Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 4- STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 3000 SJUKLINGAR Á BIÐLISTUM RÚMLEGA þrjú þúsund sjúklingar voru á biðlistum eftir skurðaðgerðum á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði á liðnu vori, að því er fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu síðast- liðinn laugardag. Lengstur var biðlistinn eftir bæklunar- aðgerðum, eða um þrettán hundruð sjúklingar. Frétta- skýringin sýnir að „sparnaðaraðgerðir“ í heilbrigðiskerf- inu hafa lengt þessa biðlista umtalsvert. „Inn á þennan biðlista kemst fólk ekki fyrr en halda verður verkjunum niðri með svo og svo miklu af lyfj- um,“ segir Jónas Magnússon yfirlæknir á handlækninga- deild Landspítala í viðtali við blaðið, „og teppa sjúkling- arnir oft eftirsótt og dýr hjúkrunarrými. - Hvað kostnað varðar hafa rannsóknir vestan- og austanhafs sýnt fram á að liðaskiptaaðgerðir séu með allra þjóðhagslega hag- kvæmustu aðgerðunum.“ Biðlistar setja æ meiri svip á íslenzka heilbrigðiskerf- ið. Um ellefu hundruð biðu aðgerða á háls-, nef og eyrna- deildum. Samkvæmt vistunarmati eru um 200 öldrunar- sjúklingar í brýn'ni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimil- um. Sextíu bíða vistunar á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Smám saman eru og að myndast langir biðlistar eftir augnaðgerðum og almennum skurðaðgerð- um. Samansöfnun sjúklinga á biðlista er hæpinn sparnað- ur fyrir samfélagið. í „bezta“ falli frestun útgjalda, sem á hinn bóginn lengir bæði þjáningar sjúklinga og fjarvist- ir þeirra frá vinnu — og hækkar en lækkar ekki endan- legan kostnað. Handarbakavinnubrögð af þessu tagi sögðu og til sín í afstöðu tryggingakerfisins til aðgerða, sem sænski taugaskurðlæknirinn Thomas Carlstedt vann hér á dögunum, en sú afstaða ýtir fremur undir hinn dýrari og erfiðari kostinn fyrir sjúklinga og samfélagið en þann aðgengilegri og ódýrari. ÓHÁÐ MEÐFERÐ SKATTAMÁLA VINNUVEITENDASAMBANDIÐ hefur kynnt fjár- málaráðherra hugmyndir um stofnun skattadóm- stóls, sem verði óháður skattheimtunm og fjármálaráðu- neytinu. Að öðrum kosti leggur VSÍ til, að yfirskatta- nefnd verði skipuð af Hæstarétti, en nú er það fjármála- ráðherra, sem skipar alla nefndarmenn. Þá leggur VSI til, að fyrirtæki og einstaklingar geti leitað fyrirfram til skattyfirvalda og fengið skuldbindandi úrskurð um skattalega meðferð vegna tiltekinna fjármálaráðstafana. Þessar hugmyndir VSÍ um breytta stöðu einstaklinga og fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum eru fyllilega tímabærar. Úrskurðir skattstjóra eru nú kærðir til yfir- skattanefndar og það er réttmæt ábending hjá VSI, að ekki er viðunandi, að hún starfi í umboði fjármálaráð- herra. Hann á hagsmuna að gæta, eðli málsins sam- kvæmt, og því er eðlilegt, að hlutleysi yfirskattanefndar sé tortryggt. Þetta fyrirkomulag gengur ekki lengur, því stöðugt auknar kröfur eru gerðar um jafnræði borg- aranna og yfirvalda. í því sambandi má nefna þá miklu réttarbót, sem felst í aðskilnaði dómsvalds og umboðs- valds, þar sem horfið er frá því aldagamla fyrirkomu- lagi, að sami aðili rannsaki og dæmi í sakamálum. VSÍ vekur einnig athygli á því, hversu mikilvægt það er, að meðferð skattamála sé hraðað sem kostur er. Skjót niðurstaða geti skipt meira máli fyrir fyrirtækin en efnisleg. Seinagangur á afgreiðslu kærumála hjá yfirskattanefnd er því afar óheppilegur. Hugmynd VSÍ um, að einstaklingar og fyrirtæki geti fengið forúrskurði hjá skattayfirvöldum um skattalega meðferð tiltekinna fjármálaráðstafana er mjög athyglis- verð. Það segir sig sjálft, hversu erfitt er að renna blint í sjóinn um skattaleg áhrif fjármálaráðstafana. Leiðbein- ingar og forúrskurðir skattayfirvalda geta komið í veg fyrir mikla fyrirhöfn og kostnað og bætt öll samskipti skattgreiðenda við yfirvöld. Gagnkvæmt traust er for- senda eðlilegra samskipta. Aukin sér- hæfing björgun- arsveita? íslenskir og erlendir sérfræðingar fluttu erindi á ráðstefnunni Björgun 96 sem haldin var í Reykjavík um helgina. Jóhannes Tómasson hlýddi á nokkur erindi og pall- borðsumræður en þar kom m.a. fram að margt hefur batnað í skipulagi björgunar- mála á síðustu tíu til tólf árum. Morgunblaðið/Golli MARGT var til sýnis í og við Perluna í tengslum við björgunarráð- stefnuna og hér eru börnin komin um borð í einn björgunarbátinn sem þar var. MILLI 40 og 50 erindi voru flutt á ráðstefnunni Björgun 96 sem Lands- björg og Slysavarnafé- lag íslands stóðu að. Voru það bæði sérfræðingar á ýmsum svið- um er koma við sögu björgunar- mála og félagar björgunarsveit- anna. í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar var þeirri spurningu varpað fram hvort innleiða beri atvinnumennsku í björgunarstörf í meira mæli en gert er. Lýstu full- trúar björgunarsveita, lögreglu og slökkviliðs yfir að fyrirkomulagið væri í aðalatriðum gott og í raun væri fagmennska og sérþekking ekki síður fyrir hendi í björgunar- sveitunum en hjá opinberum aðil- um. Ekki var talið að búast mætti við meiri atvinnumennsku í björg- unarstörfum, þ.e. launuðum starfs- mönnum á vöktum, aðallega vegna kostnaðar. Kristbjörn Óli Guðmundsspn varaforseti Slysavarnafélags ís- lands ræddi í erindi sínu um þjálfun og æfingar björgunarmanna. Sagði hann það lykilatriði að fyllsta ör- yggis væri gætt við æfingar og að eftirliti væri sinnt. Sífellt væru gerðar auknar kröfur til björgunar- sveita, þær ættu að geta sótt fólk í vandræðum nánast hvert sem er og yrðu að hafa til þess búnað og kunnáttu. Varpaði hann því fram hvort hugsanlega mætti koma upp meiri sérhæfingu milli sveita, óþarfi væri að allar sveitir kæmu sér upp fullkomnum búnaði til sér- hæfðustu verkefna. Skúli Jón Sigurðarson formaður rannsóknanefndar flugslysa ræddi um hvernig aðskilnaður væri nú orðinn milli nefndarinnar og Flug- málastjórnar í kjölfar nýrra laga sem sett voru í fyrra. Rannsókn flugslyss eða flugatviks miðaðist við að komast að orsökum og að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að flugöryggi mætti þannig eflast. Væri ekki gerður greinar- munur á slysi og atviki, hvort tveggja væri rannsakað af sömu alvöru. Þá fór hann nokkrum orð- um um mikilvægi þess að björgun- armenn hrófluðu ekki við rústum nema eftir því sem nauðsynlegt væri vegna björgunar farþega eða farms og nauðsynlegt væri að varð- veita verksummerki sem best, skrá og mæla það sem fara kynni for- görðum meðan beðið væri eftir rannsóknamönnum. Eldsneyti úr varðskipum? Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni ræddi um getu og takmarkanir þyrlukosts Gæslunnar. Lýsti hann hvernig afkastageta nýju Super Puma þyrl- unnar væri mun meiri en þeirrar eldri og að hún gæti t.d. farið 270 til 300 mílur á haf út en minni þyrlan aðeins um 150 mílur, hún gæti tekið 20 til 25 manns í sæti en ella 8 sjúklinga í börur, hún gæti flogið í ísingu o.fl. Staðhæfði hann að LIF væri fullkomnasta björgunarþyrla við Norður-Atl- antshafið. Benóný sagði að nú væri til athugunar að fá búnað í þyrluna sem gerði henni kleift að taka eldsneyti frá varðskipum. Slíkur búnaður væri nú um borð í dönsku varðskipunum og hefði þegar verið samið við þau um að fá eldsneyti þegar þyrlan væri búin að fá sinn búnað samþykktan og uppsettan sem hann kvaðst vona að yrði á næstunni. Gagnasöfnun og snjóflóðaspár Með nýjum lögum sem samþykkt voru í lok síðasta árs í kjölfar snjó- flóðanna á Vestfjörðum var Veður- stofu falið að gera snjóflóðaspár og rýmingaráætlanir og hefur Magnús Már Magnússon snjóflóða- sérfræðingur Veðurstofunnar haft veg og vanda af því starfi. Sagði hann að breytt viðhorf í kjölfar snjóflóðanna og meiri umfjöllun hefði orðið til þess að fólk hefur rifjað betur upp eldri snjóflóð og veitt meiri upplýsingar, safnast hafi meiri gögn til að hægt sé að gera betri snjóflóðaspár og rýming- aráætlanir fyrir einstök svæði auk þess sem fleiri menn hafi nú verið ráðnir til að sinna snjóathugunum. Veðurstofan hefur skipt viðbún- aði sínum í þrjú stig eftir því hversu alvarlegt ástandið er metið. Á fyrsta stiginu hefur veðurfræðing- ur á vakt samband við snjóathug- unarmann ef útlit er fyrir mikla snjósöfnun, á næsta stigi er kallað- ur til annar veðurfræðingur og fleiri starfsmenn snjóflóðavarna, ástandið metið, almannavörnum tilkynnt ástandið og spáð sérstak- lega fyrir viðkomandi svæði. Á síð- asta stigi er tilkynnt um hættu- ástand og gripið til rýmingaráætl- unar. Rýmingaráætlun í þremur flokkum Rýmingaráætlun er skipt í þrjá flokka og hefur byggðum verið skipt í ákveðna reiti og upplýs- ingabæklingum dreift á heimilin. Fyrsti flokkur tekur til reita þar sem vitað er að snjóflóð hafa fallið eftir hóflega snjósöfnun. Næsta stig er miðað við þekkt flóð eins og þau hafa náð lengst og er rýmt ef spáð er veðri sem reynslan hefur sýnt af hafi mikla snjóflóðahættu í för með sér. Á þriðja stigi er stórt svæði rýmt þegar mikill snjór hefur hlaðist upp og spá og athuganir á snjóalögum benda til mikillar hættu. Hönnuð hafa verið sérstök eyðu- blöð til að nota við samskipti sem aðilar verða að staðfesta móttöku á til að tryggja að hvergi misfarist upplýsingar. „Gagnaöflun er mun meiri, notaðar eru sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar og kerfi snjóflóðaeftirlitsmanna eflt, menn- irnir eru betur búnir og í launuðu starfi, flestir hlutastarfi,“ sagði Magnús og segir að þessi viðbrögð séu meðal annars byggð á reynsl- unni frá Vestfjörðum en sagði að þetta væri ekki framtíðarlausn. Meta þyrfti þörf á frekari varnar- mannvirkjum og að rýmingaráætl- anir myndu taka breytingum. Staðsetningu og byggingu mannvirkja áfátt? Af hverju varð svo mikið tjón sem raun bar vitni í snjóflóðunum á Súðavík, Flateyri, í Tungudal og við Funa? spurði Árni Jónsson verkfræðingur í erindi sínu er hann fjallaði um rústabjörgun og snjó- flóð en Árni hefur einnig langa reynslu af starfi í björgunarsveit. Sagði hann að vitanlega hefðu flóð- in verið mjög mikil og hörð og hraði þeirra mikill en ljóst væri þó að staðsetning mannvirkja, hönnun og hugsanlega bygging þeirra hefði í einhverjum tilvikum ekki verið sem skyjdi. Árni Jónsson sagði að svo virtist sem menn gleymdu fljótt snjóflóða- sögunni, byggðin færðist ofar í brekkur og nær fjöllum, hús væru ekki rétt hönnuð, þau sneru ekki rétt miðað við hugsanlega snjó- flóðahættu, þau sneru oft langhlið- inni upp í brekku. Nefndi hann að í sumum húsum á Flateyri og Súða- vík hefði járnabinding í útveggjum verið of gisin, hún væri ekki fyrir hendi í sumum milliveggjum húsa sem væru þá veikari fyrir vikið, þök hefðu ekki verið nógu sterk- lega bundin veggjum, loftplötur sjaldnast steyptar og væri ástæðan fyrir þessum atriðum annaðhvort gölluð hönnun eða óvönduð vinnu- brögð. Varpaði hann því fram hvort eftirliti væri þá áfátt, hvort ekki væri farið að byggingarreglugerð- um og hvort einhveijir hefðu verið látnir sæta ábyrgð vegna þessa. En hann minnti einnig á að alls ekki væri víst að einhveijum mannslífum hefði verið bjargað þótt þessum atriðum hefði verið öðruvísi varið á þessum stöðum. Þá benti Árni á hversu mikil- vægt væri að safna nákvæmum upplýsingum í snjóflóðum, m.a. hveijir hefðu bjargast úr flóðum og hvernig, hvenær fólk fannst, hvernig ástand þess var, hvar og hvernig hugsanleg fórnarlömb fundust og sneru og svo framveg- is. Allar slíkar upplýsingar væru mikilvægar við rannsókn á afleið- ingum snjóflóða. Þá lagði hann til að skipuð yrði sérstök rannsókna- nefnd fyrir snjóflóð rétt eins og til væru rannsóknanefndir fyrir flug- slys og sjóslys. Æfingar eru allt annað en raunveruleikinn Jón Svanberg Hjartarson for- maður björgunarsveitarinnar á Flateyri lýsti í erindi sínu fyrsta klukkutímanum eftir að flóð féll þar síðasta haust en hann sagði björgunarsveitina fámenna og þrátt fyrir æfingar væri raunveru- leikinn ávallt allt annað. „Þetta var því miður fleiri en einn klukkutími sem við vorum einir því utanað- komandi hjálp barst ekki fyrr en fjórum til fimm tímum eftir að flóð- ið féll,“ sagði Jón og var þá hægt að skipta út mönnum og hundar komu einnig til sögunnar. Jón Svanberg lýsti hvað gerðist fyrstu klukkutímana, m.a. hvernig fyrsti hópurinn hefði farið til leit- ar. Sagði hann slæmt að geta ekki sent nema 7 menn út í senn þar sem ekki hefðu verið til fleiri tæki til að hafa beint samband við þá og biðin hefði verið erfið á meðan fyrir hina. Hann sagði að smám saman hefðu borist fréttir af húsum sem voru í rúst, höfðu færst til og af fólki sem væri að finnast og af fólki sem hefði yfirgefið hús sín. Þá hefði borist vitneskja eftir nokk- urn tíma um að byijað væri að sinna fólki í mötuneyti Kambs, þangað hefði fólk flúið sem komist hefði úr flóðinu og aðstandendur þeirra sem farist höfðu. Stöðugt samband var við lögreglu og björg- unarmenn sem voru á leið frá ísafirði. Þegar ljóst var að þeir inyndu ekki komast landleiðina hefði verið ákveðið að aka yfir fjörðinn og reyna að sigla með þá frá Holti. Kúfiskbáturinn Æsa hefði annast það og menn verið í mikilli hættu þegar þeir stukku af ónýtri bryggjunni á Holti um borð í bátinn. Jón Svanberg sagðist að lokum dást að öllum sem komu við sögu og kvaðst mæla fyrir munn Flat- eyringa allra þegar hann þakkaði fyrir hina miklu aðstoð sem svo margir veittu. Sagði hann björgun- arstörf margslungin og þar væru öll verk jafn mikilvæg, stjórnun, leit, skipulag, matseld, aðhlynning og flutningar. Sagði hann að marg- ir sem komu við sögu hefðu ekki verið í björgunarsveitum og hefðu óskað eftir námskeiðum og væru tilbúnir að veita aðstoð annars staðar ef á þyrfti að halda. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 31 Samgöngumál í brennidepli á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Höfuðborgarsvæðið fái þriðjung vegafjár Meginefni aðalfundar Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgar- svæðinu síðastliðinn laugardag var fjár- veitingar til vega- mála á svæðinu oguppbygging samgöngukerfis- ins til framtíðar. Þórmundur Jón- atansson fylgdist með umræðum á fundinum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, og Jón Rögnvaldsson, aðstoðarvegamálastjóri, bera saman bækur sínar á aðalfundi SSH. Þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir fylgjast með. HALLDÓR Blöndal, sam- gönguráðherra, lýsti yfir því á 20. aðalfundi Sam- taka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu (SSH), að stefnt verði að því, í langtímavegaáætlun til ársins 2008, að þriðjungur vega- fjár renni til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Halldór minnti á að ekki hafi verið hugað að því fyrr en árið 1990 að auka flárveitingar til vegamála á svæðinu og taldi hann ekki veita af að halda þeirri stefnu áfram. Samgöngumál voru í brennidepli á aðalfundinum sem haldinn var í Mosfellsbæ á laugardag. Auk ráð- herra tóku Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur, og Árni Hjörleifsson, fráfarandi for- maður SSH, þátt í umræðum um þetta málasvið undir yfirskriftinni: Fjárveitingar til uppbyggingar stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu. Forsendur voru skýrar í erindum ræðumanna. Efla þarf samgöngu- kerfi á höfuðborgarsvæðinu vegna stöðugt vaxandi umferðarþunga, aukinnar slysahættu og aukinnar tíðni umferðartafa. Einnig var áhersla lögð á að samþætta þarfir ólíkra hópa vegfarenda. Borgar- stjóri minnti í þessu efni á að ekki mætti einblína á einkabílinn heldur yrði að huga að hlut hjólreiða- manna, gangandi vegfarenda og viðskiptavina strætisvagna. Óhjákvæmilegt að skerða fé Ráðherra taldi óhjákvæmilegt að skerða nokkuð fé til vegafram- kvæmda á sama tíma og ---------- ríkisstjórnin einsetti sér að ná tökum á ríkisfjár- málum. Af þessum sökum hafi tekjum Vegasjóðs af framkvæmdaátaki í vega- málum á höfuðborgarsvæðinu verið dreift á fimm ár en ekki fjögur eins og fyrirhugað var þegar til þess var efnt árið 1995. Hann áréttaði þó að unnið yrði samkvæmt áætlun við síðasta verkþátt við framkvæmdir á Vesturlandsvegi, brú yfir Sæ- braut, þannig að honum verði lokið á næsta ári. Halldór taldi þá áherslubreytingu sem orðið hefði við skiptingu vega- fjár fyrir fáeinum árum hafa verið rétt skref og bætt stöðu höfuðborg- arsvæðisins. Þá var horfið frá þeirri aðferð að vega saman umferð og lengd stofnbrauta og ákveðið að leggja til grundvallar fólksfjölda. Óstöðugt ökulag fjárveitingavagnsins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, fagnaði því að tekist hefði að auka fjárveitingar til fram- kvæmda við þjóðvegi á höfuðborg- arsvæðinu á síðustu árum og sagði að þær væru nú nær því sem eðli- legt gæti talist miðað við áætlaða þörf. Hún gagnrýndi á hinn bóginn óstöðugt ökulag hjá ökumanni fjár- veitingavagnsins sem ýmist stígi á bensínið eða bremsurnar. Borgar- stjóri taldi einsýnt að ríkisstjórnin yrði að finna varanlega lausn á því hvernig hægt væri að auka og halda jöfnum framlögum til vegamála á höfuðborgarsvæðinu. Með jöfnum framlögum fram í tímann væri hægara að forgangsraða verkefn- um. Kvaðst hún vona að samstaða tækist að nýju meðal sveitarfélaga um sameiginlega tillögu um for- gangsröðun framkvæmda, en þau lögðust á eitt árið 1994 þegar vega- áætlun var samin. Mikilvægt er að sögn borgar- stjóra að um 1.000-1.200 milljónum kr. sé varið árlega til nýfram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Jafnhliða kostnaðartölum um áætl- aða þörf svæðisins fyrir vegafram- kvæmdir telur borgarstjóri nauð- synlegt að huga að öðrum kostnað- artölum vegakerfisins. Hún fullyrti að ríkissjóður hagnaðist um 3.500 milljónir kr. árlega í formi bensín- gjalds vegna 75-80 þúsund bifreiða sem væru á svæðinu. Þá rynnu um --------- 1.900 milljónir kr. í ríkis- sjóð vegna tekna af skött- um og ýmsum gjöldum af bifreiðum. í ljósi þess _________ að rekstur og viðhald þjóðveganna á þessu svæði nemi um 200 milljónum kr. á ári væru 1.000 milljónir kr. í ný- framkvæmdir engin ofrausn. Sveitarfélögin fái hlut í bifreiðagjöldum Borgarstjóri varpaði ennfremur fram þeirri spurningu hvort ekki væri eðlilegt að sveitarfélög fengju hlut af þeim gjöldum sem lögð væru á bíleigendur og rynnu óskert í ríkissjóð til að standa straum af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins. Sagði hún að árlega verðu sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu um Fjárfesting I umferðarör- yggi skilar sér 1.200 milljónum kr. til reksturs gatnakerfisins, sem greitt væri úr sameiginlegum sjóðum þeirra sem á svæðinu búa, jafnt af þeim sem lítið ferðast eða með almennings- samgöngum sem hinum sem nota einkabílinn. „Þannig má segja að bílistarnir greiði til ríkisins sinn hlut af þeim kostnaði sem þeir valda ríkissjóði, og kannski vel það, en alls ekkert til sveitarfélaganna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri greindi loks frá því að Reykjavíkurborg hefði sett sér það markmið að fækka umferðar- slysum um 20% fram að aldamótum. Lögð væri áhersla á fræðslu, áróð- ur, þjálfun, löggæslu og umferðar- tæknilegar aðgerðir, s.s. útfærslu á svæðum í grónum hverfum þar sem leyfilegur hámarkshraði bifreiða væri 30 km/klst. Ejárfesting skilar sér hratt Vegaframkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu eru að mati Árna Hjör- leifssonar, fráfarandi formanns SSH, með arðbærustu framkvæmd- um á landinu. Hann segir hagræð- ingu af bættum umferðarmann- virkjum ótvíræða, hún fælist í tíma- sparnaði, minna sliti bifreiða og sparnaði í rekstri þeirra og fækkun slysa og umferðaróhappa. Árni vísaði til reynslu Dana um sparnað vegna fækkunar umferðar- slysa og sagði að fjárfesting þeirra í auknu umferðaröryggi skilaði sér mjög hratt. Hann sagði að Danir hefðu gert 12 ára áætlun til að draga úr slysum á tímabilinu 1989- 2000 og fyrstu þijú árin hafi tekist að ná settu marki að fækka slysum um 15%. Árni sagði að eftir árið 2000 reikni Dan- ir með að spara um 10 milljarða vegna slysa en 21,5 millj- arða vegna eignatjóns. Miðað við þær upphæðir sem lagðar hefðu verið í átakið sagði hann að fjárfest- ing Dana skili sér á 3,6 árum. Árni greindi frá því að hjá um- ferðardeild borgarverkfræðings í Reykjavík hafi verið gerð könnun um ábata af lagfæringum á umferð- armannvirkjum. Árni segir að sam- kvæmt þessari könnun geti einfald- ar lagfæringar borgað sig á nokkr- um vikum. Ef skoðað væri stærra mannvirki, s.s. mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar, sagði Árni að sú fram- kvæmd borgaði sig á 13 árum. Kostnaður vegna slysa á gatnamót- unum var um 100 milljónir kr. á ári. Með gerð 650 milljóna kr. mannvirkis mætti aftur á móti fækka slysum um helming. * Vegatollar ein leið Nokkuð var rætt um aðrar leiðir til að fjármagna vegaframkvæmdir en með beinum ríkisframlögum. Borgarstjóri taldi vegatolla eina leið sem kæmi til greina. Þó yrði að huga vel að útfærslunni og gæti staðsetning vegtollaskýla útilokað að sú leið yrði farin. Halldór Blöndal sagði ekki skil- yrði til að fara þessa leið nema við fjármögnun ganganna undir Hval- Ijörð. Það skýrðist af því að vega- lengdin styttist mjög verulega og gjaldið yrði þess vegna ákvarðað með hliðsjón af þeim kostnaði sem sparaðist. Ráðherra sagði þó býsna" fjarlægt að fjármagna Sundabraut, nýjan veg frá Sundahöfn um Gunnunes og yfir Kollafjörð, með vegatollum þar sem vegalengdin sem sparaðist væri óveruleg. Mörg verkefni á kortinu Vegna endurskoðunar vegaáætl- unar sem tekur til tímabilsins 1997- 2000 er unnið að því að samræma tillögur sveitarfélaga um vegafram- kvæmdir. Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur, sagði tillögur ekki fullbúnar en búið væri að skrá öll helstu verkefni sem koma til álita á næstu 4 árum. í Reykjavík" eru tvö verkefni efst á blaði. Annars vegar framkvæmdir við Miklu- braut og tengigötur við hana og hins vegár Sundabraut. Hann sagði byggingu Sundabrautar tæknilega flókið verkefni, enda væri hún í nábýli við aðalflutningahöfn lands- ins; Sundahöfn. I Mosfellsbæ eru endurbætur á Vesturlandsvegi þar sem hann ligg- ur um bæinn og á Vesturlandsvegi til Reykjavíkur brýnar. Kópá- vogsbúar og Garðbæingar leggja áherslu á framkvæmdir við Reykja- nesbraut með byggingu mislægra gatnamóta. í Hafnarfirði segir Stef- án að áhugi sé á mislægum gatna- mótum Lækjargötu og Reykjanes- brautar. Ekki má einblína á einkabílinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.