Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR GunnarOddsson, fyrirliði Leifturs, valinn besti knattspyrnumaður sumarsins af leikmönnum 1. deildar Lykilmaður án titils HJÓNIN Gunnar Oddsson og Krlstín Bauer fögnuðu vall Gunnars sem besta manns íslands- mótsins. Þau hjón eiga tvö börn, Odd, sem er 5 ára og Evu Sif sem er eins árs. Besti knattspyrnumað- ur íslandsmótsins í sumar, Gunnar Odds- son, hefur verið lykil- maður í þeim þremur liðum sem hann hefur leikið með í þau tólf ár sem hann hefur verið í meistaraflokki. Hann sagði Skúla Unnari Sveinssyni að viður- kenningin, sem hann hlaut fyrir að vera best- ur í sumar, sé eini titill- inn sem hann hefur hlotið á ferli sínum með meistaraflokki. Gunnar, fyrirliði Leifturs frá Ólafsfirði, var valinn besti leikmaður 1. deildar karla í knatt- spyrnu um síðustu helgi af leik- mönnum deildarinnar. Hann segir valið hafa komið sér nokkuð á óvart því hefð sé fyrir því að menn úr „sigurliðum" séu valdir bestir. Gunnar er fæddur á ísafirði, hefur lengstum búið í Keflavík með smá viðkomu á Akranesi og í Reykjavík og síðustu tvö árin hefur hann ver- ið á Ólafsfirði. Hann lék fyrsta leik- inn í deildinni árið 1984 en hefur síðan verið lykilmaður með sínu liði, fyrst hjá Keflavík, síðan KR og núna hjá Leiftri. Eins merkilegt og það nú er þá hefur Gunnar aldrei unnið titil í meistaraflokki í knatt- spymunni, þrátt fyrir að hafa alla tíð verið einn besti maður síns liðs. Þar til föstudaginn 18. október sl. að hann hlaut viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður Islands- mótsins. „Eigum við ekki að segja að það standi til bóta,“ segir Gunn- ar. „Þessi viðurkenning var í raun kærkomin því ég átti ekkert frekar von á að vera valinn bestur þó svo fólk í kringum mig hafi rætt þann möguleika. Hefðin hefur hins vegar verið sú að bestu mennirnir koma venjulega úr liðum sem unnið hafa deild eða bikar og því bjóst ég ekki við þessu. En ég gerði mér grein fyrir því að ég hef leikið ágætlega í sumar og því vonaðist ég til að heyra nafn mitt þegar sá besti yrði útnefndur," segir Gunnar. Skemmtilegasta sumarið Aðspurður hvernig honum hafi þótt deildin í sumar sagði Gunnar: „Eg held að þetta sé eitt skemmti- legasta sumarið í fyrstu deildinni. Það var spenna á öllum vígstöðvum alveg fram á síðustu sekúndur og mikil dramatík í lokin. Ég held að þetta hafi verið mjög gott ár fyrir knattspyrnuna." Gunnar lék eins og áður segir fyrsta leik sinn í deildinni árið 1984. Sumarið eftir var hann fastamaður í liði Keflvíkinga og einnig 1986 og ’87. Þá færir hann sig um set og gengur í raðir KR þar sem hann lék í fimm sumur og stóð sig vel. Aftur lá leiðin til Keflavíkur og nú lék Gunnar með sínu liði í tvö sum- ur, 1993 og 1994, en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Leiftri. Gunnar hefur leikið rífiega 200 leiki í 1. deild og hefur því kynnst mörgu, en aldrei fengið að halda á bikar. „ Skemmtilegasta keppnistímabilið fyrir mig persónulega var 1990 þegar ég lék með KR - þá komst ég næst því að fá titil. Við misstum af meistaratitlinum til Fram á markamun og síðan töpuðum við í vítaspymukeppni í úrslitum bikar- keppninnar eftir tvo framlengda leiki við Val. Sumarið 1993 lék ég á ný með Keflvíkingum og það var skemmtilegt tímabil." Meiri alvara Sitthvað hefur sjálfsagt breyst síðan Gunnar lék sinn fyrsta meist- araflokksleik. „Já, það er margt sem hefur breyst. Það sem kannski hefur mest áhrif er að nú er miklu meira í húfí hjá félögunum og hveij- um leikmanní. Það er miklu meiri alvörubragur á hlutunum núna. Þó svo menn hafi verið í knattspyrn- unni af fullri alvöru þá er þetta öðruvísi núna. Leikur sumra liða ber það með sér að það er mjög mikið undir - félögin eru búin að fjárfesta svo mikið að það má ekk- ert bregðast. Léttleikinn ræður þess vegna ekki alltaf ríkjum eins og ætti þó helst að vera. Ég held að léttleikinn komi á ný, það tekur bara ákveðinn tíma að slípa þetta kerfi sem við erum með.“ Gunnar hefur leikið fimm lands- leiki, þijá með A-landsliðinu og tvo með landsliði skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. „Það var árið 1986 sem ég var valinn til að leika með 21 árs liðinu og fyrsti A-landsleik- urinn minn var 1989, sá næsti árið 1994 og þriðji ári seinna. Það má því segja að þetta hafi verið ansi dreift hjá mér. Guðni Kjartansson og Sigfried Held voru með liðið 1989 og Ásgeir Elíasson var með það 1994 og 1995.“ Gunnar hefur verið lykilmaður í þeim liðum sem hann hefur leikið með og var valinn sá besti á dögun- um. Býst hann ekki við að verða kallaður á ný í landsliðið? „Ég veit það ekki, ekkert frekar. Ég á ekki von á að það breytist neitt. Ef ég er ekki valinn núna þá verð ég sjálf- sagt aldrei valinn. En ég er tilbúinn ef kallið kemur.“ Kaflaskipti Það er komið að kaflaskiptum á knattspyrnuferli Gunnars því hann hefur gert samning við Keflvíkinga um að gerast þjálfari meistara- flokks félagsins ásamt Sigurði Björgvinssyni og er þetta í fyrsta sinn sem Gunnar þjálfar meistara- flokk. „Siggi er hættur að spila en ég ætla að spila áfram. Við munum að mestu leyti byggja liðið upp á sama grunni og var í sumar, á heimamönnum, en samt er alls ekki útilokað að við krækjum okkur í einhveija nýja leikmenn. Keflvíkingar eru að ganga í gegnum ákveðin kaflaskipti. Liðið í sumar var ungt og óreynt, trúlega yngsta liðið í deildinni. Fyrir utan Ólaf Gottskálksson í markinu voru nokkrir leikmenn 24-25 ára en aðrir í kringum tvítugt. Liðið er sem sagt ungt og efnilegt og framtíðin er björt. Það má segja að ungir og góðir strákar séu að koma upp í kippum enda hefur verið unnið vel að unglingamálum hjá Keflavík undanfarin ár og þetta er afrakstur þess. Ég kvíðý því ekki að taka að mér þjálfun. Ég hefði aldrei tekið þetta að mér einn, en við Siggi þekkjum hvor annan vel og ég held að þetta ætti að ganga vel hjá okk- ur.“ Kjartan Másson, sem þjálfaði Keflvíkinga í sumar, verður fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar- innar. „Kjartan er kominn í fína stöðu, hann er mjög drífandi og ég held hann sé réttur maður í svona stöðu. Kjartan hefur þjálfað lengi og því kannski kominn tími til fyrir hann að fara að hægja á sér á þeim vetvangi." Gunnar er þegar farinn að stjórna æfíngum hjá Keflvíking- um. „Við ætlum að halda okkur aðeins við efnið eitthvað fram í nóvember, leikum okkur tvisvar í viku. Ég sé engan tilgang í að jaska mönnum út í nóvember og desem- ber, frekar að halda sig við efnið og hafa gaman af þessu. Við höfum aðstöðu til að vera inni á veturna því hér er lítil reiðhöll sem við höf- um aðgang að. Hún er reyndar ekki stór en þar er í það minnsta skjól fyrir veðri og vindum." Jafniengi hjá KR og Keflavík Gunnar er fæddur á ísafirði í mars 1965. Fjölskyldan flutti til Keflavíkur ári síðar og Gunnar flutti til Akraness með foreldrum sínum þegar hann var tíu ára og bjó þar í tvö ár. Hann segir að þrátt fyrir að hafa leikið með KR-ingum í fimm ár, jafn lengi og meistaraflokki Keflavíkur, og á Olafsfirði í tvö ár, sé hann alltaf Keflvíkingur og stundum hafi verið erfitt að leika á móti „sínu“ félagi. „Þegar ég var í KR fann ég ekki mikið fyrir því að erfitt væri að leika á móti Keflavík. Kannski var það vegna þess að við unnum alltaf. Með Leiftri fannst mér hins vegar alltaf voðalega erf- itt að leika gegn Keflvíkingum enda gekk okkur illa gegn þeim. Ég hafði miklar áhyggjur af því að „mínir menn‘! myndu falla, sérstaklega GUNNAR lék með KR-ingum í fimm ár. Hér er hann í baráttu við Sævar Jónsson úr Val árlð 1990, en þá tapaðl KR fyrir Val í blkarúrslltum. Llðin mættust tvívegis og var framlengt í bæði skiptin og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.