Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Hinn mikli Dynjandisfoss Konur á vinnumarkaðnum Frá Gerði Hannesdóttur: ÉG HEF átt því láni í „óláni“ að fagna að hafa verið heimavinnandi síðastliðna tvo mánuði. Ég segi láni í „óláni“ vegna þess að þessi staða kom ekki til af góðu, þar sem ég þurfti að segja upp mínu fyrra starfi (hlutastarfi) vegna skólatíma yngstu barna minna (tvíbura). Þeir voru nefnilega að hefja skólagöngu í einsetnum skóla. Ekki til hagsbóta fyrir alla, þessir einsetnu skólar. Én ég á líka tvo unglinga, sem ekki síður þarf að vera vakandi yfir. Tími til að hugsa og velta fyrir sér hlutunum hefur gefist nægur og maður þakkar fyrir hvern dag sem rennur upp. Að geta fylgst vel með börnunum sínum, hugsað um heimilið og haft smátíma fyrir sjálf- an sig, er eitthvað sem telja má til forréttinda og ætti enginn að gera lítið úr því að hafa ánægju af slíku lífsmunstri. Lífið er margbrejrtilegt og auðvitað koma allflestar konur út á vinnumarkaðinn fyrr eða síðar og á svo jafnframt við um sjálfa mig, þar sem ég er að leita mér að nýju starfí (hlutastarfi), en von- andi verða konur ekki tilneyddar til að stunda fullt starf utan heimil- is, þrátt fyrir heilsdagsskóla og allt það. Augsýnilega virðist vinnu- markaðurinn þó stefna i það að svo Fullt starf eða hlutastarf verði og þykir mér það miður, þar sem greinilega má skynja minnk- andi framboð á hlutastörfum. Hvernig ætlum við að geta sinnt öllum þáttum daglegs lífs, ef báðir foreldrar vinna fullt starf og e.t.v. meira? Sérstaklega vel þarf nú að fylgjast með unglingunum vegna aukinnar vímunefnaneyslu og von- andi eru allir foreldar meðvitaðir um að það þarf að vera mjög svo vakandi gagnvart unglingunum okkar. Allt of margir foreldar hafa uppgötvað börnin sín í neyslu vímu- efna, þegar allt er komið í óefni. Það eru ekki öfundsverðir foreldrar. Sífellt meiri kröfur eru nú gerðar til þátttöku foreldra í skólastarfinu og er svo sem allt ágætt um það að segja. Ekki má svo gleyma sam- skiptaþættinum innan fjölskyldunn- ar. Þar þarf að vanda sig til þess að öllum geti liði vel. Já, það er að mörgu að hyggja og með auknu vinnuálagi foreldra, er hætt við að eitthvað gefi sig. Heilsdagsskólarnir eru ágætir út af fyrir sig og foreldrar tala um að þar sé mjög gaman fyrir börnin að dvelja vegna þess að þar er allt- af svo mikið að gerast. Er þar átt við að ágætt starfsfólk þar finni upp á ýmsu áhugaverðu að gera með börnunum, svo sem að fara út úr skóla og heimsækja hina ýmsu staði. Auðvitað er þetta gott og gilt. En hvar er friðurinn og kyrrðin sem öllum er jú holl, þar sem gleyma má huganum yfir ein- hverju hugðarefni, án þess að vera með fjölda fólks í kringum sig með tilheyrandi klið? Hann getur bamið fundið heima hjá mömmu og pabba, ef þeir skildu nú hafa tækifæri til þess að vera heima. Eflaust fer þetta að þykja gamaldags hugsun, en að eiga slíka rólega stund með barninu sínu er ekki lítils virði, og ég leyfi mér að fullyða að hefur ekki minna gildi, en að vera þar sem eitthvað mikið er að gerast. Að sjálfsögðu velur hver sér sinn lífs- máta og margar sérmenntaðar og/eða einstæðar konur eiga ekki annarra kosta völ en starfa í fullu starfi, en 'vonandi munu atvinnurek- endur reyna að halda úti hlutastörf- um, því ég tel að kostir þess séu ótvíræðir, bæði fyrir foreldrana, sem þá geta fylgst betur með börn- unum sínum og atvinnurekendur, sem fá þá örugglega ánægðari for- eldra til starfa. GERÐUR HANNESDÓTTIR, Laugateigi 18, Reykjavík. Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: í NÁMUNDA við botn Arnarfjarðar vestur örstutt frá bæjunum Rauð- stöðum og Borg út með skóginum er fossinn. Þessi foss er kenndur við bæ sem heitir Dynjandi. Á vest- firsku heitir fossinn Dynjandisfoss. Hann er svo magnaður og dularfull- ur að það er ekki hægt að lýsa honum. Hann dregur að eins og segull. Alls konar munnmælasögur eru tengdar honum. Að mikilleik og fegurð er hann langtum meiri að vallarsýn en Gullfoss og Detti- foss, sem alltaf er verið að auglýsa. Vestfirsk börn tíðkuðu og fullorðnir að ganga á bak við fossinn eftir syllu sem er undir honum. Frum- stæðar þjóðir tala um sérstakan anda í stórum fossum. Það eru ekki nema tvö til þijú ár síðan ferðaþjón- usta á íslandi tók að rumska og kynna vestfirska náttúrfegurð og hrikaleik. Þó liggur það opið fyrir að á Vestfjörðum er mikilfengleg- asta landslag og sjávarlandslag (seascape) í Evrópu ef ekki í öllum heiminum. Talað er um það að bestu arkitektar heims stúderi lögun ijalla, hamraborga, kletta og lands- lags almennt til að fá hugljómun í verk sín. Það er undarlegt, óskiljanlegt, að íslenskir listamenn skuli ekki hafa skoðað betur hraundrangana og klettaborgirnar á íslandi, eink- um á Vestfjörðum. Fjöllin fyrir vest- an eru svo innilega óvæmin og þau hafa svo sterkan karakter að það er ekki hægt annað en að láta sér líða vel við rætur þeirra. Eitt sinn (\t) silfurbúðin \jL/ Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina - lét vinur minn, sem nú er genginn til feðranna, svo um mælt (átti vest- firska konu og með henni ótal börn) að þegar við fórum að tala um vest- firskt kvenfólk og ágæti þess, þá sagði hann: „Þær koma úr fjöllun- um ... “ Fyrir utan þessa dýnamík sem stafar af Dynjandisfossi er umhverfið þar í kring, til að mynda botn Arnarfjarðar, alsettur slíkum náttúrulitum, að hrifningin varir ávallt, einkum er manni minnis- stæður græni liturinn, sem talinn er einn hættulegastur lita í mál- verki. Ég vildi halda því fram að hann væri sink-grænn eða eitur- grænn en arnfirsk kona frá Skógum sagði að han væri gullingrænn, eig- inlega gylltur litur. Það er kominn tími til þess að endurvekja kynningu á vestfirskri fegurð, sem leynist þar alls staðar. Hitt hef ég útlendinga sem eiga ekki orð til að lýsa hrifni sinni, þegar þeir gista svæðið fyrir vest- an. Með vestfirskri landkynningu mundi ferðaþjónustan á íslandi ná hástigi og jafnvel bjarga fjárhag þjóðarinnar. STEINGRÍMUR ST.TH. SIGURÐSSON listamaður, ísafirði. .æJHSIAHDBT Álinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 ■UETURÞU AUKAKÍLÓIN ÍÞVNGJA ÞER? Vilt þú losna við 5-7 kíló fyrir jól? Eftir 7 vikna fitubrennslu- námskeið er algengt að konur losni við sama magn af fitu um leið og þær byggja upp vöðva og auka þol. Láttu skrá þig strax í síma 533 3355. Hefst 28. okt. 7-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttir réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Mappa m. fróöleik og upplýsingum • Mjög mikiö aöhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar <cí(u*SÚPer “ framhald! Síðustu ___ 5 kílóin fjúka. Meira aðhald og erfiðari tímar. Barnagæsla Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur mtmam RGUSTU & HRHFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-3355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.