Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 G 3 "SPYRNA Þegar dýrasti knattspymumaður heims, Alan Shearer, gerðist leik- maður hjá Newcastle, var sagt að týndi sonurinn væri kominn heim. Sigmundur Ó. Steinars- son forvitnaðist um störf hans frá því hann fór fímmtán ára með knattspymuskó sína frá Newcastle til Southampton. Þegar Ásgeir Sigurvinsson sá um að fylgjast með leikmönnum fyrir Stuttgart, fór hann til The Dell 1991 til að fylgjast með Le Tissier. Þá varð hann hrifnari af Alan Shearer en kappinn var ekki til sölu; vildi hvergi leika nema í Englandi. Undir smásjánni Þegar Alan var byijaður að hrella markverði 1992 fóru gæfuhjólin að snúast, hann kynntist Lainya, þau giftust og eiga tvær dætur, Chloe og Hollie. Stóru félögin fengu áhuga á kappanum, hann var valinn til að leika fyrir hönd Englands og skoraði í sínum fyrsta landsleik, gegn Frakk- landi. „Það var stór stund í lífí mínu,“ sagði Alan, sem lék einnig frábærlega með enska landsliðinu skipuðu leikmönnum undir 21 árs aidri. Manchester United vildi fá Alan til Old Trafford en hann valdi Blackburn vegna þess að þar réð Kenny Dalglish ríkjum. Dalglish lofaði að gera Shearer að betri leikmanni og sagði: „Ég væri stoltur af að eiga Alan sem son.“ Alan fór til Blackburn fyrir metupphæð - 3,3 milljónir punda og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir liðið, í spennuleik gegn Crystal Palace, 3:3. Stuðnings- menn Manchester United voru ekki sáttir við að Alan valdi frekar Blackburn og létu hann heyra það þegar hann mætti á Old Trafford. Alan var búinn að skora 22 mörk í 25 leikjum fyrir Blackburn þegar hann meiddist illa á hné í bikar- leik í Cambridge 6. janúar 1993. Hann gekkst undir uppskurð á Cambridge Evelyn sjúkrahúsinu þar sem hann var í tíu daga. Hann lék ekki meira á keppnis- tímabilinu, kom aftur á móti sterk- urtil leiks keppnistímabilið 1993- 1994, skoraði 31 mark og var útnefndur knattspyrnumaður Englands 1994. Meistaii með Blackburn Ári síðar fagnaði hann Eng- landsmeistaratitlinum með Black- burn, fyrsta meistaratitli liðs- ins í 81 ár. Hann skoraði 34 deild- armörk. David Platt, félagi Alans hjá enska landsl- iðinu, sagði: „Það er augljóst að Blackburn hefði ekki orðið meist- ari án Alans sem gerir hlutina svo auðvelda. ----------------- Keppnistímabilið 1995-1996 skor- aði Alan fimm þrennur í deildarkeppn- inni og 30 mörk alls. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 30 mörk eða meira þrjú keppnistímabil í röð frá seinni heimsstyijöldinni. Venables missti ekki trúna Alan lék mjög vel með enska landsliðinu í Evrópukeppninni í Eng- landi sl. sumar, varð markahæstur með fímm mörk. Teddy Sheringham, fyrirliði Tottenham, og félagi Alans í enska landsliðinu, sagði að Shearer hafi verið besti sóknarleikmaður EM. „Hann er frábær alhliða leikmaður, sem kann svo sannarlega að nýta marktækifærin sem hann fær.“ Alan sýndi og sannaði að hann var verðugur að leika í peysu nr. 9, en ekki leikmenn eins og Fowler, Ferdinand, Collymore, Wright, Cole eða aðrir miðheijar Englands. Terry „Eg væri stoltur af i aðeiga Alan sem 5 son“ / Kenny Dalglish Á Alan hef- iryfirað áða mikl- um krafti og dirfsku“ TERRY VENABLES „Tók mig um það bil tvær sekúndur að ákveða að Alan yrði miðherji minn númer eitt“ Venebles, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, missti aldrei trúna á Shearer þó að hann hefði ekki skorað mark i landsleik í tvö ár fyrir EM. „Þegar ég var ráðinn landsliðsþjálfari tók mig um það bil tvær sekúndur að ákveða að Alan yrði miðheiji minn númer eitt. Ég óttaðist aldrei þó að hann skor- aði ekki mörk. Hann vann mjög vel, var alltaf á ferðinni og lagði mörk upp fyrir aðra leikmenn. Eg vissi alltaf að það kæmi að því að hann færi að skora því að Alan er markaskorari af guðs náð. Hann sýndi það þegar hann fór á ferðina í Evrópukeppninni,“ sagði Venables. Sneri bakinu á ný við Man. Utd. Þegar Alan fór með fjölskyldu sína til Karíbahafsins í sumarfrí eftir EM gerði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manehester United, enn á ný tilboð í Alan - bauð Blackburn 12 milljónir pund fyrir hann. Forráða- menn Blackbum vildu ekki selja hann. Þegar Alan kom heim eftir sumarfríið, flaug hann strax til Jers- ey í Ermarsundinu, til að ræða þar við Jack Walker, eiganda Blackburn, og sagði honum að það væri kominn tími til að breyta til. Það var þá sem nýtt kapphlaup hófst um Alan, Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Newcastle, blandaði sér í hlaupið og fagnaði sigri. Þráði að snúa heim Hugur Alans var alltaf í New- castle, þar sem hann ólst upp - þrá- in að snúa heim var yfírsterkari. Newcastle borgaði 15 millj. punda fyrir Alan, sem var nær helmingi hærri upphæð en Liverpool borgaði fyrir Stan Colly- Bretlandseyjum, riíjast upp gömul og góð saga, sem er aldrei of oft sögð; Þegar búningar leikmanna eru þvegn- ir og hengdir til þerris á St. Jame- s’Park, koma tíu þúsund áhorfendur aðeins til að sjá búningana. Knatt- spyrnuáhuginn er mikill í Newcastle, eins og þeir fslendingar sem hafa farið þangað hafa kynnst - allt snýst um Newcastle og meira að segja kornaböm eru í svarthvítu, litum knattspymuliðsins. Fékk hina frægu peysu nr. 9 more, 8,5 milljónir punda. CoIIymore var þá dýrasti knattspymumað- ur Englands. Meira en 20 þús. stuðnings- menn Newcastle mættu á St. Ja- mes’Park, til að bjóða Alan vel- kominn heim, þegar hann skrif- aði undir samning sinn við Newcastle. Ég nýt þess að eiga bestu ár mín eftir sem knatt- spymumaður hér heima í Newcastle,” sagði Alan. Þá braust út geysilegur fögnuður stuðningsmanna. Þegar er rætt um stuðningsmenn Newcastle, sem eru þeir tryggustu á Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, var að sjálfsögðu ánægður þegar r , Alan var kominn Það eru forrettindi í herbúðir Newc- astle. „Það eru forréttindi að fá tækifæri til að taka þátt í að Alan komi heim á ný, til að leika fyrir okkar frá- bæru stuðnings- menn. Það er dá- samlegt að sjá KEVIN KEEGAN að fá tækifæri til að taka þátt í að Alan komi heimá ný“ týnda soninn koma heim.' Keegan færði Alan hina frægu Newcastle-peysu nr. 9; sama númer og markaskorararnir miklu og fyrr- um dýrlingar á St. James’Park, Jack Milburn og Malcolm MacDonald - „Super Mac“ - léku með á bakinu. Tim Flowers Yngstur til að skora þrennu ALAN Shearer lék sinn fyrsta leik með Southampton aðeins 17 ára og 240 daga gamall, þegar Chris Nicholl tefldi lionum fram gegn Arsenal 9. apríl 1988. Alan þakkaði honum traustið með því að skora þijú mörk í sigurleik 4:2. Hann var þar með yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað þrjú mörk í leik í 1. deild- ai’keppninni, nú úr- valsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.