Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hj FERÐALÖG Draumurinn um Zeppelin lifir áf ram [ ÞEGAR Hindenburg brann til , kaldra kola í lendingu í Lakehurst 1 ' í Bandaríkjunum árið 1937 leit út | fyrir að dagar loftskipanna væru j taldir. Loftskipið var fyllt vetni og fuðraði upp á örskömmum tíma. , Enn er ekki vitað hvað olli slys- inu. Sextíu og tveir af 97 um borð lifðu það af. Millilandaferðum loft- skipanna var þó hætt og flugskýli þeirra í Frankfurt eyðilögð árið 1940. Loftskipasmíði lá niðri í ára- tugi en nú hafa nokkrir framtaks- samir í Friedrichshafen í Þýska- landi hafið hana á nýjan leik. Fyrsti nýi Zeppelininn á að fara í loftið í apríl n.k., 60 árum eftir Hindenburg-slysið í Lakehurst. Þýsku loftskipin voru öll byggð í Friedrichshafen við Bodensee. Hið fullkomnasta, Graf Zeppelin, var byggt árið 1928 og nefnt eftir helsta frumkvöðli iðngreinarinnar, Ferdinand von Zeppelin greifa. Hann var fæddur árið 1836 og missti aldrei trúna á þessa fljúg- andi loftbelgi. Hann fjárfesti helm- ing eigna sinna í hlutafélagi til stuðnings loftskipum árið 1898 og fékk þýsku þjóðina í lið með sér tíu árum seinna eftir að loftskip fórst í Echterdingen. Fjársöfnunin sem hann stóð þá fyrir gekk svo vel að fyrra blómaskeið loftskip- anna gat hafist. Fyrsta ferðin fréttamatur Þjóðveijum var gert að hætta loftskipasmíði eftir heimsstyijöld- ina fyrri en áhugamenh misstu ekki móðinn og henni var brátt haldið áfram. Loftskipið Graf Zeppelin var byggt í rannsóknar- tilgangi og til friðsamlegra nota. Það var dýrt og Dr. Hugo Ecken- er, fyrrum samstarfsmanni Zepp- elins greifa, var ljóst að reksturinn yrði ekki ókeypis. Hann hafði sam- band við William-Randolph Hearst, blaðakonung í Bandaríkjunum, og þeir ákváðu að gera sem mest úr fyrsta flugi loftskipsins. Jómfrúarflug Graf Zeppelins hófst formlega í Lakehurst í New Jersey í Bandaríkjunum. Þaðan var flogið aftur til Friedrichshafen og áfram til Tokyo, San Franc- isco, Los Angeles og Lakehurst. Hearst dagblöðin sögðu rækilega frá ferðinni. Það hafði áður verið fiogið í kringum hnöttinn en aldrei á eins skömmum tíma. Graf Zepp- 'elin var 12 daga og 11 mínútur á leiðinni. Loftskipin voru notuð í áætlun- arflug til Suður og Norður Amer- íku á fjórða áratugnum. Þau flugu á 12 daga fresti til Brasilíu og 24 daga fresti til Bandaríkjanna. Þau fóru einnig aðrar ferðir. Það fór vel um farþegana um borð. Þeir sváfu í káetum eins og á farþega- skipum, lásu í lessal, reyktu í reyk- sal og nutu matarins í matsal. Zeppelin greifí stofnaði Zepp- elin-sjóðinn með peningunum sem hann safnaði eftir slysið í Echterd- ingen árið 1908. Samkvæmt stofn- lögum sjóðsins átti Friedrichsha- fen að fá hann til umsjónar ef loftskipaiðnaður legðist niður. Borgin fékk sjóðinn í sínar hendur eftir heimsstyijöldina síðari. Hann hefur síðan margfaldast en pen- ingar úr honum eru aðallega not- aðir í menningar- og góðgerðar- ÞÝSKA loftskipið Graf Zeppilin yfir Öskjuhlíð 1931. í þessari ferð flutti loftskipið póst frá landinu og var það í fyrsta skipti sem póstur var fluttur flugleiðis frá íslandi til útlanda. Safnið rekur sögu loftskipanna í farþegaflugi og hemotkun. Tæknileg atriði eru útskýrð og gömul vél úr Graf Zeppelin er til sýnis. Hún lá úti á víðavangi í áratugi þangað til einhver áttaði sig á að þetta væri safngripur og bjargaði henni frá veðri og vind- um. Nýju loftskipin sem fyrirhugað er að byggja í Friedrichshavern verða á stærð við Boing 747 eða helmingi minni en gömlu Zeppelin- arnir. Belgurinn verður strekktur yfir 68,4 m langa og 14,6 m breiða álgrind og fylltur helíum í stað vetnis. Gondólinn fyrir fyrsta loft- skipið er tilbúinn. Hann tekur 12 farþega og 2 flugmenn í sæti. Hann minnir meira á flugvél en farþegaskip. Framleiðendurnir eiga nú þegar samningaviðræður við hugsanlega kaupendur. Aðilar í Bremerhaven hafa til dæmis sýnt áhuga á að nota loftskip í eftirlit með strand- lengjunni og siglingaleiðum. Framtíð Zeppelinanna liggur fyrst og fremst í skoðunar- og eftirlits- ferðum en ekki langferðum eins og áður fyrr. ■ Anna Bjarnadóttir Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir ZEPPELIN-BÍLL undir eftirlíkingu af Hindenburg-loftskipinu í Zeppelin-safninu í Friedrichshafen í Þýskalandi. skyni. Vegleg upphæð var notuð til að endurnýja Zeppelin-safnið í Friedrichshafen. Lúxus liðin tíð Gömul Zeppelin-drossía stendur undir eftirlíkingu af Hindenburg í safninu. Farþegunum var líklega ekið í svipuðum bílum niður á höfn þegar þeir lögðu af stað í langferð með loftskipi á árunum milli stríða. Eftirlíkingin af Hind- enburg er ekki nema hluti af loft- skipinu en gefur góða hugmynd um stærðina á „silfur vindlinum" eins og það var stundum kallað. 1 Fosshótel komin inn í rekstur sumarhótels ó Hallormsstað 20 herbergja gistiólma byggð fyrir vorið CUZCO, höfuðborg Inkaríkis. Til Perú með Kínaklúbbnum KÍNAKLÚBBUR Unnar býður ferð til Perú 21. nóvember til 14. desem- ber. Að sögn Unnar Guðjónsdóttur, er þetta góður tími til ferðalaga þar, enda sumarbyijun í Perú. Flogið verður til New York og þaðan til Líma. Síðan liggur leið til höfuðborgar hins foma Inkaríkis, Cuzco, og til bæjarins Machu Picchu sem fannst árið 1911. Síðan verður m.a. farið til Titicacavatns í 3.810 m hæð og ekið niður að Kyrrahafs- strönd og til Nazca þar sem risastór mynstur eru rist í fjöllin. Fyrirbærið verður að skoða úr lofti og til þess verða notaðar 4-6 sæta Cessna flug- vélar. í lokin verður nokkurra daga stopp í Líma áður en farið verður til New York. Ferðin kostar 275 þúsund krónur með dagskrá til 5. desember, gist- ingu í tveggja manna herbergi á 3.-4. stjörnu hótelum, morgunmat alla daga, hádegisverði í fímm daga og kveðjumáltíð 12. desember, perú- önskum leiðsögumanni sem talar ensku og sænsku auk spænsku og íslenskri fararstjórn. Einbýli kostar 35 þúsund til viðbótar. ■ ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja nýja 20 herbergja gistiálmu við Hallormsstaðaskóla á Fljótsdals- héraði. Ef hagstæð tilboð fást verður byijað á framkvæmdinni næstu daga og gistiplássið tekið í notkun í vor. Hótel Edda hefur rekið sum- arhótel í Hallormsstaðaskóla und- anfarin ár. Að sögn Sigfúsar Grét- arssonar skólastjóra og stjórnar- manns í Hallormi ehf. sem reisa mun gistiálmuna, eru einungis sautján herbergi í skólanum og það hefur þótt of lítið. „Þegar skólinn var byggður var þjónustu- rými hans haft mjög rúmt og er hægt að byggja töluverða gistiað- stöðu án þess að auka sameignlegt rými,“ segir hann. Þetta hefur með öðrum orðum verið heldur óhag- stæð eining. En Sigfús nefnir einn- ig að kröfur ferðamanna hafi breyst, sífellt fleiri krefjist her- bergis með baði og mjög lítið sé um slíka aðstöðu á Héraði. Sigfús er í atvinnumálanefnd hreppsins og segir að styrking hótelsins sé einnig gerð í þeim til- gangi að fjölga störfum á svæðinu og treysta búsetu. „Þegar fleiri ferðamenn koma hingað á staðinn skapast aðstaða fyrir fólk í sVeit- unum að ná í ferðamenn hingað með því að bjóða þeim áhugaverða þjónustu, í stað þess að allir séu að bítast um ferðamennina á Eg- ilsstöðum," segir Sigfús. Sagt upp samningi við Eddu Hreppsnefndirnar sögðu upp samningi við Hótel Eddu um rekst- ur hótelsins og tóku upp samvinnu við Fosshótel hf. um byggingu gistiálmunnar og rekstur hótels- ins. Sigfús segir að málið hafi lengi verið í athugun í samvinnu við Hótel Eddu en hún hafi ekki verið tilbúin að leggja í þetta strax auk þess sem hún væri komin inn í byggingu nýs hótels á Egilsstöð- um. Hann segir að þá hafl Foss- hótel komið til sögunnar. Fosshót- el rekur meðal annars Hótel Lind við Rauðarárstíg og á hlut í Hótel Hörpu á Akureyri. Að fyrirtækinu Morgunblaðið/Kristinn SIGFÚS Grétarsson skólastjóri Hallormsstaðaskóla og stjórnarmaður í Hallormi ehf. fyrir framan skólann. standa íslandsferðir, Úrval-Útsýn, Guðmundur Jónasson sf. og fleiri, sömu aðilar og standa að rekstri Safariferða. Stofnað hefur verið fyrirtækið Hallormur ehf. um byggingu gisti- álmunnar. Fosshótel eiga um 30%, sveitarfélögin þijú sem standa að skólanum eiga 30% og þessir aðil- ar ætla að standa saman að því að afla þess hlutafjár sem uppá vantar, að sögn Sigfúsar. Verið er að leita tilboða í byggingu gisti- álmunnar. Sigfús segir að ef hag- stætt tilboð berist verði strax haf- ist handa við framkvæmdir en annars gætu framkvæmdir dregist um ár. Ekki er búið að ákveða hvernig gistiálman verður nýtt yfir vetrar- tímann en ýmislegt kemur til greina að sögn Sigfúsar. Telur hann mögulegt að nýta hana til að halda litlar ráðstefnur enda hafí íþróttahúsið verið reist með ráðstefnuhald í huga. Þá væri hugsanlega hægt að leigja grunn- skólanum og hússtjórnarskólanum herbergi. ■ HB ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.