Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 29 Njarðvíkursaga BOKMENNTIR Sagnfrædi SAGA NJARÐVÍKUR eftir Krislján Sveinsson. Þjóðsaga ehf 1996, 504 bls. ÁRIÐ 1992 hélt Njarðvíkurbær hátíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt sem sjálfstæðs sveitarfélags. Þá var ákveðið að efna til söguritunar og var Kristján Sveinsson sagn- fræðingur ráðinn til starfans. Hon- um til halds og trausts var ritnefnd er í sátu Albert K. Sanders, Frið- rik Valdimarsson, Ingvar Jóhanns- son, Kristín Guðmundsdóttir og Oddbergur Eiríksson. Tveimur árum eftir þetta sam- einuðust Njarðvíkurbær, Keflavík og Hafnahreppur í eitt sveitarfé- lag. Þá lauk sögu Njarðvíkurbæjar sem sérstaks sveitarfélags. Þótti nú einsætt að sagan yrði skráð til þeirra loka. Allt til ársins 1889 var Njarðvík- urbyggðarlagið hluti af öðru sveit- arfélagi, Vatnsleysustrandar- hreppi. Þá varð til Njarðvíkur- hreppur, sem entist raunar ekki nema til 1908. Stór var sá hreppur vissulega ekki. Hann náði aðeins yfir lönd þriggja jarða, Innri- Njarðvíkur, Ytri-Njarðvíkur og Narfakots. En allmargar hjáleigur og þurrabúðir fylgdu jörðunum. Svo fór að Njarðvíkingum þótti betra að sameinast stærri heild. Þeir slógu sér saman við verslunar- plássið Keflavík og úr varð Kefla- víkurhreppur. Þegar fram liðu stundir varð sitthvað til sundur- lyndis og kusu Njarðvíkingar enn að vera sér á báti. Þá varð til Njarð- víkurhreppur hinn síðari, heldur minni en sá fyrri. Það var árið 1942. Árið 1976 fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi. Sú saga sem hér birtist nær þó yfir meira en tímabilin 1889-1908 og 1942-1994. Höfundur reynir að rekja söguna allt frá fyrstu tíð, en á þó erfitt um vik, því að fáar heimildir eru um Njarðvíkurbæina sérstaklega frá fyrri tímum. Hann verður því að fjalla meira um ein- kenni búsetu, lifnaðarhætti og lífs- afkomu fólks á Suðurnesjum í heild. Það er á marga lund hin fróðlegasta frásögn. Bókin er næstum því hálfnuð þegar kemur að hinum eldri Njarð- víkurhreppi. Hann fær raunar aðeins einn kafla, enda ekki gott til gerðar þar sem hreppsskjöl eru glöt- uð. Ánnan kafla fær svo „Njarðvík í Kefla- víkurhreppi“. Þar er varla heldur hægt að hafa langt mál, því að opinber gögn greina ekki þessi tvö byggð- arlög í sundur. En síð- an kemur hin fimmtíu ára saga. Það er mikil greinar- gerð. Fyrir er tekið í sérstökum köflum: Fólksfjöldaþróun og at- vinnumál, Uppbygging hafnar- mannvirkja, Uppbygging almenn- ingsfyrirtækja og ýmis verkefni sveitarfélæagsins, Skipulagsmál íbúðarbygginga og gatnagerð, Skólar og bókasöfn, Stjórnmál, stjórnkerfi og fjárhagur, Njarðvík- urkirkjur á 20. öld, Félagsstarf- semi, skemmtanalíf og íþróttir. Þetta er mikil skýrsla hlaðin töflum og línuritum, nokkru af kortum og myndum. Eins og höf- undur segir er þetta „að öðrum þræði stjórnsýslusaga" og sumum kann hún ef til vill að þykja nokk- uð hörð undir tönn og „vísinda- Ieg“. Fyrir slíkum aðfinnslum hef- ur höfundur líklega gert ráð þegar hann segir í inngangsorðum: „Eg leyfi mér einnig að láta í ljósi það viðhorf að það fólk sem tekur sér sagnfræðirit í hönd til lesturs hljóti að gera svo af áhuga fyrir efni þess fremur en umbúnaðinum." Sá sem þetta ritar setur ekki fyrir sig þó að þessi bók sé ekki beinlínis skemmtisaga. Við því bjóst hann ekki og ætlaðist ekki til þess. Höfuðmáli skiptir að þessi bók er að hans mati vönduð sagn- fræði, sögð fram á látlausu og skýru máli og af hlutleysi og ná- kvæmni fræðimannsins. Auðséð er á öllu að höfundurinn hefur hvergi sparað sér vinnu. Vissulega er einkar áhugavert að fylgjast með þróun þessa sveitarfélags, sjá það breytast úr fátækt, einhæfni og talsverðri ves- öld í myndarlegan og á marga lund menn- ingarlegan kaupstað. Sú breyting var þó ekki ætíð auðveld og hvíldi mjög á herðum nokkurra framsýnna orku- og athafna- manna. Njarðvík ásamt Keflavík hefur vissulega nokkra sér- stöðu meðal íslenskra byggðarlaga. Þróun þeirra hefur talvert ráðist af tilvist Kefla- víkurflugvallar og her- stöðvarinnar þar. Það hefur vissulega sett svip sinn á líf manna og ráðið miklu um atvinnuþróun. Ef ég ætti eitthvað að finna að þessari annars ágætu bók er það helst að fyrir minn smekk hefðu áherslur mátt vera svolítið aðrar. Forsagan (fram að 1889) hefði að ósekju mátt vera eitthvað styttri, en í þess stað meira sagt frá mann- lífí á þessari öld. Mér verður t.a.m. á að spyija: Hafa Njarðvíkingar ekki eignast nein skáld og rithöf- unda eftir Sveinbjörn Egilsson og Jón Þorkelsson? Koma engir list- málarar þaðan? Hvað hafa menn sér til skemmtunar og dægarstytt- ingar? Hvernig er bæjarbragurinn yfirhöfuð? Hefur Njarðvík ekki átt sína „fræðimenn" eins og mörg önnur sveitarfélög? Eru engar þjóðsögur úr þessari sveit? Þá er mér einnig nokkur forvitni á að vita meira um þá menn sem mest- an þátt hafa átt í mótun þessa bæjarfélags. Gjarnan hefði ég kos- ið að sjá einn líflegan kafla um þessi efni og önnur þeim skyld. Frá bók þessari er einkar vel gengið af hálfu höfundar og útgef- anda. Prentvillur sá ég ekki og allar skrár eru eins og samir vönd- uðu fræðiriti. Bókin losar 500 bls. og eru tveir leturdálkar á síðu. Þar sem letur er fremur smátt er þetta feikn- amikið lesmál. Mér finnst það raunar galli hversu smátt letrið er. Lesturinn verður fyrir bragðið erf- iðari, einkum þar sem stíll er frem- ur knappur og efnismikill. Sigurjón Björnsson Kristján Sveinsson Hvunndagsheljur MYNPLIST llafnarhúsiö viö Tryggvagötu LJÓSMYNDIR Spessi - Signrþór Hallbjörnsson. Opið til 26. október; aðgangur ókeypis. MAÐURINN í margbreytileik sínum hefur alltaf heillað listamenn, og lengst af verið miðpunkturinn í þeirra listsköpun. Helst hefur verið litið til hins sérstaka varðandi ein- staklinginn; hetjan, leiðtoginn og stjarnan hafa verið áberandi í list- inni, en einnig hafa þeir sem eru utanveltu, frábrugðnir eða afmynd- aðir, verið ýmsum áhugavert mynd- efni, líkt og til samanburðar við fyrri hópinn. Hinn venjulega mann á götunni, sem sinnir sínu starfi af trú- mennsku og lifir í sátt við umhverf- ið og sker sig í engu frá fjöldanum, hefur hins vegar sjaldnar borið hátt í listinni. Hversdagsleikinn er örlög okkar flestra, og ekki ber að sýta það, þó ef til vill beri margir í brjósti óljósa von um þá fimmtán mínútna frægð, sem Andy Warhol sagði að lægi fyrir hverjum og einum. Sú frægð hellist yfir suma en aðra ekki, og virðast undarleg örlög ráða því öðru fremur. Ljósmyndarinn Spessi (Sigurþór Hall- björnsson) hefur gert fólkið á götunni að sínu viðfangsefni á þessari sýningu. Spessi stund- aði nám í ljósmyndun í Hollandi, en þetta er fimmta einkasýning hans, auk þess sem hann hefur vakið at- hygli með verkum á ýmsum samsýningum undanfarin ár. Undirrituðum gekk um skeið illa að kom- ast til að skoða árang- urinn, þar sem opnun- artími sýningarinnar virðist hafa verið nokk- uð á reiki, einkum framan af, en það tókst þó að lokum - í þriðju tilraun. Og þrautseigj- an reyndist þess virði. Hver hinna tíu mynda sem hér er á veggjum sýnir einstakl- ing í fullri líkamsstærð, og eru myndirnar prentaðar á hvítan pappír með tölvutækni, og merktar með nafni viðkomandi. Þessi framsetning er ekki ætluð til þess að breyta viðkomandi í hetjur, stjörnur eða leiðtoga, heldur draga athygli að þeirri stað- reynd, að það eru ein- staklingar, sem mynda fjöldann. Þetta er gert með stærð myndanna, og ekki síður umgjörð- inni, þ.e. hvítum bak- gnmni og einangrun myndefnisins. Þessir einstaklingar standa uppréttir, svipurinn er einarðlegur og augna- tillitið djarft; svona er ég, og ekkert meira um það! Við nánari umhugs- un reynast þessar myndir því vera af hetj- um; hver og einn er sérstakur - hvunn- dagshetja með sínum eigin rétti. í borgar- samfélaginu er þarft að minna sig á þessa stað- reynd, sem er hætt við að gleymist á stundum í mannmergðinni. Hins vegar er at- hyglisvert, að Spessi hefur valið í þennan hóp sjö konur og aðeins þijá karlmenn; ef til vill er það áminning um hvar mikil- vægi þjóðfélagsins liggur, þegar öllu er á botninn hvolft . . . Eiríkur Þorláksson Eitt af verkununi á sýningunni. JÓHANN Torfason: Kvöldvaka. Nútímaleg listneysla MYNDLIST Gallcrí Grcip MÁLVERK Jóhann Torfason. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 27. okt.; að- gangur ókeypis. EIN þeirra breytinga sem hafa verið mest áberandi í fslensku þjóðfé- lagi undanfama áratugi er sú sem hefur orðið á neysluvenjum þjóðar- innar. Hér má raunar tala um bylt- ingu fremur en breytingu; gamla góða lambakjötið hefur vikið fyrir hveitipasta, þykkar sósur fyrir ósoðnu grænmeti, og kartöflumar fyrir hrísgijónum. En þessi neyslubyiting hefur náð til fleiri sviða en matarborðs lands- manna, því hennar gætir einnig inn- an menningargeirans; fólk les fjöl- breyttari bækur, fer á öðru vísi leik- sýningar, hlustar á furðulegri tón- list. A stundum virðist að þrátt fyrir ýmsar framsæknar hugmyndir hafi myndlistin ef til vill setið eftir; mönn- um sé enn tamast að nálgast hana með sama hætti og þeir hafa gert um aldaraðir - með sparisvip og al- varlegu hugarfari. Jóhann Torfason hefur þegar sýnt með glaðbeittum verkum sínum að slíkur hátíðleiki listarinnar er fjarri honum. Á þessari sýningu má segja að hann leitist við að færa listneysl- una til nútímahorfs. Í myndum sínum hefur hann kosið að vísa til ýmissa möguleika sem listin getur nýtt sér til að komast að þeirri kviku sem hrærist í samtímanum - með því að nota hreyfanlega stríðskappa, vél- menni, talandi dúkkur, listaspil og líkön af söfnum og vinnustofum; list- in er hér kynnt til leiks sem nútíma- leg afþreying handa nútímafólki. Við fyrstu sýn kann þetta að virð- ast framkvæmd sem miði einungis að lægsta samnefnara einfaldrar af- þreyingar. Við nánari skoðun reynast flest málverkanna hins vegar hafa til að bera alvarlegan undirtón, sem verður meira áberandi eftir því sem þau eru skoðuð betur; texti innan verkanna verður til að skerpa þennan þátt enn frekar. Þannig vísar málverkið „Action Painter" ef til vill til þess hvaða augum listamenn eru litnir; þeir séu hetjur framkvæmdanna, sem þó séu oft hjákátlegar í sjálfumglöðum rembingi við að fylla út í ákveðna ímynd. „Rótbóti" minnir á hvað sé hægt sé engin persónuleg sýn fyrir hendi; tæknilega færir listamenn geta þá málað eins og A, B eða C, allt eftir þeim stíl, sem valinn er hveiju sinni. Og „Hugsuðurinn" er ekkert annað en safn af áheyrilegum frösum, sem gætu þess vegna komu úr lítilli dúkku. Myndir eins og „Kínadúkkan" og „íslendingurinn" benda til hinna al- varlegu þversagna sem við búum við. Fallega dúkkan er við nánari skoðun reyrð niður (í minningu frásagna frá kínverskum munaðarleysingjahæl- um), fangi í eigin koppi; Islendingur- inn er glæsilega búinn, veifar fjölda krítarkorta og horfir á Hemma Gunn, en er í raun hlekkjaður í báða fætur af þeim veraldlegu verðmætum, sem hann keppist við að eignast. Inn í þennan heim leitar listamað- urinn eftir að bera listina fram á nýjum forsendum, sem geri hana áhugaverða fyrir böm sem fullorðna, og endurveki kvöldvökur og fjöl- skyldustundir fyrri tíma. Þannig geti listin orðið ríkulegur hluti af neyslu- venjum þjóðarinnar, fremur en að- skotahlutur sem sé best geymdur á opinberum söfnum. í eins konar botnlanga sýningarsal- arins hefur Jóhann sett upp fjórar myndasögur í þeim stíl, sem hann hefur áður lagt til í tímaritið GISP, sem ungir listamenn hafa staðið að. Þær fjalla allar um elskuna litlu sem listamaðurinn hefur fyrir að sjá; þess- ar nöturlegu sögur eru með sínum hætti ágætt innlegg í hina eilífu umræðu um samskipti barna og for- eldra. Hér er á ferðinni skemmtileg sýn- ing með nýstárlegum efnistökum, sem vert er að benda listunnendum á að kynna sér með eigin augum. Eiríkur Þorláksson SKÚLI Rúnar Hilmarsson, Örn Alexandersson, Bjarni Gunnars- son, Frosti Friðriksson, Guðrún ísberg og Jóhanna Pálsdóttir. B arnaleiksýning í Höfðaborg LEIKFÉLAG Kópavogs hefur hafið æfingar á nýju íslensku barnaleikriti sem ber vinnuheitið Rúi og Stúi í stórræðum. Leikritið segir frá þeim Rúa og Stúa, sem eru úrræðagóðir uppfinningamenn. Meðal þess sem þeir hafa fundið upp er við- gerðavél, vél sem gerir við allt það sem bilar í bænum. En hvern- ig fer þegar sjálf viðgerðavél bæjarins bilar og bæjarbúar þurfa að treysta á sjálfa sig? Sýningin er unnin í spunavinnu út frá sögu Arnar Alexanderssonar og Skúla Rúnars Hihnarssonar. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir en sex leikarar koma fram og fjöldi annarra starfar á bak við töldin. Ráðgert er að frumsýna 10. nóvem- ber í Höfðaborg, nýju leikhúsi við Tryggvagötu í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.