Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 35 MENNTUN Skólakerfið á íslandi Konur kenna en karlar stj órna KONUR hafa í auknum mæli aflað sér háskólamenntunar, á undanföm- um árum og em nú 20,3% þeirra með einhveija háskólamenntun á móti 17,6% karla. Hins vegar em færri konur með framhaldsmenntun á háskólastigi miðað við karla og yfirgnæfandi meirihluti þeirra tekur BA-gráðu en ekki BS-gráðu. Telur Stefán Ólafsson, prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands, að þama geti verið einhver skýring á launamun karla og kvenna í atvinnu- lífínu. Reyndin sé sú að hærri laun séu greidd fyrir störf sem krefjast BS-gráðu en BA-gráðu. Konur í meirihluta á neðra háskólastigi Eitt af þeim störfum sem konur sækja meira í en karlar eru umönn- unarstörf af ýmsu tagi, s.s. störf í heilbrigðis- og menntageiranum. Athyglisvert er að skoða skiptingu milli karla og kvenna innan skóla- kerfisins. í ritinu Tölfræðihandbók um menntun og menningu sem nýverið kom út á vegum rnennta- málaráðuneytis kemur fram að kon- ur eru í miklum meirihluta í kenn- arastörfum, en karlar eru í meiri- hluta í stjórnunarstörfum. Einnig eru karlar meirihluti kennara á háskólastigi, en athygli vekur að konur eru 57% kennara í skólum sem bjóða menntun til lægri próf- gráðu á háskólastigi, svo sem Fóst- urskóla íslands, íþróttakennara- skóla íslands, Leiklistarskóla Is- lands, Myndlista- og handíðaskóla fslands og Tölvuháskóla Verzlunar- skóla íslands. Leikskólastigið sker sig allveru- lega úr, en þar eru 99% kennara konur. Þar vekur reyndar hvað mesta athygli að aðeins 36% starfs- fólks eru menntuð sem leikskóla- kennarar, 7% hafa ýmiss konar eða aðra kennaramenntun og 57% hafa ekki faglega ipenntun. 79% kennara eru konur en 73% skólastjóra karlar Mikill meirihluti kennara á grunnskólastigi eru konur og á því hefur ekki orðið breyting síðasta áratuginn. Konur eru 79% af kenn- arastéttinni en hlutfallið snýst nán- ast við þegar um er að ræða fjölda skólastjóra, því þar eru karlar 73%. Konum hefur íjölgað hlutfallslega mest síðasta áratuginn í hópi að- stoðarskólastjóra og voru þær 50% þeirra skólaárið 1992-93. í framhaldsskólum eru færri kon- ur kennarar og í miklum minnihluta í hópi skólameistara, aðstoðarskóla- meistara og áfangastjóra. Sé ísland borið saman við nokkur önnur Evr- ópulönd sést (sjá meðfylgjandi töflu) að hlutfallslega færri konur leggja stund á kennslu í framhalds- skólum hér á landi en í flestum þeirra landa sem samanburðurinn nær til. Eins vekur athygli að hæst er hlutfall kvenna sem gegna stöðu skólameistara á írlandi og er næst- um jafnhátt og hlutafall kvenna af kennurum Lægst er hlutfall kvenna af kennurum í Hollandi. Á háskólastigi hér á landi hefur fastráðnum kennurum í skólum sem veita háskólagráðu fjölgað umtals- vert á sl. 15 árum. Enn er mikill meirihluti kennara karlar þó að konum hafi fjölgað nokkuð á síð- ustu árum og þá einkum í stöðum lektora. Hins vegar er hlutfall kvenna í prófessorsstöðum svipað og var fyrir 15 árum. 100 90 Hlutfall kvenna af kennurum og skólameisturum framhaldsskóla 1993 Samanburður við önnur lönd1> B Hlutfall kvenna af kennurum ■ Hlutfall kvenna af skólameisturum 1) Erlendis eiga tölur vid kennara og skólastj. i efstu bekkjum grunnskóla (13-15 ára) og á framhaldssk.stigi, sé annað ekki tekið fram. 2) Viðmiðunarár er 1994. 3) Tölurnar eiga við 3ja ára framhaldsskóla. Fjöldi kennara1 ískólujn sem veita háskólagráðu2 á Islandi Skipting eftir stöðuheiti og kyni j Karlar Konur 1994/95 1989/99 1979/89 •w> y/ # 1) Stundakennarar eru ekki taldir með. 2) Tölurnar eru frá Háskóla Islands, Háskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla íslands, SamvinnuháskólanumJ Bifröst, búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri og þess hluta Tækni$kóla Islands sem telst á háskólastígi. 3) Fastráðnir kennarar við Tækniskóla Islands og Samvinnuháskólann á Bitröst, aðrir en lektorar. Fjöldi fastráðinna kennara og stöðugildi í skólum sem bjóða einungis nám til lægri prófgráöu1 1989/90 1994/95 Kennarar2) [ Stöðugildi 1) Tölurnar eru Irá Fóslurskúla íslands, iþróttakennaraskóla islands, Leiklistarskóla Islands, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands. 2) (Ipplýsingar vantar um fjölda kennara við Tónlistarskólann í fíeykjavík og Þroskaþjálfaskóla Islands, bæði skólaárin. handavinna ■ Bútasaumsnámskeið verður haldið 7. og 14. nóvember í Vogue, Skeifunni. Skráning og upplýsingar á staðnum. Kennarar Ásta og Jóhanna. tungumál ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. * Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. ★ 8 kunnáttustig. Viðskiptaenska, rituð enska. Einnig er í boði stuðningskennsla fyrir unglinga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaðir kennar- ar. Markviss kennsla í vinalegu um- hverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 552 5330. tölvur ■ Námskeið Starfsmenntun: 64 klst. tölvunám 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: Windows 3.11 og Windows 95 PC grunnnámskeið Word grunnur og framhald Excel grunnur og framhald Access grunnur PowerPoint PageMaker Bamanám Unglinganám í Windows Unglinganám í forritun Novell námskeið fyrir netstjóra Internet námskeið Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 651 6699, netfang tolskrivik- @treknet.is, veffang www.treknet.is/tr. Ql Tölvuskóli Reykiavíkur Borxartúni 28. simi 561 669». Blað allra landsmanna! fNiregttitMafeifr - kjarni málsins! EPSON Stylus COLOR litableksprautuprentarar ' verði sem kemur þægilega á óvart! Verö frá kr. 19.900.- 720x720IÍS IMiiF EPSON Stylus COLOR 500 Nýr og glæsilegur litaprentari frá EPSON. Hann notar nýja tegund af bleki sem gefur meiri svertun í svarta litnum og framúrskarandi lifandi Er jafnvigur á venjulegan pappír sem blekpappír. Prentar 720x720 punkta í lit og svörtu - eins og allir EPSON Stylus Color litaprentarar! EPSON Stylus Color lls kr. 19.900,- EPSON Stylus Color II kr. 29.900,- EPSON Stylus Color 500 .kr. 39.900,- EPSON Stylus Color Pro.kr. 56.900,- EPSON Stylus Color Pro XL+.. kr. 169.900,- EPSONStylus 1500 kr. 89.900,- — Allt ofangreint verð er staðgreiðsluverö. . i lUtá...oqqVÚ“uMwhw&!\ EPSON TOLVUDEILD HF Ármúla 11 - Síml 568-1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.