Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað er ITC? Um klám og vændi Frá Sæunni Óladóttir: ÞEGAR ég er spurð að því nota ég oft gamla nafnið okkar Málfreyjur til útskýringar. Bæði segir það heiti heilmikið og svo er eins og margir kannist við það. En árið 1985 voru samtökin opnuð karl- mönnum einnig og þá var nafn- inu Málfreyjur breytt í ITC sem er ensk skamm- stöfun og stend- ur fyrir Intern- ational training in communicati- on eða alþjóðleg þjálfun í samskipt- um. Hlutverk samtakanna er því að þjálfa aðila í mannlegum sam- skiptum. Og þar er af nógu að taka eða hefur þú, lesandi góður, ekki heyrt þetta um börnin, unglingana og okkur fullorðna fólkið? Börnin eyða miklum tíma í að horfa á sjónvarpið og í tölvunni, foreldranir vinna. Og í þessari vin- sælu afþreyingu tölvuleikjunum þurfa þau misjafnlega mikið að hafa Frá Sigurði R. Þórðarsyni: „FIMM milljónir króna á ári til prests í Lúxemborg er angi af eymd íslenskra þjóðmála, linnulausri þjón- ustu stjórnkerfisins við kostnaðar- sama sérhagsmuni". Þetta eru nið- urlagsorð ritstjórnargreinar Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV, mið- vikudaginn 2. október 1996. Þar sem ritstjórnargreinin fjallar öðrum þræði um vinnulag stjórn- valda í landinu fyrr og síðar, er ekki úr vegi að rilja upp örfáar setn- ingar úr téðri grein. „Ríkisstjórnin getur yfirleitt fundið peninga, þegar leysa þarf sérhagsmuni af ýmsu tagi. Lög eru sett til að gæta hags- muna tryggingarfélaganna gegn hagsmunum almennings“. Þá er beitt sérleyfum og einkaréttar- ákvæðum af ýmsu tagi í sama til- gangi. Auk þess eru gerðir búvöru- samningar, sem kosta þjóðina millj- arða. Sjávarútvegurinn er hnepptur í viðjar kvótabrasks, þar sem stjarn- fræðilegar upphæðir flæða árlega á milli útgerða og fiskvinnslu í land- inu, í þeim tilgangi að spila á kerf- ið, m.a. með því að neyða áhafnir skipa til að taka þátt í kvótaleigu, fyrir að ráða við andstæðinginn en hver svo sem hann er hefur hann aldrei mannleg samskipti við þau og ennþá síður gerir sjónvarpið það. Unglingar og börn liggja undir ámæli um að þau kunni ekki al- menn samskipti heldur noti hnefa- réttinn til að jafna ágreining. Nú eða bara beiji og sparki tilefnis- laust áður en þau reyna aðrar sam- skiptaleiðir. Og börn læra auðvitað bara það sem fyrir þeim er haft enda eigum við fullorðna fólkið oft í mesta basli með samskipti. Vinnustaðafundir eru jafnvel haldnir þar sem allir geta verið aðeins í glasi því þá þykj- umst við frekar geta talað út um hlutina. Og hver hefur ekki Ient í því að vera á fundi í foreldrafélaginu, á vinnustaðnum eða annars staðar og fundurinn er helmingi lengri en hann þyrfti að vera því stjórnandinn stjórnar ekki fundinum eða fundar- menn virða ekki fundarsköp. En það sem samt fær okkur flest til að leita til ITC er að á fundum og samkomum fólks þorum við ekki að standa upp og segja okkar skoð- un. ITC var stofnað 1938 í Banda- í stað kvóta sem útgerðin var búin að seija frá sér. Jónas Kristjánsson segir ennfrem- ur í grein sinni: „Nú er svo komið að íslenskur almenningur getur áttað sig á, að fjandmenn hans sitja á Alþingi og í ríkisstjóm, en stuðnings- menn hans sitja á skrifstofum í er- lendum stórborgum." Þama á Jónas við vonarneistann sem kviknað hefur hjá ýmsum, með íhlutun Evrópusam- bandsins í innri málefni á Islandi. Dæmi: Starfsemi erlendra trygging- arfélaga hér, sem þegar hefur orðið til mikilla hagsbóta fyrir almenning í landinu. Ég held því miður, að þrátt fyrir bjartsýni Jónasar Kristjánsson- ar á jákvæðar breytingar, þá muni þessi þjóð áfram vilja láta kúga sig af eigin stjóm- og embættismanna- kerfi. Þjóðin hefur frá aldaöðli látið ósvífna embættis- og stjórnmála- menn ráðskast með örlög sín. I þessu ferli hafa ævinlega valist til forystu óbilgjamir rammungar, sem mark- visst hafa unnið gegn framföram og hagsmunum almennings í landinu. A sama hátt virðist ráðherrunum þremur, sem tryggðu Flóka Krist- inssyni hið feita lúxusborgaremb- ríkjunum en fyrsta íslenskumælandi deildin hóf starfsemi sína 1975. í ITC æfir þú þig i að tjá þig frammi fyrir öðrum, að stjórna umræðum áhyggjulaust, og þar eykur þú sjálfstraust þitt því þú kemst að því að þú getur miklu meira en þú hélst. Þar lærirðu fund- arsköp og að vinna með öðrum, leiða vinnu annarra en einnig að láta að stjórn. í ITC færðu jákvætt viðmót og hvatningu til að takast á við þessa þætti og verkefnin geta verið eins mismunandi og þau eru mörg. Og það sem miklu máli skipt- ir er að þú ræður hraðanum sjálf- (ur). Aukin tækni þar sem við get- um átt samskipti við annað fólk í gegnum tölvur bæði í vinnunni og heima eykur enn þörf fyrir þjálfun í mannlegum samskiptum. Og var nú þörfin mikil fyrir. í ITC ert þú alltaf velkomin(n) á deildarfundi en hver deild heldur fundi tvisvar í mánuði. Deildir eru hér og hvar um landið og margar á höfuðborgarsvæðinu. ITC deildin Melkorka heldur sérstakan kynn- ingarfund miðvikudaginn 23. októ- ber kl. 20 í Félagsmiðstöðinni Gerðubergi. Yfirskrift fundarins er þörf áminning fyrir okkur öll: „Leggðu rækt við sjálfan þig, þú ert allt sem þú átt.“ SÆUNN ÓLADÓTTIR, forseti ITC Melkorku. ætti, hafa runnið blóðið til skyldunn- ar. Þeir munu hafa fundið til sér- stakrar samkenndar með honum, fyrir að hafa mánuðum saman tek- ist að fótumtroða og niðurlægja réttindi almennings í heilli kirkju- sókn. Að því er virðist, vegna þess að hann hafði ekki burði til að tak- ast á við vinsældir Jóns Stefánsson- ar og Langholtskirkjukórsins. Lengi lifi ofbeldið. Þar sem ítrekað hefur komið fram að Islendingafélögin í Lúxemborg hafa afþakkað þessa nýju þjónustu, geri ég það að tillögu minni að sr. Flóki verði skipaður prestur fýrir þijár stórar afskekktar sóknir. Þess- ar sóknir gætu t.d. verið úthafsveiði- floti íslendinga á Flæmska Hattin- um, Reykjaneshrygg og í Smug- unni. Þarna gæti klerkurinn ferðast á milli skipa á svörtum Zodiac, og boðað guðsorðið án truflunar orgel- leiks og helgisöngva. Þarna gæti þessi maður kannski orðið að gagni og til uppörvunar áhyggjufullum heimilisfeðrum við störf þeirra á reginhöfum. SIGURÐUR R. ÞÓRÐARSON, Glaðheimum 8, Reykjavík. Frá Ómari Smára Ármannssyni: ÁBENDINGAR hafa komið fram um að klámsýningar tíðkist á til- teknum veitingastöðum í Reykjavík og stúlkur sem hingað koma í þeim tilgangi erlendis frá taki þátt í slík- um sýningum. Þá hefur því verið haldið fram að hérlendar stúlkur og erlendar bjóði blíðu sína á veit- ingastöðum og að komið hafi verið upp möguleika til skyndikynna með tilstuðlan símaþjónustu. Auk þess hefur verið kvartað yfir því að yngra fólk en 18 ára hafi aðgang að eða geti fengið keypt klámblöð á blaðsölustöðum þrátt fyrir bann- ákvæði Iaga þar að lútandi. Lögreglan hefur í framhaldi af þessum ábendingum m.a. reynt að vekja athygli blaðasala erlendra tímarita á gildandi ákvæði hegn- ingalaga þar sem segir að það varði refsingu að láta af hendi við ungl- inga yngri en 18 ára klámrit, klám- myndir eða aðra slíka hluti. Hún hefur látið athuga með svonefndar „erótískar" sýningar tiltekinna skemmtistaða og er eitt slíkt mál nú í athugun hjá embætti ríkissak- sóknara. Þá hefur verið fylgst með starfsemi innfluttra „dansmeyja" hjá útlendingaeftirlitinu, en nefnda símaþjónustu þyrfti að skoða nán- ar, enda um að ræða nýbreytni hér á landi. I gildandi hegningalögum segir að „hver sem stundi vændi sér til framfærslu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum“. Jafnframt að hver sá sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. Sömu refs- ingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngra en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti. Þá liggur einnig sama refsing við því að stuðla að nokkur maður flytji úr Iandi eða til landsins í því skyni að hafa viður- væri sitt af lauslæti ef viðkomandi er yngri en 21 árs. Auk þessa varð- ar það allt að 4 ára fangelsi að stuðla að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða geri sér lauslæti annarra að tekju- lind, s.s. með útleigu húsnæðis eða öðru slíku. í lögunum segir auk þess að „ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ber ábyrgð á birtingu þess eftir prentlögum, sæta fang- elsi allt að 6 mánuðum. Sömu refs- ingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósið- legur á sama hátt“. Bann til að stunda vændi eða klámsýningar, _ t.d. í listrænum tilgangi, er ekki skilyrðislaust og þarf lögreglan því að hafa framangreind ákvæði til hiiðsjónar þegar hún hefur afskipti af tengdum málum. Vændi utan skilgreiningar lag- anna virðist fram að þessu einungis hafa verið stundað í litlum mæli hér á landi og þá helst af einstaka „heimavinnandi" eða til að greiða fyrir eða ijármagna vímuefnaneyslu viðkomandi. Hafa ber í huga að mál tengd vændi eru svolítið sér- stök. Þolandi og gerandi eru yfir- leitt sami aðilinn. Hann er því sjaldnast kærður. Fáir hafa fram að þessu verið dæmdir vegna brota á ákvæðum laganna. Helst hefur það verið fyrir hlutverk milliliðar. Nú á tímum virðist vera farið að gæta annarra áhrifa en áður hér á landi. Áhugi hefur farið vaxandi á greiðara aðgengi að tengdri afþrey- ingu í tíma og rúmi. Upphafi fylgir nær undantekningalaust eitthvert framhald. Reynsla annarra þjóða af klámi og vændi er undantekn- ingalaust slæm. Fylgifiskar þess eru venjulega skipulögð afbrota- starfsemi með tilheyrandi afleiðing- um, ofbeldi, fíkniefnaneyslu, auðg- unarbrotum og annarri svartri und- irheimastarfsemi. Það er því full ástæða til að huga að öllum ábend- ingum, fylgjast gaumgæfilega með þróun mála hér á landi og bregðast við í tíma eftir því sem ástæður gefa tilefni til og aðstæður leyfa. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Sæunn Óladóttir Gerum sr. Flóka að far- presti á fjarlægum miðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.