Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 23 Tuttugu ár í sviðsljósinu ÞRÁTT fyrir að þýski fiðluleikarinn Anne Sophie Mutter, sé að- eins 33 ára, hefur hún verið í sviðsljósinu í tuttugu ár. Leikur hennar er agaður, eins og við er að búast af afsprengi mið- evrópskrar tónlistar- hefðar, hún hefur mikið dálæti á nýjum verkum og tekur und- irleik píanósins fram yfir sinfóníuhljóm- sveit. Þetta kom fram í viðtali sem birtist við hana í The Sunday Times. Mutter var á unglingsaldri er hún lék nokkra þekktustu fiðlu- konserta tónlistarsögunnar, s.s. eftir Mozart, Mendelsohn, Beet- hoven og Brahms, undir stjórn Herberts von Karajan, inn á plöt- ur. Á síðustu árum hefur hún hins vegar einbeitt sér að nýrri verk- um, svo sem eftir Bartok, Strav- inskij og Sibelius, svo og nýjum verkum sem mörg hver hafa ver- ið samin sérstaklega fyrir hana. Má þar nefna verk Lutoslawskis og Wolfgangs Rihms. Á geisladiski sem út kom fyrir skemmstu, Ieikur hún sónötur og hluta úr verkum ýmissa tónskálda við undirleik bandaríska píanó- leikarans Lambert Orkis. Þar kennir ýmissa grasa, leikurinn hefst á Brahms, þá tekur Debussy við, Mozart, Franck og Brahms. Ástæðuna fyrir því að hún réðst ekki i að leika sónöturnar inn á geisladisk fyrr, segir Mutter þá að hún hafi talið það of snemmt, hún hafi ekki þekkt verkin sem skyldi. Og hún segist ekki telja verra að spila tónlist eftir fleiri en eitt tónskáld inn á disk, þrátt fyrir takmarkaða hrifningu þeirra sem selja sígilda tónlist á blönduðu efni. Hæfileikarnir koma snemma í ljós Fiðluleikur Mutter er gott dæmi um hina þýsku fiðluhefð, en minnstu munaði að hún hyrfi um miðja öldina er margir helstu fiðluleikarar Þýskalands, þar á meðal margir gyðingar, hröktust úr landi vegna ofsókna nasista. Höfðu kennarar Mutter tækni Carl Flesch til hliðsjónar. „Hann varð fyrstur manna til að skil- greina það hvemig litir hljóma og hvernig menn koma því til skila. Það er ekki bara eðlisávís- unin, heldur það hvemig fiðluleikar- inn beitir boganum, hvemig hann styður fingmnum á fiðlu- hálsinn. Þetta er gjörólíkt þeim að- ferðum sem viðhafð- ar em í Juilliard-tón- listarskólanum í New York. Það heyrist á leik nemenda skólans hvar og hjá hveijum þeir hafa lært og ég velti því stundum fyr- ir mér hvort það sé af hinu góða.“ Mutter hefur einn- ig sitthvað að segja um undrabörn í tónlist. Sjálf tald- ist hún til þeirra en Karajan upp- götvaði hæfileika hennar þegar hún var þrettán ára. „Flestir af bestu fiðlu- og píanóleikurunum vora undrabörn. Hæfileikamir koma snemma í (jós, þeir koma ekki með aldrinum,“ segir Mutter. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá tóm til að þroskast, þrátt fyrir að hlj óms veitarstj ór- inn heimsfrægi hefði komið auga á hæfileika hennar. Fyrstu árin lék hún í mesta lagi á sjö tónleik- um á ári. En Karajan vildi fyrir alla muni að hún léki með Berlin- arsinfóniunni og hafði mikinn áhuga á því að hún léki fiðlukon- sert Beethovens inn á plötu þegar hún var 14 ára. Þegar til kom þótti Karajan leikur Mutter afleit- ur og hann frestaði upptökunni. „Þegar ég hafði æft verkið í eitt ár var Karajan ánægður og kon- sertinn var tekinn upp. Síðar, þegar við höfðum flutt verkið nokkmm sinnum á tónleikum, sagði hann að það væri synd að upptakan hefði verið gerð svona snemma. En þetta var dæmigert fyrir Karajan." Stjórnar ekki sjálf Mutter hefur ekki leikið nein þeirra verka, sem hún lék á ungl- ingsámnum undir stjóm Karajans, inn á plötu að nýju. Hún segist hafa áhuga á þvi að leika fiðlukon- sert Brahms undir stjóm Ricardo Muti en ekki verk eftir Beethoven. Þá komi Roger Norrington vel til greina sem hljómsveitarstjóri ef hún flytji fiðlukonsert Mozarts aftur. Hins vegar sé útilokað að hún stjórni hljómsveitinni sjálf við flutning einhvers fiðlukonserts. Slíkt telur Mutter til marks um að hljóðfæraleikarinn sé allt of upptekinn af sjálfum sér. ANNE Sophie Mutter Morgunblaðið/Gilli OFNIR hlutir og útsaumur ungra kvenna í Hússtjórnar- skólanum nefnist sýning á kaffihúsinu Café au lait. Kl. 20 Sólon íslandus. Listakvöld MH. Kl. 21 Tjamarbíó. Jasstónleikar á vegum jassdeildar FÍH. Þijár hljóm- sveitir nemenda úr Tónlistarskóla FÍK leika. Umsjón Sigurður Flosason. Akureyri Kl. 20 Gryfjan. Stuttmyndahátíð. Ketilshúsið. Unglist DAGSKRÁ Unglistar í dag, miðviku- daginn 23. október, er eftirfarandi: Kl. 9-23 Hitt húsið. Myndlistarsýning Unglistar. Kl. 9-19 Ráðhúsið. Sýning Iðnskól- ans í Tjarnarsal. Kl. 10-01 Café au lait. Sýning Hús- stjómarskólans. Kl. 10-01 Kaffígallerí. Amma í Rétt- arholti. Sýning Bleks. Kl. 17-19 Háskólabíó. „Kill your darlings". Lokadagur. Ókeypis. Kl. 20.30 MÍR-salurinn. Kvikmynda- sýning Perestroiku, félags rússnesku- nema við HÍ: „Ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi píanó“ eftir Nikita Mik- haikov. AÐSTANDENDUR Safnarans; f.v. María Ólafsdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson og Magn- ús Árni Magnússon. Æfingar á Safnaranum LEIKHÓPURINN Draumasmiðjan hefur hafið æfíngar á leikgerð Dofra Hermannssonar á skáldsög- unni Safnarinn ( The Collector) eft- ir John Fowles, en stefnt er að frumsýningu laugardaginn 16. nóv- ember í Höfðaborg í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Aðstandendur sýningarinnar em Björk Jakobsdóttir og Dofri Her- mannsson, sem fara með hlutverk Ferdinands Clegg og Miröndu, Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri, María Ólafsdóttir búningahönnuður, Anna Jóa myndlistarmaður hannar leikmynd og Magnús Ámi Magnús- son sem sér um almannatengsl. „Höfundurinn John Fowles og skáldsagan Safnarinn em sjálfsagt mörgum kunn þar eð bókin hefur verið valbók í enskudeildum margra framhaldsskóla landsins. Hún er sálfræðitryllir um ungan mann sem er ástríðufullur fiðrildasafnari. Hann vinnur mikla peninga í lottói, kaupir stórt hús í útjaðri Lundúna og notar það til að halda fanginni stúlkunni sem hann elskar og hefur numið á brott. Það hefur ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Á áttunda áratugnum var gerð kvikmynd eftir sögunni með Ter- ence Stamp í aðalhlutverki og náði hún nokkmm vinsældum. Leikgerð Dofra hefur þegar hlot- ið samþykki höfundarins og mun vera eina leikgerðin sem slíka náð hefur hlotið fyrir augum hans þó fleiri hafí verið um hituna,“ segir í kynningu. Ljóðaupp- lestur í Gerðarsafni UÓÐAUPPLESTUR verður í kaffi- stofu Gerðarsafns, fimmtudaginn 24. október milli kl. 17 og 18. Þessi skáld lesa úr verkum sín- um; Eyvindur P. Eiríksson, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Steinþór Jó- hannsson. Allir velkomnir. .....---------- Út í vorið á Laugar- bakka KARL AK V ARTETTINN Út í vorið heldur söngtónleika í Ás- byrgi á Laugarbakka I Miðfirði föstudaginn 25. október kl. 21 og laugardaginn 26. október kl. 15 í samvinnu við Kaffi Krók í Kaffi Króki á Sauðárkróki. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson sem allir hafa verið félagar í Kór Langholtskirkju. Við hyóðfærið er Bjarni Þ. Jóna- tansson sem jafnframt er aðal- þjálfari og leiðbeinandi kvart- ettsins. Bjarni starfar sem píanó- kennari og organisti í Reykjavík og hefur starfað með fjölda ein- söngvara og kóra. „Efnisskráin mótast mjög af þeirri hefð sem ríkti meðal ís- lenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og hefur einkum verið sótt í sjóði Leikbræðra og MA- kvartettsins. Þar er einnig að finna dæmi um útsetningar Carls Billich, sem hann gerði fyrir MA-kvartettinn, á sígildum perl- um eftir Schubert og vinsælum dægurlögum fyrri ára. Þá hefur Bjarni Þór Jónatansson útsett lög fyrir kvartettinn og verða nokk- ur þeirra flutt á tónleikunum. Lög Bellmanns er einnig að finna á efnisskránni og loks má nefna útsetningar Magnúsar Ingimars- sonar á lögum sem vom vinsæl fyrir nokkmm áratugum. En alls hefur kvartettinn rúmlega 50 lög á efnisskránni og verða um 20 þeirra flutt á tónleikunum að þessu sinni,“ segir í kynningu. Kvartettinn var stofnaður í október 1992, síðan hefur kvart- ettinn haldið tónleika víða, sömu- leiðis hefur hann oft komið fram á lokuðum samkomum og í út- varpi og Ríkissjónvarpinu. Viðburðarík ævisaga KYIKMYNPIR Iláskólabíó Kvikmy ndahátíð Háskólabíós og DV FRANKIE STJÖRNUGLIT- „Frankie Starlight" ★ ★ Vt Leikstjóri: Michael Lindsay-Hogg. Byggð á bók Chet Raymos, „The Dork of Cork“. Aðalhlutverk: Corban Walkcr, Alan Pen- tony, Gabriel Byrne, Ann Parillaud, Matt Dillon. Pandora. 1996. FRANKIE stjörnuglit er ekki ein af hetjum Stjömustríðsmyndanna heldur dvergur sem í samnefndri mynd Michael Lindsay-Hogg skrifar ævisögu móður sinnar og verður tals- vert frægur útá það. Um leið er sú saga hans rakin með endurliti og er hún býsna undarleg og myndin um leið svolítið tætingsleg vegna frásögu- háttarins. Ann Parillaud leikur móð- urina og fær lítið að gera nema horfa döprum augum á mannlífíð eftir að lítillega gölluð forspárgáfa hennar hefur kostað föður hennar lífíð í lok seinni heimsstyijaldarinnar. Hún fer með herskipi eftir stríðið í vesturveg en lendir á írlandi og fæðir son sem verður dvergurinn Frankie stjöm- uglit, sögumaður myndarinnar. Góð- viljaður og kvæntur tollafgreiðslu- maður hefur þá séð aumur á henni og þau orðið ástfangin en unglings- dóttir tollarans kemur að þeim í rúm- inu og verður aldrei söm eftir. Tollar- inn hverfur úr lífí þeirra mæðgina en ungur Ameríkani tekur þau með sér vestur um haf og... Það er ekki hægt að segja að líf þeirra mæðgina sé viðburðalítið. Sag- an fer raunar ótrúlegustu krókaleiðir að takmarki sínu. Hún er brotin upp með atriðum úr samtímanum þegar dvergurinn er kominn á fullorðinsár og er enn að greiða úr lífí sínu og kannski komast í sátt við það á endan- um. Sú ágæta mynd Vinstri fóturinn kemur upp í hugann en myndir þess- ar gerast báðar á írlandi og lýsa svip- uðu sálarstríði listamanna sem eru fangelsaðir af líkama sínum þótt Vinstri fóturinn hafi verið mun burð- armeira verk. Leikstjóri Frankie stjömuglits, Lindsay-Hogg, gerir mynd sína á hjartnæmum og angur- værum nótum með léttu yfírbragði og snert af fortíðarþrá minningafrá- sagna og þótt margt sé heillandi við myndina er hún slitrótt í heildina. Móðirin, sem Parillaud leikur, verður aldrei neitt meira en dular- full huldukona á skjön við umhverfi sitt hvar sem hún er. Hún binst ekki tilfinningaböndum. Gabriel Byrne gerir margt gott sem tollarinn og kennir Frankie hinum unga á himin- tunglin en dettur útúr myndinni án þess frá því sé gengið nægilega vel. Matt Dillon er fremur vitgrannur Ameríkani og er saga hans einnig endaslepp. Uppúr stendur saga dvergsins en hann er frábærlega vel leikinn af Corban Walker (eldri) og Alan Pentony (yngri). Þótt móðir hans bindist ekki tilfinningaböndum er það nokkuð sem hann á mjög auðvelt með þegar hann er ungur. Vinskapurinn sem hann mætir er glitið sem lýsir upp þessa mynd. Arnaldur Indriðason KARLAKVARTETTINN Út í vorið, Einar Clausen, Halldór Torfa- son, Þorvaldur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson sem allir hafa verið félagar í Kór Langholtskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.