Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins mmmm Þriðjudagur 22 . október 1996 ■ ■ _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Blað E Aukin eftirspurn VERÐHÆKKANIR á íbúðum í Qölbýli eru í samræmi við fleiri umsóknir um húsbréfalán, seg- ir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðuriim. Aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði kemur venjulega fljótt fram í verði. / 2 ► Lagna- sýning LAGNAFÉLAGIÐ efnir til mik- illar sýningar í Perlunni í þess- ari viku. Sigurður Grétar Guð- mundsson fjallar um sýninguna í þættinum Lagnafréttir, en á sýningunni verða m. a. sýndar ýmsar lagnanýjungar. Sýningin verður opin fyrir alla. / G ► húsnæði í Kópavogi SU mikla uppbygging, sem á sér stað í austur- hluta Kópavogs, segir til sín í vaxandi mæli. Við Hlíðasmára stendur bygginga- fyrirtækið Faghús fyrir smíði fjögurra húsa, sem verða alls 11.000 ferm. Húsin eru á íjórum hæðum og er jarðhæðin ætluð fyi-ir verzlun en efri hæðirnar fyrir skrifstofur og þjónustufyrir- tæki. Þessi hús standa hátt á Arnarneshæð og eru því mjög áberandi í umhverfi sínu. Byijað var á þessum fram- kvæmdum fyrir rúmlega Qór- um árum, en nú hafa tvær af byggingunum þegar verið teknar í notkun. Fyrsta húsið er 3400 ferm., annað húsið 1450 ferm. og það þriðja 3075 ferm., en það er á lokastigi. Á næsta ári verður Iokið við íjórða húsið, en það er einnig 3075 ferm. Húsin eru lyftuhús á fjórum hæðum og byggð úr stein- steypu en holplötur milli hæða, þannig að engar súlur ákvarða stærð herbergja. Húsin eru seld fullkláruð að utan með fullfrágenginni lóð. Að innan er sameign fullfrágengin og hæðirnar tilbúnar undir tré- verk. — Það hefur gengið vel að selja þetta húsnæði, segir Jón Þór Iljaltason, framkvæmda- stjóri Faghúsa. — Þetta svæði er sem næst miðju höfuðborgarsvæðisins, enda hefur því verið gefið heit- ið Miðjan. / 16 ► Nokkrum verðhækk unum spáð á næstu mánuðum MUN meiri hreyfing hefur verið á fasteignamarkaðnum í ár samanbor- ið við árið í fyrra. Þannig voru hús- bréfaumsóknir nýbyggingaraðila orðnar nær 67% fleiri nú í septem- berlok miðað við sama tíma í fyrra og umsóknir vegna notaðs húsnæðis orðnar 22% fleiri. Verð á íbúðum í fjölbýli hefur hækkað eitthvað að undanfornu, en áður hafði það farið lækkandi hægt og sígandi í nokkur ár. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Félags fasteignasala, hefur þessi breyting til hækkunar verið áberandi á síð- ustu mánuðum og má rekja hana til mikillar eftirspurnar. — Það má reikna með, að flestar gerðir og stærðir fasteigna fari hækkandi á næstu mánuðum. Eins og áður byrjar hækkunin á minni og ódýrari íbúðum og gengur síðan upp allan stigann, ef að líkum lætur, seg- ir Jón Guðmundsson. —Markaðurinn hefur verið lífleg- ur það sem af er þessu ári og mun betri en í fyrra eins og allar tölur sýna, sagði Jón ennfremur. — Það er meiri bjartsýni ríkjandi en áður. At- vinnuhúsnæði hefur selzt mun betur á þessu ári en á undanförnum árum og það bendir til þess, að batinn sé farinn að skila sér hjá atvinnufyrir- tækjunum. Þessi þróun hefur verið aðeins hægari, að því er varðar íbúðarhús- næði. Að undanfórnu hefur hins veg- ar verið góð sala á íbúðarhúsnæði og þá ekki hvað sízt nýjum íbúðum og gi-einilegt, að batinn er farinn að skila sér til hins almenna borgara. Kreppan í byggingariðnaðinum á undanförnum árum hefur kannski ekki verið með öllu ill. Hún hefur leitt til meiri samkeppni hjá byggingar- aðilunum, sem hafa lagt sig fram við að byggja hagkvæmari og ódýrari íbúðir en áður. Þeir hafa þurft að til- einka sér ódýrari byggingaraðferð- ir. Þetta á vafalaust sinn þátt í því, að nýjar íbúðir seljast nú betur, segir Jón Guðmundsson. Afgreidslur í húsbréfakerfinu í jan.- sept. 1996 n breyting frá sama tímabili 1995 Innkomnar umsóknir [ Notað húsnæði fi 5000 / Breyting ' jan.-sept. 1996/1995 +22,3% Endurbætur -16,5% Nýbyggingar einstaklinga -2,0% Nýbyggingar byggingaraðila +66,7% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +26,8% Notað húsnæði - upphæðir +9,2% Endurbætur - fjöldi +6,1% Endurbætur - upphæðir -8,3% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +12,2% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +6,3% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +11,5% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir -2,0% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð +21,0% Útgefin húsbréf Reiknað verð +17,4% VIL.TU SKULDBREYTA EÐA STÆKKA VIÐ PIG? Byggðtt á Fasteignaláni Skandia Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcxtir(%) lOár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað cr við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Skandia LAUGAVEGI 17 0 • SÍMI 540 50 60 • FAX 540 50 61

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.