Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGÚNBLAÐIÐ ■ FJórtán KNATTSPYRNA Týndi sonurinn kominn heim Alan Shearer fæddist í Newcastle 13. ágúst 1970. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar niður Tyne-ána síðan þá. Shearer er nú dýrasti knattspyrnu- maður heims, með 3,2 milljónir ísl. kr. í vikulaun, eða meira en faðir hans, sem var málmverkamaður, hafði í árslaun á sínum tíma. Ungur að árum var Shearer leikinn með knöttinn og lék skólabræður sína oft grátt. Þegar Alan var tólf ára urðu breytingar á lífi hans, eða eftir að Jack Hixon, „njósnari" frá Sout- hampton sá hann leika með skólaliði í Newcastle. Hann sá strax að þar væri á ferð leikmaður framtíð- arinnar og Hixon fékk drenginn til að fara til Sout- hampton þegar hann var aðeins fimmtán ára. „Ég og fjölskylda mín hugsuðum lengi um hvað væri mér fyrir bestu. Ég var spenntur og sá að það væru meiri möguleikar á að fá fljótlega að spreyta sig með litlu liði eins og Southampton og ákvað að slá til. Við Hixon áttum eftir að verða miklir vinir og ég get með sanni sagt við hann: „Þetta er allt þér að þakka, Jack.“ Þeir félagar ræddu ekki eingöngu um knattspyrnu, heldur allt á milli himins og jarðar. Jack Hixon sagði að Alan væri ekki aðeins frábær leik- maður, heldur fullkominn persónu- leiki. „Alan er sá bésti sem ég hef séð leika og þá er ég að miða hann við leikmenn eins og Nat Lofthouse, Hughie Gallacher, Tommy Taylor og Gary Lineker.“ Með sprengikraft í skónum Þegar Alan kom með skóna sína á The Dell, kom það í hlut Dave Marrington að sjá um þjálfun hans hjá unglingaliðinu. „Alan kom hingað með sprengikraft í skónum sínum. Hann var frábær nemandi, sem tók vel eftir og gerði allt sem hann gat til að verða betri og sterkari. Ég sagði honum að skjóta eins og Fer- enc Puskas. í dag jafnast enginn í Evrópu á við hann í stöðu miðherja, henn hefur yfir að ráða miklum skot- krafti, frábærri tækni og er skalla- maður góður.“ Kraftur og dirfska Markvörðurinn Tim Flowers þekkir Alan vel, hefur leikið með honum hjá Southampton, Blackburn og með enska landsliðinu. „Alan hefur yfir að ráða miklum krafti og dirfsku. Meðfæddur styrkur og mótstöðu- kraftur eru hans hættulegustu vopn, þá er hann afar klókur og útsjónar- samur. Góðir markaskorarar verða að vera eins og markverðir, að þora að taka áhættu, vera tilbúnir að búa sig undir það óvænta, taka áhættu hvenær sem er. Það er Alan tilbúinn að gera.“ Alan lék sinn fyrsta leik fyrir Sout- hampton aðeins 17 ára og var það hlutverk hans þrjú keppnistímabil að leggja upp mörk fyrir Matthew Le Tissier og Wallace-bræðurna, en keppnistímabilið 1991-1992 fór hann að skora sjálfur, skoraði 19 mörk, þar af 13 deildarmörk. Hann skoraði ekki nema 23 mörk í 118 deildarleikjum með Southampton. (*1,1 st, Ja«ne- 27. oktober 1 Leicester - Newcastle 2 Arsenal - Leeds 3 Southampton - Manch. Utd. 4 Chelsea - Tottenham 5 Middlesbro - Wimbledon 6 Coventry - Sheffield Wed. 7 Sunderland - Aston ViIIa 8 West Ham - Blackburn 9 Birmingham - Norwich 10 Ipswich - Tranmere 11 Charlton - Oxford 12 Sheffield Utd. - Q.P.R. 13 Huddersfield - Port Vale úrslit Árangur á heimavelli frá 1984 Slagur spámannanna: Ásgeir-Logi 5:5 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 7 vikur: Ásgeir Logi m Þín spá 2 2 2 1 X 1 X 2 1 1 X 2 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 X X 2 1 2 1 X 2 X 2 1 1 2 X 1 X 1 1 1 2 2 1 X 1 1 X 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 X 1 X 7 7 7 3 2 5 56 53 59 8,0 7,6 8,4 ITALIA 26. - 27. október 1 Fiorentina - AC Milan 2 Inter - Parma 3 Napoli - Bologna 4 Perugia - Udinese 5 Piacenza - Verona 6 Reggiana - Sampdoria 7 Vicenza - Cagliari 8 Bari - Empoli 9 Chievo - Brescia 10 Cremonese - Lecce 11 Lucchese - Foggia 12 Palermo - Ravenna 13 Torino - Pescara úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 Slagur spámannanna: Ásgeir-Logi 3:4 Hversu margir réttir siðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 7 vikur: 8,8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.