Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikhúslíf í London UM ÞESSAR mundir flykkjast ís- lendingar í kærkomið haustfrí til nálægra heimsborga. Margir velja að skreppa til London enda hefur þessi skemmtilega heimsborg upp á ýmislegt að bjóða, bæði fyrir þá sem vilja versla og hina sem vilja njóta menningarlífsins og skemmta sér á annan hátt. Flestir kjósa sambland af hvoru tveggja: nota fyrri part dagsins til að versla og fara síðan á veitingastaði og í leikhús þegar kvölda tekur. Þótt fólk hafí ekki nema eina helgi til umráða má nota tímann vel og auðveldlega komast a.m.k. tvisvar í leikhús - ef áhuginn er fyr- ir hendi. Þá má til dæmis bregða sér í leikhús fostudags- eða laugardags- kvöld og síðan aftur á sunnudagseft- irmiðdegi, en mörg leikhús í London bjóða upp á eftirmiðdagssýningar, kl. 2, 3 eða 4 eftir hádegi. Auðvelt er að skipuleggja leikhús- ferðir áður en lagt er af stað í ferð- ina. Tímarit og bæklingar á borð við Time Out, What’s On in London og London Planner fást á flestum ferða- skriftstofum svo og í bókabúðum og þar eru listar yfir þær sýningar sem í boði eru. Panta má miðana hjá ferðaskrifstofu eða á því hóteli sem dvalið er á en yfirleitt verður þá að borga eitthvert þjónustugjald fyrir. Auðvelt er líka að panta leikhúsmiða sjálfur í gegnum síma, þegar til London er komið, borga með kredit- korti og ná síðan í miðana korteri fyrir sýningu. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar af þeim leiksýningum sem í boði eru á þessum haustdögum í London, bæði hefðbundnar og nýst- árlegar sýningar, en ekki um söng- leiki að þessu sinni en af þeim er eins og flestir vita mýgrútur í boði og auðvelt að nálgast upplýsingar um þá. Sakamála- og spennuleikrit Bretar eru frægir fyrir góða saka- málaþætti sem þeir framleiða fyrir sjónvarp. Efni af slíku tagi má einn- ig flnna í leikhúsunum í London og fyrir þá sem hafa gaman af leynilög- reglusögum og annars konar „þrill- erum“ er úr mörgu að velja um þess- ar mundir. í Garrick Theatre, rétt hjá Leister Square, er verið að sýna klassískan þriller efír J.B. Priestley, Lögreglu- maður kemur í heimsókn (An Inspector Calls). Þetta verk var reyndar sett upp hjá Leikfélagi Ak- ureyrir í hittifyrra og lék Amar Jóns- son titilhlutverkið. Verk Priestleys hefur ramma sakamálasögu en í frá- sögn verksins felst hörð þjóðfélagsá- deila þar sem deilt er á sérgæsku og bruðl efri stéttarinnar og af- skiptaleysi gagnvart náunganum. Verkið boðar samábyrgð manna framar öðru og fjallar um örlög fá- tækrar stúlku sem hefur fyrirfarið sér. Lögreglumaðurinn, sem kemur í heimsókn til hinnar vel efnuðu Birl- Fjölmargt er á fjöl- unum í London. Soffía Auður Birgisdóttír brá sér til borgarinnar og segir hér frá leik- sýningum sem þar eru í boði nú í haust. ing-fjölskyldu, sýnir fram á hvemig hver og einn meðlimur fjölskyldunn- ar á sína sök á örlögum stúlkunnar og er allur málflutningur hans - aðalþráður leikritsins - afar hagan- lega saminn. Leikstjóri sýningarinnar í Garrick Theatre er Stephen Daldry og hefur uppsetning hans og ekki síður mjög sérstök sviðsmynd Ians MacNeils, vakið verðskuldaða athygli. Leikarar stóðu sig allir frábærlega vel á þeirri sýningu sem undirrituð sá og var unun að hlýða á góða framsögn þeirra á fallegri ensku. Ifyrir þá sem taka spennu og gæsahúð á kroppnum fram yfir lunkna sakamálafléttu má síðan benda á Svartklæddu konuna (The Woman in Black) eftir Susan Hill í Fortune Theatre, sem er draugasaga af bestu gerð. Nú, og svo er auðvit- að enn verið að sýna Músagildruna í St. Martins leikhúsinu ... Máltíð og leiksýning Vilji menn sameina máltíð og leik- sýningu má benda á Brúðkaup Joeys og Ginu (Joey and Gina’s Wedding), sem sýnt er á Café Royal á 10 Air Street. Hér er um að ræða skemmti- legt leikrit eftir Robert Mackintosh, þar sem gert er grín að ítölsk-amer- ískum brúðkaupum, en leikritið snýst einmitt um eitt slíkt. Áhorf- endur eru boðsgestir í brúðkaupinu. Þeir taka fullan þátt í veislunni, gæða sér á þeim mat sem brúð- kaupsgestum er boðið er upp á og skála fyrir brúðhjónunum í kampa- víni. Þeir verða einnig að gera ráð fyrir að vera boðið upp í dans oftar en einu sinni! Verðið á þessa sýningu er vitaskuld aðeins hærra en á venju- lega leiksýningu þar sem matur og drykkur er innifalinn í miðaverði. Samtímaverk Nýlokið er sýningum á nýju verki Harolds Pinters, „Af moidu ertu kominn..." („Áshes To Ashes“), sem hann leikstýrði sjálfur í Royal Court Theatre við West Street. Þá sýningu sáu færri en vildu en hún hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda. En fyrir þá sem vilja sjá nýjasta nýtt í leikritun er úr nógu að velja í London. ÚR uppfærslu National Theatre í London á Ödipusi eftir Sófókles. Fyrst er að telja nýtt, athyglisvert DAVID ROSS og Georgina Beer í hlutverkum sínum í sýningu Garricks Theatre á leikriti J.B. Priestley, Lögreglumaður kemur í heimsókn (An Inspector Calls). leikrit eftir Mark Ravenhill sem nefnist Að versla og gera hitt (Shopping and fucking) þar sem fjallað er um vandamál ungu kyn- slóðarinnar í Bretlandi sem hefur fá tækifæri til afreka nú á tímum. Þetta er kynslóð sem býr við atvinnuleysi þrátt fyrir að menntunartækifæri séu nóg; kynslóð fólks sem hefur fátt annað fyrir stafni en að versla (fyrir atvinnuleysisbæturnar) og ríða..., eins og hinn ögrandi titill vísar til. Leikstjóri er Max Stafford- Clark og sýnt er í Royal Court Thea- tre - Uppstairs at the Ambassadors. Húsnæðisvandi Evu (Accommod- ating Eva) eftir Sylviu Freedman er verk sem fjallar um annan sam- tímavanda, nefnilega ólöglega inn- flytjendur í Bretiandi. í leikritinu er tekið á þessum vanda af miklum húmor og er söguhetjan albönsk kona sem vegna hinnar ólöglegu þjóðfélagsstöðu sinnar á í miklum vanda með að fínna sér þak yfír höfuðið. Leikritið er sýnt er í King’s Head Theatre til 28. október og leik- stjóri er Tom Dulack. Kvenna, kvenna, kvenna... Þeim sem hafa sérstakan áhuga á kvennamálum - kvennabókmennt- um, kvennakórum, kvennasögu, kvennleikritum - vil ég benda á tvær áhugaverðar sýningar. í Greenwich Theatre er verið að sýna Sögu Heiðu (The Heidi Chronicles) eftir bandarísku skáld- konuna Wendy Wasserstein. Þetta leikrit hlaut Pulitzerverðlaunin fyrir nokkrum árum þegar það var sett upp á Broadway í New York. Leikrit- ið segir sögu ungrar konu, sem á við kunnuglega togstreitu kvenna að etja: hún er á hraðferð á frama- brautinni og á í vandræðum með að sameina þá ferð draumi sínum um ástríkt sambandi við karlmann og um að eignast barn. Leikritið er góð lýsing á tíðaranda 8. og 9. áratugar- ins og er byggt upp á mörgum atrið- um úr lífí nútímafólks sem allir ættu að kannast við. Það sem kannski er einna mest spennandi við þessa upp- færslu, sem David Taylor leikstýrir, er að breska leikkonan Susannah Harker er í titilhlutverkinu en hún ætti að vera íslenskum sjónvarpsá- horfendum kunn eftir fágaða og skemmtilega túlkun sína á elstu systurinni í sjónvarpsseríunni Hroka og hleypidómum sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Jane Austen og sýnd var nýlega í Ríkissjónvarp- inu. Niðurlag leikritsins er hins veg- ar kannski svolítið „pirrandi" fyrir íslenskar nútímakonur sem hafa margsýnt og sannreynt að hægt er að sameina hvoru tveggja: fjöl- skyldulíf og frama. En ef tekið er tillit til þess að verkið lýsir banda- rískum veruleika (en ekki íslenskum) má hafa góða skemmtun af því. í Duke of Cambrigde leikhúsinu er verið að sýna Elsku Emilía (My Dear Emily) eftir Sue Emmy Jenn- ings í leikstjórn Andrew Wade. Þetta er einleikur sem íjallar um Elizabeth Garrett Anderson sem var fyrsta breska konan sem lagði stund á læknisfræði í háskóla. Verkið lýsir þeim erfíðleikum sem mættu henni þegar hún reyndi að stunda læknis- íslensk tónlist í Neðra-Saxlandi TÓNLISTARDAGAR Neðra - Saxlands voru f ár helgaðir Norðurlöndunum. Fulltrúar ís- lands voru Sólrún Bragadóttir óperusöngkona, Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari, Hrólf- ur Vagnsson harmónikkuleikari og Þórarinn Stefánsson píanó- leikari. Þau héldu þrenna tónleika í bæjunum Oppershausen, Bleckede og Stade. Tónlistar- dagar Neðra - Saxlands eru tald- ir stærsta tónlistarhátíð í heimi miðað við fjölda tónleikastaða en haldnir voru 95 tónleikar á 85 stöðum. Hátíðin er haldin árlega og styrkt af menningar- sjóði sparisjóða í Neðra - Sax- landi, en sá sjóður er rekinn af bankanum „Sparkasse". Sjóður- inn hefur þann tilgang að styrkja listastarfsemi af ýmsu tagi og undanfarið hefur allmik- ið fé runnið til kynningar á ís- lenskri list því auk tónlistarhá- tíðarinnar þar sem ísland var kynnt, hlaut sýning á verkum Errós sem nú stendur yfir í Hannover einnig fjárhagslegan stuðning úr sjóðnum. Yfirskrift tónleika íslending- anna var íslandsferð (Reise nach Island). Flutt var að mestu ís- Sólrún Bragadóttir lensk tónlist en einnig verk eftir Mozart, Grieg og Arne Nord- heim. Af íslenskum verkum á efnisskránni má nefna sönglög, píanóverk unnin úr þjóðlögum og systur í Garðshomi eftir Jón Nordal, auk þess sem þeir Hrólf- Una Sveinbjarnardóttir Hrólfur Vagnsson Þórarinn Stefánsson ur og Þórarinn sungu tvísöng- slag við textann „Ó, mín flaskan fríða“ og vakti söngur þeirra bæði kæti og áhuga áheyrenda og gagnrýnenda. Tónleikarnir voru allir vel sóttir. Tónlistarhátíðin fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum á meðan á henni stóð. „Landeszeitung" skrifaði eft- ir tónleikana í Höllinni í Bleckede. „ ... Á fyrri hluta efnisskrárinnar lék Þórarinn Stefánsson undir fyrir konu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.