Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 6
MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ 6 D MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 Fiskverð heima h Alls fóru 122,0 tonn af pfíreki um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 12,2 tonn á 72,10 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 52,5 tonn á 76,26 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 57,3 tonn á 107,24 kr./kg. Af karfa voru seld 22,3 tonn. í Hafnarfirði á 140,91 kr. (0,21), á Faxagarði á 42,00 kr. (0,11), en á 80,15 kr. (22,01) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 36,1 tonn. í Hafnarfirði á 53,91 kr. (4,11), á Faxagarði á 60,29 kr. (0,51) og á 58,13 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (31,51). Af ýsu voru seld 59,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 101,85 kr./kg. mmammmmmmam Þorskur Kr./kg —120 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja 90 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 336,8 tonná 154,81 kr./kg. Þarafvoru 112,4 tonn af þorski seld á 167,80 kr./kg. Af ýsu voru seld 107,1 tonná 128,14 kr./kg, 28,6 tonn af kolaá 197,41 kr./kg og 11,0 tonn af karfa á 98,24 kr. hvert kíló. Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í sfðustu viku. Fiskverð ytra Aðgengi ófaglærðra að starfsmenntun vanrækt ÞRÁTT fyrir aukinn skilning á mikilvægi starfsmenntun- ar, vantar enn mikið upp á að um samræmda eða jafnvel einhverja stefnu sé að ræða. Ástandið virðist miklu frem- ur einkennast af sundurlausu og sjálfsprottnu framtaki án sjáanlegrar samvinnu hlutaðeigandi aðila. Samráð ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins í málefnum starfsmennta- mála er talið forsenda þess að hægt sé að byggja upp skilvirkt og sam- ræmt starfsmenntakerfi. Starfsfræðsla fiskverkafólks verði skorin niður í núll Þetta er mat Kristjáns Bragason- ar, vinnumarkaðsfræðings hjá Verkamannasambandi íslands, sem ræddi þessi mái á ráðstefnu físk- verkafólks fyrir skömmu. „Það er almenn skoðun að þær þjóðir, sem best munu standa sig í alþjóðlegri samkeppni framtíðarinnar, séu þær þjóðir sem hafí yfír að ráða hæf- asta og best menntaða vinnuaflinu á öllum stigum framleiðslu og þjón- ustu. Hagvöxtur mun í auknu mæli byggjast á aukinni verkþekk- ingu og aðgengi að starfsmenntun. Á tímum örra breytinga mun starfs- menntun endast æ skemur. Því er nauðsynlegt að leggja áherslu á að starfsmenntun er ekki stundarfyrir- bæri. Fólk verður að læra alla ævina.“ Kristján sagði að íslendingar bæru sig yfirleitt saman við þær þjóðir, sem státuðu af bestum lífs- kjörum. Þó snerist dæmið okkur í óhag í samanburði á launum, sam- keppnisstöðu og útgjöldum til menntamála og félli ísland þá í hóp með þjóðum eins og Portúgölum og Tyrkjum. Athyglisvert væri að velta því fyrir sér hver fylgnin væri á milli lítilla útgjalda til mennta- mála, lakrar samkeppnisstöðu og lágra launa. Margoft hafi komið fram í rannsóknum að skilvirkt og öflugt starfsmenntakerfi leiddi til aukningar í framleiðni. Þannig hafí samanburðarrannsóknir á fram- leiðni í nokkrum atvinnugreinum í Þýskalandi og Bretlandi sýnt að hún sé mun meiri í Þýskalandi en Bret- landi sem rekja megi til þess að mun stærri hluti þýsks vinnuafls sé menntaður. Hinsvegar hafí einn- ig komið í ljós að í þeim greinum í Bretlandi þar sem starfsmenntun var öflug hafí munurinn á fram- leiðni verið minni. Hvað varðar menntunarstig íslensku þjóðarinn- ar, væri hlutfall háskólamenntaðra nokkuð hærra hér á landi en í öðr- um Evrópuríkjum. Aftur á móti væri hlutfall starfsmenntunar mjög lágt. Merkilegust væri svo sú stað- reynd að um 40% af öllu íslensku vinnuafli hefðu einungis lokið grunnskólaprófí og komið hefði í ljós að aðgengi ófaglærðra að starfsmenntun væri frekar van- rækt. Launatengd námskeið Kristján greindi á ráðstefnunni frá nýlegri skýrslu, sem hann vann fyrir samstarfsnefnd um starfs- menntun um stöðu menntunarmála fyrir launafólk utan löggiltra iðn- greina. Skipulag starfsmenntamála hjá Sókn og fjórum landssambönd- um, Verkamannasambandinu, Landssambandi verslunarmanna, Landssambandi iðnverkafólks og Þjónustusambandinu, var skoðað. Frá árinu 1986 hefur starfsfræðslu- nefnd fískvinnslunnar annast um- fangsmikið námskeiðahald fyrir starfsfólk í fískvinnslu. í upphafi voru eingöngu haldin námskeið fyr- ir verkafólk í hefðbundinni botnfísk- vinnslu, en fljótlega bættust við aðrar greinar. Samið var um námskeiðin sem hluta af kauptryggingarsamningi verkafólks og eiga þeir, sem gert hafa slíkan samning, rétt á að sækja launatengd grunnnámskeið, sem færa fískvinnslufólki launahækkun upp á 3.207 kr. í formi námskeiðs- álags og starfsheitið sérhæfður fískvinnslumaður. Á þriggja ára fresti eiga þeir síðan rétt á upprifj- unamámskeiðum, sem ekki eru launatengd. „í rannsókn minni kom einnig í ljós að mjög misjafnt er á milli kjarasamninga, hvort námskeiðin skuli leiða til hækkunar á launum eður ei. Þannig eru námskeiðin hjá verslunarmönnum ekki launatengd meðan flest önnur námskeið leiða til einhverra en mismikilla hækk- ana. Ljóst er af könnunum að launa- tengingin hefur í flestum tilfellum verið sú gulrót, sem hvatt hefur fólk til að sitja námskeið. Spurning er hinsvegar hvort starfsmenntun í atvinnulífínu eigi að vera tengd launum. Að mínu áliti er varasamt að tengja saman ákvæði um sí- menntun og launakröfur í kjara- samningum. Ástæðan er sú að hér er oft um litlar launahækkanir að ræða, sem eiga að virka sem plást- ur í kjarabaráttunni. Námskeiðin voru leið í kjarabaráttunni sem leiddu til hækkunar á launum fyrir ákveðna hópa án þess að þær hækk- anir legðust beint ofan á alla launa- taxta. Uppbygging símenntunar var þar af Ieiðandi ekki aðalatriðið heldur launahækkunin." í vinnu- eða frítíma Þegar litið er á tilhögun nám- skeiðahaldsins kom í ljós að það eru atvinnurekendur, þ.e. fiskvinnslu- fyrirtækin í samráði við starfs- fræðslunefnd og viðkomandi verka- lýðsfélög, sem ákveða hvenær, hvort og hvar námskeiðin eru hald- in. Yfírleitt er reynt að fínna dauð- an tíma í vinnslunni sem hentar fyrirtækjunum vel. Námskeiðin eru haldin í vinnutímanum og skulu starfsmönnum greidd laun þann tíma sem þeir eru á þeim. Fyrirtæk- ið á að greiða föst dagvinnulaun, en á móti fá þau styrk frá Atvinnu- leysistryggingasjóði sem samsvarar atvinnuleysisbótum fyrir þá starfs- menn, sem sækja námskeiðin og nemur hann um þremur fjórðu hlut- um af föstum dagvinnulaunum. „Þegar kjarasamningar annarra félaga voru skoðaðir kom í ljós að það var mismunandi hvort nám- skeið voru haldin í vinnutíma á launum eða í frítíma launafólks. Þá kom einnig í Ijós að þótt kjara- samningar eigi að tryggja launa- fólki aðgang að námskeiðunum, þá eru sjaldnast nokkur ákvæði, sem gera starfsmönnum kleift að sleppa úr vinnu. Þátttaka í námskeiðum er háð samþykki atvinnurekenda og reynslan hefur sýnt að lítil og meðalstór fyrirtæki telja sig oft vera undirmönnuð og hafi því ekki ráð á að missa starfsmenn á nám- skeið. Nauðsynlegt er að tryggja að námskeið fari fram í vinnutíma og sleppiákvæði séu til staðar í kjarasamningum," segir Kristján. Skorið nlður í núll Námskeið starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar hafa að langstærst- um hluta verið fjármögnuð af sjáv- arútvegsráðuneytinu. Við setningu laga um starfsmenntun í atvinnulíf- inu var ákveðið að hún heyrði áfram undir sjávarútvegsráðuneytið en ekki félagsmálaráðuneytið, eins og önnur starfsmenntun í atvinnulíf- inu. Sjávarútvegsráðuneytið veitti 20 milljónum til verkefnisins árið 1991 og sömu upphæð árið 1992. Árið 1993 var framlagið skorið nið- ur í tíu milljónir og sama upphæð fékkst 1994. í fyrra var veitt 9,4 milljónum kr. og hefur sjávarút- vegsráðherra nú gert tillögu um að skera fjármagn til starfsfræðslu fiskvinnslufólks niður í núll fyrir næsta fjárlagaár. Fiskur, ferskur og frosinn fot Verð á innfluttum fiski til Bretlands - júní 1995 til júní 1996 Skeifiskur, ferskur og frosinn 1995 1996 Skelfiskur verkí -— ágúst september október nóvember desember janúar febrúar mars apríl mai jum Þorskur Breytingar á þorsksölu á fiskmörkuðum milli Mán. ENGLAND Magn VerS .55 ISLAND Magn Verð Jan. +2% -28% +24% -15% Feb. -16% -6% +26% -7% Mars -25% -7% +39% -9% Apríl +52% -3% +15% -3% Maí -57% +14% -19% +2% Júní -12% +6% -20% -2% Júlí +66% +9% -14% -1% flgúst +53% +2% -24% +5% -33% +7% +11% -6% SAMT. -9% -4% +3% -4% Meðalverð lækkar um 4% SÉ LITIÐ á samantekt Aflamiðl- unar á sölu á þorski og ýsu í Eng- landi og á karfa og ufsa í Þýska- landi fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra, kemur í Ijós að aðeins karfinn hefur hækkað í verði hér innan- lands milli ára. Þorskur lækkaði í verði á innlendu fiskmörkuðun- um og í Englandi milli áranna að meðaltali um 4% og þegar útflutn- ingstölur eru skoðaðar, kemur í ljós að útflutningur á þorski til Englands hefur minnkað um 9%, úr 1.420 tonnum 1995 í 1.297 tonn árið 1996. Innlendu fiskmarkað- irnir hafa hinsvegar lítillega verið að auka hlutdeild sína i þorski eða um 3% og seldu þeir tæp 27 þús- und tonn af þorski fyrstu níu mánuði þessa árs. Ireytingar á ýsusölu fiskmörkuðum milli ranna 1995 og 1996 "" Sfi Mán. ENGLAND Magn Verð ISLAND Magn Veri Jan. +126% -21% +57% -29% Feb. +40% -4% +15% -14% Mars +35% -5% -25% -20% Apríl +28% -4% -17% -2% Maí -21% +16% +16% +10% Júní +344% +9% +52% -7% Júlí +426% -15% +24% -4% Ágúst +19% +2% -4% -5% Sept. +57% -9% +12% -7% SAMT. +64% -1% +8% -9% ÝSA lækkaði í verði um 1% í Eng- landi og um 9% á íslensku fisk- mörkuðunum fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og hefur útflutningur á ýsu milli áranna aukist um 64%. Þannig var flutt 426% meira af ýsu á markað í Englandi í júlírnánuði sl. miðað við sama mánuð í fyrra og 344% meira í júnímánuði. Eini mánuður- inn, sem vart varð samdráttar í ýsuútflutningi, var maí, en þá dróst útflutningurinn saman um 21% miðað við mai í fyrra. Hvað ufsann snertir, lækkaði verð á honum á Þýskalandsmarkaði um 4% á móti 15% lækkun á innlendu fiskmörkuðunum, en ufsáútflutn- ingurinn hefur dregist saman um 61% milli áranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.