Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opin ráðstefna Útvarpsréttarnefndar um ofbeldi í sjónvarpi AGNES Johansen. HJÖRDÍS Þorgeirsdóttir og ÞÓRHILDUR Líndal. Friðrik H. Jónsson. Hugsað gegn ofbeldi Myndlestur, fræðsla og ábyrgð foreldra eru vopn gegn ofbeldi í sjónvarpi. Gunnar —— Hersveinn sat ráðstefnu Utvarpsréttar- nefndar um málið og greindi ólík sjónarmið um eftirlit og rannsóknir á ofbeldi. UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, Iét at- huga framboð ofbeldis- efnis í sjónvarpi á íslandi núna í september. Dagana 2. til 15. var ofbeldisefni, í formi auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda, skoð- að fram til klukkan 22:00 á kvöldin í Sjónvarpinu, Stöð 2, Stöð 3 og Sýn. Niðurstaðan var að 96 auglýs- ingar á bönnuðum kvikmyndum voru fluttar fyrir klukkan tíu og 14 kvik- myndir, sem bannaðar voru börnum, sýndar. Þetta kom fram á opinni ráðstefnu um ofbeldi í sjónvarpi, sem Útvarps- réttarnefnd hélt á laugardaginn á Hótel Sögu í Reykjavík. Þórhildur sagði að aukið ofbeldi í sjónvarpi væri óheillaþróun og sennilega hluti af skýringum á sumum ofbeldisverk- um. Hún benti á að ísland væri að- ili að Bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að böm ættu rétt á vernd fyrir skaðlegum upplýsingum. Þórhildur nefndi nokkur tiltæk ráð sem felast í lagasetningum, en lagði sérstaka áherslu á siðfræði- og heimspekikennslu í skólum, sem eflt gæti sjálfstæða hugsun og styrkt sjálfsmyndina og leitt til þess að bömin hafni sjálf að horfa á ofbeldi í sjónvarpi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra flutti ávarp á ráðstefnunni. Gagnvart ofbeldi í sjónvarpi blasa tvær leiðir við, að hans mati, annars vegar að banna efni og hins vegar að fræða notendur. --------------------- Tækniþróunin er aftur á Reglum fjölg- móti þannig að hið opin- ar en vandinn bera getur ekki stemmt minnkar ekki stigu við utbreiðslu efms. _____________ Ráðherra sagðist því vilja að grípa til boða og banna gagnvart gagnv ofbeldismyndum í sjónvarpi. I banni felst flótti, því bann við umfjöllun um ofbeldi jafngildir banni við um- fjöllun um veruleikann. Auk þess er það óframkvæmanlegt í reynd. Svar Sigurðar við að hjálpa börn- um og ungu fólki til þess að takast á við ofbeldið í myndmiðlum er svo- kallaður myndlestur og tóku margir á ráðstefnunni undir það. „Við getum sagt að myndlestur sé meðvituð, skipuleg, vitræn mót- taka myndefnis," sagði hann. „Þetta er lestur þar sem grunnþættir kvik- myndamálsins eru rannsakaðir. Uppgötvun þess að kvikmyndir og sjónvarpsefni er ekki raunveruleik- inn heldur ákveðið sjónarhorn. Þetta er lestur, ekki neysla," sagði Sigurð- ur Pálsson. Langtímaáhrif ofbeldismynda og ábyrgð heimilanna Fyrirlesarar virtust sammála um að bann við ofbeldi í sjónvarpi væri ekki lausnin. Auður Eydal, forstöðu- maður Kvikmyndaskoðunar, sagði ekki hægt að velja myndir ofan í fullorðið fólk. Fræðsla og markviss umfjöllun í fjölmiðlum væri raun- hæfari kostur. Ábyrgðin liggur á heimilunum að hennar mati og hún bendir á að erf- itt geti verið að fylgjast með hvað börnin sýsla í herbergjum sínum ef þar er tölva, sjónvarp og mynd- bandstæki. Hún varaði við lang- tímaáhrifum ofbeldis- kvikmynda sem sífellt sýndu skakka mynd raun- veruleikans um göfuga hefnd, flott ofbeldi, sárs- fara hina leiðina og efla fræðsluna um myndefni og tækni, glæða skiln- ing nemenda á vönduðum kvikmynd- um og síðast en ekki síst höfða til ábyrgðarkenndar foreldra. Hryllingur í stað skelfingar og vorkunnar — myndlestur Sigurður Pálsson rithöfundur sagði gallann við flestallar ofbeldis- myndir vera að þær vektu ekki skelf- ingu og vorkunn eins og Aristóteles hafí greint í harmleikjum né heldur byggðust þær á skilaboðum Alferds Hitchock um sálfræðileg tengsl of- beldis við skapgerðir og orsakasam- hengi sögunnar. Ofbeldið er vélrænt og það stig- magnast eftir því sem líður á mynd- imar vegna þess að kvikmynda- skáldin kunna aðeins að vekja hryll- ing með áhorfendum. Sigurður segir það ekki færa Ieið aukalitlar barsmíðar o.s.frv. Greina mátti á ráðstefnunni ólík sjónarhorn gagnvart ofbeldi í sjón- varpi. Annars vegar að sjónvarps- gláp gæti ýtt undir ofbeldi í samfé- laginu og jafnvel orsakað það í ein- stökum tilfellum og einnig að börn tækju að herma eftir því ofbeldi sem þau sjá í sjónvarpi. Hins vegar að tilhneiging væri til að kenna sjón- varpinu um það sem aflaga fer í samfélaginu. Ytra og innra eftirlit Páll Baldvin Baldvinsson, dag- skrárstjóri Stöðvar 2, talaði sjón- varpinu til varnar og sagði það vera blóraböggull þeirra sem leiti söku- dólga. Hann sagði að hvers konar hefting og ytri ritskoðun liðna tíð, en virt innri ritskoðun sjónvarps- stöðva það sem treysta yrði á. Til- kynntar aldurstakmarkanir ásamt Niðurstöður könnunar á ofbeldi í sjónvarpi Á tímabilinu frá 2.-15. september 1996 voru sýndar 96 auglýsingar um kvikmyndir og alls 14 kvikmyndir sem eru bannaðar börnum Auglýsingar Bannaðar innan 12 ára Bannaðar innan 16 ára 3 30 Samtals fj. auglýsinga 33 55 5 3 1 Kvikmyndir RÚV Stöð 2 Stöð 3 ihii Sýn 1 Bannaðar innan 12 ára engin 3 1 7 Bannaðar innan 16 ára engin 3 engin engin | Samtals fj. kvikmynda engin 6 1 7 Morgunblaðið/Halldór SIGURÐUR Pálsson og Páll Baldvin Baldvinsson. barnalæsingum myndlykla er gott hjálpartæki heimilinna að hans mati. Páll nefndi líka að innlent efni væri sennilega besta vömin gegn útlendu efni. Hann vísaði til ábyrgð- ar einstaklinganna um hveiju þeir hleypi inn á heimili sitt. Ágnes Johansen dagskrárgerðar- maður varaði einnig við forræðis- hyggju ákveðinna hópa um hvað mætti sýna í sjónvarpi og hvað ekki. „Reglur og bönn duga ekki til,“ seg- ir hún. „Reglum fjölgar en vanda- málunum fækkar ekki.“ Agnes segir forræðishyggju vest- rænna samfélaga hafa ------------- sljóvgandi áhrif á ein- staklingana. Hún henti ekki sjónvarpi. Gott for- dæmi og ábyrgðarkennd fullorðinna í samfélaginu er vegurinn sem Agnes bendir á gegn áhrifum af ofbeldi í sjónvarpi. 20% ofbeldis að rekja til mynda Herdísi Þorgeirsdóttur kennara fannst á hinn bóginn þörf á hertu eftirliti: „Ég held að það þurfi að koma til blanda af því að herða eftir- lit og auka forvarnarstarf," sagði hún, en rannsóknir sem hún vitnaði til sýna að rekja megi 20% ofbeldis og eineltis meðal unglinga til ofbeld- ismynda. Hún sagði svo virðast sem ofbeld- isefni ýtti undir ofbeldishneigð þeirra sem væru haldnir henni og beindi sjónum að ofbeldi i skólum. Ráð hennar voru að flétta fræðslu um myndmiðla inn í hinar ýmsu náms- greinar og efla námsráðgjöf. Einnig að fækka sýningum á ofbeldismynd- um, hafa þær seint á kvöldin, auka Vitræn mót- taka myndefn is er svariö samstarf sjónvarpsstöðva við kvik- myndaeftirlitið og stuðla að því að börn finndu jákvæðar fyrirmyndir um hegðun. Rannsóknum um ofbeldi í sjónvarpi ber ekki saman Friðrik H. Jónsson, dósent í sál- fræði við Háskóla íslands, sagði að ekki væri hægt að sýna fram á or- sakasamband milli ofbeldis í sjón- varpi og ofbeldis í samfélaginu. Helstu áhrif ofbeldis í sjónvarpi væru í gegnum fréttir, eftir rann- sóknum að dæma sem Friðrik vitn- --------- aði til. Onnur áhrif í sjónvarpi sem fræðimenn eru sam- mála um eru að áhorfend- ur geti lært hvernig eigi að bera sig að við ofbeldis- verk. Friðrik nefndi sem dæmi um það, að spörk að austurlenskum sið hafi leyst slagsmál með hnefnum af hólmi. Sýnt hefur verið með rannsóknum að fólk sem nýlega hefur séð ofbeld- ismyndir sé refsiglaðara en aðrir. „En þessi áhrif eru skammvinn," sagði Friðrik. Þau fjara út á einni klukkustund. Rannsóknir á lang- tímaáhrifum ofbeldismynda í sjón- varpi eru á hinn bóginn óljósari. Sem fræðimaður sagðist Friðrik ekki geta fullyrt neitt um samband ofbeldis í sjónvarpi og í samfélaginu. Hann sagði að lokum að skynsam- legt væri fyrir stjórnendur sjón- varpsstöðva að gera ráð fyrir ein- hveijum tengslum þarna á milli og að foreldrar sem hefðu áhyggjur af ofbeldi í fjölmiðlum ættu að ræða við börn sín um það til að minnka líkurnar á skaðlegum áhrifum. Miðbær Hafnarfjarðar Kröfur bæjarins 62 milljónir króna BÆJARSJÓÐUR Hafnar- fjarðar hefur lýst kröfum sín- um á hendur Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. og nema þær sam- tals tæpum 62 milljónum króna. Stærsti hlutinn er eftir- stöðvar álagðra gatnagerðar- gjalda, eða rúmar 42 milljónir króna. Miðbær Hafnarfjarðar hafði fengið heimild til að leita nauðasamninga, en féll frá henni fyrr í mánuðinum. Þá var haft eftir stjórnarformann- inum, að ástæðan væri kröfur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Þær hafi gert það að verkum að samningarnir gengu ekki upp. Á fundi bæjarráðs Hafnar- fjarðar sl. fimmtudag var lögð fram kröfulýsing bæjarsjóðs. í fyrsta lagi er farið fram á greiðslu rúmlega 42 milljóna króna, sem eru eftirstöðvar álagðra gatnagerðargjalda. Onnur krafa bæjarsjóðs nemur tæpum 17 milljónum króna. í kröfulýsingu segir að hún byggist á vanefndum á samkomulagi, sem gert var 9. febrúar sl. og vegna galla á fasteign þeirri sem bæjarsjóður keypti af Miðbæ Hafnarfjarðar við Fjarðargötu 13-15. Loks fer bæjarsjóður fram á greiðslu tæplega 3 milljóna króna og er sú krafa byggð á fimm skuldabréfum að fjárhæð 576 þúsund krónur hvert. Miðbær Hafnarfjarðar er greiðandi á þeim öllum. Ákæra fyrir ærumeiðingu EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Hrafni Jökulssyni, ritstjóra Al- þýðublaðsins, vegna greinar sem hann skrifaði í blað sitt í marz síðastliðnum. Embættið telur ritstjórann hafa vegið að æru Haraldar Johannessen, fangelsismálastjóra ríkisins, í greininni. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara er ákært fyrir niðurlagsorð grein- arinnar, þar sem fangelsismála- stjóri er kallaður „glæpa- mannaframleiðandi ríkisins“. Telur embættið þessi orð varða við 234. grein almennra hegn- ingarlaga, um ærumeiðingar, og við 235. grein, um aðdrótt- un, sem orðið getur virðingu manns til hnekkis. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með sókn í málinu. Hagur Blóð- bankans vænkast BLÓÐBANKINN auglýsti fyrir um það bil mánuði eftir nýju blóði en þá var innistæðan orð- in heldur lýr, einungis um 250 einingar af svokölluðu rauð- kornaþykkni. Blóðgjafar brugð- ust skjótt við og nú eru til yfir 500 einingar á lager. Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans, er ánægð- ur með viðbrögð blóðgjafanna og segir þau sýna að fólk sé reiðubúið að hjálpa þegar þröngt er í búi. Þrátt fyrir þessa bættu stöðu sé þó áfram þörf á blóði því að dagleg notkun blóðs sé 50-70 einingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.