Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hundruð þúsunda tóku þátt í útifundi í Brussei vegna barnamorðanna Reuter MANNFJÖLDINN fyliti miðborg Brussel og fjölmargir klæddust hvítu eða veifuðu hvítum liljum til að láta í Ijós von um betri tima en aðrir létu í ljós reiði í garð stjórnmálamanna. Leiðtogar boðastjórn- arskrárbreytingar Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. Hashimoto boðar sam- steypustjórn Tókýó. Reuter. RYUTARO Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, hóf í gær viðræður við nokkra fyrrverandi flokksbræður sína í Shinshinto, stærsta stjórnar- andstöðuflokknum, til að freista þess að fá stuðning þeirra við nýja sam- steypustjórn. Flokki hans, Fijáls- lynda lýðræðisflokknum, tókst ekki að tryggja sér meirihluta í kosning- unum á sunnudag. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk 239 sæti í neðri deildinni og skorti 12 til að ná meirihluta. Flokk- urinn var einn við völd í hartnær 38 ár þar til hann galt afhroð í kosn- ingunum 1993 vegna spillingar. 1994 hóf flokkurinn þátttöku í sam- steypustjórn og Hashimoto varð for- sætisráðherra í janúar. Hashimoto og aðstoðarmenn hans ræddu við allt að tíu af þingmönnum Shinshinto í vón um að fá þá til liðs við Fijálslynda lýðræðisflokkinn. Shinshinto fékk 156 þingsæti og missti fjögur. Veik sljórn Forsætisráðherrann hyggst einnig ræða við forystumenn Lýðræðis- flokksins, næststærsta stjórnarand- stöðuflokksins með 52 þingmenn, og stefnir að því að mynda fjögurra flokka stjórn. Stjómmálaskýrendur teija að viðræðurnar dragist á lang- inn þar sem hugsanlegir samstarfs- flokkar reyni að knýja fram kröfur. Líklegt er að þingið komi saman í nóvember og skipi Hashimoto for- sætisráðherra að nýju. Stjórnmála- skýrendur telja að stjórnin verði veik og segja óvissu framundan í japönskum stjórnmáium. Hashimoto Ieggur áherslu á að fá leiðtoga tveggja flokka, sem eru í fráfarandi stjórn, til að halda sam- starfínu áfram. Annar þeirra, Sak- igake, sem fékk aðeins tvö þingsæti, er fús til þess en Jafnaðarmanna- flokkurinn er á báðum áttum, enda staða hans sterkari. Flokkurinn fékk 15 þingsæti í neðri deildinni en er með 32 í efri deildinni, þar sem Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn er veikur. Stjórnarandstaðan er mjög sundr- uð og takist Hashimoto að mynda stjórn með flokkunum þremur og uppreisnarmönnum úr Shinshinto yrði enginn þeirra nógu öflugur til að geta fellt stjórnina. Kjörsóknin, sem var 59%, hefur aldrei verið jafn lítil, og japönsk dagblöð sögðu það áfellisdóm yfír stóru flokkunum. Margir kjósenda Frjálslynda lýðræðisflokksins hefðu ekki kosið hann vegna stefnu hans heldur væri hann líklegastur til að tryggja pólitískan stöðugleika. BELGÍSKIR stjómmálamenn lýstu í gær stuðningi við kröfur um stjórnarskrárbreytingar með það að markmiði að uppræta ýmiss konar spillingu í landinu. Talið er að minnst 250.000 manns hafi tekið þátt í fjöidafundi í Brussl á sunnu- dag til að mótmæla spillingunni og sýna ættingjum fórnarlamba bama- níðinga samúð sína. Foreldrar og ættingjar barna sem hafa verið misnotuð, myrt eða hafa horfíð, skipulögðu aðgerðirnar og hvöttu til þess að þær færu friðsam- lega fram, einnig að hvíti liturinn, tákn vonarinnar, yrði áberandi. „Við viljum engin spjöld eða hróp,“ sagði Louisa Lejeune, móðir átta ára gamallar stúlku sem svalt til bana í haldi hjá barnaníðingnum Marc Dutroux. „Aðeins þögn, þögn sem mun hafa mikil áhrif á þá sem taka ákvarðanir." Nokkur börn ávörpuðu mannfjöldann, þ. á m. Sabine Dardenne, 12 ára stúlka sem slapp lifandi úr klóm bamaníðinga. Margir þátttakenda klæddust hvítu og héldu á hvítum liljum. Allt fór vel fram, þátttakendur komu tii borgarinnar frá öllum héruðum Belgíu og hvergi kom til átaka. Jámbrautirnar lækkuðu farmiða- verð til að auðvelda fólki að kom- ast til borgarinnar. Þjóð í kreppu? Albert konungur, sem gagnrýnt hefur frammistöðu yfirvalda við að upplýsa mál barnaníðinganna, tók ekki sjálfur þátt í fundinum í Bruss- el en lýsti yfir ánægju sinni með samstöðu almennings. Tilfínningar margra þátttakenda á sunnudag voru blendnar og rætt er um að þjóðin eigi í sálarkreppu vegna vantrúar á stjórnarfarið. „Eg skammast mín fyrir að vera Belgi,“ sagði á spjaldi eins göngumanna í Bmssel og margir létu í ijós reiði sína í garð stjórnvalda. Sumir fréttaskýrendur segir hins vegar að um skyndilega útrás fyrir óánægju sé að ræða er ekki muni hafa miklar varanlegar afleiðingar. Athygli vekur að flæmskumælandi menn og frönskumælandi virðast einhuga að þessu sinni en krytur milli þeirra hefur á undanfömum áratugum oft valdið hörðum deilum og jafnvel verið rætt um að ríkið gæti klofnað. Jean-Luc Dehaene forsætisráð- herra heitir því að stjórnarskrá iandsins, sem er 166 ára gömul, verði endurskoðuð þannig að af- numin verði ákvæði um að stjórn- málaflokkamir skipti með sér emb- ættum í dómskerfinu. Almenningur í Belgíu er yfirleitt þeirrar skoðunar að ótilhlýðileg afskipti stjórnmála- manna með tilheyrandi spillingu í lögreglu og dómskerfínu eigi sök á því að Dutroux var ekki handtekinn fyrr en í haust. Ýmsar vísbendingar um framferði hans höfðu borist lög- reglu en þær voru hundsaðar, að nokkru vegna skorts á samstarfi milli héraða. Fyrir skömmu var virt- ur saksóknari látinn hætta að kanna mál Dutroux, að því er virt- ist af tylliástæðum, og sögðu marg- ir mótmælendur á sunnudag að brottvikningin hefði verið kornið sem fyllti mælinn. Enn dregurí sundur með frambjóðendunum í bandarísku forsetakosningunum Clinton varar við óhóflegri bjartsýni ^lna./klnn Jl U/nnkinrv^nn Uniflnn Cleveland, Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hvatti stuðningsmenn sína til að fyll- ast ekki óhóflegri sigurvissu í ávarpi er hann flutti á sunnudagskvöld. Samkvæmt daglegri skoðanakönnun .Rei/íer-fréttastofunnar heldur bilið milli Clintons og Bobs Doles, fram- bjóðanda repúblikana, áfram að breikka og var í gær 11 prósentu- stig. Nýtur Clinton 47% fylgis, en Dole 36% og auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas um 5%. Clinton lét þessi orð falla á fjáröfl- unarskemmtun sem haldin var í Cle- veland í Ohio-ríki á sunnudagskvöld- ið. Vék forsetinn sérstaklega að þeim möguleika að kosningaþátttaka reyndist lítil á kjördag, 5. nóvember. „Eg vil fara þess á leit við ykkur öil, að hvert og eitt ykkar strengi þess heit, að hafa samband við einhvem sérhvem dag fram að kjördegi í því augnamiði að fá viðkomandi til að ganga á kjörfund," sagði forsetinn. Ávirðingarnar hundsaðar Clinton var í Ohio og Michigan í gær, mánudag, en þessi ríki eru jafn- an talin sérlega mikiivæg með tilliti til kosninga, tilheyra „Ryðbeltinu" svonefnda hvar er að fínna helstu miðstöðvar bandarísks þungaiðnaðar. Forsetinn hélt áfram að leiða hjá sér ásakanir fjenda sinna í röðum repúblikana sem vænt hafa hann um siðleysi sökum þess að hann hafí þegið fjárframlög erlendis frá í kosn- ingasjóði sína. Undirsátar forsetans hafa sagt að engin teikn séu á lofti um að þessar ávirðingar fylgismanna Bobs Dole muni reynast forsetanum erfiðar. Með rúmlega 300 trygg kjörmannaatkvæði? Raunar gefa kannanir til kynna að frekar hafí dregið í sundur á ný með þeim Dole og Clinton en í fyrri viku virtist sem frambjóðandi Repú- blíkanaflokksins hefði náð að minnka nokkuð forskot forsetans eftir sjón- varpskappræður, sem þeir háðu. í könnun einni víðtækri, sem útgáfa er nefnist „Hotline" gengst fyrir, hefur Clinton forskot á Dole umfram skekkjumörk í 25 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Hvert ríki hefur yfir að ráða svonefndum kjörmannaat- kvæðum og þurfa 270 slík að liggja fyrir til að forseti geti talist réttkjör- inn. Samkvæmt könnun þessari á Clinton nú vís 307 kjörmannaat- kvæði. Bob Dole reyndist hafa meira Keuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti veifar til viðstaddra á kosninga- fundi í bænum Parma í Ohio. Við hlið hans er Dennis Kucinich, fyrrverandi borgarsljóri í Cleveland, sem er í framboði til þings. fylgi en forsetinn umfram skekkju- mörk í niu ríkjum sem gæfu honum 44 kjörmannaatkvæði. Munurinn eykst hjá ABC í annarri könnun, sem ABC-sjón- varpsstöðin birti á sunnudag, reynd- ist fylgi forsetans hafa aukist um tvö prósentustig frá því almenningur var síðast inntur eftir hneigðum sínum í þessu viðfangi. Samkvæmt þessari könnun, sem gerð var á fimmtudag og föstudag með þátttöku um 1350 kjósenda og líklegra kjósenda, hafði Clinton 11 prósentustiga forskot á Dole eða 52% gegn 41%. Fylgi Dole hafði aukist um eitt prósentustig. Var þessi niðurstaða iögð út á þann veg að fylgisaukning Doles eftir kappræð- umar væri tekin að hníga á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.