Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Kennt á gangbrautarljós 2% árs fangelsi fyrir til- raun til manndráps HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 17 ára pilt í 2'h árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk 21 árs gamlan mann í bijóstið með hníf aðfaranótt 25. ágúst sl. Pilturinn, sem er af tælenskum uppruna en hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár, án þess þó að verða íslenskur ríkisborgari, var í för með fjórum félögum sínum og hugðust þeir heimsækja vin hans í Barmahlíð. Tveir ölvaðir menn komu að þeim og kröfðust þess að hann æki þeim. Pilturinn neitaði þeim um far og varð þeim þá sund- urorða. Pilturinn sótti þá hníf í hanskahólf bifreiðarinnar og stakk annan manninn í bijóstið. Hnífar eins og sá, sem notaður var við árásina, eru ólöglegir hér á landi. Maðurinn sem varð fyrir hnífs- laginu stöðvaði leigubíl sem kom að og fór sjálfur á slysadeild. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild og gekkst þar undir aðgerð. Pilturinn var ákærður fyrir til- raun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Héraðsdómur tók til greina fyrmefndu kröfuna og dæmdi piltinn til 2'h árs fangels- isvistar. ÖLL átta ára börn í grunnskólum Reykjavíkur taka þessa dagana þátt í umferðarfræðslu, þar sem þau fá leiðbeiningar um hvernig umgangast skal strætisvagna. „Það má búast við að þau fari aðeins að nota vagnana á þessum aldri,“ sagði Sævar Gunnarsson aðalvarðstjóri umferðarfræðslu lögreglunnar. „Við vörum við hættum sem því fylgja að fara í vagninn og úr og brýnum fyrir börnunum, að ekki má hlaupa út á götuna fyrir vagninn. Þá fá þau leiðbeiningar um hvernig ganga á yfir gangbraut og hvern- ig á að haga sér við gangbrautar- tiós.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál þjóðkirkjunnar Eftirliti með bókhaldi ábóta- vant hjá Biskupsstofu RÍKISENDURSKOÐUN telur að eftirliti með bókhaldi og íjárvörzlu hjá Biskupsstofu hafi verið ábótavant vegna of mikilla anna starfs- fólks. Þá sé mikið um millifærslur á milli sjóða í vörzlu Biskupsstofu og hafi þeim ekki fækkað þrátt fyrir að athugasemdir hafí verið gerð- - ar. Þetta er á meðal athugasemda, sem Ríkisendurskoðun gerir í skýrslu um fjármál kirkjunnar, sem gerð var í febrúar. Skýrslan var kynnt á kirkjuþingi á föstudag og hefur nú verið gerð opinber. Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason í Gimli ingurinn 108 ára ELST núlifandi íslendinga er Guðrún Björg Björns- dóttir Árnason í Gimli í Manitoba en hún átti 108 ára afmæli á sunnudaginn. Hér á landi eru nú 24 ein- staklingar 100 ára og eldri, 7 karlar og 17 kon- ur. Þeirra elst er Kristín Hallgrimsdóttir sem ný- lega varð 104 ára. Guðrún Björg er fædd á Egilsstöðum í Vopna- firði árið 1888 og fluttist á fimmta aldursári með fjölskyldu sinni til Vest- urheims. Hún giftist Vil- hjálmi Árnasyni árið 1915 og eignuðust þau níu börn. Þau bjuggu við Winnipegvatnið þar sem Vilhjálmur starfaði við smíðar og fiskveiðar. Sjón og heyrn Guðrún- ar Bjargar hafa versnað á siðustu árum en hún er þó vel ern. Hún er nú búsett á Betel, dvalar- heimili aldraðra í Gimli. Morgunblaðið/Einar Falur Guðrún Björg Bjömsdóttir Árnason Elsti íslend- Ríkisendurskoðun segir að skrif- stofustjóri Biskupsstofu hafí, auk annarra starfa, yfirumsjón með bókhaldi og fjárvörzlu Biskups- stofu. Vegna anna hans við önnur störf hafi eftirliti með þessum þætti rekstrarins verið ábótavant. Fyrstu mánuðir ársins fari jafn- framt í uppgjör hinna mörgu sjóða, sem Biskupsstofa hefur umsjón með. Bókhaldið tefjist því um nokkra mánuði, sem taki bókarann allt árið að vinna upp. Af þessum sökum m.a. hafi viðskiptareikn-. ingar verið afstemmdir of sjaldan og bókhaldið ekki gefíð nauðsyn- lega fjármálalega yfirsýn. Ríkisendurskoðun segir þetta standa til bóta með breyttu starfs- skipulagi og ráðningu nýs bókara á Biskupsstofu. „Því má búast við að á næsta ári verði bókhald og fjármálaumsýsla komin í betra horf.“ Stofnunin leggur til að ráð- inn verði sérstakur fjármálastjóri til Biskupsstofu og hefur þegar verið tekin ákvörðun um þá ráðn- ingu, að sögn Baldurs Kristjáns- sonar biskupsritara. Of mikið um millifærslur Stofnunin gagnrýnir að mikið sé um alls kyns millifærslur á milli sjóða í vörzlu Biskupsstofu, „sem ýmist voru tilkomnar vegna þess að greitt var úr röngu ávís- anahefti, fjármagn vantaði til að standa undir greiðslu kostnaðar eða ákveðnir reikningar tilheyrðu fleiri en einum sjóði.“ Stofnunin segir að þrátt fyrir athugasemdir hafi millifærslum ekki fækkað. Þó hafi ekki verið hjá þeim komizt í sumum tilfellum. Ríkisendurskoðun segir að við skoðun á sameiginlegum kostnaði við rekstur Biskupsstofu og sjóða í vörzlu hennar komi í ljós að sum- ir sjóðir hafi verið rukkaðir um ýmist of háa eða lága fjárhæð til greiðslu sameiginlegs kostnaðar við rekstur kirkjunnar. Stofnunin leggur til að sjóðir kirkjunnar verði sameinaðir, verk- efni þeirra skilgreind betur og fjár- málalegt skipulag kirkjunnar þannig einskorðað við fjóra þætti: Kirkjumálasjóð, laun og útgjöld vegna presta, Prestssetrasjóð og Styrk- og lánveitingasjóð. Krafa um skýrari greinargerð um fjármálin Fjármál kirkjunnar voru rædd á kirkjuþingi í gær. í áfanga- skýrslu starfshóps um fjármál kirkjunnar eru m.a. gerðar tillögur um einföldun tekjustofna og fækk- un sjóða. Margir tóku til máls og mót- mæltu þessum tillögum. Að mati sr. Karls Sigurbjömssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju, sr. Geirs Waage og fleiri þingfulltrúa voru nokkrar tillögur nefndarinnar illa ígrundaðar og varasamar. M.a. var tillaga starfshópsins um að sameina sóknargjöld og kirkju- garðsgjöld mikið gagnrýnd. Sr. Geir Waage krafðist þess að skýrari grein yrði gerð fyrir því hvernig fjármunum yfirstjórn- ar kirkjunnar er varið, bæði af fjárlögum árið 1996 og eins úr sjóðum kirkjunnar sem Biskups- stofa fær í formi þjónustugjalda. Sr. Geir fannst mikið vanta á að reikningar væru nægilega gagnsæir, „öllu er pakkað inn í stofnanaorðalag, sérstaklega að- finnslum og athugasemdum Ríkis- endurskoðunar, þannig að sér- þjálfuð eyru þarf til að skilja um hvað er að ræða,“ sagði hann. Grímsvötn í 1.507 metra hæð HÆÐ GRÍMSVATNA var komin í 1.507 metra í gær samkvæmt boðum frá GPS-tæki á íshellunni sem numin voru úr flugvél Flug- málastjórnar. Vatnsyfírborðið hef- ur því hækkað um tvo metra á fjórum dögum eða um hálfan metra að jafnaði á dag. Næstu fjóra daga þar á undan var hækk- unin einn metri á dag. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingar segir að hækk- unin bendi til þess að um tvö hundruð rúmmetrar vatns renni í Grímsvötn á sekúndu eða sem samsvarar rennsli Jökulsár á Fjöll- um. Á fjórum dögum hefur bæst við um 0,1 rúmkílómetri af vatni. Lést eftir umferðar- slys STÚLKAN, sem varð fyrir bíl á mótum Geirsgötu, Mýrargötu og Ægisgötu snemma á laugardags- morgun, lést á sjúkrahúsi á laugardag. Stúlkan hét Harpa Steinarsdótt- ir, til heimilis að Birkihlíð 7 á Sauðárkróki. Harpa var tæplega tvítug, fædd hinn 7. desember árið 1976. Pilturinn, sem einnig varð fyrir bílnum, er enn á sjúkrahúsi. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar slasaðist hann ekki mikið, er óbrotinn, en hlaut áverka á höfði. Niðurstöðu rannsóknar beðið Að sögn lögreglu er Ijóst að bíll, sem lögreglu var vísað á, er sá hinn sami og ók á unga fólkið. 27 ára maður, sem ók bílnum um nóttina, ber við minnisleysi um atburði vegna ölvunar. Málið er enn til meðferðar lögreglu og er m.a. beðið niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni úr ökumanninum. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 12 síðna auglýsingablað frá Kringlunni, sem nefnist Kringlukast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.