Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 19 ATVIN N U/A UGL YSINGAR Þjóðarátak gegn fíkniefnum - Sjálfboðaliðar - Okkur vantar fólk á öllum aldri til að vinna að góðu málefni - sannkölluðu þjóðþrifamáli. Hafið samband við Jóhann í síma 577 2300 eða 551 8443. Þjóðarátak gegn fíknief num Hárgreiðslusveinn - meistari óskast sem fyrst í lengri eða skemmri tíma. Góð laun í boði. Áhugasamir leggi inn nafn og upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 25. október, merkt: „Hár - 100%“. Atvinnutækifæri Leitað er eftir aðila til þess að reka skóverk- smiðjuna Skrefið hf. á Skagaströnd. Núverandi eigendur eru tilbúnir til að styðja við bakið á réttum aðila. Við leitum að: Duglegum og framsæknum einstaklingi eða fyrirtæki, sem er tilbúið til þess að takast á við það verðuga verkefni að byggja upp öflugt framleiðslufyrirtæki. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Bryndísi Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Skrefsins hf., í síma 452 2811. Umsóknarfrestur rennur út 30. október 1996. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Funaborg/Funafold Leikskólakennara í stuðningsstarf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Jónsdóttir, í síma 587 9160. Lækjaborg/Leirulæk Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Svala Ingv- arsdóttir, í síma 568 6351. Múlaborg/Ármúla Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu. Þroskaþjálfa í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigríður Pálsdóttir, í síma 568 5154. Vesturborg/Hagamel Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 100% stöðu og til afleysinga. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Árni Garð- arsson, í síma 552 2438. Ægisborg/Ægissíðu Leikskólakennara og annað uppeldismennt- að starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Mjöll Jónasdóttir, í síma 551 4810. Eldhús Staðarborg/Mosgerði Matráður í 50% stöðu fyrir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sæunn E. Karlsdóttir, í síma 553 0345. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Afleysingalæknir óskast nú þegar, eða eftir nánara samkomu- lagi, til starfa við Heilsugæslustöðina og Sjúkrahúsið á Hvammstanga. Upplýsingar veitir Gísli Þ. Júlíusson, yfirlækn- ir, vs. 451 2346, hs. 451 2357. Heilsugæslustöðin og Sjúkrahúsið, Hvammstanga. Blaðamenn Helgarpósturinn óskar eftir að ráða einn til tvo vana blaðamenn. Umsóknum sé skilað til HP, Borgartúni 27, 105 Rvík, fyrir fimmtudaginn 24. okt. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. w HELGARfÚSTURINN Hótelstarf -mikil vinna Óska eftir einstaklingi strax til starfa við hreingerningar og í þvottahúsi hótelsins. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og metnað til að taka að sér krefjandi starf. Nánari upplýsingar veitir Gylfi á staðnum, ekki í síma, á mánudag og þriðjudag. *4 w Bergstaðastræti 37. Barnaverndarstofa Laus staða sérfræðings Barnaverndarstofa annast daglega stjórn barnaverndarmála í umboði fé- lagsmálaráðuneytisins. Meginverkefni hennar felast annars vegar í eftir- liti, ráðgjöf og fræðslu vegna starfsemi barnaverndarnefnda í landinu og hins vegar að hafa yfirumsjón með rekstri meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni, sem rekin eru skv. barnaverndarlögum. Á vegum stofunnar starfar fagteymi, m.a. skipað fulltrúum barna- og unglingageðdeildar og Meðferðarstöðvar ríkisins, sem fjallar um allar umsóknir um innlögn barna og ungmenna á meðferðarheimili og stofnanir, sem rekin eru á vegum ríkisins skv. barnaverndarlögum. Snyrtivöruverslun Vanur starfskraftur óskast í snyrtivöruversl- un. Æskilegur aldur 25-45 ára. Upplýsingar í síma 554 4815 milli kl. 15 og 18 frá sunnudegi til miðvikudags. & Barnaverndarstofa auglýsir lausa stöðu sér- fræðings, sem m.a. er fólgin í eftirfarandi meginverkefnum: - Að annast úrvinnslu umsókna um vistun á meðferðarheimili og stofnanir sem rek- in eru undir hatti Barnaverndarstofu og hafa umsjón með starfi fagteymis. - Að annast samskipti við meðferðarheim- ilin vegna vistana barna og unglinga, veita ráðgjöf, m.a. vegna gerðar með- ferðaráætlana, og skipuleggja fræðslu til handa starfsfólki heimilanna. - Að sinna samskiptum við barnaverndar- nefndir, þ.m.t. ráðgjöf vegna vistana barna og ungmenna. - Að sjá um úrvinnslu upplýsinga ervarðar meðferðarvistanir. Háskólamenntun á sviði sálfræði, félagsráð- gjafar eða uppeldisfræði ásamt reynslu og þekkingu á meðferðarmálum áskilin. Umsóknarfrestur er til 28. október og skal skila umsóknum til Barnaverndarstofu, Aust- urstræti 16, pósthólf 53, 121 Reykjavík. Umsóknir skv. auglýsingu þessari gilda í sex mánuði frá birtingu hennar. Nánari upplýs- ingar veitir forstjóri í síma 552 4100. Mosfellsbær Leikskólinn Reykjakot Leikskólakennarar óskast í hlutastörf sem fyrst. Til greina kemur að ráða fóik með aðra uppeldismenntun eða góða starfs- reynslu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, María Ölversdóttir, í síma 566 8606. Leikskóiafuiitrúi Skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu Staða skrifstofustjóra áætlana- og þróunar- skrifstofu er laus til umsóknar. Um er að ræða nýja skrifstofu sem ætlað er að vinna að framtíðarþróun og skipulagn- ingu á sviði heilbrigðis- og velferðarmála. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun og reynslu í stjórnsýslu og þróunar- og áætlana- gerð á sviði heilbrigðismála. Staðan veitist sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Kjör eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 17. október 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Viimuniiðlun Reykjavíkurborgar Verkfræðingur/ tæknifræðingur Mælingadeild borgarverkfræðings í Reykja- vík óskar eftir að ráða verkfræðing eða tæknifræðing. Starfið felst m.a. í mælingum vegna lóða- marka og bygginga, þríhyrningsmælingum, útreikningum og tölvuvinnslu. Hæfniskrafa ertæknimenntun á háskólastigi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember nk. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður mælingadeildar og/eða starfsmannastjóri borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími 563 2300. Engjateigur 11 • Sími 588 2580 • Fox 588 2587

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.