Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1
 LESENDUR bandaríska tímaritsins Condé Nast Traveler, setja Flugleiðir í 20. sæti yfír vinsælustu flugfélögin. „Við erum mjög stolt af þessu," segir Margrét Hauksdóttir, hjá upplýsinga- deild félagsins, „sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hvað varðar stærð og umfang erum við í 121. sæti meðal flugfélaga heims." Könnun var gerð meðal lesenda Condé Nast Traveler um hvaða flugfé- lag þeir teldu standa sig best varð- GoHhjá Flugleiðum andi áfangastaði og áætlun, stund- vísi, þægindi og þjónustu, mat, með- höndlun farangurs og vildarklúbba- þjónustu. í fyrsta sæti varð Singapore Airlines, í öðru sæti Swissair og í því þriðja Virgin Atlantic. Aðeins þrjú bandarísk flugfélög komust á listann; Alaska Airlines i 14. sæti, United Airlines í 16. sæti og Delta í 19. sæti. Tæplega 35 þúsund lesendur tóku þátt í könnuninni og voru þeir beðnir um að gefa einkunnirnar fram- úrskarandi, mjög gott, gott, viðund- andi og lélegt, á fyrrnefndum sviðum. SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1996 BLAÐ C Leikhús, fótbolti og skoðunarferðir í borgarferðum í stað villtror verslunar Ferdahugur í fólki EDINBORG og Barcelona, Dublin, London, Kaupmannahöfn og Kúba, New York, San Francisco, Halifax og fleiri borgir. Úrvalið er mikið og Símon Pálsson, forstöðumaður markaðsdeildar Flugleiða, segir mikinn ferðahug í Islendingum í haust. „Fólk er ekki bara að fara á þessa klassísku staði, heldur mik- ið vestur um haf, og svo hefur nýr áfangastaður, Barcelona, algjörlega slegið í gegn." Frá miðjum september til 24. október fara þúsund til tólf hundruð farþegar til Barcelona, en í fljótu bragði virðist aukning í haustferð- um almennt vera um 20-25% frá því fyrra. „Það er eins og ferðamyn- strið sé að breytast. Fólk leggur meira uppúr því að fara oftar út, en þá í styttri ferðir. Vor- og haust- ferðir njóta sívaxandi vinsælda og svo er eins og fólk vilji njóta sum- arsins heima." Kúba og San Franclsco Auður Björnsdóttir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn segir helgar- ferðir ferðaskrifstofunnar til Dyflinnar vinsælastar. Þá hafa ein- staka leiguflugferðir á ákveðna áfangastaði fengið góðar viðtökur, tvær ferðir til Kúbu í nóvember með Boeing 747 vél Atlanta og ein ferð til San Francisco í lok nóvem- ber. Einnig verður flogið á vegum Samvinnuferða til Bahamaeyja með TriStar flugvél, þrisvar í byrjun nóvember. „Við seljum líka ferðir til áfanga- staða Flugleiða og það er greinilegt að sífellt fleiri velja að skella sér vestur til Bandaríkjanna. Eftir því sem fólk verður vanara að ferðast eykst eftirspurn eftir slíkum ferð- um. Þá fer fólk hins vegar frekar í fimm til sex daga ferðir í stað þriggja eins og algengt er í Evrópu- ferðunum." Breyttar áherslur Auður segir greinilega orðið vin- sælla meðal íslendinga að fara í stuttar borgarferðir á haustin til þess að slappa af og njóta þess s^m viðkomandi borg hefur uppá ^ið bjóða, skoðunarferðir, leikhús og annað. Hún segir að áherslurnar hafi breyst og hagstæð innkaup ekki lengur aðalatriðið. Fram til áramóta segir Auður að hátt í tíu þúsund manns fari í borgarferðir með ferðaskrifstofunni. Edlnborg og Newcastle Hjá Úrvali-Útsýn er leiguflug til Edinborgar langvinsælast að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur. í öðru sæti er Newcastle, en þangað er nú i fyrsta skipti leiguflug á vegum ferðaskrifstofunnar. „Svo bjóðum við uppá ferðir til London, Amster- dam og Halifax í vetrarbæklingi okkar. Þess utan seljum við ferðir á aðra áfangastaði Flugleiða." Að sögn Guðrúnar fara um 3.500 manns á vegum Úrvals-Útsýnar til Edinborgar til áramóta og um 1.000 til Newcastle. Alls fari um sex þús- und manns í borgarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar til áramóta. Leikhús og fótbolti Plúsferðir eru með leiguflug til Newcastle og segir Laufey Jó- hannsdóttir að það hafi verið mjög vinsælt, í kringum fimmtán hundr- uð farþegar hafi pantað ferð þang- að. „Svo seljum við í áætlunarflug til Glasgow, London og Frankfurt og þangað hafa samanlegt pantað um eitt þúsund manns." Heimsferðir eru með leiguflug til London.tvisvar í viku og segir Guð- björg Sandholt að nær uppselt sé í BARCELONA hefur slegið í gegn hjá Flugleiðum. þær ferðir. „Við fljúgum þangað í tvo mánuði, út nóvember, og far- þegafjöldinn er nálægt 2.300. Guðbjörg sagði greinilegt að áherslur fólks hefðu breyst. „Það biður um miða á leikhús, fótbolta- leiki og spyr um skoðunarferðir." Disney í Porís ? Á næstunni verður opnuð skrifstofa í Kaupmannahöfn á vegum Disneyland París. Opnun- in kemur í kjölfar samnings um að S AS verði sérstakt flugfélag Disneyland París á Norðurlönd- um og í Eystrasaltsríkjunum. Markmiðið er að fjölga ferðar- fólki frá þessum löndum í Di- sneylandi París, en SAS flýgur þrettán sinnum á dag frá Osló, Kaupmannahófn, Stokkhólmi og Gautaborg til Parísar. ? „Þetta er fínn samningur tveggja fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum erfiða tíma, en eru nú á uppleið," segir Bertrand GaiIIochet, markaðssrjóri Di- sneyland París. Forráðamenn skemmtigarðsins gerðu mistök í upphafi með því að nefna garð- inn Euro Disney. „Nafnið gekk ekki, það var of viðskiptalegt. Garðurinn er orðinn mun meira aðlaðandi í hugum i'óiks eftír að við skiptum um nafn." Disneyland París hefur notið vinsælda meðal Norðurlandabúa og árlegur fjöldi ferðamanna þaðan er um 250 þúsund. Tak- markið er að gera heimsóknina auðveldari og ódýrari fyrir ferðalanga frá Norðurlöndum og til þess er samningurinn við SAS ætlaður. Á döfinni er að bjóða sérstakar pakkaferðir, en Di- sneyland París hefur samið á svipuðum nótum við British Airways og Iberia. ¦ ALDREI HAGSTÆÐARA VERÐ! BROTTFARIR VIKULEGA í VETUR ÍSLENSK I FARARSTJÓRN Vinsælustu skemmtisiglingar heimsins, Imagination, Sensatí< Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt Verðfrákr. 100 þús. ÞÚ GERIR EKKIBETRI KAUPl Fáiö nýja spennandi { áætlun ^|*i|A:-T TSíf' *~- '*•* 6 valdir staðirá ^ Dominicana * CARNIVAL UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA" HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17,4. Iiæð 101 Rcvkiavík, sfmi 56 20 400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.