Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 29 Frímerkjatil- lögur dæmdar MIKIÐ hefir verið að gera við undirbúning frímerkjasýningar- innar „NORDIA-96" að undan- förnu. Einn þáttur í sýningunni er að efnt var til samkeppni með- al skólabarna um bestu tillöguna að frímerki. Var keppnin kynnt á siðastliðnu skólaári og bárust nær 3.000 tillögur frá skólum hvaðanæva af landinu. Sam- keppnin var í fjórum bekkjum grunnskólanna, það er 4.-7. bekk. Framkvæmdastjórn „NORDIA- 96“ skipaði dómnefnd til að úr- skurða hvaða myndir skyldu hljóta verðlaun og lauk dómnefnd- in störfum síðastliðna helgi. Voru úrskurðuð 1.2. og 3. verðlaun í öllum aldursflokkum, en sökum myndgæða voru tvenn 1. verðlaun úrskurðuð í einum flokknum, og fleiri 2. og 3. verðlaun í hinum flokkunum. Auk þess fengu marg- ar myndir sérstaka viðurkenningu fyrir gæði, þótt þær hlytu ekki bein verðlaun. Allar þær myndir sem sendar voru inn og hlutu annaðhvort verðlaun eða viðurkenningar verða svo sýndar á frímerkjasýn- ingunni „NORDIA-96“ á Kjarv- alsstöðum, dagana 25.- 27. októ- ber næstkomandi. Verðlaunahaf- ar fá bikara frá ísspori hf, en viðurkenningar verða frímerkja- gjafir frá Póstmálastofnun. Þá fá allir sem sendu inn tillögur viðurkenningarskjal frá frí- merkj asýningunni. Dómnefnd þessa skipuðu: Alda Sveinsdóttir, myndlistarkennari, Þröstur Magnússon, grafískur hönnuður og Sigurður H. Þor- steinsson, fyrverandi myndlistar- FRÉTTIR # Morgunblaðið/Sigurður H. Þorstemsson DOMNEFNDIN að störfum f.v.: Þröstur Magnússon, Alda Sveins- dóttir og Sigurður H. Þorsteinsson. gagnrýnandi. Þeim til aðstoðar voru Sigurður R. Pétursson, for- maður LÍF, og kona hans, Guðný Edda Magnúsdóttir. Dómnefndin var sammála um að þátttaka hafi verið góð og að efnið sem barst hafi verið frábærlega gott, svo að oft hefði verið úr vöndu að ráða. Þá mætti einnig benda á að nágrannaþjóðir okkar hefðu oft nýtt slíkar barnamyndir sem myndefni á frímerki. Happdrætti Sjálfsbjargar ÚTDRÁTTUR i happdrætti Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu, fór fram 15. októ- ber sl. hjá Sýslumanninum í Reykja- vík. Vinningamir eru hér birtir án ábyrgðar Morgunblaðsins. 1. 262, 2. 2450, 3. 14, 4. 1568, 5. 1048, 6. 206, 7. 625, 8. 13, 9. 752, 10. 1408, 11. 375, 12. 1876, 13. 2134, 14. 572, 15. 1863, 16. 421, 17. 2319, 18. 2309, 19. 91, 20. 2735, 21. 1565, 22. 670, 23. 638, 24. 1315, 25. 1187, 26. 1991, 27. 1783, 28. 2499, 29. 1472, 30. 2831, 31. 2693, 32. 2310, 33. 911, 34. 1658, 35. 1135, 36. 60, 37. 991, 38. 2560, 39. 2203, 40. 481, 41. 1891, 42. 1888, 43. 896, 44. 2212, 45. 2456. Öll listaverkin eru gefin af lista- mönnum til styrktar útivistarsvæð- inu við Elliðavatn. Vinninganna ber að vitja innan árs. Fjöldi útgefinna miða var 3000. Upplýsingar um vinningsnúmer eru veittar á skrif- stofu Sjálfsbjargar. I.O.O.F. 19 = 17710218 = I.O.O.F. 3 = 17810218 = 0 □ Mímir 5996102119 I 1 Frl. I.O.O.F. 10 = 17710218 = 0.8 ’/2. □ Helgafell 5996102119 VI 2 □ Gimli 5996102119 III 1 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Áruteiknimiðillinn Guðbjörg Guðjónsdóttir verður í Reykjavík næstu daga. Ég teikna áru þína og les úr henni, hvernig þú tengist verald- legum og andlegum þáttum lífs þíns. Einnig get ég teiknað and- legan leiðbeinanda fyrir þá, sem lengra eru komnir inn á andlegu brautina og komið með upplýs- ingar frá honum til þín. Uppl. í s. 421 4458 og 897 9509. ' VEGURINN P Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11. Helga Zidermanes kennir. Skipt í deildir. Líf, gleði og friður fyrir alla fjölskylduna. Kvöldsamkoma kl. 20. Samúel Ingimarsson prédikar. Gleði drottins er styrkur okkar. Jesús elskar þig. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagaskóli í dag kl. 11. Ásmundur Magnús- son prédikar. „Fyrstu skrefin" í kvöld kl. 20. „Að heyra frá Guði“. Kennsla á miðvikudag kl. 20. Jódís Konráðsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir! Somhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. auglýsingar Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í dag kl. 17.00. Ræðumaöur: Skúli Svavarsson. Barnakór KFUM og KFUK syngur. Fyrirbæn í lok samkomunnar. Barna- og unglingasamverur á sama tíma. Matsala eftir samkomuna. Komum saman og lofum Drottin. Þú ert vissulega velkominn! YWAM - ísland Fjölskyldusamkoma í Aðal- stræti 4B kl. 11 f.h. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Sr. Magn- ús Björnsson talar um „Endur- komu Krists og kirkjuna." Almenn samkoma í Breiðholts- kirkju kl. 20. Vitnisburðir um trú- festi Guðs og blessun. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, stmar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Aðalfundur félagsins verður haldinn í safnaðarheimili Grens- áskirkju mánudaginn 21. októ- ber kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Séra Magnús Björnsson flytur hugleiðingu. Stjórnin. Miðillinn Sigurður Geir Ólafsson I býður upp á sam- I bandsfundi, leið- f beinendafundi, I ráðgjöf, kennslu log námskeið. -Einnig býður Guð- ifinna Inga Sverris- dóttir upp á áruteikningu og lestur. Afsláttur fyrir aldraða, öryrkja og atvinnulausa gegn framvísun skilríkja. Upplýsingar alla virka daga frá kl. 12-19 í síma 562 4503 eða símsvari og við höfum samband. Útsaia í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 13-18. Mikið af góðum fatnaði. Hjálpræðis- herinn Kírkjustræti 2 Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunudagaskóli. Kl. 17: Samkoma fyrir Hermenn og Samherja. Kl. 20: Hjálpræðissamkoma. Ofurstarnir Inger og Einar Höy- land frá Noregi. MajórarnirTurid og Knut Gamst ásamt foringjum frá Færeyjum og Reykjavík tala, syngja og vitna á samkomum dagsins. Allir velkomnir. Mánudagur kl. 16: Heimilasam- band, Turid Gamst talar. Allar konur velkomnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning í dag kl. 11.00. Ræöumaöur Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Samúel Ingimars- son, forstöðumaður Vegarins. Lofgjöröarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Safnaðarfundur kl. 19.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 18.00 fyrir öll börn á aldrinum 3ja til 12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. Dagsferð 20. október Kl. 10.30: Austan Grímmanns- fells. Skemmtileg ganga i næsta nágrenni Reykjavíkur. Verð kr. 1.000/1.200. Þjóötrúarferöin, sem fara átti frestast þar til 3. nóvember. Dagsferð 27. október Kl. 10.30 Leggjarbrjótur. Forn leið milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðarbotns. Helgarferð 25.-27. október Kl. 20.00 Fjallaferð um vetur- nætur. Vetri heilsað á fjöllum. Ekki gefið upp hvert farið verður. Gönguferðir við allra hæfi. http://www.centrum.is/utivist KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERDAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 20. október - dagsferðir: 1) Kl. 13.00 Keilir (379 m). Keil- ir er áberandi móbergsfjall á Reykjanesskaga. Gott útsýni - þægileg gönguleið. 2) Kl. 13.00 Lambagjá - Tóastíg- ur. Lambagjá er norðan Hösk- uldarvalla og Tóastígur liggur í jaðri Afstapahrauns að Kúa- gerði. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ný bók! Hengilssvæðið, sem er hið fjórða i röð fræðslurita Ferðafélagsins. Efni: 1) Göngu- leiðir og staðhættir. 2) Jarð- fræðilegt yfirlit. Ómissandi fróð- leikur þeim sem leggja leið sína fótgangandi um Hengilssvæðið. Fæst á skrifstofu F(. Ferðafélag íslands. Pýramídinn - Æji andleg miðstöð Mlðkm Sameining Spíritistafélag íslands og Pýra- mídinn hafa sameinast undir nafninu „Pýramídinn" Starfsmenn hins sameinaða félags eru nú þegar: Anna Carla, miöill. Björgvin Guðjónsson. Ellen Sveinsdóttir, huglæknir. Hermundur Sigurðsson, talnaspeki. Jón Rafnkelsson, huglæknir. Ragnheiður Ólafsdóttir, teiknimiðill. Sigurveig Buch, spálesari Opinn hringur er hjá Ellen öll þriðjudagskvöld kl. 20.30. Húsinu lokaö kl. 20.30. Skyggnilýsingarfundur verður með Önnur Cörlu og Ragnheiði föstudagskvöldið 25. okt. kl. 20.30 í húsnæði Pýramídans. Pýramidinn hið sameinaða félag óskar eftir fleira fólki til sam- starfs. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Jón Lárus í símum 588 1415 og 588 2526. F.h. stjórnar Pýramídans, Jón Lárus Ingvason, framkvæmdastjóri. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Stjörnuspeki Einkatímar í túlkun stjörnukorta hjá Þórunni Helgadóttur út frá karma, fyrri lífum, hæfileikum, samböndum, sálarhlutverki og ýmsu fleiru. Framvindutúlkun. Hvað er að gerast hjá þér næsta árið? Fyrri líf Einkatímar í upprifjun fyrri Irfa í gegnum djúpslökun. Símatími í s. 554 1107 kl. 9-13 alla virka daga. Fræðslumiðstöð andlegrar vitundar [ fræðslumiðstöð- inni starfa m.a.: Andrés Karlsson: Spámiðlun og tarotlestrar. Bryndís Júlíus- dóttir, kinesio- log: Streitulosun, sjálfþekking, já- kvæð hugsun, orkumæling. Lára Halla Snæ- fells: Spámiðlun. Sigríður Júlíus dóttir, spámiðill: Dulvísindi, talna- speki, lófalestur, litir frá reikistjöm- um, spilaspár og ráðgjöf. Svanfríður Guð- rún Bjarnadóttir: Náttúruleg heilun og sambandsmiðl- un. Gunna Stína Ein- arsdóttir: Mennt- uð í kinverskum nálastungum í Svíþjóð og Kína. Þórunn F. Benj- amfnsdóttir: Lófalestur. Fyrirbænir: Hringið eða skrá- ið sjálf í fyrir- bænabókina. Dulheimar, sími 581 3560. Valgerður Her- mannsdóttir, kinesiolog: Vinn- ur m.a. með námskviða, ein- beitingarskort, sviðsskrekk, próf- kvíða o.fl. Kristið samftlag Samkoma í dag kl. 16.30. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Drottinn vill finna þig! Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Miðvikudagur kl. 20.30: Biblíulestur Allir velkomnir. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Kristín Karlsdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir, María Sigurðar- dóttir og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir eru öll að starfa hjá félaginu og bjóða upp á einka- tíma. Kristín Þorsteinsdóttir kemur til starfa 28. október. Velski miðillinn og kennarinn, Colin Kingshot, verður með námskeið þriðjudaginn 22. októ- ber kl. 20.00 þar sem hann kenn- ir fólki að nota kraft úr safa velskra blóma til heilunar og hugleiðslu. Colin býður líka upp á einkatima i lestri og áruteikn- ingu, kristalheilun og fyrrilífs- upprifjunum. Breski umbreytingamiðillinn Diane Elliot verður að störfum hjá félaginu frá 28. okt.-8. nóv. og breski huglæknirinn Joan Reid frá 11 .-28. nóv. Boðið er upp á þá nýbreytni að Bjarni Kristjánsson, miðill og huglæknir, er.með umbreytinga- fundi fyrir hópa. Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir tvo bæna- og þróunarhringi og það stendur til að bæta einum hóp við. Þórunn Maggý verður með op- inn skyggnilýsingafund 10. nóv. kl. 14.00 í Akoges-salnum, Sig- túni 3 (Sóltúni). Miðasala við inn- ganginn. Krónur 1.000 f. félags- menn, kr. 1.200 f. aðra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Allar upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130 milli kl. 10.00 og 12.00 og 14.00 og 16.00 og á skrifstofunni, Garðastræti 8, alla virka daga. SRFÍ. ATVINNA 19 ára norsk stúlka óskar eftir starfi á íslandi frá janúar-júní 1997. Vön bústörfum og dýrum. Áhugasöm og allt kemur til greina. Áhugasamir sendi svar fyrir 1. nóv. til: Solrun Synnöve Snilsberg, Steinbakken 2627 Svatsum, Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.