Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 31 víðar var stundaður það sem kalla mætti reitakörfubolti og að sönnu gæti hann kallast undanfari hins eiginlega körfuknattleiks eins og hann er iðkaður í dag. í gamla íþróttahúsinu, sem stendur ennþá niðri við Laugarvatn, var til statíf með körfuhring og spjaldi sem Björn Jakobsson hafði orðið sér út um einhverntíma fyrir árið 1940. Því má svo bæta við að það hús var upphaflega sýningarskáli á Alþingishátíðinni í Reykjavík árið 1930 en var flutt veturinn eftir til Laugarvatns og reist þar að nýju undir stjórn Samúels Jóns- sonar sem var faðir Guðjóns Sam- úelssonar arkitekts. í reitakörfuboltanum var saln- um í gamla húsinu skipt niður í ar léku öðruvísi körfubolta en strákarnir því þær máttu ekki fara yfir allan salinn. Rými þeirra var takmarkað vegna þess að það var talið of erfitt fyrir þær að spila allan völlinn. Ég man eftir því að Sigríður Valgeirsdóttir sem þá var nýkomin úr námi frá Bandaríkjun- um lagði mikla áherslu á að stúlk- ur spiluðu öðruvísi bolta en strák- ar. Þær þyldu það bókstaflega ekki að spila eins og strákarnir. Nú er þetta breytt enda aðrir tímar og málin hafa þróast til jafnréttis í þessum efnum sem öðrum.“ Er þá ekki hægt að fullyrða í framhaldi af þessu að íslenskur körfuknattleikur stígi sín fyrstu skref á Laugarvatni? „Ég sný ekki aftur með það að SIGURSÆLT lið HSK að loknu 9. landsmóti UMFÍ 1955. Þórir Þorgeirsson var fararstjóri og er sjötti frá vinstri á myndinni. afmarkaða reiti, líklega fímm eða jafnmarga og leikmennirnir voru í hvoru liði, þrjár línur dregnar á langveginn og síðan var miðju- reitnum skipt upp í þrennt á þver- veginn. Síðan barst boltinn manna á milli en engum var leyft að fara út fyrir sinn reit.“ Svo ferðu að kenna leikreglur í körfuknattleik og hvemig boltan- um var leikið. Þótti það ekki tíðind- um sæta þegar kennsla var hafin í boltaleik? „Nei, reyndar ekki, enda var það hluti í þróun sem var að eiga sér stað. Ég hóf körfuboltakennsluna í. íþróttaskóla Björns Jakobssonar. Ég hafði þá aðeins kynnt mér Ieik- reglurnar og verið nokkuð á nám- skeiðum en atvikin höguðu því þannig að amerískur strákur var við nám í Héraðsskólanum og það var fyrst og fremst hann sem kenndi mér undirstöðuatriðin í körfubolta sem ég tók síðan upp í kennslunni. í þá daga voru kennslugreinar fáar í íþróttum, aðallega almenn leikfimi, sund og hjálp í viðlögum enda má segja að frumheijar eins og Björn Jakobs- son og Sigurður Greipsson hafi eingöngu miðað starf sitt við þess- ar greinar. Boltaleikir voru hrein- lega ekki á dagskránni, sérstak- lega ekki innandyra. Björn Jakobsson var lítið hrifinn af boltaleikjum inni enda hélt hann að af boltaleikjum myndi hljótast óhöpp og rúður brotna. Hinsvegar var körfuboltanum óskaplega vel tekið af nemendum. Þegar strák- arnir fengu fijálsan tíma í salnum vildi Björn að ég fylgdist náið með öllu því hann var svo hræddur um að boltinn myndi bijóta allt niður. Hann var mjög passasamur maður og þessi hræðsla hans er mér mjög minnisstæð en ég hélt því hinsveg- ar fram að strákarnir væru nú að hugsa um allt annað en að henda boltanum út í veður og loft. Þeir væru að hugsa um að henda honum sín á milli. Reyndin varð líka sú að fáar rúður brotnuðu og Björn varð fljótt mjög jákvæður í garð körfuboltans. Það sem einkum gerði hann svo glaðan var hversu hart var tekið á ruðningi á milli manna enda er körfuboltinn prúð- mannleg íþrótt og einnig hreifst hann af því að í körfubolta er ver- ið að kasta í hring en ekki í mann í marki. Síðan má nefna það að stúlkurn- saga körfuknattleiks á íslandi hófst að nokkru leyti hér á Laugar- vatni og margir Ieikmenn sem fóru héðan urðu síðar uppistöðumenn í liðum í bænum. Þegar ég fer af stað í körfuboltanum var kunnátt- an frekar af skornum skammti en þekking mín jókst þó alltaf smátt og smátt. Hún kom með kalda vatninu ef svo má segja en það er óhætt að fullyrða að byggt hafi verið á veikum grunni í upphafi. Seinna fór ég að lesa mér til um þær reglur sem giltu í körfubolta og það varð til þess að forráða- menn ÍSÍ höfðu samband við mig árið 1951 og báðu mig um að halda námskeið í körfuknattleiksreglum á vegum sambandsins sem ég gerði.“ Og í kjölfar þess færðu fyrsta landsdómaraskírteinið í körfu- knattleik. „Já, það var þegar ég kom aftur til Laugarvatns haustið 1952 eftir árs námsdvöl í Danmörku og Nor- egi. Þá var allt sett á fullt í körfu- boltanum enda fann ég það í Dan- mörku að ég stóð bara nokkuð vel að vígi og vissi meira um leikregl- ur í körfubolta en Danirnir, þótt mér fyndist ég ekki kunna neitt. Síðan varð þróunin sú að ég fór að kenna leikreglurnar við íþrótta- kennaraskólann og þá fengu nem- endurnir réttindi til dómgæslu í körfubolta. Dómaraskírteinið mitt er gefið út 12. október árið 1952 og þeir sem skrifa undir eru Bene- dikt Waage forseti ÍSÍ og Frímann Heljgason. Ég held að leikreglurnar hafi ekki svo mikið breyst síðan þá, reyndar eru þær orðnar ná- kvæmari en á hinn bóginn hafa orðið miklar framfarir í íþróttinni." Að lokum Þórir, fylgir því ekki sérstök tilfinning að vera fyrsti réttindadómari í körfuknattleik á íslandi? „í sjálfu sér ekki. Þó get ég ekki neitað því að það er dálítið gaman að eiga þetta skírteini, einkum vegna undirskriftanna. I gamla daga þótti það talsverð tíð- indi þegar menn fengu réttindi til einhverra hluta. Nú til dags eru svo margir komnir með réttindi og reyndar dreg ég það stórlega í efa að dómaraskírteini í körfuknattleik séu númeruð með sama hætti og þarna er gert.“ Höfundur stundnr blnðamcnnsku í frístundum. Alþjóðlegt haustmót TR SKÁK Ilaustmót Taflfclags Rcykjavíkur FÉLAGSHEIMILI TR, FAXAFENI 12 Fjórir erlendir skákmenn tefla í efsta flokki á Haustmóti TR og er því um alþjóðlegt skákmót að ræða. Mótið er í 3. styrkleikaflokki FIDE og þarf 6 'A vinning af 9 til að hljóta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. ÞRÍR stórmeistarar eru á meðal keppenda, þeir Þröstur Þórhalls- son og Mikhail Ivanov, Rússlandi, og Igor Rausis, Lettlandi. Þeir tveir síðastnefndu tefldu með sveit TR í deildakeppninni um síðustu helgi. Ungir skákmenn fá kærkomið tækifæri til að spreyta sig og Jón Viktor Gunnarsson nýtti sér færið og lagði Rússann Mikhail Ivanov örugglega að velli í annarri um- ferð mótsins. Arnar Gunnarsson átti einnig unna stöðu gegn Rúss- anum í fjórðu umferð, en missti hana niður í jafntefli. Þröstur og Rausis eru efstir. Þeir unnu báðir þijár fyrstu skákirnar og sömdu síðan örstutt stórmeistarajafntefli í fjórðu umferð. A-flokkur: 1.-2. Þröstur Þórhallsson og Igor Raus- is, Lettlandi, 3 ‘A v. 3.-4. Mikhail M. Ivanov, Rússlandi, og Thorbjörn Bromann, Danmörku, 2 'A v. 5.-6. Jón Garðar Viðarsson og James Burdem, Bandaríkjunum, 2 v. 7. Bergsteinn Einarsson 1 'A v. 8. -9. Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson 1 v. 10. Björgvin Víglundsson 'A v. Staðan í B-flokki er óljós vegna margra frestaðra skáka. Þeir Ein- ar Hjalti Jensson og Eiríkur Björnsson voru efstir með þijá vinninga af þremur mögulegum. C-flokkur: 1. Sigurður Páll Steindórsson 3 'A v. af 4 2. Matthfas Kormáksson 3 v. 3. -4. Árni H. Kristjánsson og Kristján Halldórsson 2'/s v. D-flokkur (opinn) 1. Guðni S. Pétursson 4 v. af 4 2. Aldís Rún Lárusdóttir 3 'A v. 3-6. Davíð Guðnason, Hlynur Hafliða- son, Dagur Amgrímsson og Anna Björg Þorgrímsdóttir 3 v. Við skulum líta á vinningsskák Jón Viktors gegn rússneska stór- meistaranum: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Mikhail M. Ivanov Kóngsindversk vörn 1. e4 - g6 2. d4 - Bg7 3. c4 - d6 4. Rc3 - Rf6 5. f3 0-0 6. Be3 - e5 7. d5 - Rh5 8. Dd2 - f5 9. 0-0-0 - Rd7 10. Bd3 - a6 11. Kbl - De8 12. Rge2 - Rc5 13. Bc2 - b5 Bxc5! - dxc5 15. d6 - Hf7 16. dxc7 - Hxc7 17. Dd8 - Dxd8 17. - He7 var líklega betra. 18. Hxd8+ - Kf7 19. exf5!? - gxf5 20. Rd5 - Hb7 21. g4 - Rf4 22. Rexf4 - exf4 23. gxf5 - Hab8 24. cxb5 - Hxb5 25. b3 - Bxf5 26. Hxb8 - Bxc2+ 27. Kxc2 - Hxb8 28. Kd3! FRÁ haustmóti TR. Vegna sterkrar kóngsstöðu sinnar og öflugs riddara á hvítur mjög góða vinningsmöguleika í endataflinu. 28. - Be5 29. Hel - Bd6 30. He4 - Hg8 31. Ha4 - Hg2 32. Hxa6 - Be5 33. Ke4 - Bd4 34. Ha7+ - Kg8 35. b4 - He2+ 36. Kd3 - Hxh2 37. b5 - Hb2 38. b6 - Bf2 39. Kc4 - Hc2+ 40. Kb5 - Hb2+ 41. Kc4 - Hc2+ 42. Rc3 - Bd4 43. b7 - Be5 44. Ha8+ - Kf7 45. Kd5 - Hb2 46. Kxe5 og með mann yfir vann hvít- ur auðveldlega. Sveit MR í Helsinki Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík tekur nú um helgina þátt í Norðurlandamóti framhalds- skóla sem fram fer í Helsinki í Finnlandi. Sveit frá MR sigraði í fyrsta skipti á íslandsmótinu í vor. Það eru þeir Matthías Kjeld, Björn Þorfinnsson, Oddur Ingi- marsson, Helgi Pétur Gunnarsson og Einar Jón Gunnarsson sem eru í sveit MR, en fararstjóri er kunn- ur skákmeistari, Bragi Halldórs- son, kennari við skólann. Heildarstaðan áÓL Skákþættinum hafa borist kvartanir yfír því að heildarstaðan á Ólympíuskákmótinu skuli ekki hafa birst í Morgunblaðinu. Hún varð þessi: 1. Rússland 38‘A v. 2. Úkraína 35 v. 3. -4. Bandaríkin og England 34 v. 5.-7. Armenía I, Spánn og Bosnía-Hers- egóvína 33'A v. 8.-12. Georgía, Búlgaría, Þýskaland, r Svíþjóð og ísland 33 v. 13.-15. Kína, Holland og Argentina 32 'A v. 16.-20. Króatía, ísrael, Ungveijaland, Úsbekistan og Lettland 32 v. 21.-24. Kúba, Júgóslavía, Slóvenía og Grikkland 31 'A v. 25.-29. Frakkland, Filippseyjar, Víet- nam, Ástralía og Kanada 31 v. 30.-39. Kasakstan, Rúmenía, Tékkland, Hvíta-Rússland, Slóvakía, FYROM (Makedónia), Pólland, Litháen, Dan- mörk og Túrkmenistan 30 '/z v. 40.-43. Noregur, Perú, Armenía III og Kólumbía 30 v. '•> - 44.-46. Indónesía, Moldavía og Finn- land 29'/z v. 47.-48. Tadsjikistan og Austurríki 29 v. 49.-56. Eistland, Armenía U, Brasilía, Portúgal, Kirgistan, Belgia, frland og Skotland 28 'A v. 57.-60. Ítalía, Sviss, Indland og Sýrland 28 v. 61.-65. Bangladesh, Suður-Afríka, Lúx- emborg, Malaysía og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin 27'A v. 66.-67. Egyptaland og Marokkó 27 v. 68.-76. Chilé, Tyrkland, Túnis, Venez- úela, íran, Heimssamband blindra, Wales, Ekvador og Japan 26 'A v. . 77.-81. Uruguay, Hong Kong, Puerto Rico, Singapore og Færeyjar 26 v. 82.-87. Nýja-Sjáland, Angóla, Andorra, Jemen, Liechtenstein og Kýpur 25 'A v. 88.-91. Paraguay, Barbados, Líbanon,- og Quatar 25 v. 92.-98. E1 Salvador, Thailand, Zimbabwe, Nicaragua, Úganda, Malta og Bahrain 24'A v. 99.-100. Botswana, Hollensku Antilla- eyjar 24 v. 101.-102. San Marínó og Macao 23'A v. 103. Haiti 23 v. 104. -105. Sri Lanka og Mónakó 22'A v. 106.-107. Máritíus og Bermúda 22 v. 108.-109. Mósambik og Hondúras 21 'A v. 110. Jersey 20 v. 111. Guemsey 18'A v. 112. Afghanistan 17 v. 113. Seychelles eyjar 16 v. 114. Bandarísku Jómfrúreyjar 9 v. Margeir Pétursson Bandaríkin Annar hver íbúi of þungur í FYRSTA sinn í sögunni sýna fitumælingar að meira en annar hver Bandaríkjamaður er of þungmr- »Það hefur verið ljóst í mörg ár að Bandaríkjamenn eru að fitna og þessi þróun verður æ örari. Þetta veldur áhyggjum,“ segir dr. Tim Byers hjá háskólan- um í Colorado. Á síðari árum hefur færst í vöxt að notuð sé mælieining yfir fitumassa, BMI, sem þykir afar hentug til að bera saman fitu hjá fólki af mismunandi hæð og lík- amsbyggingu. Segja sérfræðing- ar stjórnvalda að fólk eigi að reyna að halda sig innan við 25 stig á þessum mælikvarða, ann- ars sé það of holdugt. Um 30.000 manns tóku þátt í holdafarskönnun á vegum stjórnvalda árin 1991 til 1994 og voru niðurstöðurnar birtar í vikunni, að sögn The Boston Globe. I ljós kom að 59% karla og 49% kvenna voru yfir mörkunum sem mælt er með, tíu árum fyrr væru samsvarandi hlutföll 51% og 41%. Einn af sérfræðingum opin- beru stofnunarinnar sem gerði könnunina segir að minnkandi líkamshreyfing geti átt sinn átt í þróuninni. Fjarstýring á sjón- varpi hafi ekiri hjálpað upp á sakimar, margir liggi í sófanum og glápi á kassann allt kvöldið án þess að rísa á fætur, ótti við glæpi á götum úti valdi því einn- ig að fólk fari síður úr húsi. Alvarlegum offituvandamál- um hefur einnig fjölgað hlut- fallslega. Um 2% karla og 4% kvenna stríða við þann vanda sem merkir að fólkið mælist með meira en 40 í fitumassa. Þetta er helmingi hærra hlutfall en fyrir áratug. I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.