Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ættbogi Þrár athygl- isverður HESTAR Baksvið hrossaræktar Fyrr í haust var skyggnst örlítið baksviðs í hrossaræktiiia og forvitn- ast um hvað er í uppvexti undan nokkrum landsfrægum kynbóta- hryssum og látið að því liggja að framhald yrði þar á. Hér eru teknar fyrir sex hryssur sem allar eru vel þekktar á vettvangi ræktun- arstarfsins. í FYRRI greininni var byijað á Rauðhettu frá Kirkjubæ og fer vel á að byija á hálfsystur hennar Þrá frá Hólum sem er undan Þætti frá Kirkjubæ og Þernu frá Kolkuósi. Þrá kom aðeins tvisvar fram á sýn- ingum, fyrst í forskoðun og siðar á landsmóti 1982 á Vindheimamel- um. Þar hlaut hún hærri einkunn en nokkurt fjögra vetra hross hefur fengið, 8,50 fyrir byggingu og 8,45 fyrir hæfileika. Ótrúlegar einkunnir hjá svo ungu hrossi en enginn efað- ist um að rétt væri gefið. Enda heillaði Þrá mótsgesti með ótrúlegri framgöngu sinni. í vor fór Þrá undir Orra frá Þúfu og mætti ætla samkvæmt einkunn- um og ætt að þar kæmi snillings- *“ hross að byggingu og hæfileikum en að sjálfsögðu geta krosstrén brugðist eins og aðrir raftar. Verð- ur spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu samspili. Hinsvegar kastaði Þrá jarpri hryssu undan Fána frá Hafsteinsstöðum í vor, fallegu folaldi að mati Víkings Gunnarssonar kennara á Hólum. Fáni hlaut sem kunnugt er 8,95 fyrir hæfileika í fyrra áður en hann var seldur úr landi. Kolfinnur mikið notaður á Hólum Þá er til rauðjörp veturgömul hryssa undan Kolfinni frá Kjam- holtum sem Víkingur segir að sé afar falleg og svo er til þriggja vetra hryssa jörp undan Anga frá Laugarvatni, svona í meðallagi að útliti að mati Víkings. í vetur verð- ur svo tekin til frumtamningar þriggja vetra hryssa, fallega mold- ótt undan Vafa frá Kýrholti. Hafði Víkingur á orði að litur hryssunnar væri sérlega fallegur, hreingulur bolur með svörtu gróskumiklu faxi og tagli. Vafí er líklega langlakasti hesturinn sem Þrá hefur verið leidd undir hvað hæfíleikum viðkemur en þykir aftur með afbragðsgóða byggingu. Verður fróðlegt að sjá hvernig þessi hryssa kemur út í hæfíleikum því vissulega er röðun erfðavísanna órannsakanleg eins og vegir drottins. Næstur í röðinni er brúnn geld- ingur undan Kolfinni frá Kjarnholt- um, ljómandi fallegur að sögn Vík- ings. Miklar vonir voru bundnar við þennan fola en eistun í honum voru ræfilsleg eins og Víkingur orðar það og gengu seint og illa niður. Var hann geltur af þessum sökum og frumtaminn lítillega í vetur, rétt meðal hestur að getu að svo komnu máli segir Víkingur. Dætur Þrár í fremstu röð Þrá átti tvær dætur sem skipuðu sér í fremstu röð á landsmótinu 1990 og er sjálfsagt að taka þær með. Fyrst er að nefna þá eldri Þrennu sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum sem hlaut 8,46 í aðaleinkunn fimm vetra gömul. Þrenna fylgdi móður sinni undir Orra sem er ekki síður spennandi æxlun. Hún eignaðist hinsvegar jarpa hryssu undan Hrafni frá Holtsmúla sem þykir í meðallagi að útliti. í fyrra átti hún bráðhuggu- lega brúna hryssu undan Kolfinni og árið áður kastaði hún moldóttri hryssu undan áðurnefndum Vafa. Sú er faxprúð og reisnarmikil þriggja vetra og verður frumtamin í vetur að sögn Víkings. Þóra sem er undan Ljóra frá Kirkjubæ var einnig sýnd á lands- mótinu 1990 og hlaut þá í einkunn 8,18 fjögra vetra gömul. Henni var haldið undir Loga frá Skarði í vor en ól folald undan Kolfinni frá Kjarnholtum, ljósjarpan hest, í með- allagi að byggingu en lipur á gangi Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GOLA frá Brekkum hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á fjórðungsmótinu í sumar en þá komu fram þijú afkvæmi hennar. Sigurður Marínusson, lengst t.v. situr brúna hryssu, Brá frá Oddhóli undan Toppi frá Eyjólfsstöðum, þá kemur Hermann Þ. Karlsson á þeim jarpa undan Riddara frá Syðra- Skörðugili og Sigurbjörn situr Hetju frá Oddhóli sem er undan Ófeigi frá Hvanneyri. BLIKA frá Árgerði sló eftirminnilega í gegn 1987 hvar sem hún kom fram, með 9 fyrir tölt og brokk og 10 fyrir geðslag. Myndin er tekin á fjórðungsmóti á Melgerðismelum, knapi er Sigvaldi Ægisson. að sögn. Árið þar á undan átti hún einnig ljósjarpan hest undan Kol- finni svipaður litla bróðir að útliti. Þessi foli er ógeltur. Viðarsdóttir í 1. verðlaun 1994 var Þóra geld eftir að hafa verið hjá Gusti frá Grund árið á undan. Það ár átti hún rauða hryssu sem nú er fjögurra vetra, undan Fjölni frá Kópavogi, hún er mjög stór og myndarleg og verður frumt- amin í vetur. Þá er að nefna fjögra vetra jarpa Kolfinnsdóttur undan Þóru sem átti folald í vor en verður tamin í vetur. Og að síðustu má nefna fimm vetra brúna Viðarsdótt- ir sem sýnd var á Vindheimamelum í vor og hlaut þar góð fyrstu verð- laun og stóð efst í sinum flokki. Þetta er orðinn góður ættbogi út af Þrá og þegar Ijóst að frá henni kemur margt góðra hrossa. Krafla klikkar vart Næst flytjum við okkur sunnar í Skagafjörðin og skyg:gnumst í ættboga Kröflu frá Miðsitju. Jóhann Þorsteinsson eigandi hennar segir Kröflu hafa átt 11 afkvæmi en sjálf er hún nítján vetra. Aðeins einu sinni verið geld og fengu reiðhallar- gestir þá að njóta hennar á sýningu um vorið ’95. Hún stóð efst í flokki hryssna sex vetra og eldri á lands- móti ’86 á Gaddstaðaflötum með 8,26 í einkunn. Nú ber Krafla fyl undan Toppi frá Eyjólfsstöðum en kastaði brún- stjörnóttu merfolaldi undan Hrafni frá Holtsmúla. Jóhann segist ánægður með útlitið á Skyggnu en svo heitir folaldið. Albróðir Námu á Ieiðinni Þá er til tveggja vetra hestur undan Ófeigi frá Flugumýri sem Keilir heitir. Þroskamikil og mynd- arlegur efnishestur, segir Jóhann. Þriggja vetra foli sem Smiður heit- ir og brúnn að lit fer í tamningu í vetur. Hann er undan Otri frá Sauð- árkróki og því albróðir hryssunnar Námu sem efst stóð á landsmóti 1990 á Vindheimamelum í fjögra vetra flokki. Jóhann missti hana veturinn eftir mótið og var það mikill skaði. Þá er til brúnn fjögra vetra hestur undan Kjarval sem seldur var úr Iandi veturgamall og rauð fímm vetra hryssa undan Anga frá Laugarvatni sem Hekla heitir. Hún var seld fylfull úr landi, því miður kvað Jóhann og bætti við að fyrstu fréttir af henni eftir að farið var að temja hana væru góðar. Gæðingamóðirin Gola frá Brekkum svikið tvisvar Þá er að taka Golu frá Brekkum en undan henni hefur verið að koma hvert afrekshrossið á fætur öðru. Þau hafa verið í efstu sætum á kynbótasýningum bæði á landsmóti ’94 og fjórðungsmóti ’96. Hún hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á fjórðungsmótinu í sumar. Gola hef- ur tvisvar verið geld síðustu árin og er það mikill skaði þegar detta út ár hjá hryssum í þessum gæða- flokki. Sigurbjörn Bárðarson, eigandi ÞEIR voru góðir spettirnir sem Krafla frá Miðsitju tók á Gaddstaða- flötum á Iandsmóti fyrir tíu árum er hún stóð efst í sex vetra flokki hryssna. Eigandinn, Jóhann Þorsteinsson, situr Kröflu á myndinni. Golu, hélt henni undir Gust frá Grund og mun hún vera fylfull. Hún kastaði hestfolaldi í vor undan Kraflari frá Miðsitju sem Sigurbjöm telur klárlega vera stóðhestsefni. Þá á hann veturgamlan fola feikna fallegan undan Golu og Segli frá Stóra-Hofi en hún var geld bæði ’93 og 94. Þá er til brún fjögra vetra hryssa undan Toppi frá Eyjólfsstöð- um en Sigurbjörn segir hana stóra og myndarlega og mikið hestsefni. Hún var gerð rétt reiðfær. Þá er til fimm vetra jarpur geldingur und- an Riddara frá Syðra-Skörðugili sem Sigurbjörn telur efnilegan keppnishest. Þá má minna á tvær hryssur undan Golu sem hafa kom- ið fram, Röst og Heklu. Röst var efst í fjögra vetra flokki á síðasta landsmóti og Hekla í þriðja sæti flokki fimm vetra hrossa. Af geðprýðishryssunni Bliku Að síðustu er nefnd til sögunnar Blika frá Árgerði sem er líklegast frægustu fyrir að hafa fengið 10 fyrir geðslag í kynbótadómi. Hún fékk 7,85 fyrir byggingu og hvorki meira né minna en 8,84 fyrir hæfi- leika og 8,35 samanlagt. Eigand- inn, Magni í Árgerði, segist hafa verið frekar óheppinn með fyljun á Bliku, sérstaklega þegar hún hafi verið hjá landskunnum stóðhestum. Hún var geld í vor eftir að hafa verið heilt sumar hjá Stíg frá Kjart- ansstöðum. En í sumar fór hún undir Óð frá Brún og gerir Magni sér vonir um að það hefði lukkast. í fyrra fæddist móálótt hryssa und- an Þorra frá Þúfu sem Magna finnst lofa mjög góðu, hún sé vel í meðal- lagi prúð. Árið áður fæddist blesótt- ur foli sem er undan heimahesti sem Hreyfill heitir og er sá undan Gassa frá Vorsabæ og Hreyfingu frá Ár- gerði. Þessi foli var ekki nógu góð- ur að mati Magna og hann því gelt- ur. Þá er til þriggja vetra móálótt hryssa undan Stíganda frá Sauðár- króki, nokkuð vel gerð, segir Magni. Árið eftir, ’92, var Blika geld eftir að hafa verið hjá Orra frá Þúfu og fannst Árgerðisbóndanum það bit- urt. Þá á hann fimm vetra hryssu undan Kveik frá Miðsitju en hún hlaut 1. verðlaun í vor austur á Gaddstaðaflötum. Valdimar Kristinsson Hestamenn klaufsk- ir í kynningu ÆSKULYÐSNEFND Landsam- bands hestamannafélaga og Hesta- íþróttasamband íslands héldu á laugardaginn ráðstefnu þar sem rætt var meðal annars um hesta- mennsku og fjölmiðlun. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur flutti erindi og urðu talsverðar umræður í framhaldi af því. Kom þar fram að þrátt fyrir góða spretti inn á milli væru hestamenn líklega ekki snjallir við að koma málefnum sínum og viðburðum á framfæri við fjölmiðla og á það sérstaklega við ljósvakamiðlana. Sýndi Sigrún þar fram á að í mörgum tilvika vanti þar á að framsetning og kynning sé nægilega hnitmiðuð til að vekja áhuga fjölmiðlamanna og því verði umfjöllun um hestamennnskuna minni en verið gæti. Ráðstefnan þótti vel heppnuð og mjög gagnleg undir styrkri stjórn Rosemarie Þor- leifsdóttur og Elínar Magnúsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.