Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 C 5 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson sstur FH-inga á móti Gróttu í gærkvöldi með tíu mörk. Hér fer hann Þórðarsyni og í markinu stendur Sigtryggur Albertsson. stórsigur MSturunum Oskabyijun ÍR vó þungt KNATTSPYRNA Fowler bjargaði Liverpool fyrir hom Sannkölluð óskabyijun ÍR-inga vó þungt í sigri þeirra á HK í gær. Hrafn byijaði á því að verja vítakast og gaf sínum mönnum tóninn. Þeir gerðu fyrstu fimm mörkin, komust síðan í 10:4 og sigurinn var í raun aldrei í hættu; lokatölur 29:24. Bytjun IR-inga var ótrúleg enda nýttu leikmenn fyrstu tiu sóknirnar. Þá tóku HK-menn leikhlé og eftir það misfórust fimm sóknir í röð. Gestirnir gerðu þijú mörk í röð og heimamenn svörðu með því sama þannig að stað- an var orðin 13:7, sex marka munur. Sá munur hélst fram undir miðjan síðari hálfleik, 20:14, en þá kom ágæt- ur kafli gestanna sem gerðu þijú mörk. Heimamenn svöruðu því með fimm mörkum í röð og þar með vom vonir HK að engu orðnar. Leikgleði ÍR-inga var áberandi. Menn fögnuðu hveiju marki eins og það væri úrslitamarkið í heimsmeist- arakeppninni í fótbolta. Þetta er þeirra aðferð til að ná upp stemrnn- ingu í liðinu og gengur það vel. IR byggir á nokkrum ungum piltum og í gær fóru þar fremstir Ólafur Sigur- jónsson leikstjórnandi og Ragnar Óskarsson. Guðmundur Þórðarson er eins og klettur í vörninni og við hlið hans Magnús Már sem var einnig sterkur í vörninni. Jóhann átti fínan leik í vinstra horninu og Frosti hinum megin, en fékk boltann ekki nógu oft. Hrafn varði vel í markinu. Hjá HK var í raun fátt um fína drætti. Markverðirnir vörðu þokka- lega þegar einhver vörn var fyrir framan þá, sem var raunar allt of sjaldan. Vörn HK var þó skárri í síð- ari hálfleik eftir að hún færði sig framar. Gunnleifur og Hjálmar voru atkvæðamestir, en nýting þeirra var ekki góð. Þá komst Óskar ágætlega frá síðari hálfleiknum. Sigurður Sveinsson var tekinn úr umferð seint í fyrri hálfleik og allan þann síðari. Liverpool og Charlton verða að eigast við á ný eftir tvær vikur þar eð ekki fékkst úr því skorið í gærkvöldi hvort liðið heldur áfram í 4. umferð ensku deildarbikar- keppninnar en níu leikir voru háðir í keppninni í gærkvöldi. Charlton komst yfir í leiknum með marki David Whyte á 18. mínútu. Áður en að jöfnunarmarki Liverpool kom höfðu bæði Whyte og Carl Leaburn fengið góð tækifæri til að bæta við fyrir heimamenn. Robbie Fowler jafnaði fyrir Liverpool og tryggði félaginu aukaleik á heimavelli. Newcastle sem burstaði Manc- hester United um síðustu helgi marði 1:0 jafntefli í viðureign við Þorvald Örlygsson og félaga í Old- ham. Það var Peter Beardsley sem gerði eina mark leiksins úr víta- spyrnu á 25. mínútu. Skömmu áður hafði Þorvaldur fengið ákjósanlegt marktækifæri til að koma Oldham yfir. Meistaralið Manchester United lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Swindon. Það var ekki fyrr en á 72. mínútu er Paul Scho- KNATTSPYRNUSAMBAND Níg- eríu er ekki sammála Hollendingn- um Jo Bonfrere sem segist ekki lengur vera landsliðsþjálfari lands- ins. Talsmaður sambandsins sagði í gær að Bonfrere hefði undirritað samning til tveggja ára í ágúst 1995 og ætti því nær ár eftir í starfi en Hollendingurinn, sem stjórnar nú Qatar í Flóakeppninni, sagði að störfum sínum hefði lokið með Ólympíuleikunum í Atlanta og hefði hann afhent forsvarsmönnum sam- bandsins og FIFA uppsagnarbréf sitt. „Ég vil ekki greina frá ástæð- um þess að ég hætti en almenning- ur í Nígeríu veit hvers vegna,“ sagði hann. Nígería varð ólympíumeistari í knattspyrnu í sumar en samband Hollendingsins og knattspyrnuyfir- valda hefur verið stirt frá því í árs- byrjun þegar yfirvöld landsins skip- íþróttasamband íslands hefur sett upp vefsíður á veraldarvef al- netsins. Þar eru ýmsar upplýsingar um skipulag og starfsemi ÍSÍ og sambandsaðila, þ.e. sérsambanda, héraðssambanda_ og íþróttabanda- laga, fréttabréf ÍSI og annar fróð- leikur um íþróttir innan lands og utan, þ. á m. upplýsingar um keppni og úrslit, sem fengnar eru úr gag- nagrunni tölvukerfis ÍSÍ. Vefsíðurnar eru geymdar á tölv- um íslenskra getrauna, sem hefja fljótlega sölu á Lengjunni á netinu. ÍSÍ og íslenskar getraunir hyggja á frekara samstarf og hafa sett upp til reynslu samvinnuverkefnið Is- lenski íþróttavefurinn. Markmiðið með honum er að miðla sem mestu af upplýsingum um íþróttir á ís- landi og tengd málefni á skýran og samræmdan hátt og að notendur les kom United í 2:1 að Ferguson og drengirnir hans gátu andað létt- ar. Annars var Manchesterliðið mik- ið breytt frá útreiðinni á sunnudag- inn og aðeins þrír leikmenn sem léku þann leik voru með gegn Swin- don. Karel Poborsky kom United yfir á 19. mínútu en Peter Thorne jafnaði metin fyrir gestina. Millesbrough sýndi mesta grimmd úiwalsdeildarliðanna í leikj- um gærkvöldsins er þeir fengu Huddersfield í heimsókn. Gjörsigr- uðu þá 5:1, þar sem Fabrizio Ravan- elli skoraði tvö mörk en þeir Mik- kel Beck, Juninho og Emerson gerðu eitt mark hver. Lærisveinar Bryan Robsons fá efiaust meiri mótspyrnu í næstu umferð er þeir mæta Newcastle. Aston Villa gaf Leeds engin grið á Villa Park og hafði betur 2:1 líkt og Tottenham gerði í viðureign sinni við Sunderland. Tottenham mætir Guðna Bergssyni og félögum í Bolton í næstu umferð og verður fróðlegt að fylgjast með baráttu Guðna gegn sínum fyrri félögum. Luis Enrique Martinez skoraði uðu landsliðinu að sniðganga Afr- íkukeppnina sem fór fram í Suður- Afríku. í kjölfarið var Nígeríu mein- að að taka þátt í næstu tveimur Afríkumótum en síðar var bannið aðeins látið gilda um næstu keppni. Talsmaður sambandins sagði að það ætti von á Bonfrere aftur til starfa á mánudag en á þriðjudag leikur Nígería æfingalandsleik við Tyrkland í Istanbul og mætir Burk- ina Faso í undankeppni Heims- meistaramótsins í Lagos 9. nóvem- ber. „Við könnumst ekki við upp- sagnarbréf frá Bonfrere," sagði talsmaðurinn. „Hann kom ekki með okkur heim frá Atlanta sem ýtti undir orðróm um að hann væri hættur en hann hitti talsmenn ríkis- stjórnarinnar í september og sagð- ist ekki hafa sagt upp. Hann fékk þá tveggja mánaða frí vegna sigurs- ins á Olympíuleikunum." geti nálgast allt íslenskt íþróttaefni á vefnum með tengingu við einn stað. Slóð íslenska íþróttavefsins er http://www.toto.is_ en slóðin á vefsíðum ÍSÍ er http://www.toto.is/isi. Ikvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Grindavík: UMFG - Skallagrímur..20 Njarðvík: UMFN - Keflavlk......20 Seljaskóli: ÍR - KFÍ...........20 Nesið: KR - Haukar.............20 Smárinn: Breiðablik - UMFT.....20 1. deild karla: Kennarask.: ÍS - Valur.........20 Handknattleikur 1. deild karla: yarmá: UMFA - KA...............20 Ásgarður: Stjarnan - iBV.......20 eina mark Barcelona á útivelli gegn Sevilla og nægði það til sigurs og einnig til þess að félagið endur- heimti efsta sætið í spænsku 1. deildinni. Leikurinn þótti jafn og talsvert bar á hörku. Þjálfari Se- villa var ósáttur að leiklokum og sagði dómarann hafa verið heigul að hafa ekki þorað að flauta rang- stöðu á Martinez áður en hann skor- aði markið. Áður hafði Vitor Baia markvörður Barcelona varið vel í tvígang frá áköfum sóknarmönnum Sevilla. Annars voru óvæntustu úrslit kvöldsins þau að meistarar Atletico Madrid steinlágu gegn nágrönnum sínum í Rayo Vallecano, 3:1. Madrid- liðið er nú tíu stigum á eftir Barcelona þegar níu umferðum er lokið. „Við vorum skelfilegir og þurfum að bæta marga hluti hjá okkur til að komast í fremstu röð á ný,“ sagði Radomir Antic þjálfari Atletico. Deportivo Coruna hélt þriðja sætinu í deildinni þrátt fyrir að ná aðeins 1:1 jafntefli í viðureign við Racing Santander. Ferguson gerði breytingar ALEX Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Un- ited, ákvað að hvíla stóran hóp leikmanna sinna í gær- kvöldi, þegar liðið lék gegn Swindon í deildarbikar- keppninni. Aðeins þrír leik- menn, sem léku 5:0 tapleikinn á móti Newcastle, voru í byrj- unarliðinu. Það voru þeir David May, Gary Neviile og Tékkinn Karei Poborsky. Augen- thaler kveður KLAUS Augenthaler, aðstoð- arþjálfari Bayern Mtinchen og fyrrum varnarmaður liðs- ins og þýska landsliðsins, seg- ist vera viss um að þurfa að yfirgefa herbúðir félagsins eftir að hafa þjónað því í rúm 20 ár. Augenthaler, sem lék m.a. með landsliðinu í HM á ítaliu, hefur verið skýrt frá því að samningur hans við félagið verði ekki framlengd- ur, en hann rennur út í vor. „Ég hef greint Augenthal- er frá þeirri skoðun minni að hann geti ekki verið aðstoðar- þjálfari liðsins um aldur og ævi,“ er haft eftir Franz Beckenbauer, formanni Miinchen-Iiðsins, í SportBild í gær. „Þú verður að hleypa heimdraganum og taka við sijórnvelinum hjá öðru félagi, þú ert fullfær um það,“ er einnig sagt að „keisarinn“ hafi látið um mælt við Aug- enthaler. Hann gekk til liðs við Bayern árið 1975 þá sem unglingur og lék með félag- inu allan smn feril og eftir að honum lauk fyrir fimm árum tók hann við núverandi starfi. Augnethaler lék 27 landsleiki fyrir Þýskaland á sínum tíma. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Þjálfari eða ekki þjálfari Nígeríu VEFSIÐUR ÍSÍ á alnetinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.