Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Eignarhluti Flugleiða hf. og dótturfyrirtækis í ferðaskrifstofum Úrval-Útsýn fifc. 81,5% Osló " | , Stokkhólmi -I- ---- “~iT . Flugleiðir hf. 33,3% Ferðaskrifstofa íslands hf. 30,0% Safaríferðir hf. I Plúsferðir I r11,42% Ferðamiðstöð ^17,23% Austurlands hf. Jöklaferðir hf. ^7 93 25,0% Island Tours (i Þýsklandi) Aðrar ferðaskrifstofur Samvinnuferðir - Landsýn Ferðaskrifstofan Atlantik Ratvís Ferðaskrifstofa Hafnarfjarðar Heimsferðir Ferðaskrifstofa Reykjavíkur Heimsklúbbur Ingólfs og Príma Ferðaskrifstofa stúdenta Norræna ferðaskrifstofan ‘upptalningin er ekki tæmandi Flugleiðir eiga nú hlutí ísjö ferðaskrifstofum Yfirskattanefnd fellir úrskurð Bílar þurfa ekki að vera sérútbúnir YFIRSKATTANEFND telur ekki nauðsynlegt að fastur sérútbúnaður sé í bifreið til þess að hún teljist atvinnubifreið, en skattayfirvöld hafa viljað líta svo á. Telur nefndin að nægilegt sé að í bifreiðinni séu geymd verkfæri og tæki og að hún sé merkt viðkomandi fyrirtæki til þess að teljast atvinnubifreið. Þetta kemur fram í fréttablaði Vinnuveitendasambands íslands, Af vettvangi. Þar segir að algengt sé að rekstraraðilar og þjónustufyr- irtæki þurfi að vera til taks með stuttum fyrirvara vegna viðskipta- vina sinna, jafnvel allan sólarhring- inn. Skattayfirvöld hafi hins vegar gert athugasemd við að virðisauka- skattsbílar séu geymdir við heimili manna vegna þessa og bendi á reglugerð um meðferð slíkra bíla, en þar segi að ökutæki teljist ekki eingöngu notað vegna sölu á vörum og skattskyldri þjónustu ef það er notað af eigendum eða starfsmönn- um til einkanota, svo sem til ferða milli heimilis og vinnustaðar. Að mati skattayfirvalda var veitt undanþága frá þessari reglu ef bif- reiðin var merkt fyrirtækinu og sérútbúin vegna atvinnurekstrar- ins. Að því er fram kemur í frétta- bréfi VSÍ hafa skattayfirvöld viljað túlka þetta ákvæði mjög þröngt og sett fram kröfu um að um fastan sérútbúnað sé að ræða. Nú hafi hins vegar yfirskattanefnd úrskurð- að í einu slíku máli og komist að þeirri niðurstöðu að nægilegt sé að bifreiðin sé merkt viðkomandi fyrir- tæki og að í henni séu geymd tæki og verkfæri sem þurfi til þjón- ustunnar. FLUGLEIÐIR hf. eiga nú beina eða óbeina eignaraðild að sjö ferðaskrifstofum eftir kaup á þriðjungi hlutabréfa í Ferðaskrif- stofu Islands hf. í síðustu viku. Meðal annarra ferðaskrifstofa sem að einhveiju leyti eru í eigu Flug- leiða eru Úrval-Útsýn og ísland Tours í Þýskalandi, eins og sést á meðfylgjandi korti. Kaupin á hlutabréfunum í Ferðaskrifstofu íslands eru liður í að framfylgja stefnumótun Flug- leiða frá því sl. vor. Þar kom m.a. fram að félagið stefnir að því að auka tekjur sínar af erlendum ferðamönnum í ferðum til íslands, ferðum fólks í viðskiptaerindum, ferðalögum íslendinga til útlanda og af fragtflugi. Ti! að ná þessum markmiðum ætla Flugleiðir að komast nær sínum viðskiptavinum í sölukerfinu og verða virkari þátt- takandi í í ferðaþjónustu almennt, aðallega erlendis. Eiga hluti í tveimur hótelum á landsbyggðinni Ferðaskrifstofa íslands er hlut- hafi í hótelum á Kirkjubæjar- klaustri, Flúðum, Stóru-Tjörnum og Hvolsvelli. Þá stendur yfir bygging hótels á Egilsstöðum sem fyrirtækið á fjórðungs hlut í. Þá sér fyrirtækið um rekstur og markaðssetningu Edduhótelanna auk þess að sinna rekstri á sviði ráðstefnuhalds og skipulagningu ferða um ísland með erlenda ferðamenn. Auk eignaraðildar að ferða- skrifstofum eiga Flugleiðir 68,5% í Kynnisferðum ferðaskrifstofanna sf., 35% í Flugfélagi Norðurlands, 12,8% í Flugfélagi Austurlands hf., og 8,2% í Hótel Húsavík og Hótel ísafirði hf. Hagnaður 32 millj. hjá Samvinnusjóð SAMVINNUSJÓÐUR íslands hf. skilaði alls um 32 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins og er þetta besta afkoma félagsins í 14 ára sögu þess. Samanburðarhæfar tölur liggja ekki fyrir yfír sama tíma- bil í fyrra, en á árinu 1995 í heild nam hagnaðurinn 42 milljónum. Þá greiddi félagið hins vegar engan tekjuskatt . Samvinnusjóður hefur sérhæft sig FOLK Forstöðumaður starfsmanna- sviðs Lands- bankans ■ Kristín Rafnar hefur verið ráðin forstöðumaður starfsmanna- sviðs Landsbanka Islands. Krist- ín er fædd 3. janúar 1955 og út- skrifaðist með cand.oecon. gráðu frá Háskóla fs- lands árið 1979 og MA í þjóðhag- fræði frá Ohio State University 1981. Hún hefur m.a. starfað í úti- búi bankans á Akureyri, í hag- deild, hagfræði- Kristín Rafnar og áætlanadeild og á markaðssviði og var útibússtjóri í Vesturbæjar- útibúi til 1. oktbóber. Kristín er gift Gunnari Stefánssyni töl- fræðingi hjá Hafrannsóknastofn- un og eiga þau tvo syni. í útlánum til einstaklinga og lögað- ila. Félagið veitir lán til fasteigna- og bifreiðakaupa, auk þess sem það kaupir viðskiptaskuldabréf og rað- greiðslusamninga kortafyrirtækj- anna. Á þessu ári hefur orðið umtals- verð aukning í umsvifum félagsins. Þannig námu útlán til viðskipta- manna í lok júní um 2.658 milljónum og höfðu aukist um rúmlega 43% frá áramótum. Niðurstaða efnahagsreiknings í lok júní sl. var alls 3.468 milljónir. Eignarhlutir í öðrum félögum námu alls 713 milljónum á framreiknuðu kostnaðarverði. Ef hlutabréfin væru metin á skráðu markaðsvirði í lok júní yrði bókfært verð þeirra um 420 milljónum hærra en árshlutareikn- ingurinn sýnir. Samvinnusjóður fjármagnar starf- semi sína með lántökum á markaði. í lok tímabilsins námu útgefín skuldabréf 1.568 milljónum og út- gefnir víxlar um 1.168 milljónum. Hlutabréf í Samvinnusjóðnum hafa gengið kaupum og sölum á Opna tilboðsmarkaðnum. Gengi þeirra var í ágúst 1,25, en hefur farið hækkandi vegna góðrar afkomu félagsins. Nýlega urðu viðskipti með hlutabréf að að nafnvirði 10 milljón- ir á genginu 1,5. Framkvæmdastjóri Samvinnu- sjóðsins er Amór Heiðar Arnórsson. Sama byggingarvísitala og í ágúst VÍSITALA byggingarkostnaðar lækkaði um 0,04% frá septembermánuði og gildir vísitalan 217,4 í nóvembermánuði sem er sama vísitalan og gilti í ágústmánuði. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn er 695 stig. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,9%, en síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% hækkun á ári. Námsstefna um framtíð- arsýn í skjalastjórnun FÉLAG um skjalstjóm gengst fyrir námsstefnu á Grand Hótel Reykja- vík 24.-25. október nk. undir yfir- skriftinni Framtíðarsýn í skjala- stjórnun. Fyrirlesari á námsstefnunni verð- ur David O. Stephens, einn af helstu sérfræðingum í Bandaríkjunum á sviði skjalastjómunar. Stephens er m.a. forstöðumaður ráðgjafadeildar um skjalastjórn hjá Zasio Enter- prise Inc. sem telst í fremstu röð í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á sviði skjalastjórnunar vestan hafs. Námsstefnan mun einkum fjalla um meðferð upplýsinga í tölvutæku formi, miðlun þeirra og varðveislu, og er sérstaklega ætluð yfirmönn- um fyrirtækja og stofnana, starfs- mönnum tölvudeilda, svo og skjala- vörðum og skjalastjórnendum. Nán- ari upplýsingar fást í síma 5605938. Merki um grósku í Bretlandi London. Reuter. MIKIL aukning peninga- magns í Bretlandi í september er enn ein vísbending um grósku í brezkum efnahags- málum og styður baráttu bankastjóra Englandsbanka, Eddie George, fyrir því að vextir verði hækkaðir að sögn hagfræðinga. Peningamagn í . umferð jókst í 9,8% að sögn Englands- banka, en samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar á aukningin að vera á bilinu 3-9%. Útlán banka og byggingar- félaga jukust heldur minna en búizt hafði verið við í septem- ber, eða um 3.5 milljarða punda. Tóbaksbréf lækka vegna krabbameins- fréttar .. London. Reuter. EVRÓPSK tóbakshlutabréf lækkuðu í verði á mánudag vegna uggs um að ný rök um tengsl reykinga og lungna- krabbameins muni leiða til fleiri málaferla gegn tóbaks- fyrirtækjum. Vísindamenn í Banda- ríkjunum sögðu í síðustu viku að þeir hefðu borið kennsl á efni í tjöru tóbaksreyks, sem gerbreytti lungnavefjum manna. Tímaritið Science skýrði frá niðurstöðunum, hinum fyrstu um bein tengsl milli reykinga og krabbameins. Fréttin hafði neikvæð áhrif á verð hlutabréfa í brezku tóbaksfyrirtækjunum BAT Industries og Imperial Tobacco vegna uggs um aukin málaferli eins og í Bandaríkj- unum. í Frakklandi lækkaði verð hlutabréfa í tóbaksfyrirtæk- inu Seita, sem framleiðir Gita- nes og Gauloises sígarettur, um 4%. Á Spáni varð 2% lækk- un á verði hlutabréfa í fyrir- tækinu Tabacalera, sem ríkið á meirihluta í. Verð bréfa í BAT Industri- es, sem stendur illa að vígi vegna málaferla gegn Banda- ríkjadeildinni Brown & Wili- iamson, lækkaði um 7 pens í 424 pens. Verð bréfanna hef- ur lækkað úr 580 pensum 5 janúar. Frakkar taka upp nýjan 200 franka peningaseðil París. Rrutcr. FRAKKAR hafa tekið upp nýjan 200 franka peningaseðil og er það liður í því að taka gamla seðla úr umferð til að draga úr fölsunum. A nýja seðlinum er mynd af Gustave Eiffel og hinum fræga turni sem við hann er kenndur. Áður hafa verið gefnir út 50 franka seðill með mynd af Antoine de Saint Éxupery og 500 franka seðill með mynd- um af Pierre og Marie Curie. Nýr 100 franka seðill verð- ur gefinn út á næsta ári með mynd af málaranum Paul Céz- anne.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.