Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 ATVINmiAUGIVS/NGA/? Deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu Staða deildarstjóra á almennri skrifstofu ráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun. Starfið felst í upplýsingaöflun og miðlun og umsjón með afgreiðslu erinda á almennri skrifstofu. Kjör eru samkvæmt samningi Félags háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 17. október 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráððuneytið. Coopers &Lybrand Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand hf Löggiltir endurskoðendur Endurskoðun - reikningsskil Við viljum ráða í laust starf viðskiptafræðings á skrifstofu okkar í Reykjavík og óskum eftir viðskiptafræðingi með góða kunnáttu og helst reynslu af endurskoðun, reikningsskil- um og skattskilum. Starfið er laust strax og það býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir réttan aðila. Umsóknir óskast sendar í pósthólf 12370, 132 Reykjavík, fyrir 25. október nk. Farið verður með þær sem trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand ehf. er ein stærsta skrifstofa sinnar tegundar á íslandi og er aðili að Coopers & Lybrand International, sem er samstarf endurskoðunarfyrir- tækja í 140 löndum. Hægt er að sækja um þjálfun eða vinnu hjá þeim öllum að loknum reynslutíma á (slandi. Lyfjafræðingur Lyfjafræðingur óskast til starfa í Ölfus Apóteki. Upplýsingar í síma 483 4197. EIIIIIIIDII iiiiilseiii SIBISISIIII DIHIIIII SRIBIIEIB iinimi Dósentsstarf í erfðafræði hjartasjúkdóma Við læknadeild Fláskóla íslands er laust til umsóknar hálft starf dósents í erfðafræði hjartasjúkdóma. Dósentinn mun stunda rannsóknir á sviði erfðafræði hjartasjúkdóma í samvinnu við Gunnar Sigurðsson, prófessor og yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en starfið tengist einnig Hjartavernd. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunarreynslu, kennslureynslu og vísindastörf og einnig ein- tök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Um- sækjendur þurfa að gera grein fyrir því hverj- ar af rannsóknaniðurstöðum sínum þeir telja vera markverðastar og jafnframt lýsa hlut- deild sinni í rannsóknum, sem lýst er í grein- um þar sem höfundar eru fleiri en umsækj- andi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir hugmyndum sínum um fræðilega uppbygg- ingu á sviðinu. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið 1. mars 1997. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í síma 525 1000. Þrif í vesturbænum Samviskusöm manneskja, vön þrifum, ósk- ast á heimili fjóra tíma í viku. Vinnutími fimmtud. eða föstud. fyrir hádegi. Góð laun í boði fyrir vandaða vinnu. Áhugasamar sendi umsókn til afgreiðslu Mbl., merkta: „Þrif - 15245“, fyrir 25. októ- ber. Meðmæli æskileg. Grafískur hönnuður Ein stærsta prentþjónustan í Reykjavík leitar samstarfs við grafískan hönnuð. Við bjóðum húsnæði og aðgang að öllum tækjum fyrirtækisins til vinnslu á verkefnum fyrir báða. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 577 2400. Öryggisvörður Óskum eftir starfsmanni við öryggisgæslu hjá Öryggismiðstöð íslands hf. Vinnutími er á kvöldin og á nóttunni. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar um starfið eru ekki gefnar í síma og skal skila skriflegum umsóknum í síðasta lagi fimmtudaginn 24. október. • J §kU • I • I kM I I I I • KM I • I I I Knarrarvogi 2,104 Rayfcjavfc. Simi 533 2400, Fax: 533 2412 Iðntæknistofnun vinnur aö tækniþróun og aukinni fram- leiðni i íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjón- usta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfs- fólk til að trygja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Umsjónarmaður tölvukerfis Iðntæknistofnun óskar eftir að ráða starfs- mann til að hafa umsjón með tölvukerfi stofn- unarinnar. Starfssvið hans verður að annast daglegar rekstur tölvukerfa Iðntæknistofnunar og veita notendum aðstoð. Nánar tiltekið felst starfið í aðstoð við notendur og fræðslu um notkun tölvanna, umsjón með afritunartöku og öryggismálum tölvukerfisins, auk þess að sjá um bilanaþjónustu tölvubúnaðar ásamt uppsetningu búnaðar er tengist tölvu- kerfinu. Háefniskröfur eru að umsækjendur séu með hagnýta menntun á sviði tölvumála og/eða reynslu af tölvum og tölvunotkun. Æskilegt er að umsækjendur séu með menntun í tölv- unarfræði, kerfisfræði, verkfræði, tæknifræði eða hafi aðra sambærilega menntun. Umsækjendur þurfa að hafa haldbæra reynslu og þekkingu í Unix- og NT-stýrikerfi og Windows-umhverfi ásamt forritum sem því tengist, s.s. Word og Excel. Einnig er æskilegt að umsækjendur hafi þekkingu á hugbúnaðarkerfinu Lotus Notes og bók- haldskerfinu Fjölni. Starfsreynsla er enn fremur talin æskileg. Um er að ræða áhugavert og sjálfstætt starf fyrir réttan aðila. Áhersla er lögð á að við- komandi eigi auðvelt með mannleg sam- skipti, hafi til að bera útsjónarsemi og skipu- lagsgáfu. Hvatt er til að konur, jafnt sem karlar, sæki um starfið. Allar nánari upplýsingar veitir Örn Gylfason, starfsmannastjóri, í síma 587 7000. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til hans fyrir 1. nóvem- ber næstkomandi. Iðntæknistofnun 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholti, 112 Reykjavík Sími 587 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.