Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 39 íslands þúsund ár Málefni lítilmagnans ÞAÐ HEFUR færst mjög í vöxt á síðustu árum að félög, stofnanir og fyrirtæki haldi afmælis- og minn- ingarhátíðir af margvíslegu tilefni. Algeng eru eins árs, fimm ára og allt að 100 ára afmæli hinna ýmsu fyrirtækja. Og senn líð- ur að hátíðahöldum vegna 1000 ára afmæl- is kristnitöku á Islandi þar sem væntanlega verður krufið hversu vel okkur hefur miðað á því sviði. Fleiri atvika íslands- sögunnar finnst mér gjama mætti minnast, t.d. að á næsta ári munu 900 ár liðin frá upphafi skattlagningar í landinu, er tíund var upp tekin og ákveðið að svo skyldi vera „meðan land væri byggt.“ Væri ekki úr vegi í leiðinni að sérfróðir menn gerðu úttekt á hvernig sú ákvörðun hefur staðist tímans tönn. Það kemur fram í ritum frá 13. öld að stórhöfðingjar fyrstu áratuga íslandsbyggðar voru ekki síður hug- kvæmir um lausn efnahagsmála en höfðingjar nútímans en mér telst til að á þessu ári séu liðin 1000 ár frá þeim atburðum sem mig langar til að vekja athygli á og ekki væri síð- ur tilefni til að minnast en ýmissa annarra. En svo segir í Svaða þætti og Arnórrs kerlingarnefs sem ég leyfi mér að birta nokkuð styttan.les- endum til hagræðis og skilnings: (Sjá íslendingasagnaútgáfu Guðna Jónssonar 1953, VIII bindi.) Hversu Svaði lék fátæka menn „Nökkuru eftir útanför Friðreks byskups og Þorvalds_ Koðránssonar gerðst á íslandi svá mik- ið hallæri, at fjölði manns dó af sulti. Þá bjó í Skagafírði nökkurr mikilsháttar maðr ok mjök grimmr, er nefndr er Svaði. Þat var einn morgin, at hann kallaði saman marga fátæka menn. Hann bauð þeim að gera eina mikla gröf ok djúpa skammt frá bæ sínum, en þeir inir fá- tæku menn urðu fegnir, ef þeir mætti hafa am- ban erfíðis síns með nökkuru móti. Ok um kveldit, er þeir höfðu lokit grafargerðinni, leiddi Svaði þá alla í eitt lítið hús. Síðan byrgði hann húsit ok mælti til þeirra, er inni váru: „Gleð- izt þér, ok fagnið þér, því at skjótt skal endir verða á yðvarri vesölð. Þér skuluð hér búa í nótt, en á morgin skal yðr drepa ok jarða í þeiri miklu gröf, er þér hafíð gert.“ En er þeir heyrðu þann grimma dóm fyrir sitt starf, tóku þeir at æpa með sárligri sorg um alla nóttina. Þat var svá til, at Þorvarðr inn kristni, sonr Spak-Böðvars, fór þá sömu nótt upp um hérað at, en leið hans lá um morgininn hjá því sama húsi, er inir fátæku menn váru inni, Mynda þarf öfiug sam- tök, segir Björn H. Björnsson, til varnar fjölskyldunni í landinu. ok er hann heyrði þeira grátlega þyt, spurði hann, hvat þeim væri at angri. En er hann varð viss ins sanna, mælti hann til þeirra: „Vér skulum eiga kaup saman. Þér skuluð trúa á sannan guð ok gera þat, sem ek segi fyrir, þá mun ek frelsa yðr héðan. Komið síðan til mín ofan í Ás, ok mun ek fæða yðr.“ Þeir sögðu sik þat gjarna vilja. Tók Þorvarðr þá slagbranda frá durum, en þeir fóru þegar ofan í Ás. En er Svaði varð þessa varr, varð hann reiðr, brá við skjótt, vápnaði sik ok sína menn, riðu síðan eftir flóttamönnum. Vildi hann þá gjarna drepa, en í annan stað hugsaði hann at gjalda grimmu sína svívirðu, þeim er þá hafði leysta. En hans illska fell honum sjálfum í höfuð, svá jafnskjótt sem hann reið hvatt fram hjá gröfinni, fell hann af baki og var þegar dauðr er hann kom á jörð. Ok í þeiri gröf, er hann hafði fyrir búið saklausum mönnum, var hann sjálfr, sekr heiðingi, graf- inn af sínum mönnum ok þar með hundr hans ok hestr at fornum sið. Frá Arnórri Á þeim sama tíma, var þat dæmt á samkvámu af heraðsmönnum, at gefa upp fátæka menn, gamla, ok veita enga hjálp, svá þeim er lama váru eða at nökkuru vanheilir. Þá var mestr höfðingi Arnórr kerling- arnef, er bjó á Miklabæ. En er Arn- órr kom af samkomu þessi, þá gekk fyrir hann móðir hans, ok ásakaði hann mjök, er hann hafði orðit sam- þykkr svá grimmum dómi. „Nú vit þat fyrir víst“ segir hon, „þó at þú sjálfr gerir eigi slíka hluti, þá ertu með engu móti sýkn eða hlutlauss af þessu glæpafulla manndrápi, þar sem þú ert höfðingi ok formaðr ann- arra.“ Arnórr skildi góðfysi móðr sinnar ok tók vel ásakan hennar. Annan dag stefndi hann saman fjölða bónda, ok er Arnórr kom til fundarins, mælti hann: „Nú hefi ek fundit þat ráð, sem vér skulum allir hafa, þat er at sýna manndóm ok miskunn við mennina. En er allir þeir, er þar váru saman komnir, létu sér þetta allt vel viljat, er hann hafði talat, þá slitu þeir með því þinginu." Þannig var nú þetta á íslandi árið 996. Og ekki fínnst mér snillin, þekkingin eða hugvitið í efnahags- málunum hafa rýrnað mjög hjá stór- mennum þjóðarinnar á þessum 1000 árum, sem liðin eru síðan. Hins veg- ar kem ég ekki auga á að lengur sé að finna meðal þjóðarinnar nokk- urn Þorvarð Spak-Böðvarsson né Arnórr kerlingarnef, er snúið _fá óhappaverkum til betri vegar. Ég hefí hugleitt nokkuð hvað fær grand- vara borgara, eins og Árna Björns- son lækni og Halldór Þorsteinsson skólastjóra til að taka svo djúpt í árinni í greinum sínum um úreldingu gamalmenna og för fyrir ætternis- stapa, svo og Pál Gíslason, formann Félags eldri borgara, forsvarsmenn öryrkja, fatlaðra og fleira sómafólk til að mótmæla „dómum almenni- legrar samkvámu.“ I mínum huga leikur enginn vafí á um orsökina. Fyrir fáum dögum birtist hæstvirtur forsætisráðherra á sjónvarps- skjánum, horfði beint framan í mig og lýsti yfír: „Við eyðum um efni fram.“ - Mér krossbrá. - Háttalag hæstvirts forsætisráðherra í þeim efnum þekki ég ekki en ég vísa á bug að ég eigi þar nokkurn hlut að máli. Það vill nefnilega svo til að ég geri ekkert nema vinna, kaupi ekkert og eyði engu nema til að greiða reikninga, sem búnir eru til skv. lögum frá Alþingi. Og ég þekki hundruð manna í sömu sporum. Það verður því að fínna aðra skýringu. j Forysta launþegasamtaka virðist liðónýt og samtakamátturinn í mol- um. Aiþingismönnum eru svo stór- lega mislagðar hendur um lagasetn- ingu og skilning á daglegri lífsbar- áttu aimennings að vonlaust er, , nema mikil umskipti verði, að Al- þingi haldi virðingu sinni eða bæti ímynd sína þrátt fyrir þjóðkunnar tilraunir forseta þess. En mest undr- ar mig þó að enn skuli ekki vera til öflug samtök hinnar lögbundnu fjöl- skyldu í landinu, til að beijast fyrir heildarhagsmunum hennar og veij- ast því niðurbroti sem viðgengist hefur á þeim vettvangi undanfarin ár og ekki sér lát á. Skora ég hér með á hvern þann, sem til þess hef- ur þor og hæfíleika, að beita sér nú þegar fyrir stofnun öflugra samtaka til varnar fjölskyldunum í landinu, áður en það verður um seinan - „því eigi má vesalingur minn.“ - Að lokum hylli ég þá félaga, Þor- varð Spak-Böðvarsson og Arnórr kerlingarnef í tilefni þess að liðin eru 1000 ár frá gæfuverkum þeirra. Höfundur er umsjónarmaður hjá Háskóla íslands 1.500.000.000 Björn H. Björnsson Endurgreiðsla námslána SKÓLAÁRIÐ er haf- ið. í haust hafa um 6.000 manns sótt um lán hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna og reikna má með að um 5.000 þeirra fái að lok- um lán. Frá árinu 1992 hafa verið í gildi lög sem kveða á um að námslán beri að endur- greiða með 5-7% af heildarlaunum fyrir skatt. Þetta er allt að tvöfait hærri greiðslu- byrði en var af lánum veittum fyrir laga- breytinguna 1992. Ásamt síaukinni tekju- tengingu á bóta- og gjaldakerfi hins Það er pólitískt mat, seg- ir Stefán Aðalsteinsson, hvert endurgreiðsluhlut- fallið eigi að vera. opinbera er nú svo komið að endur- greiðslur námslána eru orðnar mörg- um alvarlegt vandamál. Meðalskuld lánþega hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna nemur nú um 1,5 milljónum króna, sem venjulega greiðist upp á 15—20 árum. Frá ár- inu 1982 til vors 1992 voru námslán verðtryggð og endurgreiddust með 3,75% af tekjum, fyrst þremur árum eftir námslok. Frá því um haustið 1992 hafa námslán hins vegar verið verðtryggð, borið 1% vexti, verið endurgreidd að tveimur árum liðnum með 5% af tekjum í 5 ár og 7% af tekjum eftir það. Fólk með iágar tekjur greiðir aðeins fasta afborgun að vori, en hjá öðrum bætist við tekjutengd afborgun að hausti og er þetta atriði óbreytt frá fyrri gömlu lögunum. Námslán eru greidd út eftir að námsárangur hverrar annar liggur fyrir og er það sú áhætta sem náms- menn taka: enginn árangur - engin lán. Þetta vandamál snertir þó að- eins nútíðina. Hætt er við að vandinn verði meiri þegar kemur að skuldadögunum. Auð- vitað er ofureðlilegt að lán séu endurgreidd en framkvæmdin á þeirri endurgreiðslu vefst oft og tíðum fyrir þeim sem tekið hafa lán hjá LÍN. Tekjur námsmanna skerðast umfram tekjur annarra Einstaklingur sem tókst á hendur sex ára nám árið 1988 býr við gjörólíkar aðstæður í lok námstímans frá því sem var þegar hann hóf nám. Árið 1988 var skatthlutfall 35,2% og end- urgreiðslur námslána 3,75%, alls 38,95% en nú býr hann við 42,94% skatt og 5%-7% endurgreiðsluhlut- fall námslána, alls 47,94%—49,94%. Hlutfall útborgaðra launa eftir tekjuskatt og tekjutengdar endur- greiðslur hafa því lækkað úr rúm- lega 60% árið 1988 í rúmlega 50% nú. Samtals jafngildir þetta tekju- skerðingu upp á 17% á tímabilinu. Senn fer tíunda hver króna í endurgreiðslur námslána Á þessu hausti hafa 10.153 ein- staklingar fengið greiðsluseðla vegna tekjutengdrar afborgunar lána frá 1982-1992. Til viðbótar hafa 1.732 einstaklingar fengið greiðsluseðla vegna nýrri lána með 5% endurgreiðsluhlutfalli og verða því að greiða 33% hærri upphæð en hinir af sömu launum. Ef tekið er dæmi um einstakling með 150.000 króna mánaðarlaun verður mánaðarleg greiðslubyrði hans í dag eftirfarandi, miðað við hinar mismunandi reglur um endur- greiðsluhlutfall: (Sjá töflu) Einstaklingur sem greiðir af eldri lánum frá 1982-1992 þarf að greiða 20. hveiju krónu í launaumslaginu í afborganir námslána, en þeir sem tóku námslán síðar greiða fyrstu árin 15. hveija krónu og frá 1999 verða þeir fyrstu farnir að greiða næstum 10. hveiju krónu í launa- umslaginu í afborganir námslána. Þetta hlutfall eykst með hærri laun- um. Hengingaról tekjutengingarinnar Óumdeilt er að námslán skuli end- urgreiðast. Það er hins vegar póli- tískt mat með hvaða hætti það skuli gerast, hvert endurgreiðsluhlutfallið skuli vera, og hversu langt hið opin- bera á að ganga í tekjutengingu á því sem hefur með fjárhag einstakl- inga að gera. Það er skoðun SÍNE að endur- greiðslur námslána sem nema allt að 10. hverri krónu í launa- umslag- inu, á sama tíma og flestir eru að eignast húsnæði og stofna fjöl- skyldu, sé óviðunandi. SÍNE telur viðeigandi að beina því til menntamálaráðherra og nefndar um endurskoðun laga um LÍN að endurgreiðsluhlutfall náms- lána verði lækkað til móts við það sem það var fyrir lagabreytinguna 1992. Þetta myndi skapa náms- mönnum lífvænlegri framtíðarsýn en nú blasir við og tryggja að valið standi ekki lengur milli menntunar og fjárhagslegs sjálfstæðis. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og formaður SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Stefán Aðalsteinsson endurgr. Endurgr. f Endurgr. hlutf. hlutfall kr. á mán. af útb. launum fyrir 1992: 3,75% 5.625 4,99% eftir 1992: 5,00% 7.500 6,66% eftir 1999: 7,00% 10.500 9,32% kr. sóun! Er þörf á nýjum hugsunarhætti í lagnamálum? ÁRLEGA má áætla að kostnaður vegna galla í lagnakerfum sé 1,5 milljarðar króna. Þar af er 1 milljarður vegna vatnstjóna og 500 milljónir vegna só- unar á hitayeituvatni. Sem starfandi ráð- gjafi og eftir að hafa starfað sem pípulagn- ingamaður og að endur- menntunarmálum pípu- lagningamanna í alls 30 ár vil ég fara laus- lega yfir stöðu lagna- mála hér á landi. Ragnar Lagnavandamál Gunnarsson Vatnstjón: Árlegur kostnaður samfélagsins vegna vatnstjóna er 1 milljarður króna. Tryggingafélög bæta innan við helming þess kostn- Iaðar og eru nýleg dæmi þess að tryggingafélög hafi sagt upp húseig- endatryggingum vegna endurtek- inna vatnstjóna. Frárennslislagnir: Húseigendur heilu borgarhverfanna standa frammi fyrir því að endurnýja þurfi frárennslislagnir vegna leka eða stíflna með óþægilegum afleiðingum fyrir íbúa. Hitakerfi: Á hveiju ári eyða Reyk- víkingar 500 milljónum meira en þörf er á í húshitun. Mjög algengt er að umframeyðsla í meðal fjölbýlis- húsi sé yfir 200.000 kr. Vegna van- kanta á stjórnbúnaði geta jafnvel sömu húseigendur átt við kulda- vandamál að stríða. ið að lágmarka fram- kvæmdakostnað og hafa lagnamenn reynt að uppfylla þessa ósk. Því hefur oftar en ekki verið kastað til höndun- um. Hvað er til ráða? Þegar vandamál kemur upp varðandi lagnakerfi leitar hús- eigandi til iðnaðar- manns og óskar eftir því að hann leysi vand- ann á sem ódýrastan hátt. Iðnaðarmenn reyna eftir megni að uppfylla þessa ósk við- skiptavinarins. En „í upphafi skyldi endinn skoða“. Mörg sorgleg dæmi eru um að þessar _,,viðgerðir“ hafi dugað skammt. Ávinningur við- skiptavinarins er allt annar en ósk- ir hans. Mín reynsla er sú að ráð- gjöf sérfræðings spari yfirleitt meira en nemur kostnaði hans og Fagleg ráðgjöf sparar mun meira, segir Ragnar Gunnarsson, en hún kostar. Orsakir vandans í lagnamálum eins og öðrum greinum íslensks byggingariðnaðar hafa framleiðslusjónarmið verið ráð- andi. Afköst hafa skipt mestu, fag- legur frágangur og þjónusta hafa skipt minna máli. Þeir lagnamenn sem. hafa lagt sig fram við vinnu sína hafa ekki verið samkeppnishæf- ir í verði. Ósk verkkaupa hefur ver- stuðli að því að verkgæði standist þær kröfur sem settar eru. 25.-27. október mun Lagnafélag íslands standa fýrir sýningu í Perl- unni. Þar munu hönnuðir, iðnaðar- menn, söluaðilar, samtök og opinber- ir aðilar kynna þjónustu sína á sviði lagnamála. Þar geta húseigendur kynnt sér nýjungar og lausnir á vanda sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Verkvangs hf. og ráðgjafi á sviði orkusparnaðar og lagna. r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.