Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NÝ 2ja lítra dísilvél Opel er með fjórum ventlum á hvem strokk. VECTRA Caravan liggur vel á vegi, með McPherson fjöðrun að framan og fjölliða fjöðrun að aftan. Vectra langbakur með nýrri dísilvél Q£ NÝ kynslóð Opel Vectra var 3 frumkynnt á bflasýningunni í ^ Frankfurt í fyrra. Bíllinn hafði 52 fengið ný útlitseinkenni og "3 búnað. Fyrir skemmstu kynnti 55 Opel svo langbaksútfærslunni af þessum millistærðarbíl sem M þó var hannaður um leið og 32 stallbakurinn. Hann er fáan- ^ legur með sjö gerðum véla á JJj meginlandinu. Stærsta nýj- ™ ungin er tveggja lítra dísilvél með beinni innspýtingu og 16 ventl- um. Þetta er fyrsta fólksbíladísilvél- in í heimi þar sem sameinuð er ijög- urra ventla tækni á hvem strokk og bein innspýting. Opel bauð blaða- mönnum hvarvetna úr heiminum að prófa langbakinn á sérkennileg- um vegum í vesturhluta írlands. Tvær gerðir bílsins voru aðallega reyndar, þ.e. bíllinn með nýju 2ja lítra dísilvélinni með forþjöppunni og V6 útfærslan en hér verður að- eins sagt frá dísilvélinni. Ekið var frá litlum alþjóðaflug- velli í Knock áleiðis til Ashford kast- ala skammt frá bænum Ballinrobe. Vegimir eru mjóir og bugðóttir, gerðir úr grófri oh'umöl og ekið er á vinstri helmingi vegarins eins og tíðkast á Bretlandseyjum. Morgunblaðið/GuGu OPEL Vectra Caravan á götu á írlandi. Þetta er fallegur langbakur í millistærðarflokki og afar vel búinn. Vel búlnn Opel Vectra er langbakur sem samsvarar sér vel í útliti. V-laga form gengur allt frá vatnskassahlíf upp að hliðarspeglum og setur það dálítið sportlegan svip á bílinn. Þakbogarnir ýta enn undir þessa tilfinningu. Rúður eru stórar og afturrúðan er örlítið kúpt. Þetta er hinn laglegásti bíll. Bíllinn er rpmgóður að innan og fer vel um ökumann í fremur stífu sætinu. Stjómrofar eru allir hug- vitssamlega staðsettir og öryggis- atriði er að hafa stýrirofa á hljóm- flutningstækjum á stýrinu. Hliðar- rúður fram í e.u rafknúnar. Rof- arnir em hafðir við gírstöngina en hefði að mínu viti betur verið fyrir- komið í hurð ef sömu öryggissjón- armið ættu að vera uppi og gagn: vart hljómflutningstækjunum. I mælaborði er skjár sem sýnir ýms- ar mælingar frá bíltölvunni, þ.e. meðaleyðslu, vegalengdir, hitastig úti og inni og fleira. Að öðru leyti er bíllinn vel búinn öryggisbúnaði og má þar nefna tvo líknarbelgi, ABS-hemlakerfi og fótstig sem leggjast niður við árekstur og valda því síður meiðsl- um á fótum. Vectra er langbakur í millistærð. Afturhleri opnast hátt upp og far- angursrými er 460 lítrar, sem dugar fullvel fyrir allan venjulegan farang- ur, þ.e. 3-4 töskur og sitt- hvað fleira. Með því að leggja niður bæði aftur- sætisbökin er það komið upp í heila 1.490 lítra og er þá auðvelt að flytja stærri hluti eins og t.d. reiðhjól í bílnum. Fín vfnnsla Dísilbíllinn sem var prófaður var beinskiptur, með sérlega skemmtilegri vél sem er þétt í upptaki miðað við dísilvélar og hefur auk þess ágætt tog. Bíllinn er frekar lágt gíraður og þrælvinn- ur í efstu gírum. Hann er um 17 sekúndur í 100 km hraða á klst sem er ágætt fyrir dísilbíl, 1.260 kg þungan. Það sem er þó ekki minnst spennandi við dísilbílinn er spameytnin. 1,7 lítra dísilfor- MEÐ bæði aftursætisbök niðri er hægt að koma fyrir stærri hlutum í 1.490 lítra farangursrýminu. þjöppuvélin frá Opel þykir með mestu sparibaukum en með nýrri ventlatækni hefur eyðslan lítið far- ið upp í nýju 2,0 lítra vélinni. Hún er uppgefín nálægt 6,2 lítrum á hundraðið í bæjarakstri. Hestafla- fjöldinn er reyndar hinn sami, 82. Ætla mætti að þetta væri kjör- inn bíll fyrir þá sem aka hvað mest, t.d. Ieigubíl- stjóra og vonandi sem fyrst einnig fyrir allan almenn- ing ef löggjafmn gerir al- vöru úr því að leggja niður þungaskattinn og taka upp olíugjald. Annað sem vekur eftir- tekt við dísilvélina er hve hljóðlát hún er. Það er helst í lausagangi sem dísilvélarhljóð heyrist en alls ekki þegar bíllinn er kominn á skrið. Það kom hins vegar á óvart að vegardynurinn var nokkur þegar ekið var eftir grófum Opel Vectra 2.0 TD lang- bakurí hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventiar, 82 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Hleðslurými: 460 1.490 lítrar. Aflstýri. Tveir líknarbelgir. Hemlalæsivörn. Samlæsing. Rafdrifnar rúður að framan. Útvarp með segulbandi og 8 hátölurum. Lengd: 4,49 m. Breldd: 1,71 m. Hæð: 1,45 m. Hjólhaf: 2,64 m. Þvermál beygjuhrings: 11,3 m. Þyngd: 1.435 kg. Olíueyðsla: 6,2 I í þéttbýli, 4,2 I á jöfnum 90 km hraða. Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. vegum írlands. Það kom á óvart vegna þess að Vectra stallbakurinn hafði einmitt þvert á móti reynst afar vel einangraður frá vegi. Lík- legasta skýringin á þessu er sam- bland af grófum vegum þar sem bíllinn var prófaður og sú staðreynd að bílamir voru aðeins með verk- smiðjuryðvöm. Verð Vectra langbakur er afar ánægjulegur í akstri, steinliggur á vegi og á það alls ekki til að skrika til að aftan í kröppum beygjum þegar greitt er ekið, eins og þó mætti ímynda sér að gerðist í Iang- baksútfærslu af fólksbíium. Það reyndi ekki síður á fjöðrunina á hæðóttum vegunum á írlandi. Að framan er MacPherson fjöðran og fjölliða fjöðrun að aftan. Opel Vectra 2,0 TD er eigulegur bíll en hvað kostar gripurinn? Samkvæmt upplýsingum frá Bíl- heimum, umboðsaðila Opel, verður langbákurinn 80-100 þúsund krónum dýrari en 4ja dyra bíllinn, hvort sem það er bensín- eða dísil- bíll. Opel Vectra 2,0 TD mun því líklega kosta á bilinu 2.030.000- 2.050.000 kr. Þetta er töluvert hátt verð en bíllinn er afar vel búinn og þessi skemmtilega vél er mikill kostur. Menn þurfa þó að bíða fram til mánaðamóta jan- úar-febrúar því fyrr kemur bíllinn ekki til landsins. ■ Guðjón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.