Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 25 LISTIR Morgunblaðið/Halldór KLASSISKIR og rafrænir tónleikar voru haldnir í Tjarnarbíói. Unglist í algleymingi UNGLIST, listahátíð ungs fólks, var sett síðastliðinn laugardag í Ráðhúsi Reykja- víkur en hátíðin, sem standa mun í níu daga, teygir anga sína jafnframt til Akureyrar. Voru þrjár sýningar opnað- ar þann dag í Reykjavík: Iðn- skólanemar sýna í Ráðhúsinu, áhugamenn um teiknimyndas- eríur í kaffigalleríinu Ommu í Réttarholti og í Hinu húsinu eru myndlistarmenn á ferð. Þá var ljósmynda-, skúlptúra- og málverkasýning opnuð í Ketilshúsinu á Akureyri. Um kvöldið var síðan mikið um dýrðir þegar opnunarhátíð Unglistar fór fram í Sundhöll Reykjavíkur. Á sunnudag voru skemmti- ferðir og stuttmyndir ofarlega á baugi, auk þess sem sýningin Ofnir hlutir og útsaumur ungra kvenna í Hússljómarskólanum var opnuð á Café au lait. Þá var efnt til klassískra og rafrænna tón- leika í Tjarnarbíói um kvöldið. Hljómaði þar raftónlist úr hljóð- skólans í Reykjavík lék Con- sertino fyrir óbó og blásara- sveit eftir Carl Maria von We- ber, ásamt einleikaranum Gunnari Benediktssyni. Þá léku ýmsir einleikarar stök verk, gítartónlist og fleira. Um helgina stóð jafnframt yfir ljósmynda-, myndlistar- og stuttmyndamaraþon. I gær var ofangreindum sýn- ingum fram haldið, auk þess sem Listakvöld framhaldsskól- anna á höfuðborgarsvæðinu fór fram í Tjarnarbíói. Þá efndu nemendur MA og VMA til matarlistaverkasýningar nyrðra. í kvöld kl. 20 mun Leikfélag Kópavogs flytja spunaverkið Kakófóníu, sem unnið er upp úr Rómeó og Júlíu. „Unglinga- verk þar sem ekki er verið að tala um bólur og brennivín heldur líf og dauða,“ eins og segir í kynningu. A Akureyri verð- ur Bókmenntakvöld BÓMA, Bók- menntafélags MA, haldið í Kvo- sinni. Hefst það kl. 20. Morgunblaðið/Kristján í KETILSHÚSINU á Akureyri er ljós- mynda-, skúlptúra- og málverkasýn- ing. Hér skoðar Hrafnkell Brynjarson (t.v.) verkið Hugljómun eftir Gunnar Jóhannesson (t.h.) og Þórarinn Torfa Finnbogason. veri Tónlistarskólans í Kópavogi; Strengjasveít Tónlistarskólans í Reykjavík lék verk eftir Waughan Williams og Blásarasveit Tónlistar- Morgunblaðið/Halldór OPNUNARHÁTÍÐIN fór fram í Sundhöllinni. Morgunblaðið/Golli FRÁ sýningu Iðnskólans í Tjarnarsal Ráðhússins. Nýjar áherslur TONLIST llaínarborg SAMSPILSTÓNLEIKAR TRÍÓ REYKJAVÍKUR Flytjendur: Peter Máté píanó, Gunn- ar Kvaran selló, Guðrún Birgisdóttir flauta, Martial Nardeau flauta. Hafn- arborg 20. október, kl. 20. VELTA má því fyrir sér hvort rétt sé að kynna tónleika kvöldsins sem tónleika Tríós Reykjavíkur, þar eð hið „hefðbundna" Tr. R. kom þar hvergi nærri nema með því að lána tónleikunum nafn sitt, tekið skal þó fram að tveir af meðlimum Tríós Reykjavíkur tóku þátt í tónleikun- um. Nýbreytni var einnig að á tón- leikunum voru leikin vinsæl sönglög, svo og vinsæl stuttverk önnur. Um þessa nýjung er vitanlega ekkert nema gott eitt að segja og hinir „hefðbundnu" áheyrendur Tr. R. taka áreiðanlega nýbreytni allri opn- um huga. Víst getur Tríó Reykjavík- ur staðið fyrir tónleikum með fleiri en þremur flytjendum, jafnvel tón- leikum með allt að heilli sinfóníu- hljómsveit, kór og einsöngvurum og öllu þar á milli, en einhvern veginn styngi það mig að kynna slíka tón- leika sem tónleika Tríós Reykjavík- ur, Bernadel-kvartettsins, eða að Kammermúsikklúbburinn flytur níundu Beethovens. Kannske er þetta bara orðaleikur vegna þess að maður hefur lítið annað en gott að segja um þá ágætu flytjendur sem fram komu á þessum þriðju tónieikum Tríós Reykjavíkur á ný- byijuðu starfsári tríósins. Fyrsta verkefni tónleikanna var Tríó nr. 1 í C-dúr fyrir tvær flautur og selló eftir Joseph Haydn, verk sem fáir þekkja, enda líklega engum gefið að þekkja alla þá framleiðslu sem frá hendi Haydns kom. Það tekur tíma að spila sig saman í kammermúsík og hér hætti Guð- rúnu til að vera of sterk. Hún hefur breiðan tón á móti frekar grönnum tón Nardeus, sem hentar sérlega vel í kammermúsík. Annars músis- eruðu þau tríóið fallega og eðlilega og mikið meira þurfti kannske ekki til. Þá kom sönglagið Leise flehen meine Lieder eftir Fr. Sehubert, útsett fyrir tvær flautur og píanó. Hér var heilmikið gert úr litlu ein- földu lagi og verður það að vera smekksatriði hvers og eins. Hér þótti mér þó gengið nokkuð langt í tilfínningadjúpið. Smekksatriði er aftur á móti ekki það að spila tríói- ur sem tvær sextándapartsnótur og eina áttundaparts, en þetta gerði Máté á píanóið og stangar langlín- una sem hefur, í öllum útgáfum, tríólur á sambærilegum stað. Máté sýndi það annars á tónleikunum að hann er ágætur meðleikari, teknísk- ur og öruggur, en hann mætti þó mýkja ásláttinn, sem getur orðið nokkuð harkalegur og um leið hljómlaus í forte-spili. Fróðlegt var að heyra Tríó fyrir flautu, selló og píanó eftir C.M. von Weber. Engum þarf að koma á óvart að þessi píanóvirtuós og virti hljómsveitarstjóri gæti skrifað fleira en óperur, sem hann er kannske frægastur fyrir og hér kom margslungið tríó í fjórum þátt- um þar sem Guðrún lék á flautuna. Fyrsti þátturinn langur, viðamikill, Yfirlýsing Vegna ummæla, sem höfð voru eftir Peter Máté, píanó- leikara, í samtali á bls. 2 í Lesbók á laugardaginn, viil liann taka fram, að samtalið fór fram í síma og hann ekki altalandi á íslenzku. Þess vegna hafi útkoman orðið önn- ur en hann ætlaði þegar Tríó Reykjavíkur bar á góma. Þá vildi Petr Máté sagt hafa að Tríó Reykjavíkur sé einn af mikilvægustu kammerhópum í iandinu. þar sem mikið er lagt á hljóðfæra- leikarana. Annar þátturinn gæti verið dans í þjóðlegri þýskri óperu, þeim stíl sem Weber barðist fyrir. Þriðji þátturinn gæti verið um ein- falt þýskt sönglag og fjórði þáttur- inn gáskafullur með alvarlegum innskotum. Weber er aldrei auð- veldur í flutningi, en þremenning- arnir stóðust allar gildrurnar. Eg vona að ekki sé það af karlrembu- hugarfari að Tríóið eftir þann fjöl- hæfa snilling B. Martinu skyldi vera best flutta verkið á tónleikun- um, en þar léku saman Máté, Gunn- ar og Nardeau. Kannski blekkti líka að tríóið er mjög skemmtilegt, vel skrifað og reyndi mikið á hljóðfæra- leikarana. í fyrsta þættinum brillj- ant samspil flautunnar og píanós- ins, í öðrum þættinum átti Nardeau stóran þátt í fegurð þáttarins og rólegur einleikur flautunnar í síð- asta þættinum, sem inngangur að Skertsó-þættinum og sannarlega var Gunnari heldur ekki hlíft og mátti taka á öllu sínu. En heldur þykir mér óheppilegra að karlmenn einir skyldu standa að þessu. Þá kom Húmoreskan fræga eftir Dvor- ak, fyrir tvær flautur og píanó, dálítið yfirkeyrð og síðast útsetning á aríum úr Rigoletto, eftir ein- hveija tvo Dopplera, sem snemma á öldinni munu hafa verið fægir flautuleikarar. Það merkilegasta við þennan flutning var, að hér léku þau eins og samvaxnir tvíburar Guðrún og maður hennar Martial Nardeau, sem ég aldrei get skilið hvers vegna hann með sinn fram- úrskarandi flautuleik, staðsetur sig hér á norðurhveli jarðar, nema að það sé ástin sem aldrei skynjar hið ómögulega. Að síðustu, hvenær koma pallam- ir fyrir fiytjendurna? Væri ekki smíði þessara palla eitthvað sem hin sundraða bæjarstjórn Hafnarfjarðar gæti komið sér saman um? Það gæti verið byijun á öðru meiru. Ragnar Björnsson. Sólarmeg- in syngur í Reykholti SÖN GHÓPURINN Sólarmegin heldur tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 21.00. Hópurinn er að gefa út geisladisk og eru þetta fyrstu tónleikarnir til kynningar á honum. Á efnisskrá tónleikanna verður eðli málsins samkvæmt sitthvað af efni disksins en einnig ný lög og eldri. Á disknum em íslensk lög, svo og erlend lög með nýjum íslenskum textum, auk nokkurra erlendra laga með upprunalegum texta. Alls eru nýir íslenskir textar við 7 af 20 lögum á disknum. I Sönghópnum Sólarmegin eru 10 söngvarar. Söngstjóri er Guð- mundur Jóhannsson. Forsvarsmenn og stjórnendur fyrirtækja Hafið þið áhuga á eriendu samstarfi í viðskiptum? Sýning í Genóa á Ítalíu kynnt Dagana 27. - 29. nóvember n.k. munu um 400 ítölsk íyrirtæki kynna sig og óskir sínar um samstarf og samstarfsmöguleika á fyrirtækjastefnumóti á Ítalíu undir nafninu Europartenariat Genóa 1996. Hér er ekki um aö ræöa hefðbundna vörusýningu heldur eru skipulagðir fyrirfram fundir með fulltrúum ítölsku þátttökufyrirtækjanna og fulltrúum þeirra gestafyrirtækja sem óskað hafa eftir slíkum fundum. Ennfremur geta gestafyrirtæki óskað eftir fundum með öðrum gestafyrirtækjum. Gert er ráð fyrir um 2500 gestafyrirtækjum frá um 70 þjóðlöndum víðs vegar að úr heiminum. Kynning Fyrirtækjastefnumótið í Genóa verður kynnt á fundi Iðntæknistofnunar og Verslunarráðs íslands fimmtudaginn 24. október kl. 16:30 á 7.hæð í Húsi verslunarinnar. A fundinum verða einnig veitt svör við spurningum varðandi önnur Evrópusamstarfsverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja(LMF). Þátttaka tilkynnist til Iðntæknistofnunar í síma 587 7000. verslunarráð ísLANDS Iðntæknistofnuníí ATAK TIL 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.