Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 5 FRÉTTIR Operukjallarinn verður opnaður aftur um miðjan nóvember Dans o g lifandi tónlist UM ÞRJÁTÍU manns vinna nú við framkvæmdir á skemmtistaðnum Óperukjallaranum við Hverfísgötu 8-10, sem verður opnaður snemma í nóvember. Ingi Þór Jónsson hef- ur tekið að sér rekstur staðarins og segir hann markmiðið að sjá fólki 25 ára og eldra fyrir dans- stað með lifandi tónlist. Skemmtistaður með sama nafni var rekinn í húsinu þegar rekstur veitingahússins Amarhóls lagðist af og að því búnu var dansstaður- inn Ingólfscafé opnaður á sama stað, að sögn Inga Þórs. Nú hefur verið afráðið að opna Óperukjall- arann aftur og segir hann búið að stækka húsið mikið. „Það vant- ar dansstað fyrir fólk á þessum aldri sem vill skemmta sér undir leik lifandi tónlistar," segir hann. Ingi Þór segir búið að fara þess á leit að Egill Ólafsson, Björgvin Halldórsson og Þórir Baldursson sjái um danstónlistina og að við- ræður séu á lokastigi. Hann segir mikið af nýtilegum innréttingum í húsinu sem tengst hafi rekstri Arnarhóls og Óperu- kjallarans sem var og að stíllinn verði með „heldrimanna blæ“ eins og tekið var til orða. Ingi Þór starfaði á skemmti- staðnum Ömmu Lú í fjögur ár og tengdist jafnframt rekstri Astró. Björn Leifsson er eigandi skemmtistaðarins, en hann rekur jafnframt Leikhúskjallarann og segir Ingi Þór að Jóhannes Bald- ursson, sem var á Café Óperu, og Brynja Gunnarsdóttir muni að- stoða hann við reksturinn. iviurguuumuiu/ t'urRuu UM ÞRJÁTIU manns vlnna nú að endurbótum á Óperukjallaran- um sem verður opnaður aftur snemma í nóvember. Félagsdómur um orlof dómara Ekki for- dæmi fyrir aðra hópa LAUNASKRIFSTOFA íjármálaráðu- neytisins telur að sá úrskurður Fé- lagsdóms, að dómarar eigi að fá greitt orlof af yfirvinnu, hafí ekki fordæmisgildi fyrir aðrar stéttir. Að sögn Birgis Guðjónssonar, skrifstofu- stjóra, hafa engir aðrir hópar haft samband við skrifstofuna og krafíst þess að úrskurðurinn taki til þeirra. Félagsdómur gekk að þeirri kröfu Dómarafélags íslands að dómarar fái greitt orlof af yfírvinnu og eiga þeir rétt á orlofsgreiðslum frá ákveðnum tíma, eða um þijú ár aft- ur í tímann. Dómarar, sem úrskurð- urinn nær til, eru um 50 og þarf ríkissjóður að greiða um 14-15 milljónir króna vegna þessa. Greitt út í nóvember „Við höfum skoðað forsendur Fé- lagsdóms og komist að þeirri niður- stöðu að úrskurðurinn hafí ekki áhrif á aðra hópa, enda engir hópar að fullu sambærilegir við dómara að þessu leyti,“ sagði Birgir Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið. Birgir sagði að verið væri að reikna út hvað hveijum dómara bæri, en líklega næðist ekki að ganga frá greiðslum fyrir mánaða- mót. „Ég reikna með að við höfum aukaútborgun vegna þessa, þar sem sérstaklega stendur á, og dómurum berist greiðslan ekki síðar en í miðj- um nóvember." -----» ♦ ♦----- Ekki sameig- inlegur listi FELIX Valsson læknir á Sahl- grenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg segir það alrangt sem fram hefur komið hjá Sigurði Thorlacius trygg- ingayfirlækni að biðlisti eftir líffær- um sé sameiginlegur fyrir Norður- löndin öll. „Þessi listi er ekki sameiginlegur, heldur er starfandi samskiptakeðja sem kallast Scandia Transplants sem sér til þess að líffæri fari ekki for- görðum. Geti eitthvert ríkjanna ekki notfært sér líffæri sem býðst þar, fer það á lista hjá þessu fyrirtæki," segir Felix. -----♦.♦.♦----- Lýst eftir bíl LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreið sem stolið var frá húsi við Tjarnarból á Seltjarnarnesi, á tíma- biiinu frá kl. 19.30, þriðjudagskvöld- ið 22. október, til kl. 7.30 morguninn eftir. Bifreiðin er af gerðinni Saab 99. Hún er ljósblá, 2ja dyra, árgerð 1982, með skráningamúmerið GN 822. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita. BÓKMENNT A V ERÐLAUN HALLDÓRS LAXNESS S ! í umsögn dómnefndar kemur m.a. fram: „Lífsklukkan tifar er einkar vel saman sett verk sem ber vott um hæfileika- ríízan höfund. Sttll verlzsins er látlaus og hnitmiðaður en á jafnframt ríkan þátt í þvi hvernig sögurnar enduróma hver í annarri og í huga lesandans. “ Vaka-Helgafell færir Sktila Birni Gunnarssyni innilegar hamingju- óskir og árnar honum heilla á rithöfundarbrautinni. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness voru afhent í fyrsta sinn 22. október 1996. Verðlaunin hlaut Skúli Björn Gunnarsson. Hann er 26 ára bókmenntafræðingur og er þetta fyrsta bók hans. VAKA-HELGAFELL LÍFSKLUKKAN TIFAR E R NÚ FÁANLEG í ÖLLUM B Ó KAVE RS LU N UM .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.