Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli STÓRMEISTARARNIR Mikhail M. Ivanov, t.v. og Igor Rausis í upphafi 5. umferðar. Þröstur og Rausis efstir á haustmótinu SKÁK Haustmót FÉLAGSHEIMILI TR Taflfélag Iteykjavíkur, Faxafeni 12. Þröstur Þórhallsson og Igor Rausis, Lettlandi eru jafnir og efstir í A flokki, en hann er í fyrsta sinn alþjóðiegt mót. Þröstur stendur ívið betur að vígi, því hann hefur aðeins gert jafntefli við hina stórmeistarana á mótinu, þá Rausis og Rússann Mikhail Ivanov. Rausis á hins vegar eftir að mæta Ivanov í síðustu umferð, en á sunnudag- inn missti hann niður jafntefli á unga danska skákmanninn Thorbjörn Bromann. Daninn bauð jafntefli með gjörunnið tafl, yfirsást fremur einföld vinnings- leið. Staðan í A flokki: 1- 2. Þröstur Þórhallsson og Igor Rausis, Lettlandi 5 v. af 6 möguleg- um 3. Mikhail M. Ivanov, Rússlandi 4 'A v. 4. Thorbjörn Brománn, Danmörku 4 v. 5. Jón Garðar Viðarsson 3 v. 6-7. James Burden, Bandaríkjunum og Amar E. Gunnarsson 2 'A v. 8. Bergsteinn Einarsson 2 v. 9. Jón Viktor Gunnarsson 1 'A v. 10. Björgvin Víglundsson 'A v. B flokkur: 1. Einar Hjalti Jensson 4 v. af 4 2. Hjaiti Rúnar Ómarsson 3 'A v. af 4 3. Eiríkur Bjömsson 3 v. af 3 C flokkur: 1. Matthías Kormáksson 4'A v. af 6 2- 3. Kristján Halldórsson og Sigurð- ur Páll Steindórsson 4 v. 4-5. Óiafur í. Hannesson og Kjartan Thor Wikfeldt 3'A v. D flokkur: (opinn) 1. Guðni S. Pétursson 5'A v. 2-6. Hlynur Hafliðason, Jóhannes I. Amason, Anna Björg Þorgrímsdóttir, Helgi Hauksson og Davíð Guðnason 4 'A v. Sveit MR í þriðja sæti Skáksveit Menntaskólans í Reykjavík varð í þriðja sæti í framhaldsskólakeppni Norður- landa sem fram fór í Helsinki í Finnlandi um helgina. Norska sveitin sigraði og var langsterk- ust að sögn Braga Halldórsson- ar, liðsstjóra MR. Úrslit: 1. Noregur 12'A v. af 16 2. Svíþjóð 10 v. 3. ísland 7 v. (2 stig) 4. Finnland 7 v. (1 'A stig) 5. Danmörk 3 'A v. MR náði 2-2 jafntefli við sigursveitina í fyrstu umferð, en það var 0-4 skellur gegn Svíum í þriðju umferð sem eyðilagði möguleika ísiensku menntskæl- inganna á sigri. Matthías Kjeld hlaut 1 'A v. af 4, Björn Þorfinnsson 2 v., Oddur Ingimarsson 2 v., Helgi Pétur Gunnarsson 1 ‘A v. úr þremur skákum og Einar Jón Gunnarsson tefldi eina skák og tapaði henni. Kreppa í Sikileyjarvörn Stórmótið í Tilburg var endur- vakið í haust skákmönnum til mikillar gleði. Það er ekki lengur Interpolis tryggingafélagið sem heldur mótið heldur er það menntastofnunin Fontys. Eftir er að tefla tvær umferðir og baráttan um efsta sætið er mjög hörð. Slakur árangur Anatólí Karpovs, FIDE heimsmeistara, er annars það sem hefur vakið mesta athygli. Hann hefur að- eins unnið eina skák, tapað tveimur og gert hinar sex jafn- tefli. Ungur ísraelskur alþjóða- meistari, Emil Sutovsky, er stigalægstur keppenda á mót- inu, en hefur þó náð að leggja bæði Loek Van Wely, Hollandi og Júdit Polgar að velli með sama byijanaafbrigðinu. Hann blæs til kóngssóknar mjög snemma gegn hinu trausta Sche- veningen afbrigði. Þessi bráða- sókn sást fyrst í frægri skák Friðriks Ólafssonar við Stein í síðustu umferð millisvæðamóts- ins í Stokkhólmi 1962. Friðrik vann og kom þannig í veg fyrir að Stein kæmist á áskorenda- mótið. Kasparov notaði þetta í atskák í Moskvu í vor og vann Anand örugglega: Van Wely var klossmátaður í aðeins 24 leikjum. Hvítt: Sutovsky Svart: Van Wely Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 2. f4 - Be7 8. Be3 - 0-0 9. 0-0 - Dc7 10. g4!? - b5 Framhaldið hjá Friðrik og Stein var 10. - d5 11. e5 - Re4 12. Rxe4 - dxe4 13. Del. Kasparov-Anand, Moskvu 1996 tefldist þannig: 10. - He8 II. g5 - Rfd7 12. Bd3 - Rc6 13. Dh5 - g6 14. Dh4 - Bf8 15. Hf3 - Bg7 16. Rde2 - b5 17. Hh3 - Rf8 18. f5 með stór- sókn. 11. g5 - Rfd7 12. Bd3 - He8 13. Dh5 - g6 14. Dh4 - b4 15. Rce2 - Bb7 16. Hf3 - h5? 17. Rg3 - Bf8 ■ b c d • | g h 18. Rxh5! - gxh5 19. Dxh5 - Bg7 20. f5 - exf5 21. Rxf5 - Rf8 22. Rxg7 - Kxg7 23. Bd4+ - He5 24. Hafl gefið. Seinna á mótinu breytti Júdit Polgar útaf í 10. leik, en það gekk síst betur: Hvítt: Sutovsky Svart: Júdit Polgar 10. - Rc6 11. g5 - Rd7 12. f5 - Rde5 13. f6 - Bd8 14. Bd3 - Rxd4 15. Bxd4 - Da5 16. fxg7 - Kxg7 17. Khl - Bb6 18. Bxe5+ - Dxe5 19. Dh5 - Be3? Tapar strax, en 19. - Kg8 20. Hf6 var einnig slæmt. 20. Hf3 - Bxg5 21. Hgl - f6 22. h4 gefið. Margeir Pétursson. IDAG Með morgunkaffinu EYRUN á þér eru eins og sköpuð fyrir axlaböndin. t Æ, æ. Fékkstu heldur ekkert gott í hádeginu heima hjá þér í dag? Farsi 01994 F«reu» Cartoonattislrtxmd by Unlvefwl PrM* Syrxfctó WIAIS6uASS/co0tJTMK-r bongab m'e-r. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is „Á elleftu stundu“ EYJA Þorleifsdóttir hringdi: „Eg vil lýsa yfir ánægju minni með þátt- inn „Á elleftu stundu" í Ríkissjónvarpinu, sem þeir Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson stjóma. Þátturinn er sérlega líflegur og skemmtilegur og ég vona svo sannar- lega að hann haldi áfram. Mínar bestu kveðjur til umsjónarmanna þátt- arins." Gæludýr Köttur fannst BRÚNBRÖNDÓTT u.þ.b. fimm mánaða læða fannst á horni Ránargötu og Ægisgötu kvöldið 16. október sl. Upplýsingar um köttinn fást í síma 551-5832. SKAK Umsjön Margcir Pctursson Staðan kom upp á Fontys mótinu í Tiloburg í Hollandi, sem nú er að ljúka. Frakkinn Joel Lautier (2.620) var með hvítt en heimamaðurinn Jeroen Piket (2.580) var með svart og átti leik. 28. - H8xe4! 29. Rf3 (Hvítur verð- ur mát eftir 29. Bxe4 - Dd4+! 30. Khl — Dxe4+ 31. Kgl - Dd4+ 32. Khl - Bd5+ o.s.frv.) 29. — Bd5! og Lautier gafst upp. Þegar aðeins átti eftir að tefla tvær umferðir í Tilburg var staðan þessi: 1. Gelfand, Hvíta—Rúss- landi 5'/2 v., 2. Van Wely, Hollandi 5 v., 3—5. Leko, Ungveijalandi, Shirov, Spáni og Piket 4‘/2 v., 6—7. Adams, Englandi og Sutovsky, Israel 4 v., 8—9. Karpov, Rússlandi og Lautier 3‘/2 10—12. Almasi og Júdit Polgar, Ungveijalandi og Svidler, Rússlandi 3 v. Karpov, FIDE heims- meistari, hefur ekki náð sér á strik á mótinu. » b c d • f g h SVARTUR leikur og vinnur Víkveiji skrifar... MORGUNBLAÐIÐ birti fyrir skömmu fyrstu ljósmyndina, sem ljósmyndarar blaðsins tóku á svokallaða stafræna myndavél. Þar er um að ræða ljósmyndavél, sem ekki byggir á filmunotkun heldur stafrænni geymslu myndarinnar, sem tekin er. Myndavél þessi er enn ein byltingin bæði á sviði ljós- myndunar en ekki síður í dagblaða- útgáfu. Um leið og mynd hefur verið tekin á stafræna myndavél er hægt að senda hana á sekúndu- broti um farsíma, t.d. GSM-síma, inn í tölvukerfi viðkomandi dag- blaðs. Þannig væri mynd, sem tek- in væri á slíka myndavél af upp- hafi Skeiðarárhlaups komin nær samstundis í tölvukerfi Morgun- blaðsins og tilbúin til birtingar í blaðinu. Það er liðin sú tíð, að beðið sé á ritstjórn blaðsins eftir blaðamönnum og ljósmyndurum, sem sendir voru á vettvang t.d. þegar gos var í Heklu. Það er ótrú- lega stutt síðan slíkir leiðangrar þurftu að koma við á næsta bæ til þess að láta vita af sér. Alþjóðlegar fréttastofur á borð við Reuter og AP notuðu fjölmarg- ar slíkar myndavélar á Ölympíu- leikunum sl. sumar. Sagt er, að í suraum tilvikum hafi 6 mínútur liðið frá því, að mynd var tekin af íþróttaviðburði á leikunum og þar til hún var komin inn í tölvu- kerfi dagblaða víða um heim. Þetta sýnir hvað aðstaða dagblaða til að þjóna lesendum sínum hefur gjör- breytzt. XXX HINS vegar er tækniþróunin í fjarskiptum svo ör, að menn þurfa að hafa sig alla við til þess að fylgjast með henni. Nú snúast umræður manna á meðal mikið um alnetið og framtíð þess. En spyija má, hvort það sé að verða úrelt! í ísrael er starfandi fyrirtæki í eigu blaðakóngsins Rupert Murdochs, sem vinnur við að fullkomna tækni til að senda myndir og texta um gervihnött beint inn á heimili, sem hafa þar til gerðan móttökubúnað. Fyrir skömmu sýndi einn af starfsmönnum þessa fyrirtækis þá framtíð, sem þeir sjá fyrir sér. í stuttu máli byggist hún ekki ein- göngu á því að senda sjónvarps- myndir um gervihnött heldur einn- ig margvíslegt efni, texta og mynd- ir, inn á heimilistölvur. Þannig verður hægt að senda heilt dagblað inn á heimilistölvur og þar getur tölvunotandinn kallað fram hveija síðu á skjá hjá sér, bæði myndir og texta. Ef ljósmynd af íþróttakappleik eða stjórnmálaviðburði dugar hon- um ekki, getur hann með einfaldri skipun breytt ljósmyndinni í lifandi sjónvarpsmynd af viðkomandi at- burði og fylgzt með honum til enda á þann veg. Það er m.ö.o. unnið að því að sameina kosti dagblaða og sjónvarpsútsendinga. Miðað við þá öru tækniþróun, sem um er að ræða kæmi ekki á óvart að þessi tækni verði orðin nothæf snemma á næstu öld. xxx LANDSBANKINN hefur síðustu daga auglýst af kappi svo- nefndan símabanka, sem byggist á því, að viðskiptavinir bankans þurfi aldrei að koma þangað heldur geti þeir stundað viðskipti sín í gegnum síma. Áður höfðu allir bankarnir og sparisjóðir boðið viðskiptavinum sínum upp á tölvutengingu þannig að þeir gætu stundað eigin við- skipti og fylgzt með bankaviðskipt- um sínum um tölvu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif þessi nýja tækni og framfarir hafa á rekstur bankanna. Fyrir skömmu voru hér á ferð fróðir menn um viðskipta- og atvinnulíf í Evrópu, sem full- yrtu, að slík gjörbylting værí að verða í bankaviðskiptum þar, að evrópskir bankar yrðu að fækka starfsmönnum um tugi þúsunda fyrir aldamót. Nú er að vísu ljóst, að bankakerf- ið hér stendur tæknilega mun fram- ar en bankar víða um Evrópu og þess vegna hefur sú hagræðing kannski þegar farið fram að tölu- verðu leyti, sem blasir við þar. Engu að síður er ljóst, að framsókn tækninnar hlýtur smátt og smátt að leiða til þess að starfsfólki bank- anna fækkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.