Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 43 ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 23. október, er áttræður Einar Ogmundsson, fyrrverandi forystumaður í samtökum bifreiðastjóra. Kona hans er Margrét Bjarnadóttir, frá Hlemmiskeiði á Skeið- um. ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn _ 23. október, er sjötugur Ólafur Friðriksson, starfsmaður Olíufélagsins h/f. Eigin- kona hans var Þóra G. Frið- riksdóttír en hún lést árið 1983. Ólafur tekur á móti gestum í Víkingasal Hótel Loftleiða kl. 15-17 laugar- daginn 26. október nk. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Sel- jakirkju af sr. Valgeiri Ástr- áðssyni Margrét Pálsdótt- ir og Jónas Bjarnason. Heimili þeirra er í Stapaseli 11, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ cf (i r l'rancf s I)rakc SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú vilt hafa alit á hreinu og kannar aðstæður áður en þú tekur ákvörðun. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Lítið er um að vera í dag, og þú getur slakað vel á með ástvini eða fjölskyldu. En þegar kvöldar bíður þín spennandi vinafundur. Naut (20. apríl - 20. maf) Þú átt góðar viðræður um viðskipti í dag, og fréttir, sem berast langt að, eru þér hag- stæðar. Komandi helgi verður sérlega skemmtileg. BRIDS llmsjón Guðmundur l’áll Arnarson BANDARÍSKA sveitin, sem nú keppir á ÓL á Ródos, er skipuð tiltölulega lítt þekkt- um spilurum utan Bandaríkj- anna. Þeir heita: Robbins, fyrirliði, 41 árs, Goldfein (39), Caravelli (53), Cohler (36), Garner (41) og Oest (43). Leiðin til Ródos lá í gegnum langa og stranga landsliðskeppni. í undanúr- slitum unnu liðsmenn Robb- ins núverandi heimsmeistara í sveit Nickells og síðan Zia og félaga í úrslitaleiknum. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 743 ¥ G98743 ♦ 972 ♦ 2 Vestur * KD652 * KD * G6 + G1064 Austur ♦ ÁG108 V Á ♦ ÁKD43 ♦ 763 Suður ♦ 9 V 10652 ♦ 1085 ♦ ÁKD95 Viðureign Robbins og Nickells í undanúrslitum þótti nokkuð skrautleg og alls ekki laus við mistök. Hér er spil, þar sem AV-pörin misstigu sig illilega á báðum borðum: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Gamer Meckst. Oest Rodwell - - 1 tígull Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Dobl Pass Pass 6 tíglar Pass Pass Dobl 6 spaðar Pass Pass Pass Dobl Meckstroths á sex tíglum var beiðni til makkers um að spila út laufi, jafnvel frá ÁD. Þegar Oest breytti síðan í sex spaða, var óþarfi að dobla, því gegn þeirri slemmu átti norður sjálfur út. En Meckstroth og Rodwell voru ánægðir með 100 fyrir tvo niður og bjuggust við að græða á spilinu. Svo reyndist ekki vera, því á hinu borðinu gerði Freeman sig sekan um sannkallaða handvömm. Vcstur Norður Austur Suður freeman Caravelli Nickell Cohler 1 tigull Pass 1 spaði Pass 4 hjörtu Pass Passí Pass Stökk Nickells í fjögur hjörtu sýndi einspil eða eyðu í hjarta (splinter) og bauð upp á spaðaslemmu. Freeman velti lengi fyrir sér hvort hann ætti að taka tilboðinu, en ákvað loks að gera það ekki og sagði ... PASS, í stað þess að breyta í ljóra spaða. Sumir myndu kalla þetta mistök handarinn- ar en ekki hugans, en kostnað- urinn er sá sami. Fjögur hjörtu fóru íjóra niður, sem gaf NS 200 og sveit Robbins vann 3 IMPa í stað þess að tapa 11. Ljósmyndastúdíó Halla Einarsd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í ísaijarð- arkirkju af sr. Magnúsi Erl- ingssyni Helga Sigurðar- dóttir og Kristinn Grét- arsson. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bústaðakirkju af sr. Pálnia Matthíassyni Hrafnhildur Erlingsdótt- ir og Erlingur Jónsson. Heimili þeirra er í Garðhús- um 14, Reykjavík. HOGNIHREKKVÍSI 7É0 Sé-cápdpL hcfiwunstíá i&iti/vv Farsi Tvíburar (21. maí- 20. júní) 9» Þér býðst nýtt tækifæri úr óvæntri átt til að auka tekj- urnar og þú nærð góðum ár- angri í vinnunni. Sýndu ást- vini umhyggju í kvöld. Krabbi (21. júní — 22. júlf) HS6 Samningar um viðskipti skila góðum árangri í dag. Gættu þess að vanrækja ekki fjöl- skylduna, og njóttu kvöldsins heima. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú nærð mikilvægum áfanga í vinnunni í dag, en ættir ekki að taka mark á gróusög- um, sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Meyja (23. ágúst - 22. september) a* Láttu þér ekki nægja að dreyma um að skreppa f ferðalag með ástvini. Sjáðu til þess að það geti orðið að veruleika fljótlega. Vog (23. sept. - 22. október) Þú færð fréttir, sem lofa góðu fjárhagsiega. Náinn vinur er með hugmynd, sem kemur þér ánægjulega á óvart þegar kvöldar. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur vanrækt einhvern, sem er þér kær, og ættir að bæta ráð þitt hið fyrsta. Þið getið átt saman góðar stund- ir í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Hafðu augun opin fyrir ein- stöku tækifæri til að auka tekjurnar. Ástin er ofarlega á baugi, og sumir eru að íhuga brúðkaup. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Fjölskyldan gleðst yfir góðum fréttum, sem berast í dag. Sértu að íhuga kaup á nýrri ibúð, ættir þú að láta til skar- ar skríða í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Breytingar eru í vændum í vinnunni, og þér gæti staðið til boða nýtt og betra starf. Eyddu samt ekki of miklu í óþarfa í dag. Fiskar (19. febrúar-20. mars) íSk Þú finnur nýja leið til lausnar á erfiðu verkefni í vinnunni í dag, og með aðstoð starfsfé- laga nærð þú tilætluðum ár- angri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hvernig bíl mundir þú fá þér ef þú ynnir rúmlega 44 milljonir i Vikingalottóinu? V I K I IV G A L#TT# Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.