kæta þá með fram- leiðslu fleiri Lansaþátta fyrir danska sjónvarpið, níu í allt. Varla aðrir en sérstakir kvik- myndafíklar þeklq'a bíómyndir von Triers fram að „Breaking the Wav- es“. Líta má á hann sem vandræða- bamið í danskri kvikmyndagerð. Hann hefur alltaf farið eigin leiðir og sérstaða hans er slík að menn trúðu því varla þegar hann fór af stað með „Breaking the Waves“ að hún ætti bara að vera venjulega ástarsaga. „Þetta er dramatísk mynd og mjög aðgengileg áhorfend- um, hún lýsir tilfinningum sem ég hefði aldrei viðurkennt fyrir nokkr- um árum. Hún er ástarsaga, saga um fólk og tilfinningar. í henni eru engin illmenni, aðeins misskilning- ur.“ Von Trier er fæddur árið 1956 og sótti kvikmyndanám í Dan- mörku og byrjaði strax að vinna til kvikmyndahátíðaverðlauna með skóla- myndum sínum, „Nocture", „Images of a Relief“ og „Liberation Pictures" á árunum 1981 til 1983. Fyrsta mynd hans í fullri lengd var „Element of Crime“ árið 1984. Þremur árum seinna gcði hann „Epidemic" og árið 1991 gerði „Europa". Þessar myndir náðu varla umtalsverðri athygli utan kvik- myndahátíðageirans („Element of Crime“ kom hingað á vegum Kvikmyndahátíðar Listahátíðar) en í þeim gerði von Trier ýms- ar tilraunir með kvikmyndaformið, frásagn- araðferðina og kvikmyndatæknina en lagði minni áherslu á beina frásögn og þátt leikar- anna. í dag segist hann hafa verið að fela sig á bak við formið. HIÐ að hún lifi án kynlífs og hvetur hana til að taka sér elskhuga og segja sér frá ástarævintýr- unum í smáatriðum. Ja, í kalvinísku trúarsamfé- lagi er varla til meiri hneisa. Myndin er tveir og hálfur tími að lengd og hefur hvarvetna hlotið óspart lof gagnrýnenda. Leikarinn Skarsgárd segir hana svar melódram- ans við Indiana Jones og síðustu krossferðinni af því áhorfandinn verður fyrir stöðugu tilfinn- ingalegu áreiti. „Mig hefur langað til að gera melódrama árum saman,“ er haft eftir Lars von Trier. „Það er mjög gaman að fást við það en erfítt tilfínningalega. Ég sit og græt úr mér augun við tökur. Eg meina það.“ Stórkostlegt stökk Einhvers staðar hefur verið haft eftir von Trier að kvikmyndarisar eins og Bergman og Truffaut hafi gert sínar fyrstu myndir af djörf- ung en misst kjarkinn eftir því sem myndir þeirra hafi orðið dýrari og dýrari með sífellt minna innihaldi og þeir hafí á endanum orðið kjarklausir. „Ég er sífellt á varðbergi gagnvart þessu,“ segir von Trier. „En að gera mynd eins og þessa í Danmörku er sannarlega ekki fyrir neina hugleysingja. Ef þú gerðir bara venjulega bíómynd sýndir þú kjarkleysi en þessi mynd mun skilja sig frá öllum öðrum myndum sem gerðar hafa verið í Danmörku frá upphafi. Hún reynir ekki að vera hugguleg og kósí. Hún er stórkostlegt stökk í þróunarferli mínum og sagði ekki einhver að sá sem sigrar sjálfan sig er sterkari en sá sem sigrar lönd? Fyrrum gat ég falið sjálfan mig á bak við formið og mér var sama hvernig fólk tók því. Nú get ég ekki fal- ið mig. Ég hef haft hugrekki til að skilja við mínar fínni tilfinningar.“ „Breaking the Waves“ snýst mjög um trú- arleg efni og von Trier er sjálfur kaþólikki. „Við upphaf minnar kaþólsku trúar, og hún á sér ekki langa sögu, fannst mér hin öfgafulla trú sannarlega athyglisverðust. Með aldrinum og sérstaklega eftir að ég eignaðist börn hef ég linast í afstöðu minni og „Breaking the Waves“ nýtur þess. Heimspekin á bak við hinar myndimar mínar snýst í kringum þá hugmynd að hið illa sé til. Heimspekin á bak við þessa mynd snýst í kringum þá hugmynd að hið góða sé til. Þær þurfa hvorki að vera betri eða verri fyrir bragðið en ég hef komist að þessari niðurstöðu. Þegar þú hefur eignast börn hlýtur góðsem- in að ríkja. Þú mundir gera hvað sem er fyrir þau. Þú mundir drepa fyrir þau. Ástin á milli barna og foreldra er milljón sinnum sterkari en ástin á milli tveggja fullorðinna." „Breaking the Waves" var tekin í bænum Mallaig á norðvesturströnd Skotlands. Kvikmyndatökumaður er Þjóðvetjinn Robby Muller, einn sá besti í Evrópu, sem áður hefur unnið með leikstjórum eins og Jim Jar- musch, Barbet Schroederr og Wim Wenders sérstaklega. Leikararnir eru að mestu óþekktir en auk hinna tveggja fyrmefndu fara Katrin Cartlidge, Jean-Marc Barr, Udo Kier og Adrian Rawlins með stór hlutverk. Líkt og Stanley Kubrick hræðist von Trier ferðalög og flýgur helst hvorki né siglir. Hann segist í seinni tíð vera farinn að vera góður við sjálfan sig og það sé mesta breytingin í lífí hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Ég hef verið bijálæðislega harður við sjálfan mig. Ég hef beitt mig lygilegum sjálfsaga. Ég hef neytt sjálfan mig út í hrikalegar kringumstæður. Segja má að það sé skref afturábak fyrir mig að hætta að gera allt það sem ég hræðist. En fyrir mig er það stórkostleg framför að vera góður við sjálfan mig og leyfa mér að gera ekki ákveðna hluti. Til dæmis hef ég gefið mér leyfí til að hafa gaman af kvikmyndagerð. Og það er sko ekki eins kjarklaust og það hljómar." GOÐA ERTIL Því hefur verið haldið fram að danski kvikmyndahöfund- urinn Lars von Trier sé arftaki Kieslowskis í evrópskri kvikmyndagerð. Arnaldur Indriðason fjallar um von Trier en nýjasta mynd leikstjórans, „Breaking the Waves“, er ein af stórmyndum Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur. GIFTING í skosku trúarsamfélagi; Bess og Jan splæsa sig saman. DANSKI leikstjórinn Lars von Trier. Sagan af Bess og Jan Að þessu leyti markaði Lansinn verulega breytingu á stíl hans og um leið aflaði hann sér vinsælda og náði til alls almennings. Og ekki aðeins í Danmörku eins og við þekkjum. Lansinn var tekinn á handvirka myndavél (myndatökumaðurinn heldur á tökuvélinni) sem gaf yfírbragð fréttamynda og rúmaði í glæsilegri og dulúðugri frásögn danskan húm- or og húmanisma í nútíð og fortíð, hið yfimátt- úrulega og hið raunsanna og hið góða og hið illa innan veggja voldugrar og ógnvekjandi spítalabyggingar. Betra sjónvarpsþáttaefni hafði ekki borist hingað í langan tíma. „Breaking the Waves" er líkt og sjónvarps- þættimir tekin að mestu eða öllu leyti með handvirkri kvikmyndavél. Von Trier bæði skrif- ar handritið og leikstýrir en myndin er á ensku og gerist á öndverðum áttunda áratugnum í litlu þorpi við afskekktar strendur Norður-Skot- lands. Unga stúlkan Bess, sem Emily Watson leikur, hefur verið alin upp í strangtrúuðu kal- vinísku samfélagi en verður ástfangin af hinu norræna karimenni; Jan, sem Stellan Skarsgárd leikur, og er ástin endugoldin mjög. Hann vinn- ur á olíuborpalli í Norðursjó og þrátt fyrir and- stöðu gegn ráðahagnum í þorpinu giftast þau. Skömmu síðar slasast hann á olíuborpallinum með þeim afleiðingum að honum er ómögulegt að gagnast ungu eiginkonu sinni en elskar hana svo mikið að hann má ekki til þess hugsa i.~:rTT' 11 m m i ■. j s m ■1 —im wfflm i. wm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.