Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUGARVATN í Ámessýslu er í hugum margra gamalt og gróið skólasetur ásamt því að vera áningar- staður fjöl- margra ferða- manna á sumrin. Hverjum skyldi renna í grun að oddviti staðarins sé einn af frumheijum körfuknatt- leiks á íslandi? Þórir Þorgeirsson heitir hann og er fæddur á Hlemmiskeiði á Skeiðum í Skeiðar- hreppi 14. júlí árið 1917. Þórir er íþróttakennari að mennt og á að baki fjörutíu og þriggja ára starfs- feril við skólana á Laugarvatni, Héraðsskólann, Menntaskólann og íþróttakennaraskólann auk starfa > innan ÍSÍ og UMFÍ. Árið 1970 sneri Þórir sér að hreppapólitik og oddvitastarfinu á Laugarvatni hefur hann gegnt í tuttugu og fjögur ár. Hvemig stóð á þessum viðsnúningi, úr íþróttum í pólitík? „Það er nú varla hægt að kalla það viðsnúning því samhliða odd- vitastarfinu kenndi ég íþróttir til ársins 1981. Ég var í fyrsta sinn kosinn í hreppsnefnd árið 1970 og hef gegnt starfi oddvita síðan. Það kom mér reyndar á óvart að ég skyldi vera valinn en í þá daga vom ekki haldnar listakosningar heldur vom allir hreppsbúar í kjöri. ^ Ég var bara að byggja mér íbúðar- ' hús þegar kallið kom. Á hinn bóg- inn held að íþróttir og pólitík geti alveg átt saman, þar gildir það sama, að hafa metnað fyrir sitt íþróttafélag eða sveitarfélag. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta en vinsældir mínar hafa farið minnkandi með hveijum kosning- um.“ Hvenær komstu fyrst til Laugarvatns? „Það var um haustið 1936 til ,að setjast á skólabekk í Héraðs- skólanum. Þar var ég í tvö ár en fór þá að vinna hjá Bjarna Bjarna- syni skólastjóra Héraðsskólans við Laugarvatnsbúið sem svo var kall- að. Ég vann þar í tvö ár en sótti jafnframt íþróttatíma í skóla Bjöms Jakobssonar (1886-1961). Bjöm stofnaði þann skóla árið 1932 og rak hann til ársins 1942 en þá tók ríkið hann í sínar hendur pg úr því varð íþróttakennaraskóli íslands. Snemma árs 1940 hóf ég síðan formlegt nám við skóla Björns og lauk því níu mánuðum síðar. Þann vetur vomm við átta nemendur við skólann, fjórir strák- ar og fjórar stúlkur." > Hvert var viðhorf fólks til íþróttakennaranáms á þessum imm? „Það var litið upp til íþrótta- iiennaranámsins. Það var talið rott nám og borin virðing fyrir iví enda var Björn Jakobsson frá- óær kennari og mikill íþróttafröm- aður. Hann var á lýðháskólanum í Askov á Jótlandi eins og Jónas frá Hriflu og Gunnar Gunnarsson skáld en brautskráðist síðar sem íþróttakennari frá Kaupmanna- höfn. Það má segja að ég hafi lent inn á gafli hjá Bimi þessi tvö ár sem ég vann við Laugar- . vatnsbúið og verið honum til aðstoðar við hitt og þetta enda veitti ekki af. Ég hafði auk þess mjög gaman af íþróttum og öll sú starfsemi sem fór fram í íþróttaskólanum hafði mikil áhrif á mig. Reyndar var ég byijaður að stunda leikfimi heima á Hlemmiskeiði, móðir mín var kennari, mjög hvetjandi og jákvæð _ manneskja. Hún hvatti ~ mig til hreyfinga og það gerði pabbi reyndar líka. Eftir að náminu lauk í skóla Björns stefndi hugur minn til frekara náms sem reynd- ar varð ekkert úr, því bæði Bjarni Bjarnason og Björn lögðu mjög hart að mér að fara kenna íþrótt- *ir við Héraðsskólann. Þar hóf ég ÞÓRIR Þorgeirsson. Körfubolta oddvitinn kennslu árið 1941 og hef því stundum sagt í gríni að það sé þeim að kenna að ég menntaði mig ekki meira. Seinna fór ég þó til Danmerkur og Noregs, árið 1952, og var þar við nám í eitt ár.“ Voru hinar frægu Mullersæfing- ar notaðar í kennslunni á þessum árum? „Nei, það voru ekki kenndar Mullersæfingar, þær voru aðallega iðkaðar af hreystimönnum sem stungu sér til sunds í sjóinn á köld- um vetrarmorgnum. Fyrst ég minnist á sund en ekki á Mullers- æfingar er ekki úr vegi að tala aðeins á aðstöðuleysið sem ríkti á þessum árum í íþróttakennslunni. I þeim efnum get ég sagt stutta 12. október áríð 1952 var fyrsta dómaraskír- teinið í körfuknattleik gefið út á íslandi. Handhafi þess er Þórir Þorgeirsson oddviti á Laugarvatni og íþróttakennari til margra -----------»■*------------------------------ ára. Jón Ozur Snorrason brá sér austur fyrir Fjall og hitti Þóri að máli. sögu. Árið 1942 var ég sendur vestur til Ólafsvíkur að kenna sund eða að minnsta kosti gera tilraun til sundkennslu. Þá var Þorsteinn Einarsson nýorðinn íþróttafulltrúi ríkisins og var þetta gert að frumkvæði hans til að efla íþróttaiðkun í hinum dreifðu byggðum landsins. Til marks um aðstæðurnar var mér fenginn í hendur poki úr þéttu strigaefni sem var um þrír metrar í þvermál og klæddur að ofan með korkhring. Þetta var poki frá breska hernum en þeir söfn- uðu tíklega vatni í þennan poka. Þegar til Ólafsvíkur var komið fór ég í frystihúsið og iyllti á pokann með kælivatni. Síðan hófst sundkennsl- an en ég gat í mesta lagi kennt þremur nemend- um í einu og oft komst aðeins einn að í þessari sérkennilegu pokalaug en allt tókst þetta með þolinmæði og mikilli vinnu. Sundprófið var síðan tekið í sjónum." Þórir hefur ferðast víða um land með keppnishópa á íþróttamót, þó sérstaklega á Landsmót ung- mennafélaganna. Hvenær fórstu á þitt íyrsta landsmót? „Ég man hreinlega ekki hversu mörg landsmótin urðu sem ég fór á með keppnislið frá HSK en það fyrsta var á Laugum í Þingeyjar- sýslu árið 1946. Hinsvegar man ég það að við fórum alltaf með stóra skjöldinn heim. Það gat verið erilsamt að standa í þessu enda fór ég oft og víða um sunnlenskar sveitir að safna í keppnislið. Ég hafði það alltaf fyr- ir reglu að fara með allt það lið sem var leyfilegt enda eru lands- mótin fyrst og síðast skemmtiferð- ir. Ef ég náði ekki í þann besta, þá valdi ég strax þann næstbesta. Þetta var einföld vinnuregla og kom oft í veg fyrir leiðindi og ves- en. Mitt „prinsipp" hefur alltaf verið að gleðjast yfír því sem verið er að gera.“ Svo hefurðu líka gert víðreist og farið með „keppnislið" til ann- arra landa. „Já, það má kannski segja. í júlímánuði árið 1947 fór ég sem formaður skátafélagsins Dalbúar til Frakklands á Jamboree-mót sem er nokkurskonar alheimsmót skáta. Fararstjóri í þessari ferð var Páll Gíslason íæknir og til margra ára borgarfulltrúi Reykvíkinga en Páll og kona hans, Soffía Stefáns- dóttir, höfðu átt mestan þátt í að koma þessum félagsskap á lag- girnar. Þarna voru margir góðir drengir og mætti þar nefna leikar- ana Helga Skúlason og Gísla Al- freðsson en þeir voru þá nemendur í Héraðsskólanum og héldu skáta- starfinu að talsverðu leyti uppi enda vanir skátar. Alheimsmótið var haldið í París eða rétt fyrir utan sjálfa borgina og kom það í minn hlut að kenna þeim skátum sem fóru á mótið ís- lenska glímu. Sýningaratriðin voru mörg á þessari stóru hátíð en við vorum þeir einu sem sýndum frá öllum Norðurlöndunum og íslensk glíma varð fyrir valinu. Það var glímt á sléttri flöt og atriðið okkar vakti heilmikla lukku, fólk hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Þeir sem sýndu glímuna voru þó engir af- reksmenn heldur miklu frekar strákar sem ég hafði safnað saman af handahófi. I þessari ferð festi ég kaup á bikar í þeim tilgangi að um hann yrði keppt í körfu- bolta í skólunum á Laugarvatni. Nokkrum árum seinna stofnaði ég síðan til bekkjarmóta í körfubolta við Menntaskólann að Laugar- vatni, fljótlega eftir stofnun hans árið 1953. Þetta var síðan kallað Þórismótið og þar var keppt um þennan franskættaða bikar sem var nefndur eftir mér og kallaður Þórisbikarinn. Ef til vill ríkir sú hefð enn að um hann sé keppt en ég þekki það ekki nægilega vel.“ Þórir er handhafi dómaraskír- teinis nr. 1 í körfuknattleik á Is- landi. Vegna þess vaknar sú spurn- ing hvenær eiginleg iðkun körfu- boltans hefjist hér á landi. „Hér á Laugarvatni og sjálfsagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.