Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 D 3 FYRSTA breytingin sem gerð er á fyrsta heimsbíl Ford, milli- stærðarbílnum Mondeo, er í raun ekki annað en betrumbætur og fínpússun. Mondeo er mest seldi millistærðarbíllinn á Bretlandi og hefur verið með söluhæstu bílum í þessum flokki í Evrópu. Breytingin er ekki stórvægileg. Bíllinn verður með meira af krómi, stærra, sporöskjulaga grill, nýjar og ávalari framlugtir og nýjar þríhyrningslaga aftur- lugtir. Endurbættur öryggisbúnaður Meginniðurstaðan er sú að Mondeo virkar breiðari og róttæk- ari sem ætti að hjálpa honum í samkeppni við nýja keppinauta eins og Peugeot 406, Opel Vectra, NÝR Ford Mondeo var sýndur á bílasýningunni í París. Nýr og léttari Ford Mondeo nýjan Primera frá Nissan og nýj- an Passat frá Volkswagen. Mondeo verður einnig í fáan- legur í sportlegri útfærslu með V6 vél og kallast þá Mondeo ST42. Auk útlitsbreytinga á Mondeo hefur verið bætt við öryggisbúnað bílsins, ekki síst til þess að upp- fylla strangari kröfur um árekstra- BÍLLINN var afhentur á Bílasölunni Stórholti á Akureyri, sem er umboðsaðili Toyota á Akureyri. F.v.: Steinar Sigurðsson, Toyota- aukahlutum, Hörður Sigurðsson, gjaldkeri Hjálparsveitar skáta í Reykjadal, Hólmgeir Sigurgeirsson, varaformaður, Guðjón Guð- laugsson, formaður og Valdimar Valsson, Bílasölunni Stórholti. Davíð Ingi, sonur Guðjóns, er við hlið pabba síns. Hjálparsveit á Land Cruiser HJALPARSVEIT skátaí Iteykjadal fékk nýlega afhentan nýjan Toyota Land Cruiser. Þetta er sjötti Land Cruiser-bíllinn sem seldur er til hjálparsveita hér á landi á rúmu ári. Bíllinn er ríkulega sérútbúinn svo hann nýtist sem best til þeirra liluta sem honum eru ætlaðir. Meðal sérútbúnaðar má nefna 200 hestafla vél, aukamillikassa, aukarafkerfi fyrir öll tæki, milli- kæli, Downey-gorma, hjálpart- varnir en einnig er ABS hemla- kerfið nýtt af nálinni. Að innan er bíllinn rúmbetri að því leyti að fótarými er meira í aftursætum og nú eru öryggisbelti fyrir alla þrjá, farþegana sem þar komast fyrir. Þeir njóta einnig góðs af því að komin er fijókömasía í bílinn og á næsta ári verður hann fáanlegur með hliðarbelgjum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Einnig er fáanlegt í bílinn leið- sögukerfi sem komið er fyrir í mælaborðinu. Kerfið er hannað af Bosch fyrirtækinu þýska og vísar til vegar, bæði með töluðu máli og skjámyndum. Betri aksturseiginleikar? Ford staðhæfir að aksturseigin- leikar bílsins séu betri en fyrir- rennarans án þess að nokkru hafi verið fórnað í þægindum öku- manns og að vélarnar sem í boði eru þarfnist minna viðhalds og séu sparneytnari en áður. Einn af stærri kostunum við breytingarnar eru þeir að bíllinn vegur 18 kg minna en áður sem er fremur sjaldgæft að gerist þeg- ar bílum er breytt. ■ SUREGRIP DEKK Innflutningur - útflutningur (Michael Cannon) 2 William Street, CASTLEBERG, Co. Tyrone, Northem Ireland, BT81 7BJ. Sími/Fax: 00 44 16626 71188 Eg er heildsali og sérhæfi mig í sóluðum dekkjum með sumar- Og vetrarmunstri. Eg hef áhuga á að markaðssetja þessi dekk á íslandi. Ef þú hefúr áhuga á að kaupa þessi dekk, vinsamlega hafðu samband í síma- eða faxnúmerið hér að ofan. Athugið að Michelin og Pirelli munstur eru á öllum mínum sóluðu dekkjum. jakk á stýri, tvöfaldar hurðir að aftan, 220 lítra olíubirgðir, 33 tommu dekk og reimdrifna loft- dælu til að pumpa í þau. Framan á bílnum er öflugt Ramsey-spil og er það færanlegt og því einnig hægt að nota það að aftan. Bíllinn var sérstaklega fluttur inn fyrir hjálparsveitina, en Toy- ota-aukahlutir, breytingaverk- stæði Toyota-umboðsins, annaðist allar breytingar á bílnum eftir óskum kaupandans. ■ TILBOÐ OSKAST í G.M.C. Jimmy S-15 SLE 4x4 árgerð '95 (ekinn 19 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA á jöfnum þjóðvegaakstri. Þessi bíll var búinn fimm gíra handskiptingu. Hún rennur lipurlega milli gíra en svolítinn tíma tekur samt að ná góðu lagi og samspili við tengslið svo að skiptingarnar verði nógu mjúklegar. Góður kraftur Range Rover er voldugur og verk- legur vagn og finnst það um leið og farið er að hreyfa bílinn. Þessi fjögurra lítra bensinvél skilar mjög góðu viðbragði og hún leikur sér einnig að því að herða snöggt og vel á við framúrakstur en bíllinn vegur 2,1 tonn. Á venjulegum ferða- hraða þarf ekki endilega að skipta niður úr fimmta en sé það gert er auðvelt að skella sér framúr þótt auði kaflinn virðist ekki langur. Þá er Range Rover rásfastur og örugg- ur bíll á holóttum og ójöfnum malar- vegi og virðist lítil hætta á að hann komi ökumanni nokkuð á óvart. Fjöðrunin er sérlega skemmtileg og þýð. Nú er Range Rover búinn tölvustýrðri loftfjöðrun sem heldur jafnan láréttri stöðu þótt bíllinn sé afturþungur af hleðsiu. Fjöðrunin er einnig búin þeim eiginleika að hægt er að hækka og lækka hæð bílsins í fjórum þrepum. Við hraðan akstur, 80 km, fer hún sjálfkrafa á lága stell- ingu, hraðbrautarstellingu, hægt er að fá einu þrepi lægra ef koma þarf bílnum inn um lága bílgeysmluhurð og síðan eru tvö efri þrep til viðbót- ar, það lægra við venjulegan akstur og það hærra ef menn þurfa að bjarga sér út úr ógöngum en þá er fjöðrunin sjálf eiginlega búin. Þá hrekkur bíllinn í enn hærri stöðu í fjöðruninni ef menn reka eitthvað upp undir hann og síðan sígur hann niður eftir fáar mínútur. Range Rover er búinn hemlalæsi- vörn, tveimur líknarbelgjum, raf- magni í rúðum og hliðarspeglum og fjarstýrðum samlæsingum sem einn- ig má nota til að loka með rúðum hafi einhver rúðan verið opin þegar stigið er út úr bílnum. Er það mjög þægilegur kostur. Af öðrum búnaði má nefna útvarp, hita í framsætum og hita í framrúðu. Mikii fjárfesting Verðið á Range Rover er trúlega helsti þröskuldurinn. Þessi útgáfa kostar 5.290.000 og sé hún tekin með sjálfskiptingu fer verðið í 5.490.000. Óski kaupendur eftir leð- ursætum, loftkælingu og fullkominni aksturstölvu er verðið komið í tæpar 6,2 fyrir handskiptan bíl og tæpar 6,4 fyrir þann sjálfskipta. Þetta eru orðnar glannalega háar tölur enda verður Range Rover ekki fjöldasöiu- bíll. Hér fá menn hins vegar mikið fyrir fjárfestinguna, ríkulega búinn, skemmtilegan, rúmgóðan og kraftmikinn vagn. Síðan má huga að dísilgerðunum sem eru heldur ódýrari eða frá 4,5 m.kr. og eru þeir ágætur kostur líka. Fyrir utan Range Rover eru fáan- legar tvær aðrar gerðir sem menn þekkja nokkuð til sem eru Defender með bensín- eða dísilvél og kostar frá 2,5 uppí 3,8 milljónir og Defend- er sem er „gamli“ Land Roverinn í nýjum búningi. Hann verður aðeins fáanlegur eftir sérpöntun og kostar frá 2,2 til nærri 2,7 milljóna króna. ■ Jóhannes Tómasson ÖRSMÁAR loftbólur í gúmmí- blöndunni draga til sín vatn. ast örþunn vatnsfilma undir dekk- inu. Hjólbarðarnir virka þannig að örsmáar loftbólur í dekkinu soga til sín vatn úr ísilögðum götum og rnynda þannig þétt grip. Árni segir að dekkin hafi verið nokkur ár á markaði í Svíþjóð en séu nú fyrst að koma á markað hérlendis. í Svíþjóð hafi þau reynst afar vel. Hann segir að endingin á „multicell compound“ hjólbörð- unum sé meiri en í venjulegum vetrardekkjum og verðið sé heldur lægra. I l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.