Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C $to*t$m&MbVb 244. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Samið um Svartahafsflotann RUSSNESKIR erabættismenn sögðu í gær að Borís Jeltsín, forseti RússlandSj og Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, hefðu náð samkomulagi um hvernig leysa bæri deiluna um Svarta- hafsflotann. Ráðgert væri að Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra færi til Kíev um miðj- an næsta mánuð til að undirrita samninga um skiptingu 600 her- skipa, sem Rússar og Úkraínu- menn hafa deilt um frá hruni Sovétríkjanna árið 1991. Hvorki Kútsjma né talsmenn Jeltsíns vildu greina frá sam- komulagi forsetanna í smá- atriðum. Á myndinni er eitt af herskipunum í Sevastopol á Krímskaga. Thorbj0rn Jagland leggur fram ráðherralistann í dag Búist við allveru- legum breytingum Ósló. Eeuter. THORBJ0RN Jagland, arftaki Gro Harlem Brundtland sem forsætis- ráðherra Noregs, átti í gær fundi með nánustu samstarfsmönnum sínum um skipan nýrrar stjórnar. Arbeiderbladet, málgagn Verka- mannaflokksins, sagði, að hann hefði haft ráðherralistann tilbúinn í fyrrakvöid en í gær ætlaði hann að leggja hann fyrir flokksforyst- una og hann verður kynntur opin- berlega í dag. „Ég hef verið að ræða við þá, sem ég vil hafa með í ríkisstjórn- inni," sagði Jagland í gær en flest bendir til, að allverulegar breyting- ar verði á henni. Talið er víst, að fimm ráðherrar hætti og hugs- anlega fleiri. Meðal þeirra er Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráð- herra en hann hefur áður gefið í skyn, að með tilliti til fjölskyldunn- ar finnist honum nóg komið. Grete Berget barna- og fjöl- skylduráðherra og Thorbjorn Berntsen umhverfisráðherra eru á útleið að flestra áliti og það hefur verið staðfest hvað varðar Gunnar Berge, ráðherra sveitarstjórnar- mála, og Gunhild Oyangen land- búnaðaráðherra. Nýir ráðherrar? Norskir fjölmiðlar veðja á, að á meðal nýrra ráðherra verði Terje Red Larsen, einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóð- anna, en ekki er ljóst hvaða emb- ætti hann fær. Utanríkismálin væru kannski nærtækust en almennt er búist við, að Bjern Tore Godal fari með þann málaflokk áfram. Þá er formaður í félagsmálanefnd þings- ins, Sylvia Brustad, einnig talin fá ráðherraembætti. Norskir fjölmiðlar sögðu í gær um Jagland, að enginn annar mað- ur hefði tekið við forsætisráðherra- embætti í landinu við betri aðstæð- ur í efnahagsmálunum en Noregur með sína 4,3 milljónir manna er annað mesta olíuútflutningsríki í heimi. Þau sögðu hins vegar líka, að hann væri ekki öfundsverður af því að taka við af Gro Harlem Brundtland, svo mikið væri það skarð, sem hún skildi eftir sig. Oftek- inn virð- isauka- skattur London. Reuter. TVÖ fyrirtæki í Bretlandi unnu í gær fyrir Evrópudómstólnum mál, sem þau höfðuðu gegn bresku stjórninni, en þau héldu því fram, að þeim hefði verið gert að greiða of mikinn virðisaukaskatt. Getur þessi úrskurður leitt til tugmillj- arða króna skaðabótakrafna frá öðrum fyrirtækjum. Það voru hreinlætisvörufyrir- tækið Elida og smásölukeðjan Argos, sem höfðuðu málið vegna þess, að þeim var gert að greiða fullan virðisaukaskatt af vörum, sem þau seldu á sérstöku tilboðs- verði. í úrskurðinum, sem byggður er á reglum Evrópusambandsins, segir, að greiða eigi virðisauka- skatt af söluverði hvert sem það er. Greinir á um endurgreiðslur Talsmaður breska fjármála- ráðuneytisins sagði, að í versta falli gætu fjárkröfur á hendur rík- issjóði vegna þessarar niðurstöðu farið eitthvað yfir 20 milljarða ísl. króna, en ný lög, sem takmarka endurgreiðslur á virðisaukaskatti við þrjú ár, gætu þó dregið veru- lega úr þeim. Verður lagafrum- varpið lagt fram með fjárlaga- frumvarpinu í næsta mánuði. Alan Buckett, kunnur skatta- sérfræðingur í Bretlandi, telur hins vegar, að fjármálaráðuneytið geri of lítið úr hugsanlegum end- urkröfum og segir, að þær geti að hans mati orðið á sjötta hundr- að milljarða króna. Bob Dole að verða úrkula vonar Segistekkert skilja í f ólki Reuter Rabins minnst í ísrael ÍSRAEL AR minntust þess í gær að ár er liðið frá morðinu á Yitzh- ak Rabin, fyrrverandi forsætis- ráðherra, samkvæmt tímatali gyðinga. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra flutti ræðu á þinginu af þessu tilefni og sagði morðið minna á nauðsyn þess að binda enda á sundrungina meðal ísraela. Fjölskylda Rabins var viðstödd tilfinningaþrungna minningarat- höfn við gröf hans í Jerúsalem. Þúsundir manna komu einnig saman á morðstaðnum í Tel Aviv, þar sem myndin var tekin. Rabin var myrtur 4. nóvember, en samkvæmt tímatali gyðinga er árið yfirleitt styttra en í okkar tímatali og hlaupárin mun lengri. ¦ Morðiðtaliðhafa/17 Pensacola, Washingfton. Reuter. MIKIL örvænting er farin að ein- kenna kosningabaráttu Bobs Doles, frambjóðanda repúblikana í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum 5. nóvember nk., og í gær skammaði hann kjósendur, fjölmiðla og ríkis- stjórnina og kvaðst ekkert skilja í því hvað fólk væri að hugsa. Ross Perot, frambjóðandi Umbótaflokks- ins, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann hæddist að Dole fyrir að hafa reynt að fá hann til að draga framboðið til baka. Dole virtist reiður þegar hann hélt ræðu á kosningafundi í Pensac- ola á Flórída í gær en þá vó hann hart að siðferði Bills Clintons, for- seta Bandaríkjanna, og skoraði á landsmenn að vakna áður en það væri um seinan. Furðar sig á kjósendum „Ég velti því stundum fyrir mér um hvað fólk er að hugsa eða hvort það hugsi yfirleitt eftir allt það, sem á hefur gengið í Hvíta húsinu," sagði Dole, en miklu af tímanum varði hann til að deila á frjálslynda fjölmiðla, sem hann kallar svo. Sak- aði hann þá um að hlífa Clinton vegna þess, að þeir vildu sjá hann endurkjörinn. „Vaknið Bandaríkjamenn! Þið hafið 12 daga til þess. Þið munuð gera sjálfum ykkur mikinn bjarnar- greiða með því að kjósa Bill Clinton." „Furðuleg" tilmæli Ross Scott, kosningastjóri Doles, reyndi í fyrradag að fá Ross Perot til draga framboð sitt til baka en þeim tilmælum hans var vísað á bug. Telja fréttaskýrendur, að Dole hafí ekki bætt stöðu sína með þessu. Létu blaðamenn spurningunum rigna yfir Dole í gær af þessu til- efni en hann svaraði þeim aldrei efnislega. Perot hélt síðan fréttamannafund í gær þar sem hann kallaði tilmæl- in „furðuleg og út í hött". Kvaðst hann mundu berjast sinni baráttu til kjördags. ¦ Reynt að fá/18 Zaire-her á flótta Kigali. Reuter. LIÐSMENN Zaire-hers voru í gær á skipulagslausum flótta í austur- hluta landsins undan sókn upp- reisnarmanna af ættum tútsa, svo- nefndra banyamulenge. Nær 300.000 manns, einkum hútú- menn sem hrakist hafa frá Rúanda og Búrundi, eru á flótta frá svæð- inu. Fulltrúi uppreisnarmanna sagði í gær að þeir hefðu þegar tekið þrjár mikilvægar borgir og sætu um héraðshöfuðstaðinn Bukavu. Hefðu ættbálkar frá þrem svæðum í austurhluta Zaire, Kasai, Shaba og Katanga, slegist í lið með ban- yamulenge en andstæðingar upp- reisnarmanna fullyrða að hermenn frá Rúanda hafí verið sendir til aðstoðar uppreisnarliðinu. ¦ SÞ óttast neyðarástand/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.