Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samkeppnisstofnun um samanburð bílatryggingagjalda Oeðlilegt að leggja fé- lagsgjald FÍB við iðgjald SAMKEPPNISSTOFNUN og aug- lýsinganefnd, ráðgjafarnefnd Sam- keppnisráðs, telja að óeðlilegt hafi verið að leggja félagsgjald FÍB við tryggingaiðgjald Alþjóðlegrar miðl- unar/IBEX með þeim hætti sem Vátryggingafélag ísland hf. hafi gert í auglýsingu á samanburði á bifreiðatryggingagjöldum og í bréf- um sem vátryggingafélögin Sjóvá- Almennar hf. og Abyrgð hf. sendu viðskiptavinum sínum, þar sem gerður var samanburður á iðgjöld- um bifreiðatrygginga. Samkeppnisstofnun hefur beint því til félaganna í bréfi að fram- vegis verði tekið mið af þessu áliti en þeim er jafnframt gefínn kostur á að gera athugasemdir innan tíu daga. Fyrirsögn auglýsingar VÍS talin misvísandi og villandi Alþjóðleg miðlun ehf. sendi Samkeppnisstofnun kvörtun í til- efni af auglýsingu VÍS og bréfum Sjóvár-Almennra og Ábyrgðar til viðskiptavina sinna. Kvörtun vegna auglýsinga VÍS var tekin til umfjöllunar í auglýsinganefnd Samkeppnisráðs, sem komst að ofangreindri niðurstöðu og í áliti hennar segir ennfremur: „Að mati auglýsinganefndar er fyrirsögn auglýsingarinnar um „hagkvæm- ustu iðgjöldin í bílatryggingum án nokkurra skilyrða" misvísandi og villandi. Notkun lýsingarorða í efsta stigi í auglýsingum er ekki leyfíleg nema hægt sé að sanna fullyrðinguna með auðveldum hætti. Það hefur VÍS ekki gert og tilvísun til fjölskyldutryggingar í því skyni telst villandi þar sem fyrirsögnin gefur slíkt ekki til kynna." Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri hjá VÍS, sagði að hér væri ekki um úrskurð að ræða heldur álit ráðgefandi auglýsinganefndar og að málið sé í athugun. Sjóvá-Almennar líta ekki svo á að Samkeppnisstofnun hafi kveðið upp úrskurð í þessu máli heldur eigi tryggingafélagið nú í bréfa- skriftum við Samkeppnisstofnun vegna málsins og ekki sé enn feng- in niðurstaða í það, að sögn Ein- ars Sveinssonar forstjóra. Jóhann E. Björnsson, forstjóri Ábyrgðar, segir að félagið muni ekki stilla verðdæmum upp með sama hætti aftur. Hins vegar sé ljóst að IBEX geri kröfu um að viðskiptavinir séu félagar í FÍB. Efast um heimild Sam- keppnisstofnunar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru forsvarsmenn Sjóvár- Almennra algerlega ósammála áliti Samkeppnisstofnunar og draga í efa heimild stofnunarinnar til að „ritskoða bréf" sem félagið sendir tilgreindum hópi viðskipta- vina sinna. Hvorki hafi verið um almenna dreifingu bréfsins eða auglýsingu að ræða. í bréfinu hafí forsendur samanburðarins verði skýrðar og á engan hátt verið reynt að villa um fyrir við- skiptavinum félagsins. Cargolux- flugmenn í Gufunesi ÞRÍ R vfirflugsljórar Cargolux, þeir Eyjólfur Örn Hauksson, Ragnar Kvaran og Ásgeir Torfa- son, eru staddir hér á landi og heimsóttu meðal annars Fjar- skiptastöðina í Gufunesi í gær. „ Við höfum aldrei komið þangað áður en erum búnir að tala við kallana í Gufunesi í 25 ár," sagði Eyjólfur. Hann sagði þá félagana hafa orðið undrandi yfir hve umsvifin í Gufunesi væru mikil og hve mikið þyrfti til að stjórna svæðinu út frá íslandi og tryggja fjarskipt in. „Hér er búið að hanna eitt fullkomnasta flugsljóraar- svæði heimsins og það var gaman að fá tækifæri til að skoða þetta," sagði Eyjólfur. Á myndinni sést Bjarni Nielsen hjá Pósti & síma í Gufunesi sýna Asgeiri og Ey- jólfi tækjabúiutðimi. Morgunblaftiö/Halldór Hæstiréttur sýknar íslandsbanka vegna gjörða fyrrum þjónustustjóra Persónulegt samband og lán en ekki fjárdráttur HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Islandsbanka af kröfum tveggja manna, sem töldu bankann ábyrgan vegna þjónustustjóra, sem var dæmdur árið 1994 fyrir að draga sér fé af reikningum viðskiptavina. í öðru tilfellinu lítur Hæstiréttur svo á, að um persónulegt lán viðskiptavinar til þjónustustjórans hafi verið að ræða, en í hinu að þjónustustjórinn hafi verið í persónulegu trún- aðarsambandi við félaga í sjóði og tekið við ávöxtun hans persónulega en ekki fyrir hönd bankans. í fyrra tilvikinu hafði viðskiptavinur átt sam- skipti við þjónustustjórann í aldarfjórðung og notið fjármálalegrar aðstoðar hans og ráðgjafar. Samkvæmt því sem viðskiptavinurinn hélt fram hafði þjónustustjórinn ráðlagt honum árið 1989 að skipta um ávöxtunarleiðir og hafi þjónustu- stjórinn ráðið sjálfur hvernig hann ávaxtaði féð. Hreyfði ekki andmælum í þrjú ár Alls fóru um 4 milljónir út af reikningum við- skiptavinarins, en þjónustustjórinn bar að féð hefði verið persónulegt lán viðskiptavinarins til sín. Viðskiptavinurinn neitaði því, en sagði að þjónustustjórinn hefði 'að vísu talað um að fá eitthvað af þessari upphæð að láni. Héraðsdóm- ur taldi bankann ábyrgan fyrir fjárdrætti starfs- manns hans og dæmdi hann til að greiða við- skiptavininum rúmar 4 milljónir. Hæstiréttur segir hins vegar, að misferli þjónustustjórans með fjármuni, sem voru inni á reikningum hjá viðskiptavininum, hafi komið í ljós þremur árum eftir að tekið var út af reikningunum. Allan þennan tíma hafi viðskiptavinurinn aldrei hreyft andmælum, þótt hann hefði mátt sjá af yfirlitum að peningarnir voru farnir af reikningunum og voru ekki inni á öðrum reikningum hans. Honum hefði mátt vera ljóst, að þjónustustjórinn leit á féð sem persónulegt lán eða fé sem hann mætti ávaxta á eigin vegum og bankinn bæri ekki ábyrgð á. Hæstiréttur sýknar því íslandsbanka af kröfum viðskiptavinarins. Bréfsefni bankans og stimpill I hinu tilfellinu var um það að ræða, að þjón- ustustjórinn tók að sér að ávaxta sjóð í eigu nokkurra Oddfellow-félaga. Þegar slíta átti sjóðnum um áramótin 1992-1993 og skipta eig- um hans, sem þá námu 11 milljónum, milli eig- enda hans reyndist þjónustustjórinn ófær um að standa skil á hluta af þessu fé. Hann gaf þá út viðurkenningu til eins sjóðsfélagans, ritaða á bréfsefni bankans og með stimpli hans, um móttöku rúmlega 2,7 milljóna króna til tveggja mánaða og áttu peningarnir að bera 15% árs- vexti. Talið var sannað í dómi héraðsdóms á hendur þjónustustjóranum að hann hefði á árunum 1990 og 1991 dregið sér rúmar 4 milljónir úr sjóðn- um. Héraðsdómur dæmdi bankann til að greiða sjóðsfélaganum þá upphæð sem hann gerði kröfu um, rúmar 2,8 milljónir króna, enda hefði hann mátt treysta því að skrifleg yfirlýsing þjónustu- stjóra á bréfsefni banka væri gerð í umboði bankans og þar með skuldbindandi fyrir hann. Hvorki innlagningarseðill né reikningsyfirlit Hæstiréttur bendir á, að þjónustustjórinn hélt því sjálfur fram, að hann hefði, sem Oddfellow- félagi, tekið við ávöxtun sjóðsins persónulega, en ekki fyrir hönd íslandsbanka. Hæstiréttur segir að yfirlýsingin um ávöxtun fyrir einn sjóðs- félaganna hafi hvorki verið venjulegur innlagn- ingarseðill né reikningsyfirlit bankastofnunar, en það séu þau form sem þær stofnanir noti almennt sem viðurkenningu fyrir móttöku fjár og inneign manna á reikningum. Hæstiréttur telur að við það verði að miða, að þjónustustjór- inn hafi verið í persónulegu trúnaðarsambandi við félaga í sjóðnum og að sjóðsfélaginn, sem var vanur viðskiptum, hafi mátt gera sér grein fyrir því að yfirlýsingin gæti ekki í raun bundið bankann. Var því bankinn sýknaður. Dómana kváðu upp hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. I sératkvæði Guðrúnar við síðari dóm- inn segir, að ekkert hafi komið fram annað en að sjóðsfélaginn hafi verið í góðri trú um að hann ætti fjárhæð inni í bankanum og að þjón- ustustjórinn hafí gefíð yfírlýsinguna í nafni bankans. Því bæri að staðfesta dóm héraðsdóms. Evrópskar sjónvarps- stöðvar verðlauna Dag Kára Pétursson Sérstök viðurkenn- ing fyrir handrit DAGUR Kári Pétursson hlaut í gær aukaverðlaun í handritasamkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Voru verðiaunin veitt við hátíðlega athöfn í Genf að því er greint var frá í fréttum RUV í gærkvöldi. Hollenskt handrit hlaut fyrstu verðlaun keppninnar en dómnefnd taldi handrit Dags Kára það athygl- isvert að ákveðið var að veita hon- um sértök aukaverðlaun. Handritið heitir „Hernaðaráætlun Silju Woo". Dagur Kári var í hópi fímm höf- unda er hlutu starfslaun fyrir drög sín að þessu handriti í handrita- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva á seinasta ári. Dagur Kári er 22 ára Reykvíkingur og stundar nám við kvikmyndaleikstjórn í danska kvik- myndaskólanum. íslenskir höfundar hafa nokkrum sinnum áður hlotið starfslaun og sérstakar viðurkenningar í þessari keppni: Vilborg Einarsdóttir og Kristján Friðriksson hlutu starfs- laun og sérstaka viðurkenningu árið 1987 fyrir „Steinbarn", Krist- laug María Sigurðardóttir hlaut starfslaun 1991 fyrir „Fríðu frænku" og Friðrik Erlingsson hlaut starfslaun og sérstaka viðurkenn- ingu árið 1993 fyrir „Hreinan svein". ----------? ? ? Landhelgisgæslan Líkur á að Ægir verði leigður til veðurat- hugana í UNDIRBÚNINGI er að Landhelg- isgæslan leigi eitt varðskipa sinna með áhöfn til veðurathugana fyrir Alþjóðaveðurfræðistofnunina í tvo mánuði á næsta ári. Viðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og eru allar líkur taldar á að gengið verði formlega frá málinu innan skamms, skv. upplýsingum Helga Hallvarðs- sonar, yfirmanns gæslufram- kvæmda hjá Landhelgisgæslunni. . Fimm skip á hafinu milli Irlands og Nýfundnalands Um er að ræða samstarf veður- stofa víðs vegar um heim og tekur Veðurstofa íslands þátt í verkefninu. Gert er ráð fyrir að veðurathuganir verði gerðar á fímm skipum sem haldið verði úti í tvo mánuði á haf- svæðinu frá írlandi til Nýfundna- Iands að sögn Helga. „Gera á veðurathuganir á skip- unum með loftbelgjum og ýmsum tækjum sem sett verða um borð í skipin. Nú bíðum við bara eftir því að samkomulagið verði undirritað svo hægt verði að ganga í málið af fullum krafti. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið I janúar og febrúar. Við höfum rætt um að Ægir verði sendur í þetta verkefni," sagði hann. Að sögn Helga leigði Landhelgis- gæslan síðast eitt skipa sinna til verk- efna af þessu tagi fyrir rúmum tutt- ugu árum þegar varðskipið Albert var leigt til olíuleitar við Grænland. Starfsmenn Veðurstofunnar hafa borið hitann og þungann af undir- búningi verkefnisins fyrir íslands hönd, að sögn Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.