Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 1
SfÓNVARP Verslunargluggi framtíöarinnar/4 FYRIRTÆKI Loöskinn nýtir góðæriö/6 ÚTFLUTNINGUR Þekking flutt út til Víetnam/8 j VmSHPTl/jRlVINNUlJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. OKTOBER 1996 BLAÐ B Verðbréf ÞREFALT meira hlutafé hefur verið boðið út í almennum hlutafj- árútboðum það sem af er þessu ári en seldist í slikum útboðum allt árið í fyrra. Mest hefur verið selt af nýju hlutafé í sjávarútvegs- fyrirtækjum og nemur sala á hlut- afé í þeim um tveimur þriðju hlut- um heildarsölunnar til þessa á árinu. /2 Mannaskipti STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. hefur sam- þykkt að ráða Gylfa Arnbjörnsson hagfræðing, framkvæmdastjóra félagsins frá 1. febrúar 1997. Félagið hefur jafnframt ráðið Sigurð Smára Gylfason viðskipta- fræðing til starfa hjá félaginu. /2 Flugleidir FLUGLEIÐIR hafa til athugunar að nýta sér heimild aðalf undar félagsins til að bjóða út nýtt hluta- fé á almennum markaði. Heimild- in gerir ráð fyrir að selt verði nýtt hlutafé að nafnvirði 250 milljónir. Miðað við núverandi gengi í viðskiptum á Verðbréfa- þingi, 3,0, yrði söluandvirði bréf- anna 750 miHjónir miðað við að heimildin verði nýtt að fullu./3 SOLUGENGIDOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 70,00------------------------------------------------ OLÍUVERÐ í ROTTERDAM ÁRIN 1992-1996 •e: 69,50 69,00 68,50 68,00 67,50 67,00 66,50 — 66,00 —----------- 65,50 -——- 65,00 f—----------f— 18. sept. 25. 67,07 2. okt. I'92 ll'92 Hl'92 IV'92 l'93 ll'93 lll'93 IV'93 l'94 ll'94 lll'94 IV'94 l'95 ll'95 IH'95 IV'95 l'96 ll'96 lll'96 IV'96 Bjart framundan í rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum Eiginfjárstaðan hefur styrkst um 1 milljarð á einu ári HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum af reglulegri starfsemi nam alls um 83 milljónum króna á síðasta reikningsári félags- ins sem lauk þann 31. ágúst sl. Þetta er mikill bati frá fyrra rekstrarári þegar tap af reglulegri starfsemi nam um 123 milljónum króna. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra gjalda og tekna nam heildarhagnaður tæpum 598 milljónum, borið saman við 92 milljóna tap á fyrra rekstrarári. Bókfært eigið fé Vinnslustöðvarinnar nam alls 1.289 milljónum í lok ágúst borið saman við 317 milljónir á sama tíma í fyrra. Það hefur því auk- ist um tæpan 1 milljarð á einu ári, að hluta til vegna hlutafjárútboðs fyrr á árinu. Meðal óreglulegra liða í rekstrarreikningi eru hlutdeild í hagnaði sölusamtaka, hagnaður af sölu fiskiskips, fasteigna, hlutabréfa í öðrum félögum og af sölu aflaheimilda, en félagið breytti samsetn- ingu aflaheimilda sinna nokkuð á tímabilinu, án þess að aflahlutdeildin rýrnaði, að því er fram kemur í frétt frá Vinnslustöðinni. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld nam 488 milljónum eða 15,5% af tekjum samanborið við 14,7% á fyrra ári. Áfskriftir námu nú 288 milljónum og þar af námu afskriftir afla- heimilda 61 milljón. Afskriftir námu 259 milljónum á fyrra ári. Fjármagnsgjöld að teknu tillit til verð- lagsbreytinga voru alls 117 milljónir, samanborið við 293 milljónir á fyrra ári. Heildartekjur félagsins námu alls 3.649 milljón- um á tímabilinu, en voru 2.983 milljónir árið á undan og hafa því aukist um 22% milli ára. Stefnt að enn betri árangri í vinnslu uppsjávarfiska Afkoma Vinnslustöðvarinnar af veiðum og vinnslu á ioðnu og síld var vel viðunandi á tímabil- inu. Afkoma bolfiskvinnslunnar var hins vegar slæm og er stefnt að því að breyta verulega áherslum í veiðum og vinnslu á bolfiski á nýbyrj- uðu rekstrarári fyrirtækisins. Nú í október tók fyrirtækið í notkun nýja vinnslusali fyrir síld og loðnu og hefur vinnslan farið vel af stað, segir ennfremur í frétt fyrirtækisins. Með fjárfesting- unni-er stefnt að því að ná enn betri árangri í vinnslu uppsjávarfiska auk þess sem rekstrar- kostnaður mun lækka umtalsvert frá því sem ver- ið hefur. Jafnframt hefur verið tekinn í notkun nýr búnaður í botnfiskdeild. Þar er um að ræða lausfrysti, samvals- og pökkunarbúnað. Lausfryst- irinn getur fryst um 1.200 kíló af flökum á klukku- stund. Hönnun og smíði búnaðarins er alíslensk. Með tilkomu búnaðarins mun arðsemi landfryst- ingar aukast frá því sem verið hefur. Að mati forráðamanna Vinnslustöðvarinnar er rekstrarútlit gott, þar sem bæði loðnu- og síldar- stofnarnir séu sterkir auk þess sem þorskstofninn sé að styrkjast. Arðsemi nýju fjárfestinganna skili sér í bættri afkomu þegar líða taki á rekstrarárið. - nýr skammtímaverðbréfasjóður % Nafnávöxtun sl. 10 Nafnávöxtun sl. 20 Nafnávöxtun sl. 1 Nafnávöxtun sl. 2 Nafnávöxtun sl. 3 daga 5,97% daga 6,16% mán. 6,23% mán. 5,88% mán. 5,65% Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Sjóðurinn fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtímaverðbréfum ríkissjóðs og bankastofnana. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupunum Hvenær sem er eftir það er hægt að leysa bréfin út samdægurs með einu símtali. . LANDSBRÉFHF. Hringdu eða komdu... og nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar n/1f''' í öllum útibúum Landsbanka íslands. m TUtH,ÁÍ^H- '&íff' Löggill verðbréfalyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUBURLANDSBRAUT 24, 10 8 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.