Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1
NY GERÐ VETRARHJOLBARÐA - RANGE ROVER MEÐ BENSÍNVÉL - MITSUBISHIMEÐ VÉL NÆSTU ALDAR - NÝR OG LÉTTARIFORD MONDEO i6 Renault Mégane. Þegar þú gerír miklar kröfur til öryggis, búnaðar og þæginda. ^x SUNNUDAGUR20. OKTOBER 1996 BLAÐ D Komdu og reynsluaktu. Verð frð. •.' 1.480.000 kr. '. PEUGEOT - þekktur fyrir þaglndl IMi-ltli Nýbýlavegi 2 Sfmi 554 2600 SUÐUR-kóreski framleiðandinn Daewoo hefur náð sterkri markaðsstöðu í Bretlandi og hyggst selja þennan hugmyndabíl í fjöldaframleiðslu. I SPA UtVI BÍLASOLU I EVR0PU TIL ALDAMOTA Aætluð sala í milljónum 0 0.5 1.0_________1j>_________Z0 2.5 r 3M REUTERS Daewoo Mya ÐAEWOO heiðrar Englendinga með þvi að frumsýna á bílasýn- ingunni í Birmingham hug- myndabílinn Mya. Þetta er fyrsti hugmyndabíllinn sem Daewoo hannar í tæknimiðstöð sinni í Worthing í Englandi. Mya er fjögurra sæta sportbíll og mjög liklegt er talið að hann verði settur í framleiðslu. Mya er með 2,0 lítra, 16 ventla vél sem skilar 130 hestöflum. Hann er 4,28 m á lengd og situr á einkar lágum, 18 tommu sport- dekkjum. Hurðirnar þykja mjög sérstæð smíði því þær opnast fyrst fram og lyftast síðan upp til þess að gera allan aðgang að bílnum sem auðveldastan. Aftur- sætisfarþegar geta drepið tím- ann á ferðalögum með því að leika tölvuleiki á myndbandsskjá sem þar er fyrir komið. ¦ Stýripinni í sttid stýris BÍLLINN hefur ekkert stýrishjól og engin fótstig. Ökumaður og farþegi geta skipst á að aka án þess að skipta um sæti. Þessi byltingarkenndi bíll er Mercedes-Benz F200 Imagination hugmyndabíllinn sem var afhjúpaður í París á dögunum. Það er í raun tölva sem ákveður hvort bíllinn beygir í þá átt sem öku- maðurinn hefur gefið til kynna að hann vilji beygja. Mercedes-Benz hefur sagt að fyrirtækinu sé alvara með að bjóða slíka bíltölvu í bílum fyrirtækisins. Þegar bíllinn var afhjúpaður á bíla- sýningunni í París í byrjun október sagði Dieter Zetsche, sem á sæti í stjórn Mercedes-Benz, að meirihluti þeirra tækninýjunga sem væri að finna í F200 Imagination yrði í fram- leiðslubílum fyrirtækisins á þessum áratug. Hins vegar yrði sjálfur hug- myndabíllinn ekki framleiddur. Það sem mest vakti athygli í F200 var ökumannsrýmið og stjórnrofarn- ir þar sem minntu helst á flug- stjórnarklefa. Á miðjustokki er stýripinni sem kemur í stað hefð- bundins stýris og stjórnar hröðun bílsins, stýrir honum og hemlar. Zetsche sagði að stýripinninn væri þó ekki hugsaður í bíla fyrirtækisins á þessum áratug en hins vegar væri ekki fjarri lagi að ætla að slík- ur búnaður yrði tekinn í notkun á fyrsta áratug næstu aldar. Með stýripinna opnast nýir möguleikar í hönnun innanrýmis bíla. Ungmennl vön stýrlpinnum Þar sem stýripinninn er fyrir miðju getur hvort sem er ökumaður eða farþegi í framsæti stjórnað bílnum. Yfírmaður tækniþróunardeildar Mercedes-Benz í Japan, Olivier Bo- ulay, sagði að ungt fólk væri vant því að nota stýripinna til þess að stjórna tölvum og í tölvuleikjum. Hann sagði að í þeirra huga væri stýripinni mun eðlilegri hlutur til að handfjatla en stýri. Mercedes-Benz gerði prófanir á stýripinnanum með aðstoð 18 ára gamals Þjóðverja sem aldrei hafði áður ekið bíl. Niðurstöð- urnar sýndu að ökumenn ná auðveld- lega tókum á stýripinnanum sem stjórntæki bifreiðar. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.