Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Afbrot o g refsingar RÁÐHERRA dóms- mála brýndi dómara nýlega til þess að herða á refsingum í a.m.k. sumum brotaflokkum. Víkveiji Morgunblaðs- ins áleit í framhaldi að það væri orðið beinlínis hættulegt að ganga um götur Reykjavíkur t.d. ad næturlagi. í kjölfar- ið hefur síbrotamaður verið dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar. Hér er rétt að staldra örlítið við. Hef- ur afbrotum stórlega fjölgað á íslandi á síð- ustu árum? Hvað segja rannsóknir okkur um áhrifamátt hertra refsinga í barátt- unni við glæpi? Afbrot á íslandi Samkvæmt gögnum RLR frá 1988 og fram að þessu ári sést að ýmsar breytingar hafa átt sér stað. Innbrot- Réttarvörslukerfið á fyrst og fremst að gegna því hlutverki, segir Helgi Gunnlaugsson, að vera áreiðanlegt, skjótvirkt og á umfram allt að útdeila refsingum af yfirvegun og í sam- ræmi við eðli afbrota. um (mest í bíla) hefur fjölgað veru- Iega en fjöldi þjófnaða hefur ekki vaxið með sama hætti. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr annars konar auðgunarbrotum eins og t.d. fjársvikum, skjalafalsi og tékkasvik- um. Margt bendir til að ýmsar aðgerðir pen- ingastofnana til að tryggja skilvirk og áfallalaus peningavið- skipti í landinu hafi haft þau áhrif að tæki- færi til slíkra auðgunar- brota hafi orðið örðugri en stundum áður. Auðgunarbrot virðast því I ríkari mæli hafa færst yfir í innbrot þar sem möguleikamir til auðgunar hafa vafalítið verið álitnir greiðari. Lítum á ofbeldismál. Talsvert færri mann- drápsmál hafa að jafn- aði verið til meðferðar hjá yfirvöldum á þessum áratug en þeim síðasta. Fjjöldi líkamsmeiðinga og líkamsárása hefur verið tiltölulega stöðugur á síðustu árum og hefur enn ekki náð þeim toppi sem varð undir lok síðasta áratugar. En vissu- lega valda fregnir af líkamsmeiðing- um í Reykjavík undanfarið ákveðnum ugg, en vonandi er hér um tíma- bundna hrinu að ræða. Samanlagt sýna gögn RLR að það hafa óneitanlega orðið hræringar í þróun afbrota á síðustu árum. En þó fjölmiðlar færi okkur sífellt frétt- ir af margvíslegum óhæfuverkum og að tilfinning margra sé að afbrot séu bæði snöggtum tíðari og alvarlegri en áður, bendir í raun fátt til þess að fjöldi afbrota í heildina hafí farið verulega úr öllum böndum á síðustu misserum - og enn eru alvarleg af- brot á íslandi hlutfallslega fátíðari en í flestum öðrum vestrænum ríkj- um. Gögn Fangelsismálastofnunar ríkisins benda til hins sama. Fjöldi óskilorðsbundinna dóma sem berst til fullnustu miðað við lengd refsitíma sýnir að þrátt fyrir ársbundnar sveifl- ur hefur ekki átt sér stað ýkja mikil aukning á síðustu árum. Og þó að heildarfjöldi afplánunardaga hafi náð sögulegu hámarki í fyrra vegna auk- Helgi Gunnlaugsson ins fangarýmis er fangafjöldi á ís- landi miðaður við mannfjölda enn með því lægra sem þekkist. Samt er fjöldi afbrota á íslandi áhyggju- efni og löstur á íslensku samfélagi sem krefst markvissra viðbragða af hálfu okkar allra. Áhrif refsinga Hugmyndin um að hertar refsing- ar og auknar fangelsanir dragi úr afbrotum virkar í fljótu bragði bæði sannfærandi og skynsamleg. Enda á hún sér talsverðan hljómgrunn hjá bæði almenningi og sumum stjóm- málamönnum. Rannsóknir bæði vest- an hafs og austan sýna þó að jafn- vel stórhertar refsingar hafa ekki meir en tímabundin áhrif í mesta Iagi. Hvers vegna? Skýringarnar eru margþættar og verður aðeins tæpt á einni hér, áreiðanleika viðurlaga. Ef líkurnar á að nást eru hverfandi skipta harðar refsingar einar og sér ákaflegu litlu. Ef líkumar á að nást eru hins vegar yfirgnæfandi, máls- meðferð skjót og markviss, er í raun óþarfi með öllu að refsa meir en sem nemur tilteknu hlutfalli af eðli af- brotsins. Þó vissulega sé erfitt að meta kostnað af afbrotum nákvæm- lega er eigi að síður nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að leita eftir jafn- vægi á milii kostnaðar af afbrotum og kostnaðar af réttarvörslukerfinu. T.d. kostar fangavist eins fanga á íslandi skattborgarana um þijár milljónir króna á ári. Lokaorð Endanleg lausn afbrotavandans finnst líkast til ekki en ýmislegt er samt hægt að gera til að spyma við fótum. Árvekni og aðgæsla borgar- anna, nágrannavarsla og samræmdar aðgerðir og eftirlit lögreglu eru aðeins fáein úrræði sem ber að brýna og nýta meir og betur til forvama. Ekki síður ber okkur að hlúa að þeim fé- lagslega jarðvegi sem bömin okkar vaxa upp úr og gefa þeim raunhæf og uppbyggileg markmið til að stefna að. Réttarvörslukerfíð á síðan fyrst og fremst að gegna því hlutverki að vera áreiðanlegt, skjótvirkt og á um- fram allt að útdeila refsingum af yfir- vegun og í samræmi við eðli afbrota. Höfundur erlektor ífélagsfræði við Háskóla Islands. Starfsáætlanir Reykjavík- urborgar í jafnréttismálum SÍÐASTLIÐIÐ vor samþykkti Reykjavík- urborg jafnréttisáætl- un sem á að vera stefnumarkandi í jafn- réttismálum hjá borg- inni. Jafnréttisáætlunin var send til allra borg- arbúa ásamt Borgar- fréttum sem koma út nokkrum sinnum á ári. Eitt af þeim verkefn- um sem áætlunin tekur til eru starfsáætlanir borgarstofnana í jafn- réttismálum. Gert er ráð fyrir að borgar- stofnanir, borgarfyrir- tæki og nefndir og ráð geri starfsáætlanir í jafnréttismálum í samvi Steinunn V. Oskarsdóttir við jafn- ástandið frá Ósló, sem hafa reynslu af gerð slíkra áætlana. Önnur þessara kvenna, Ingrid Guldvik, starfar sem ráðgjafí sveitarfélaga við gerð starfsáætlana í jafnrétt- ismálum og hinn fyrir- lesarinn er Torill Lundli, jafnréttisráðgjafí hjá „Oslo sporveje". Námstefnan er hugs- uð sem upphaf þeirrar vinnu sem fer fram inn- an stofnana og fyrir: tækja borgarinnar. I starfsáætlunum borg- arstofnana í jafnréttis- málum er gert ráð fyrir að stofnanir kortleggi r á sínum stað og setji réttisráðgjafa. Með þessu eru allar stofnanir ábyrgar fyrir því að Reykja- víkurborg geti staðið undir nafni sem jafnréttissinnaður vinnustaður og á hveijum stað er forstöðumanni gert skylt að skipa starfshópa til að vinna að gerð starfsáætlunarinnar. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem farið er í markvissa vinnu af þessu tagi hjá Reykjavíkurborg hefur verið vandað til undirbúnings og reynt að vinna verkefnið þannig að allir stjórnendur stofnana og fyrirtækja borgarinnar séu uppjýstir um hvað af þeim sé vænst. í því sambandi hefur jafnréttisráðgjafi borgarinnar fundað með forstöðumönnum og einn- ig hefur verið ákveðið að efna til námstefnu um gerð starfsáætlana í jafnréttismálum. Á námstefnuna, sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. nóvember, koma tveir sérfræðingar ser markmið og leiðir til að ná þeim. Einn liður í gerð starfsáætlana er að gera áætlun um jöfnun þess launamunar sem rekja má beint til kynferðis. í skýrslu sem kynnt var í borgarráði 8. október síðastliðinn kemur fram samanburður á launum karla og kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirrar skýrslu sýnir að þegar tekið hafði verið tillit til málaflokks, starfsgrein- ar, hlutfalls karla í stéttarfélagi, starfsaldur og aldurs voru konur með 14% lægri heildariaun en karlar. I grein 2.2. í jafnréttisáætlun borgarinnar er fjallað sérstaklega um starfsaðstæður og kjör. Þar eru ákvæði um að kynjum skuli ekki mismunað við ákvörðun launa og fríðinda og skal leitast sérstaklega við að meta jafnt mismunandi starfs- svið, reynslu og menntun kynjanna. Markmið að draga úr launamun kynja innan hverrar stofnunar, segir Steinunn V. Óskars- dóttir, er óhjákvæmi- legur hluti af starfsáætl- unum í jafnréttismálum. Einnig er þar að finna ákvæði um að starfsfólk borgarinnar skuli eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma og þannig gert kleift að samræma fjöl- skyldulíf og atvinnulíf. í 4. gr. laga nr. 28/1991 er öll mismunun kynja við ákvörðun launa og fríðinda óheimil. Ef menn hafa raunverulegan vilja til að uppfylla þessa lagaskyldu og fara þannig eft- ir grein 2.2. í jafnréttisáætlun borg- arinnar þarf að gera stórt átak. Markmið um að draga úr launamun kynja innan hverrar stofnunar er óhjákvæmilegur hluti af starfsáætl- unum í jafnréttismálum og á næstu vikum og mánuðum reynir á forstöðu- menn stofnana og fyrirtækja borgar- innar að koma með raunhæfar tillög- ur til úrbóta í samvinnu við jafnréttis- nefnd Reykjavíkuborgar. Með sam- stilltu átaki starfsmanna borgarinnar, stjómenda og pólitískra fulltrúa verð- ur hægt að gera Reykjavíkurborg að jafnréttissinnuðum vinnustað. Höfundur er formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Viljum við jafn- rétti í reynd? EINKUNNARORÐ Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var 10.-13. okt. sl., voru „Ein- staklingsfrelsi — jafn- rétti í reynd“. í um- ræðum manna á með- al á fundinum og í framsöguræðum flestra, jafnt karla sem kvenna, var komið inn á mikil- vægi þess að jafna rétt karla og kvenna. Þessi hugarfars- breyting sýndi sig í verki þegar kosnar voru fimm konur inn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, en á landsfundi eru kosnir ellefu fulltrúar í miðstjórn. Það verður því áhugavert að fylgjast með framvindu jafnréttismála innan Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni. Var þessi umræða aðeins lands- fundarbóla sem loftið mun smám saman leka úr eða er þetta upphaf- ið að jafnréttisbyltingu innan flokksins? Ekki nægjanlegt að setja lög Karlar létu sitt ekki eftir liggja í þessari umræðu á landsfundi enda er þetta barátta sem bæði konur og karlar verða að heyja ef árang- ur á að nást. Ef jafnrétti í reynd á að nást þurfa allir eða alla vega meiri hluti þjóðarinnar að vilja það. Margir vilji varpa sökinni alfarið á karla og halda því fram að þeir Bæði kynin, segir Sigurrós Þorgríms- dóttir, eiga að hafa jöfn tækifæri til náms, starfa og launa. geri það af ásettu ráði að halda konum niðri. Því miður er þetta ekki svo einfalt, sökin liggur ekki bara hjá körlum. Þetta er rótgróið viðhorf til hlutverkaskiptingu kynjanna, þjóðfélagsarfur sem borist hefur frá einni kynslóð til annarrar. Það er ekki nægjanlegt að karlar geri sér grein fyrir eða viðurkenni fyrir sjálfum sér og öðrum að þetta er vandamál sem þarf að taka á. Bretti upp ermar taki upp kutann og stingi á „mein- inu“. Ef fólkið í þessu landi vill jafna rétt karla og kvenna verða allir að leggjast á eitt. Því í jafn- rétti felst ekki bara að koma fleiri konum í æðstu stjórnir fyrirtækja og stofnana og auka þátt þeirra í stjórnmálum heldur verða bæði kynin að fá jöfn tækifæri til náms og starfa og ekki síst að fá sömu laun fyrir sambærileg störf. Það er ekki nægjanlegt að setja lög um jafnrétti eða reyna með öðrum ráðum að breyta þjóðfélaginu ofan frá. Viðhorfsbreyting verður að koma frá rótum samfélagsins Viðhorfsbreyting gagnvart stöðu karla og kvenna verður að koma frá rótum samfélagsins. Uppalend- ur, leikskólar, skólar og aðrar stofnanir, sem ung börn dveljast langdvölum á, þurfa að leggja mikla áherslu á jafnréttismál. En þó allir séu af vilja gerðir til að fræða börnin um jafnan rétt kynj- anna þá skynja þau þessa hlut- verkaskiptingu strax og þau fara að hafa vit. Þau mynda sér ósjálf- rátt ákveðna skoðun um hlutverka- skiptingu kynjanna þar sem það eru nær eingöngu konur sem fóstra þau á leikskólum, kenna þeim á fyrstu árum skólagöngu, afgreiða þau í verslunum og hjúkra þeim í veikind- um á stofnunum. Það eru oftast karlmenn sem aka strætisvögn- um, vinnuvélum, leigu- bílum eða bara bifreið- um yfirleitt. Það eru líka oftast karlar sem lækna þau, grafa skurði, malbika götur og leggja brýr. Það er ekki bara á leikskólum og á fyrstu árum grunnskóla sem börnin móta afstöðu sína til hlutverkaskipt- ingar kynjanna. Á heimilum heyrir það frekar til undantekninga að feður taki fullan þátt, á við móður, í öllu heimilishaldi. Það mundi hafa já- kvæð áhrif fyrir jafnréttishugsjón- ina ef feður fengju „orlof“ við fæð- ingu barns. Umönnun nýfæddra barna er þá í huga eldri systkina og samfélagsins ekki aðeins í hönd- um mæðra heldur einnig feðra. Ef börn alast upp við þau viðhorf að framfærsla heimilisins og umönnun barna hvíli jafnt á herðum foreldra eru meiri líkur til þess að þau meti stöðu kynjanna á annan hátt. Jöfn hlutverkaskipting innan heim- ilisins hlýtur að vera að hluta grundvöllur viðhorfsbreytinga til jafnréttis. í sjónvarpsviðtölum birtast nær eingöngu viðtöl við karla þegar rætt er um hin svo kölluðu „hörðu mál“. Það sama á við um stjórn- mál. Þar eru karlar í miklum meiri- hluta, svo börn og unglingar virð- ast frekar telja það sé í verkahring karla en kvenna að taka þátt í stjórnmálum. Væri um helmingur alþingis- og sveitarstjórnarmanna konur þar sem þær gætu sýnt og sannað að þær eru engir eftirbátar karla og fullfærar um að halda um stjórnvölinn, væri jafnframt meiri líkur á að viðhorf til jafnréttismála breyttist og fleiri ungar konur gæfu kost á sér til slíkra starfa. Fleiri karla í „hefðbundin" kvennastörf Af framansögðu er engin furða þó börn, strax á unga aldri, flokki störf upp í karla- og kvennastörf. Drengir og stúlkur leita að ákveðn- um fyrirmyndum, bæði í leik og starfí. Þegar þau fá stöðugt áreiti frá samfélaginu um hvernig hlut- verkaskiptingin er þá móta þau afstöðu sína og falla smám saman inn í ákveðin hlutverk. Ef nást á fram jafnrétti í reynd þyrftu fleiri karlar að fara í hin „hefðbundnu kvennastörf' og fleiri konur í „hefðbundin" karlastörf. Það hefur þótt fréttnæmt þegar konur hasla sér völl sem vélstjórar, flugmenn eða vinna á stórum vinnuvélum en ekki er haft á orði þegar karlar ráða sig sem leikskólakennara eða hjúkrunarfræðing. Það er á allra vitorði að laun í hinum hefðbundnu kvennastörfum eru mun lægri en hjá karlastéttinni. Á meðan svo er verður erfitt að fá karlmenn til að ganga inn í þessi störf þó svo þeir hefðu áhuga á störfunum. Nú hafa Danir komið fram með þá tillögu að e.t.v. sé rétt að styrkja unga menn sérstaklega sem vilja fara í kennaranám. Tilgangurinn er fyrst og fremst að laða fleiri karlmenn inn í kennarastéttina. Þetta er e.t.v. hugmynd sem við íslendingar ætt- um að skoða nánar. Því ef við vilj- um jafnan rétt kynjanna þá er ekki nægjanlegt að konur hasli sér völl í ákveðnum stéttum og störfum heldur þurfa jafnframt fleiri karlar að koma til starfa í hinum svoköll- uðu kvennastéttum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Sigurrós Þorgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.