Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sjómenn ósáttir við verð á síld til manneldis ÓÁNÆGJU gætir meðal sjómanna með verð sem síldarkaupendur bjóða fyrir síld til mann- eldis. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir að sumir síldarkaupendur vilji ekki láta útgerð- ir og sjómenn njóta þeirrar hækkunar á afurða- verði er orðið hefur að undanfömu. Hann seg- ir að þar sem síldarverðið sé lægst sé verið að bjóða 8-9 krónur fyrir kílóið, en annars staðar sé verið að borga allt upp í 15 krónur fyrir kílóið. Benedikt sagði að talsvert hefði verið um að sjómenn hefðu haft samband við FFSÍ vegna lágs verðs á síld til söltunar og frystingar. Þegar væri búið að vísa einu máli til úrskurðar- nefndar, sem fjallar um ágreining um fisk- verð. Hann sagðist allt eins eiga von á að fleiri málum yrði vísað til nefndarinnar. „Þarna er á ferðinni gamla vandamálið, sem er einhliða ákvörðun kaupenda þegar um er Krefjast breytinga á verðlagningarkerfi í komandi kjaraviðræðum að ræða samrekstur vinnslu og veiða,“ sagði Bendedikt. Hann sagði að í sumum tilvikum hefðu viðskipti með síldarkvóta áhrif á síldar- verðið á þann hátt að minna kæmi í hlut sjó- manna. Verður tekið upp í kjaraviðræðum „Staða sjómanna þegar þeir eru að semja við sinn vinnuveitanda um fiskverð er oft mjög veik. Yfirleitt gera þeir þessa samninga án nokkurs skjóls frá stéttarfélögum sínum. Eins og atvinnuástandið hefur verið er samn- ingsstaða aðila mjög ólík. Við heyrum oft um hótanir um uppsagnir gangi áhöfnin ekki að því tilboði sem vinnuveitandinn leggur fram.“ Benedikt sagðist eiga von á að breytingar á verðlagningarkerfí afla verði ein meginkrafa FFSÍ í komandi kjaraviðræðum. „Við höfum tvisvar á fáum árum farið í verkfall út af óánægju með fiskverð og að hluta til einnig vegna fijáls framsals á kvóta. í bæði skiptin varð niðurstaðan að setja á fót nefndir, sem áttu að greiða fyrir eðlilegri verðmyndun. Fyrri nefndin skilaði nánast engu. Það eru ekki allir sannfærðir um ágæti starfs þeirrar nefndar sem nú starfar, en hún lýkur störfum um næstu áramót. Að mínu mati er árangurinn heldur rýr. Ég tel líklegt að í komandi kjara- samningum verði þrýst á um að farnar verði aðrar leiðir. Við sjáum enga aðra raunhæfa lausn en að allur ferskur fiskur sem landað er innanlands fari um löggilta uppboðsmarkaði eða fjarskiptamarkaði," sagði Benedikt. Biskup og kirkjuráð gagnrýnd TIL SNARPRA orðaskipta kom á kirkjuþingi í gær þegar nefndarálit um skýrslu biskups og kirkjuráðs var til umfjöllunar. Alitið var að lokum samþykkt eftir mikla umræðu, m.a. um úrsagnir úr þjóðkirkjunni og veit- ingu aðstoðarprestakalla. í álitinu er lýst furðu á að ekki var gert ráð fyrir ráðningu aðstoðar- prests á ísafirði í frumvarpi til fjár- laga næsta árs. Aðstoðarprestur starfar nú á ísafirði tímabundið til eins árs. Af því tilefni gagnrýndi sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur á ísafírði, biskup og kirkjuráð harðlega og spurði af hveiju ekki hefði verið farið eftir samþykktum kirkjuþings um ráðningu aðstoðarprests. Sr. Magnús vitnaði í lög um kristnisjóð og sagði hlutverk hans vera að launa aðstoðarþjónustu presta og guðfræð- inga. „Það vantar því ekki fé heldur vilja og heiðarleika,“ sagði hann. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sagði fjarstæðu að hann hefði gefíð upp vonina um að áfram yrði aðstoðarprestur á ísafírði og það þyrfti ekki að minna hann á lögin um kristnisjóð. Ólafur sagði enn- fremur að samþykktir í bókun kirkju- þings segðu líka að bæta þyrfti þjón- ustuna þar sem fjölmennið væri mest. „Að vera vændur um að taka ekki mark á kirkjuþingi er þess eðlis að ég neita að svara því,“ sagði biskup. Úrsagnir úr þjóðkirkjunni Sumir þingfulltrúar töldu of lítið gert úr úrsögnum úr kirkjunni í álit- inu en þar segir: „Kirkjuþing virðir rétt fólks til þess að velja sér trúfé- lagsaðild enda trúfrelsi grundvallar- mannréttindi. Kirkjuþing minnir presta og söfnuði landsins á að kirkj- an starfar í söfnuðum og hvetur þess vegna til að vanda enn frekar þjón- ustuna að tilbeiðslu, fræðslu, sál- gæslu og líknarþjónustu." Sr. Hreinn Hjartarson sagði á stundum vera of mikið gert úr úr- sögnum úr kirkjunni en lítil áhersla lögð á hið jákvæða í kirkjustarfi. Sr. Geir Waage sagði þögnina geyma ræðu sr. Hreins best. „Eg tel ekki rétt að draga fjöður yfír þá at- burði sem leitt hafa í ljós sorglegt úrræðaleysi og alvarlegt siðferðilegt skipbrot hjá mörgum stofnunum kirkjunnar." Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup sagði athugasemd nefndar- álitsins um úrsagnir úr þjóðkirkjunni vera yfírborðslega. Hann sagði helstu ástæðuna fyrir úrsögnum úr þjóðkirkjunni vera að síaukinn fjöldi fólks efaðist um að kirkjan í samtíð- inni hefði nokkra þýðingu. Ljósmynd/Anna T. Pálmadóttir Veikur sjómaður sótt- ur í annarri tilraun Aðstæður í fyrrinótt hrikalegar ÞYRLUR varnarliðsins lentu um klukkan 14.30 í gær við Borgarspít- alann með alvarlega veikan sjó- mann af japönsku skipi, en þyrlurn- ar urðu frá að hverfa í fyrrinótt sökum illviðris. Skipið sigldi til móts við þyrlurnar í gær og var sjómaðurinn hífður um borð í þær um 180 mílur suðsuðaustur af Reykjanesi. Þyrlurnar héldu frá Keflavíkur- flugvelli um klukkan 10.30 í gær- morgun ásamt eldsneytisflugvél. Þetta er 296. björgunarflug 56. þyrlubjörgunarsveitar varnarliðsins hérlendis frá árinu 1971 og hið fjórða á þessu ári. Útilokað að síga Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hafði ekki bolmagn til flugsins í fyrrinótt og í gær var hún í skoðun, þannig að ákveðið var að varnarliðið næði í manninn. Paul Barendregt, yfirflugliði í þyrlusveitinni, segir að aðstæður til björgunar hafí verið hrikalega slæmar í fyrrinótt og ekki hafi kom- ið annað til greina en hætta við frekari tilraunir til að hífa sjómann- inn um borð, sem talinn var með þrálátt magasár og innvortis blæð- ingar. „Eftir erfitt flug í mjög slæmu skyggni komumst við loks að skip- inu, en þar var úrhellisrigning og mikill vindur eða um níu vindstig og tæplega tólf metra ölduhæð. Auk þess var mjög lágskýjað og dimmt og því afar erfitt að halda þyrlunum stöðugum," segir Baren- dregt. „Á skipinu var auk þess mikið af vírum og annarri fyrirstöðu, þannig að útilokað var að síga nið- ur til að sækja sjúklinginn. Japönskumælandi túlkur sat síðan í eldsneytisvélinni fýrir ofan okkur og var í fjarskiptasambandi við skipið, þannig að um ákveðna sam- skiptaörðugleika var að ræða sem auðvelduðu alls ekki málin. Þetta var mjög erfitt og tvímæla- laust ein versta flugferð sem ég hef upplifað," segir Barendregt. Frumsýning í New York á „Ég býð þér upp í dans“ New York. Morgunblaðið. SÖNGLEIKUR Sessejju Pálsdótt- ur og Egils Ólafssonar „Ég býð þér upp í dans“ (Come Dance With Me) verður frumsýndur í kvöld i Chernuchin leikhúsinu á Manhattan. Leikurinn fjallar um barþjón- inn Sammy sem dreymir um að verða frægur söngvari, einsog hann telur efni standa til, því vinir hans sem sækja barinn eru alltaf að segja honum hvað hann sé góður og faðir hans að benda honum á að hann hafi nú meist- aragráðu í söng og dansi frá ekki minni skóla en Yale. En ekki fer allt sem ætlað er. Svipt- ingar i lífi vinanna blandast inn í framavonir Samma og allt gef- ur þetta tilefni til margvíslegra hugleiðinga um fall og frama, árangur, ástarsambönd, tilfinn- ingar, rökvísi og meininguna með þessu öllu saman. Sex leikarar taka þátt í sýning- unni. Sesselja er höfundur hand- rits og söngtexta en tónlistin er eftir Egil, sem hér er að leið- beina nokkrum leikaranna um innlifun og stíl. Gary Becker skrifar um veiðileyfagjald í nýrri bók Styður skatt á afla þrátt fyrir mótrök frá Islandi HAGFRÆÐINGURINN og Nób- elsverðlaunahafinn Gary Becker hefur verið áberandi talsmaður veiðileyfagjalds í Bandaríkjunum og í inngangi að nýrri bók sinni segir hann að skrif sín um málið hafi vakið mikil viðbrögð, einkum á íslandi. Bætir hann því við að þótt talsmenn kvótakerfis á ís- landi hafi margir sett fram góð rök telji hann enn að veiðileyfa- gjald eða skattur á afla sé skyn- samlegri lausn á vanda sjávarút- vegsins og segir að ekki væri verra ef afleiðingin yrði sú að skattur á afla yrði til þess að aðrir skattar lækkuðu. í bók Beckers, sem nefnist „Hagfræði lífsins", eru birtar greinar, sem hann hefur skrifað í tímaritið Business Week og kona hans hjálpaði honum að taka sam- an og búa til prentunar. Þar hefur hann meðal annars fjallað um veiðileyfagjald eða skattlagningu afla. Becker, sem hlotið hefur Nóbels- verðlaunin í hagfræði, fór að velta fyrir sér leiðum til að stjórna fiskveið- um þegar hann komst í kynni við kvótakerfið, sem notað er í Nýja-Englandi, en svo er norðausturhluti Banda- ríkjanna kallaður. Gagnrýnir heildarkvóta Þar er heildarkvóti, sem ekki er skipt milli báta, settur á vartara og aðrar fisktegundir til að koma í veg fyrir ofveiði. Becker segir að þessir heildarkvótar „ýti undir tilraunir til að ná vartaranum snemma á veiðitímabilinu og vera á undan keppinautunum“. Hagfræðingurinn segir að niðurstaðan sé sú að þegar sá tími, sem eftirspurnin er mest, gengur í garð sé kvótinn að mestu leyti uppurinn. „Við leggjum til að lagður verði skattur á afla einstakra sjómanna í stað núverandi kvótakerfis þann- ig að fiskur standi neytendum til boða þegar þeir vilja kaupa hann og einnig til að bæta fjárhagsstöðu sjómanna," skrifar Becker. Tilefni bréfa frá íslandi „Þessi tillaga var tilefni fjölda bréfa, einkum frá embættismönn- um ríkis, blaðamönnum og hag- fræðingum á íslandi, þar sem fisk- veiðar eru helsta atvinnugreinin. Greinilegt er að nú fer fram á íslandi víðtæk og hörð deila um það hvort betra sé að koma í veg fyrir ofveiði með því að láta hvert veiðiskip hafa kvóta eða með því að leggja skatt á afla hvers báts. Þótt talsmenn kvóta hafi sett fram ýmis góð rök í þessum skrifum erum við enn þeirrar hyggju að skattar séu betri, einkum og sér í lagi ef auknar tekjur ríkisins af þessum sköttum verða til þess að aðrir skattar verði lækkaðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.