Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1996 BLAÐ C LESENDUR bandaríska tímaritsins Condé Nast Traveler, setja Flugleiðir í 20. sæti yfír vinsælustu flugfélögin. „Við erum mjög stolt af þessu,“ segir Margrét Hauksdóttir, hjá upplýsinga- deild félagsins, „sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hvað varðar stærð og umfang erum við í 121. sæti meðal flugfélaga heims.“ Könnun var gerð meðal lesenda Condé Nast Traveler um hvaða flugfé- lag þeir teldu standa sig best varð- Gotthjá Flugleiðum andi áfangastaði og áætlun, stund- vísi, þægindi og þjónustu, mat, með- höndlun farangurs og vildarklúbba- þjónustu. í fyrsta sæti varð Singapore Airlines, í öðru sæti Swissair og í því þriðja Virgin Atlantic. Aðeins þijú bandarísk flugfélög komust á listann; Alaska Airlines i 14. sæti, United Airlines í 16. sæti og Delta í 19. sæti. Tæplega 35 þúsund lesendur tóku þátt í könnuninni og voru þeir beðnir um að gefa einkunnirnar fram- úrskarandi, mjög gott, gott, viðund- andi og lélegt, á fyrrnefndum sviðum. Leikhús, fótbolti og skoðunarferðir í borgarferðum í stað villtrar verslunar Ferdahugur í fólki EDINBORG og Barcelona, Dublin, London, Kaupmannahöfn og Kúba, New York, San Francisco, Halifax og fleiri borgir. Úrvalið er mikið og Símon Pálsson, forstöðumaður markaðsdeildar Flugleiða, segir mikinn ferðahug í Islendingum í haust. „Fólk er ekki bara að fara á þessa klassísku staði, heldur mik- ið vestur um haf, og svo hefur nýr áfangastaður, Barcelona, algjörlega slegið í gegn.“ Frá miðjum september til 24. október fara þúsund til tólf hundruð farþegar til Barcelona, en í fljótu bragði virðist aukning í haustferð- um almennt vera um 20-25% frá því fyrra. „Það er eins og ferðamyn- strið sé að breytast. Fólk leggur meira uppúr því að fara oftar út, en þá í styttri ferðir. Vor- og haust- ferðir njóta sívaxandi vinsælda og svo er eins og fólk vilji njóta sum- arsins heirna." Kúba og San Francisco Auður Björnsdóttir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn segir helgar- ferðir ferðaskrifstofunnar til Dyflinnar vinsælastar. Þá hafa ein- staka leiguflugferðir á ákveðna áfangastaði fengið góðar viðtökur, tvær ferðir til Kúbu í nóvember með Boeing 747 vél Atlanta og ein ferð til San Francisco í lok nóvem- ber. Einnig verður flogið á vegum Samvinnuferða til Bahamaeyja með TriStar flugvél, þrisvar í byrjun nóvember. „Við seljum líka ferðir til áfanga- staða Flugleiða og það er greinilegt að sífellt fleiri velja að skella sér vestur til Bandaríkjanna. Eftir því sem fólk verður vanara að ferðast eykst eftirspurn eftir slíkum ferð- um. Þá fer fólk hins vegar frekar í fimm til sex daga ferðir í stað þriggja eins og algengt er í Evrópu- ferðunum.“ Breyttar áherslur Auður segir greinilega orðið vin- sælla meðal íslendinga að fara í stuttar borgarferðir á haustin til þess að slappa af og njóta þess sém viðkomandi borg hefur uppá áð bjóða, skoðunarferðir, leikhús og annað. Hún segir að áherslurnar hafi breyst og hagstæð innkaup ekki lengur aðalatriðið. Fram til áramóta segir Auður að hátt í tíu þúsund manns fari í borgarferðir með ferðaskrifstofunni. Edinborg og Newcastle Hjá Úrvali-Útsýn er leiguflug til Edinborgar langvinsælast að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur. í öðru sæti er Newcastle, en þangað er nú í fyrsta skipti leiguflug á vegum ferðaskrifstofunnar. „Svo bjóðum við uppá ferðir til London, Amster- dam og Halifax í vetrarbæklingi okkar. Þess utan seljum við ferðir á aðra áfangastaði Flugleiða." Að sögn Guðrúnar fara um 3.500 manns á vegum Úrvals-Útsýnar til Edinborgar til áramóta og um 1.000 til Newcastle. Alls fari um sex þús- und manns í borgarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar til áramóta. Leikhús og fótbolti Plúsferðir eru með leiguflug til Newcastle og segir Laufey Jó- hannsdóttir að það hafi verið mjög vinsælt, í kringum fimmtán hundr- uð farþegar hafi pantað ferð þang- að. „Svo seljum við í áætlunarflug til Glasgow, London og Frankfurt og þangað hafa samanlegt pantað um eitt þúsund manns.“ Heimsferðir eru með leiguflug til London.tvisvar í viku og segir Guð- björg Sandholt að nær uppselt sé í BARCELONA hefur slegið í gegn hjá Flugleiðum. þær ferðir. „Við fljúgum þangað í tvo mánuði, út nóvember, og far- þegafjöldinn er nálægt 2.300. Guðbjörg sagði greinilegt að áherslur fólks hefðu breyst. „Það biður um miða á leikhús, fótbolta- leiki og spyr um skoðunarferðir." Disney í París ► Á næstunni verður opnuð skrifstofa í Kaupmannahöfn á vegum Disneyland París. Opnun- in kemur í kjölfar samnings um að SAS verði sérstakt flugfélag Disneyland París á Norðurlönd- um og í Eystrasaltsríkjunum. Markmiðið er að fjölga ferða- fólki frá þessum löndum í Di- sneylandi París, en SAS flýgur þrettán sinnum á dag frá Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Gautaborg til Parísar. ► „Þetta er fínn samningur tveggja fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum erfiða tíma, en eru nú á uppleið," segir Bertrand GaiIIochet, markaðsstjóri Di- sneyland París. Forráðamenn skemmtigarðsins gerðu mistök í upphafi með því að nefna garð- inn Euro Disney. „Nafnið gekk ekki, það var of viðskiptalegt. Garðurinn er orðinn mun meira aðlaðandi í hugum fólks eftir að við skiptum um nafn.“ Disneyland París hefur notið vinsælda meðal Norðurlandabúa og árlegur fjöldi ferðamanna þaðan er um 250 þúsund. Tak- markið er að gera heimsóknina auðveldari og ódýrari fyrir ferðalanga frá Norðurlöndum og til þess ersamningurinn við SAS ætlaður. Á döfinni er að bjóða sérstakar pakkaferðir, en Di- sneyland París hefur samið á svipuðum nótum við British Airways og Iberia. ■ Vinsælustu skemmtisiglingar heimsins, Imagination, Sensati Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið Verð frá kr. 100 þús. ÞÚ GERIR EKKIBETRIKAUP! ALDREI HAGSTÆÐARA VERÐ! BR0TTFARIR VIKULEGA CJTS.*'"' ■*. ... ,• IVETUR ÍSLENSK FARARSTJÓRN Fáið nýja spennandi áætiun 6 valdir staðir á Dominicana m 9 CARNIVAL UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Revklavík, slmi 56 20 400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.