Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 1
ALLRA..LANDSMANNA 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER Yngsti þjálfar- inn rekinn D A VID S liula var rekinn frá Cincinnati Bengals í gær í kjölfar 28:21 taps liðsins í San Francisco á sunnudag en það er neðst í sínum riðli í amer- íska fótboltanum, NFL-deildinni. Mike Brown, forseti og framkvæmdastjóri Bengals, sagði að allir viðkomandi Hðinu bæru ábyrgð en þjálfar- anuni væri refsað og það væri að mörgu leyti ósanngjarnt því hann hefði staðið sig vel. David Shula sem er sonur Dons, frægasta þjálfara í sögu NFL, er 37 ára og yngsti þjálfarinn í deild- inni en hann gerði samning til fimm ára í desem- ber 1991. „Þetta snýst allt um árangur og úrslit- in voru ekki ásættanleg," sagði Shula en árang- ur hans hjá liðinu er 19 sigrar og 52 töp. Bruce Coslet, sem hefur verið þjálfari á sóknarsviðinu undanfarin tvö ár var ráðinn yfirþjálfari í stað Shulas. Haraldurí liði Aberdeen á móti Raith? Haraldur Ingólfsson verður að öllu óbreyttu í leikmannahópi Aberdeen þegar liðið tekur á móti Raith Rovers í skosku úrvalsdeild- inni á laugardag, og Roy Aitken, knattspyrnustjóri Aberdeen, vonast til að geta látið Skagamanninn spila. Aitken vill gera samning við Harald til eins mánaðar til að byrja með en Haraldur er ekki tilbúinn til að semja til svo skamms tíma og verður ákvörðun um framhaldið tekin eftir fyrrnefndan leik. Eins og Morgunblaðið greindi fra í gær fór Haraldur til Skotlands um helgina og lék með varaliðinu í fyrrakvöld þar sem hann gerði tvö mörk í 3:0 sigri á varaliði Glasgow Rangers. Ástæðan fyrir því að Aitken vildi fá Harald er sú að Steven Glass, miðjumaður á vinstri vængnum hjá liðinu og skoska ungmennalandsliðinu, er meiddur og verður frá í nokkrar vikur, jafn- vel einn og hálfan mánuð. „Mér gekk vel í leiknum því fyr- ir utan mörkin átti ég nokkrar góðar sendingar fyrir markið og gerði það sem fyrir mig var lagt," sagði Haraldur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að Aitken hefði boðið sér samning í mánuð en hann væri ekki spenntur fyrir því. „Margt getur gerst á einum mánuði sem getur komið í veg fyr- ir að ég fái annað tilboð. Til dæm- is yrði erfiðara að komast að ann- ars staðar ef ég tæki þessu og mér yrði síðan þakkað fyrir komuna eftir mánuð. Hins vegar vill Aitken sjá mig á móti sterkara liði en vara- liði Rangers sem var skipað ungum leikmönnum og hann hefur hug á að setja mig inná á móti Raith Rovers um helgina. Þá verður um- boðsmaður minn kominn og í kjöl- farið ræðum við framhaldið. Aberdeen mætir Bröndby í Evrópu- keppninni í næstu viku og því kem- ur til greina að ég leiki með varalið- inu annan fimmtudag en lengur verð ég ekki nema samkomulag náist um samning til einhvers tíma." Aitken sagði á blaðamannafundi í gær að hann vildi gera skamm- tímasamning við Harald og sjá hann .leika nokkra leiki áður en ákvörðun um framhaldið yrði tekin. „Hann hefur staðið sig vel á ís- landi en knattspyrnan hér er á öðrui plani og hann þarf að sýna að hann geti leikið í skosku úrvals- deildinni," sagði Aitken. HARALDUR Ingólfsson lék meö IA á móti Ralth Rovers í Evrópukeppninni í fyrra og mætir skoska Hðinu sennilega aftur um helglna en þá sem leikmaður Aberdeen. Guðni og samherjar í Boiton lögðu Chelsea GUÐNI Bergsson Bolton er komið í 16 liða úrslit í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í gærkvöldi. „Þetta var ákaflega Ijúfur sigur og ekki hvað síst vegna þess að við lentum 1:0 undir strax á annarri mínútu," sagði Guðni Bergsson leikmaður Bolton og fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Þá var hann nýkominn heim til sín eftir að hafa tekið þátt í ásamt félögum sínum í Bolton að leggja stjörnum prýtt úrvalsdeild- arlið Chelsea 2:1 að velli á heima- velli í 3. umferð ensku bikarkeppn- innar. „Á móti jafnsterku liði og Chelsea er, er það ákaflega sterkt að geta snúið við blaðinu, ekki hvað síst eftir þá stöðu sem við lentum strax í," bætti Guðni við og sagði að mikil gleði hefði brotist út á meðal stuðningsmanna Bolton að leik loknum eins og nærri mætti geta. „Við náðum að svara með tveim- ur mörkum fyrir leikhlé og síðan fór síðari hálfleikur meira og minna í að verjast, en sókn þeirra þyngd- ist skiljanlega eftir því sem á leið síðari leikhluta. En okkur tókst að halda fengnum hlut," sagði Guðni og var sáttur við sinn hlut í leiknum. Guðni sagði sigurinn vissulega gef a liðsmönnum Bolton aukinn byr í seglin í keppninni í 1. deild þar sem liðið trónar í efsta sæti og mætir Barnsley á útivelli á föstu- dagskvöldið. Barnsley er í 3. sæti, átta stigum á eftir Bolton. Blackburn/C3 KNATTSPYRNA: DRAUMURINN AÐ LEIKA Á HIGHBURY / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.