Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Dregið í 16 liða úrslit Evrópumótanna. KA og Stjarnan eiga fyrst heimaleik en Haukar byrja úti Hann sagðist ekkert vita um þetta lið enn sem komið væri. „Við höfum leikið nokkuð við Austurríkismenn í landsliðinu og handboltinn þar ber með sér að það eru júgóslavnesk áhrif í landinu enda margir þjálfarar það- an. Félagsliðin eru mörg með Ungveija og Júgóslava þannig að ég reikna með lið- inu nokkuð sterku. Fljótt á litið gæti ég trúað að okkar mörguleikar væru heldur minni en þeirra, ekki síst vegna þess að við eigum fyrri leikinn heima.“ Hann sagði að Einar Einarsson hefði leikið í Austurríki einn vetur fyrir nokkrum árum, en líklega hefði ýmislegt breyst síðan þá. Haukar leika fyrri leikinn gegn franska liðinu US Creteil Handball í París, en Frakkarnir unnu austur- ríska liðið Ericsson frá Vín- arborg 17:18 og 16:26 í fyrstu umferð Borgakeppni Evrópu. Sigurður Gunnars- son, þjálfari Hauka, var nokkuð ánægður með drátt- inn. „Mér líst bara nokkuð vel á þetta. Maður er alltaf logandi hræddur um að fá Dynamo eitthvað og þakkar fyrir þegar maður sleppur við slíkt. Eg var nú samt að vona að við fengjum ann- að hvort liðið frá Hollandi eða Lúxemborg, það virtust vera léttustu mótherjarnir. Önnur lið virðast mér vera nokkuð jöfn. Þetta verður skemmtilegt verkefni. Frakkar eru heimsmeistarar og það verð- ur skemmtilegt að leika við þá og sjá hvernig við stönd- um. Það gæti orðið gaman ef við fengjum eitthvað af fólki með okkur í leikinn úti og breyttum vellinum í heimavöll," sagði Sigurður. Morgunblaðíð/Golli Óskar og samherjar í Haukum á leið til Parísar ÓSKAR Sigurösson, einn af ungu leikmönn- unum hjá Haukum, skorar í leik gegn Martve. Haukar mæta franska liðinu Creteil í annarri umferð og leika fyrri leikinn í París. Evrópukeppni meistaralida Leikið er heima og heiman í fjórum riðlum. 1. riðill: Barcelona, Spáni, Braga, Portúgal, Granitas Kaunas, Litháen og Danetsk, Úkranínu. 2. riðill: Badei Zagreb, Króatíu, Pick Szeged, Ungverjalandi, Runar, Noregi og Principe Tri- erste, Italíu. 3. riðill: Kiel, Þýskalandi, Winterthur, Sviss, Red Star Belgrad, Júgóslavíu og SKA Minsk, Hvíta-Rússlandi. 4. riðill: Santander, Spáni, PSG Asnieres, Frakk- landi, Lasko, Slóvenía, GOG Gudme, Danmörku. Evrópukeppni bikarhafa Magdeburg, Þýskalandi - FC do Porto, Portúgal US d’Ivry, Frakkl. - Mosiavina Kutina, Króatíu Bogdanci, Makedóníu - Savinesti, Rúmeníu Skanderborg, Danmörku - P. Plick, Póllandi KA - HC Herstal Liege, Belgíu Veszprém, Ungverjal. - Víking, Noregi Lemgo, Þýskalandi - Ortigia Siracusa, Ítalíu Bidasoa, Spáni - Dukla Prag, Tékklandi EHF-keppnin PSK Riga, Lettlandi - Octavio Vigo, Spáni Drott, Svíþjóð - Virum Sorgenfri, Danmörku HC Prato, Ítalíu - Karlovcka Banka, Króatíu Montpellier, Frakkl. - CSKA Moskva, Rússlandi Jafa Promet, Makedóníu - Granollers, Spáni Stjarnan - Sparkasse Bruck, Austurríki Banik Karvina, Tékkl. - Flensburg, Þýskalandi Stand, Luxemborg - Grorenje Velenje, Slóveníu Evrópukeppni borgaríiða Skövde, Svíþjóð - ASKI Ankara, Tyrklandi Drammen, Noregi - Kovopetro Pizen, Tékklandi Benfíca, Portúgal - Horn Sittardia, Hollandi Adernar Leon, Spáni - D. Astrakhan, Rússlandi US Creteil, Frakklandi - Stjarnan Sandefjörd, Noregi - Dinamo Búkarest, Rúmeníu Nettelstedt, Þýskalandi - St. Otmar, Sviss Kolding, Danmörku - Differdange, Lúxemborg móti mínum gömlu félögum," sagði Alfreð. Mótherjar Stjörnunnar í EHF keppninni eru leikmenn Sparkasse Bruck frá Austurríki en þeir lögðu gríska iiðið Varies í fyrstu umferð- inni; unnu 27:17 heima en töpuðu 21:16 í'síðari leiknum. Stjarnan á fyrri leikinn heima. Valdimar Grímsson sagði að sér litist nokkuð vel á þetta. „Ég get ekki kvartað yfir þessu en óskamótheijinn var aðvitað Geir [Sveinsson hjá Mont- pellier í Frakklandi] en það verður að bíða þar til í næstu umferð. Ég er alltént feginn að við þurfum ekki að fara til Moskvu eins og Geir,“ sagði Valdimar. ÚRSLIT Knattspyrna England Bikarkeppnin - 3. umferð: Blackbum - Stockport.............0:1 Bolton - Chelsea.................2:1 Gillingham - Coventry............2:2 Ipswich - Crystal Palace.........4:1 Port Vale - Oxford...............0:0 Wimbledon - Luton................1:1 York - Leicester.................0:2 Skotland Bikarkeppnin: Dunfermline - Rangers............1:6 Þýskaland Bikarkeppnin - 3. umferð: Karlsmhe - Bochum................0:1 ■Þetta er áhugamannalið með nafninu Karlsruhe sem Þórður Guðjónsson og félag- ar í Bochum slógu út að þessu sinni. 1860 Miinchen - Hamborg..........1:2 St. Pauli - Unterhaching............1:0 Freiburg - Meppen.............. 2:1 Spánn 1. deild Zaragoza - Real Madrid...........1:2 (Gustavo Poyet 48.) - (Davor Suker 16., 80., vítasp.). - 36.000. Staðan: Real Madrid 9 6 3 0 21: 8 21 Bareelona 8 6 2 0 29:11 20 La Coruna 8 5 3 0 14: 4 18 Real Betis 8 5 2 1 16: 5 17 Valladolid 8 4 2 2 12: 6 14 Real Sociedad 8 4 2 2 12:11 14 Valencia 8 4 1 3 13: 8 13 Racing Santander.... 8 3 3 2 11:12 12 Sporting Gijon 8 3 3 2 10:12 12 Atletico Madrid 8 3 2 3 12:10 11 Athletic Bilbao 8 3 2 3 11:14 11 8 3 1 4 16:10 10 Rayo Vallecano 8 3 1 4 12:11 10 Oviedo 8 3 1 4 11:12 10 Logrones 8 3 1 4 7:17 10 Celta Vigo 8 2 3 3 7:10 9 Espanyol 8 2 2 4 11:12 8 Zaragoza 9 1 4 4 12:17 7 8 2 1 5 8:21 7 Sevilla 8 1 2 5 4: 9 5 Hercules 8 1 1 6 4:17 4 Extremadura 8 1 0 7 5:21 3 Holland 1. deild: Utrecht - Willem II Tilburg.........0:0 - 10.000. DREGIÐ var í 16 liða úrslit Evr- ópumótanna í handknattleik í gær og við fyrstu sýn virðast íslensku liðin nokkuð heppin með mótherja. Ekkert þeirra þarf að minnsta kosti að fara til ríkja austan gamla járn- tjaldsins, en KA mætir HC Herstal Liege frá Belgíu, Stjarnan mætir Sparkesse Bruck frá Austurríki og Haukar franska liðinu Creteil. Fyrri leikirnir verða 9. eða 10. nóv- ember og síðari leikirnir viku síðar. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var þokkalega kátur með mótheij- ana sem lið hans fær í Evrópu- keppni bikarhafa, en Herstal frá Liege vann Kaunas frá Litháen í fyrstu umferðinni. KA á fyrri leikinn heima. „Ég veit akkúrat ekkert um þetta lið og ekki heldur hvernig ég á að verða mér úti um myndband með liðinu eða einhveijar upplýs- ingar um það. Ég hefði frekar kosið að eiga fyrri leikinn úti, sérstaklega vegna þess að maður veit ekkert um mótheijana. Belgía er reyndar ekki hæst skrifaða landið í handbolt- anum þannig að við ættum að geta komist áfram. Eitthvað óvænt gæti þó komið uppá og menn verða að fara varlega," sagði Alfreð. Hann taldi ólíklegt að leikurinn yrði seldur út og einnig hélt hann ólíklegt að KA myndi kaupa báða leikina hingað heim. „Kaunas, liðið sem Belgamir unnu í fyrstu um- ferðinni, var lengi sterkt lið í Sovét- ríkjunum og þaðan komu tveir landsliðsmenn þannig að úrslitin í fyrstu umferðinni gætu bent til að Belgarnir séu með gott lið. Óskalið- ið mitt var Bidasoa og vonandi fáum við annað tækifæri til að dragast á IULIAIM Duranona og félagar í KA taka á móti HC Herstal Liege frá Belgíu í Evrópukeppni bikarhafa. KÖRFUBOLTI 1.DEILD KVENNA Fj. leikja U T Stig Stig KR 2 2 0 153: 76 4 KEFLAVÍK 2 2 O 173: 108 4 ís 3 2 1 178: 156 4 UMFG 3 1 2 208: 176 2 UMFN 2 1 1 114: 142 2 ÍR 3 1 2 133: 253 2 BREIÐABLIK 3 0 3 136: 184 0 í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: kl. 20 Ásgarður: Stjarnan - ÍBV Kaplakriki: FH - Grótta Selfoss: Seifoss - Fram Seljaskóli: ÍR - HK Valsheimili: Valur - Haukar 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur- Stjarnan...,18.15 íslendingar voru heppnir mednæstu mótherja MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR Reuter RANGERS átti ekki í erfiðleikum með Dunfermline í átta liða úrslitum skosku bikarkeppninnar og vann 6:1. Á myndinni er Paul Gascoigne með boltann en Hamish French reynlr að ná honum. Real Madrid á toppinn Tvö mörk frá Króatanum Davor Suker komu Real Madrid á topp spænsku deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Barcelona, sem mæt- ir Sevilla í kvöld. Madridarliðið heimsótti Zaragoza og voru lokatöl- ur leiksins 2:1 og réðust úrslitin tíu mínútum fyrir leikslok er Predrag Mijatovic féll innan vítateigs og dómarinn dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Úr henni skoraði Suker af öryggi. Stuðningsmenn Zaragoza brugðust ókvæða við er vítaspyrnan var dæmd, en þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem félagið tapar leik á vítaspyrnu á lokamínútunum. Það gerðist einnig gegn Barcelona fyrir skömmu. Ekki bætti það lund- arfar þeirra er dómarinn vék heima- manninum Vladislav Radimov af leikvélli skömmu eftir vítaspyrnu- dóminn. Einum færri tókst heima- mönnum ekki að klóra í bakkann og eru því enn meðal neðstu liða í deildinni. Blackbum úr leik í bikamum á sjátfsmarki Chelsea var ekki eina úrvals- deildarliðið sem varð að gera sér að góðu að ljúka þátttöku sinni í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Englandsmeistararnir fyrir tveimur árum, Blackburn, sem enn hafa ekki unnið leik í deildarkeppninni á þessu háusti, lutu í lægra haldi fyr- ir 2. deildar liði Stockport, 1:0, á heimavelii. Það var maðurinn sem lyfti meistarabikarnum fyrir 18 mánuðum, Tim Sherwood fyrirliði Balckburn, sem var svo óheppinn að skora sjálfsmark sem nægði Stockport til sigurs. Það virðist ekkert ganga hjá Ray Harford knattspyrnustjóra Black- burn að snúa lukkuhjólinu sér í hag og að leikslokum kröfðust stuðn- ingsmenn félagsins afsagnar hans. Balckburn er eina félagið af þeim 92 sem taka þátt í ensku deildar- keppninni sem enn hefur ekki unn- ið leik á leiktíðinni. Leikmenn Wimbledon, sem sigr- að hafa í síðustu sjö viðureignum sínum í úrvalsdeildinni, náðu sér ekki á strik í gærkvöldi gegn Luton og urðu að gera sér jafntefli, 1:1, að góðu. Liðsmenn Coventry lentu einnig á hálum ís í leik gegn Gilling- ham á heimvelli þeirra síðarnefndu. Jafntefli, 2:2, var niðurstaðan og eigast liðin því við að nýju. Leicester var eina úrvalsdeildar- liðið sem tókst að sýna mátt sinn og megin í viðureignum gærkvölds- ins og tryggði sér sæti í 4. umferð með 2:0 sigri á útivelli á York. York sló Everton úr leik í síðustu umferð. í skosku bikarkeppninni var einn leikur og þar burstaði Rangers lið Dunfermline 6:1 á útivelli. Danirnir Brian Laudrup og Erik Bo Anders- en skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Derek Mclnnes og Jorg Albertz bættu einu marki við hvor fyrir meistarana. KNATTSPYRNA Júlíus og Dagur með á móti Eistlandi JÚLÍIJS Jónasson og Dagirr Sigurðsson, landsliðsmenn í handknattleik, sem gátu ekki leikið með gegn Grikkjum í undankeppni HM vegna meiðsla, verða með gegn Eist- lendingum 1. og 3. nóvember í Laugardalshöllinni. Dagur er byrjaður að leika af fullum krafti með Wuppertal í Þýskalandi og Júlíus, sem leikur með svissneska liðinu TV Suhr, er allur að koma til. Thomas Stuer- Lauridsen bestur DANINN Thomas Stuer- Lauridsen hélt uppi heiðri Dana á Opna danska meist- aramótinu í badminton sem lauk um helgina. Hann sigr- aði Ong Ewe Hock frá Malaysíu í úrslitum, 6-15,15-7 og 15-12. Hock lagði meistara undanfarinna þriggja ára, ólympíumeistarann Paul- Erik Hoyer-Larsen, í undan- úrslitum. Ástralir heims- meistarar í skvassi ÁSTRALIR urðu um helgina heimsmeistarar I liðakeppni kvenna í skvassi, unnu Eng- lendinga 3:1 í úrslitaleik. Michelle Martín, fyrrum heimsmeistari kvenna, tapaði fyrir Cassie Jackman 3-9,9- 4,9-4,7-9 og 7-9 í fyrsta leikn- um en þær Liz Irving og Sarah Fitzgerald, sem varð heimsmeistari i síðustu viku, unnu sína leiki nokkuð auð- veldlega. Uppbygging í Ástralíu Næsta landsmót í golfi í Grafar- holti NÆSTA landsmót kylfinga verður væntanlega haldið á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Golfsamband íslands sendi stjórn GR fyrir nokkru fyrirspurn þess efnis hvort klúbburinn væri tilbú- inn að halda landsmótið og tók sijórn GR vel í það. Hild- ur Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri GR, sagði í gær að það væri heiður fyrir GR að fá að halda landsmótið. Ái'þing GSÍ ákveður endan- lega hvar iandsmót fer fram, en ekki er búist við að menn hreyfi mótmælum við því að keppa í Grafarholtinu. Craig Johnston, fyrrum leikmað- ur Liverpool, valdi frekar að leika fyrir England en Ástralíu, þó draumurinn yrði ekki að veruleika. „Að leika knattspyrnu fyrir Ástralíu er eins og að keppa á sjóbretti fyr- ir England," sagði hann fyrir ára- tug. Astralía komst í lokakeppni Heimsmeistaramótsins 1974 í fyrsta og síðasta sinn og fimm til- raunir síðan þá án árangurs hafa ýtt stoðum undir orð Johnstons en nú virðist breyting í aðsigi í kjölfar markvissra vinnubragða. Slæmur fjárhagur Fjárhagur ástralskra knatt- spyrnufélaga hefur ekki boðið upp á atvinnumennsku og því hafa bestu mennirnir farið til annarra landa, einkum í Asíu og Evrópu en reynsla þeirra hefur eflt landsliðið. Nú eru meira en 100 ástralskir atvinnu- menn í útlöndum, þ.á m. markvörð- urinn Mark Bosnich hjá Aston Villa, miðvörðurinn Paul Okon hjá Lazio og kantmaðurinn Stan Lazaridis hjá West Ham. Fyrrnefndir leikmenn eru úr fjöl- skyldum sem fluttu til Ástralíu eft- ir seinni heimsstyijöldina en inn- flytjendur áttu stóran þátt í út- breiðslu íþróttarinnar. Hins vegar hafa þeir líka, að mati margra, m.a. Knattspyrnusambandsins, dregið úr þróuninni með því að tengja sig við viðkomandi þjóðar- brot og höfða þannig til fámenns hóps frekar en þjóðarinnar allrar. 14 hálfatvinnumannalið eru í deild- inni og meira en helmingur þeirra hefur haldið fast í upprunann, m.a. með því að hafa nafn fóstuijarðar- innar í félagsheitinu og fánann í merkinu. Davis Hill, formaður Knattspyrnusambandsins, hefur barist fyrir breytingum í þessu efni undanfarna 18 mánuði með þeim rökum að ná þurfi til knattspyrnu- áhugamanna utan þjóðarbrotanna. „Við höfum beðið félögin að taka tillit til allra þegna Ástralíu. Félög- in segjast ekki draga menn í dilka en þau gera það með þessu fyrir- komulagi." Hill sagði að króatísk samfélög í Sydney og Melboume styddu sín lið og aðrir ættu ekki samleið með þeim, sem kæmi niður á viðgangi og vexti íþróttarinnar þegar til lengri tíma væri litið. Þess vegna hefði verið farið fram á að þjóðfán- ar erlendra ríkja væru fjarlægðir úr merkjum félaganna. Sum félög tóku þessu illa, t.d. Sydney United sem hét áður Sydney Króatía. „Hvað með það þó við höfum sömu liti í merkinu og eru í þjóðfána fóst- uijarðarinnar til að minnast verka frumheijanna?“ spurði Tony Labbozzetta, fyrrum stjórnarmaður Knattspyrnusambandsins og forseti Marconi, félags í Sydney sem er stutt af ítölskum innflytjendum. Fleiri áhorfendur En Knattspyrnusambandið stóð fast á sínu og þegar deildarkeppn- in hófst um helgina voru engir tákn sem minntu á evrópsk samfé- lög á treyjum leikmanna. Áhorf- endum hefur fjölgað undanfarin ár og voru um 4.300 að meðaltali á leik í fyrra en sjö leikir fyrstu umferðar að þessu sinni drógu ac sér meira en 40.000 manns. Þai af voru meira en 10.000 áhorfend- ur hjá tveimur nýjum félögum. Perth Glory og Collingwood Warr- iors, sem studdi hugmyndafræði Knattspyrnusambandsins, að mati Hills. „Það sem er að gerast hjá Perth og Collingwood er byijunir á uppgangi í áströlsku knattspyrn- unni,“ sagði hann. Fyrrnefndur Johnston, sem náð aldrei að leika fyrir England er varð margfaldur meistari með Liv erpool, tók í sama streng. „Það ei spennandi að sjá leikinn þróast í a meiri átt að atvinnumennsku og é( styð breytingarnar 100%.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.