Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Undirskriftír tíl stuðnings kröfu um meðferðarheimili fyrir unglinga Vandinn ræddur innan ríkisstjórnar DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, tók á laugardag við undirskriftum 10 þúsund íslendinga, sem hvetja til þess að komið verði upp sér- hæfðu meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímuefnavanda. Davíð sagði, að hann myndi ekki gefa nein hátíð- leg loforð, önnur en þau að þessi mál myndu verða tekin til mjög al- varlegrar umræðu innan ríkisstjórn- arinnar. Hópur foreldra unglinga, sem eiga eða hafa átt við vímuefnavanda að stríða, boðaði til opins fundar á Grand Hótel á laugardag. Á fundin- um héldu Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi for- stöðumaður meðferðarheimilisins Tinda, og Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur, stutt ávörp. Þá af- henti Stefán H. Stefánsson, for- eldri, undirskriftalistana. Stefán sagði meðal annars, að þörfin fyrir sérhæft meðferðarheim- ili fyrir 13-18 ára unglinga væri augljós. „Nú eiga 200 unglingar í Reykjavík einni í vanda vegna vímu- efnaneyslu. Umræðan undanfarið hefur að vísu snúist að miklu leyti um að þessi tala sé mjög ýkt og því tel ég rétt að fram komi, að talan var fyrst nefnd á fundi hjá borgaryf- irvöldum. Við foreldrar höfum hins vegar talað um harða neyslu 200 unglinga. Það orðalag mótast af reynslu okkar. Við vitum, að böm sem reykja hass tvisvar til fjórum sinnum í mánuði og drekka áfengi um hveija helgi em í harðri neyslu. Þetta er ekkert fíkt, sem hægt er að leiða hjá sér.“ Stefán sagði einnig að auðvitað skipti ekki meginmáli hvort tala um ijölda unglinga í neyslu væri hámá- kvæm. Aðalatriðið væri, að vandinn blasti við. Heimavarnarliðið sér fyrstu einkenni Forsætisráðherra tók við undir- skriftunum fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar og Alþingis. Hann líkti fjöl- skyldunum við heimavarnarlið í fíkniefnamálum. „Ég býst við, að þó að hið opinbera, sveitarfélög eða ríkisvald, geti ekki skotið sér undan ábyrgð, þá ættu fyrstu hættumerkin sem í ljós koma að sjást í grunnein- ingunni, innan vébanda heimavam- arliðsins,“ sagði Davíð Oddsson. „Það fólk þarf að þekkja einkennin og geta brugðist við og geta gengið að hjálp vísri hjá sveitarfélögum og ríkisvaldi. Ég mun koma þessum áskorunum til skila á vettvangi rík- isstjórnar." Morgunblaðið/Golli STEFÁN H. Stefánsson afhendir Davíð Oddssyni, forsætisráð- herra, undirskriftir 10 þúsund íslendinga, til stuðnings kröfunni um sérhæft meðferðarheimili fyrir unglinga í vímuefnavandá. Ríkisráðs- fundur á Bessastöðum FYRSTI fundur ríkisráðs eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta íslands var hald- inn á Bessastöðum síðastliðinn sunnudag. Á fundinum voru m.a. endurstaðfestar ýmsar afgreiðsl- ur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs milli funda. Á myndinni eru talið frá vinstri: Páll Péturs- son félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra og Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra og dóms- og kirkj u málaráðherra. Morgunblaðið/Golli Tryggingayfirlæknir um launagreiðslur til erlendra sérfræðinga vegna aðgerða hér á landi Ekki í verkahring TR og gæti skapað fordæmi TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nema að litlu leyti þátt í kostnaði við komu sænsks bæklunar- og handaskurðlæknis sem gerði skurðaðgerðir á tveimur bömum á Landspítalanum í liðinni viku. Megnið af kostnaðinum var greitt af einkaaðilum. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir segir að um misskilning sé að ræða; það sé ekki í verka- hring Tryggingastofnunar að kosta aðgerðir inni á íslenskum spítölum. Tryggingayfirlæknir segir að Tryggingastofn- un beri kostnað af meðferð utan spítala en spítal- amir eigi sjálfir að greiða meðferð sem fram fari innan þeirra veggja. Þær u.þ.b. 200 þúsund krónur sem stofnunin hafí greitt í þessu tilviki hafi í raun aðeins verið styrkur til spítalans til þess að af aðgerðunum gæti orðið. Um var að ræða vöðva- og sinaflutningsað- gerð vegna taugalömunar í handlegg sem orsak- ast af axlarklemmu í fæðingu. Mögulegt er að bæta hreyfi- og starfsgetu handarinnar annað- hvort með svokallaðri taugaígræðsluaðgerð eða vöðva- og sinaflutningsaðgerð. Ætti að vera hægt að gera sinaflutningsaðgerðirnar hér Tryggingastofnun hélt nýlega málþing með barnalæknum, bæklunarlæknum o.fl. til að fara yfir faglega stöðu mála. „Við vildum vita hvað hefði verið sýnt fram á í sambandi við árangur af svona aðgerðum. Niðurstaðan var sú að í raun og veru hefði aldrei verið sýnt fram á árangur af taugaígræðsluaðgerðum en þó að það væri ekki sannað þá væri verið að reyna þessar aðgerðir í nágrannalöndunum og þessvegna yrðum við sjálfsagt að gera það líka. Hinsvegar kom líka í ljós að sinaflutningsað- gerðirnar ætti að vera hægt að gera hér á landi þannig að ég reikna með að það ætti að geta orðið í framtíðinni. Við ættum ekki að þurfa hjálp frá útlöndum til þess enda hafa slíkar aðgerðir áður verið gerðar hérna. Það má búast við að upp komi í mesta lagi eitt tilvik á ári þar sem þarf að grípa til taugaí- græðsluaðgerðar og við myndum samþykkja að börn yrðu send utan vegna slíkra aðgerða ef Ijóst væri að öðruvísi gæti ekki orðið um bata að ræða.“ Ekki sanngjarnt gagnvart íslenskum læknum Sigurður segir að sænski læknirinn hafi sett upp 500 þúsund krónur sem greiðslu fyrir tveggja daga vinnu og þá hafí ferðakostnaður og uppi- hald ekki verið talið með. Þá upphæð hafi Trygg- ingastofnun ekki getað greitt þar sem það hefði skapað fordæmi. „Við getum ekki bara borgað það sem upp er sett. Ef við byijum á því að borga einum lækni hálfa milljón fyrir tveggja daga vinnu þá fréttist það fljótt og þá geta aðrir farið að gera samskon- ar kröfur. Okkur fínnst það heldur ekki sann- gjarnt gagnvart íslenskum læknum þar sem þetta eru mánaðarlaunin þeirra og vel það. Þó að við viljum mjög gjarnan stuðla að því að svona með- ferð geti farið fram hérlendis, sem er ekki bara sparnaður heldur líka mun þægilegra fyrir bæði sjúklinginn og aðstandendur, þá er ekki sama hvað það kostar," segir tryggingayfirlæknir. Könnun lögreglu á Suðvesturlandi Ljósabún- aður reið- hjóla og bíla í ólestri LÖGREGLAN á Selfossi, í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og í Grindavík beindi fyrir skömmu athygli sinni sérstaklega að ljósabún- aði ökutækja, bíla jafnt sem reið- hjóla. í ljós kom að víða var pottur brotinn. Bílar voru ljóslausir þótt ekki þyrfti flóknari viðgerðar við en að skipta um peru og dæmi voru um að enginn ljósabúnaður væri á reið- hjóli. Á fímm daga tímabili gáfu lög- reglumenn í Keflavík 29 ökumönnum áminningu vegna ófullnægjandi ljósabúnaðar. í Reykjavík voru Ijós 233 bíla skoðuð og reyndust 46 bílar vera meira eða minna í ólagi að þessu leyti. Að auki voru allmörg dæmi um að bílaeigendur þyrftu aðeins að skipta um perur til að koma málum í lag. Þá kannaði lögreglan í Reykjavík jafnframt hvort ökumenn notuðu stefnuljós eins og reglur gera ráð fyrir. Fylgst var með 156 ökumönn- um og reyndist rúmur þriðjungur, eða 54, ekki fylgja reglum. Við eftirlit þetta rakst lögreglan jafnframt á 5 ökumenn, sem höfðu ekki ökuréttindi, eða höfðu misst þau. í Grindavík var 23 af 99 ökumönn- um bent á að bæta Ijósabúnað bíl- anna, auk þess sem 43 sluppu með það eitt að skipta um perur. í Hafnarfírði var Ijósabúnaður bíla almennt í góðu lagi, en á Selfossi voru 73 ökumenn áminntir og ástæða þótti til að kæra 9 þeirra vegna lé- legs ljósabúnaðar. Lögreglumenn í Kópavogi áminntu 20 ökumenn vegna þessa og auk þess þurftu þeir að hafa afskipti af 17 ökumönnum, sem ekki notuðu stefnuljós. Léleg eða engin ljós á reiðhjólum Af 23 hjólreiðamönnum, sem lög- reglan í Reykjavík ræddi við, var um helmingur á reiðhjólum með ófull- nægjandi ljósabúnaði og tveir með alls engan slíkan búnað. Lögreglu- menn í Hafnarfirði voru við skólana í bænum á morgnana og ræddu við nemendur, sem voru með ófullnægj- andi ljósabúnað á hjólum. Lögreglan bendir á, að í skamm- deginu er nauðsynlegt að ljósabúnað- ur bæði bíla og reiðhjóla sé í lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.