Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.1996, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1996 Þeir eru flottir! KÆRU Myndasögur Mogg- ans. Ég les alltaf Moggann, sérstaklega allt í Mynda- sögunum. Ég hef oft sent ykkur myndir og tek þátt í litaleikjunum þar sem á að lita myndirnar. Núna lang- ar mig að senda ykkur stækkaðar myndir, sem ég teiknaði og litaði sjálfur. Kær kveðja, Sigmundur B. Þorgeirsson, 10 ára að verða 11, Fögrukinn 6, 220 Hafnarfjörður. Kæri Sigmundur, Myndasögur Moggans eru afskaplega upp með sér, að svona flinkur teiknari eins og þú ert, skuli senda okkur þessar frábæru myndir. Innileg- ar þakkir fyrir, vinur. Haust- stemmn- ing SÓL og ský hjá hól og það eru bláber og krækiber á hólnum, segir í texta með mynd eftir 6 ára stúlku, Auði Önnu Aradóttur. Kærar þakkir fyrir Auður Anna. Pennavinir Kæri Moggi! Ég óska eftir afrískum gennavinum, helst strákum. Ég er tíu ára og skrifa á ensku. Áhugamál: Dýr, tennis o.fl. P.S. Sendi myndir. Ásta Gunnlaugsdóttir Ekrusmára 7 200 Kópavogur Nú vandast málið, Ásta! Morgunblaðið er skrifað á ís- lensku og ekki dreift í Afríku svo óvíst er að margir svari þér. En hver veit... Hæ, hæ, Myndasögur Moggans. Eg óska eftir pennavinum á aldrinum 7-10 ára, ég er sjálf 7 ára. Áhugamál: Fim- leikar, fótbolti, leikfimi, körfubolti og margt, margt fleira. P.S. Mynd fylgi með fyrsta bréfi. Erla B. Jensdóttir Selsvöllum 22 240 Grindavík Eftirlýstur: Pennavinur 11-12 ára gamall. Ég heiti Davíð Jónsson og mig VANTAR pennavin. Áhugamál mín eru: Hjólreið- ar, tölvuleikir og sjónvarp. Ég svara öllum bréfum. Takið upp blýant og skrifið til: Davíð Jónsson Fljótaseli 28 109 Reykjavík Hæ, hæ. Ég heiti Ragnhildur Björg- vinsdóttir og á heima í Súða- vík. Ég óska eftir pennavin- konum á aldrinum 10 ára og eldri, ég er sjálf 10 ára. Vil helst stelpur sem eru fjörugar og skemmtilegar og hafa gaman af því að skrifa. Áhugamál mín eru: Skíði, skautar, skrift, lestur, stærð- fræði og margt fleira. Bless, bless. Ragnhildur Björgvinsdóttir Aðalgötu 16 420 Súðavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.