Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Starfsfólk álversins í Straumsvík er ánægt STARFSMENN álversins í Straumsvík eru almennt ánægðir í starfi og stoltir af því að starfa hjá fyrirtækinu, að því er fram kemur í vinnustaðagreiningu, sem Gallup vann fyrir ÍSAL og greint er frá í ÍSAL-tíðindum. í grein eftir dr. Christian Roth, forstjóra, kemur fram að bráðlega verði byijað að vinna að þeim málum, sem brýnast sé að laga samkvæmt könnuninni. í grein sinni segir forstjórinn m.a.: „Það er ósk okkar að skapa almennt þann vinnuanda og hóp- starf sem gert gæti fyrirtækið samkeppnishæfara og bætt árang- ur þess. Þegar breytingar verða, er mannlegi þátturinn einna mikil- vægastur. Til að kanna viðhorf starfsmanna til breytinga, þar sem Samræmt enskupróf Samanburð- ur skóla- gerða og námsbrauta EINAR Guðmundsson, deildar- stjóri prófa- og matsdeildar Rann- sóknarstofnunar uppeldis- og menntamála, segir að ástæða þess að framhaldsskólanemendur voru prófaðir í ensku í fyrsta sam- ræmda könnunarprófinu í fram- haldsskólum landsins hafi verið sú að greinin nýtist vel til þess að gera samanburð á milli ólíkra skólagerða og námsbrauta í fram- haldsskólum. Einar segir könnunarprófið eiga sér um það bil eins árs aðdrag- anda og meginástæða þess hafi verið sú að tiltölulega lítið rann- sóknarstarf hafi verið unnið í framhaldsskólum í samanburði við grunnskóla. „í raun og veru vant- aði upplýsingar í öllum námsgrein- um og í raun voru allar jafnlíkleg- ar en próf í t.d. íslensku hefði verið flóknara, viðameira og senni- lega dýrara,“ sagði Einar. „Það að enskan var valin endurspeglar ekki á neinn hátt mat á mikilvægi námsgreinarinnar." Einar sagði að samkvæmt nýj- um lögum hefði verið ákveðið að leggja skuli samræmd próf fyrir framhaldsskólanemendur í landinu og þau próf muni hafa þýðingu fyrir áframhaldandi nám nemenda öfugt við könnunarprófið, sem hafi fyrst og fremst upplýsinga- gildi, auk þess sem það muni liggja fyrir staðlað í haust þannig að enskukennarar fái aðgang að staðli sem þeir geta gripið til þeg- ar hentar. -----»■■■■♦--♦- Brenndust af rafmagni TVEIR starfsmenn Rafmagns- veitu Reykjavíkur fengu í sig straum við vinnu sína í gær á leik- skóla við Rekagranda, með þeim afleiðingum að báðir brenndust. Skammhlaup er talið hafa orðið, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu, en tilkynnt var um óhappið til hennar um klukkan ellefu í gær. Mennirnir brenndust á hönd- um og fótum og voru þeir fiuttir á slysadeild til aðhlynningar og rannsóknar. PCIlímogfú iguef ~i ni j~ L J > ES.ii : f |ll ii- 44iswi x1 Stórhöfða 17, við C sími 567 4& iullinb 44 rú, m.a. yrði lögð aukin áhersla á valddreifingu, var Gallup.falið að gera vinnustaðagreiningu í maí sl. °g liggja niðurstöður nú fyrir.“ Starfsánægja 4,45 af 5 mögulegum Tæp 90% starfsmanna svöruðu ýmsum spurningum og fullyrðing- um um fyrirtækið og starfsum- hverfi. Starfsánægja mældist 4,45 af 5 mögulegum hjá ÍSAL í heild, en var mismunandi eftir deildum og menntunarstigi. Þannig var starfsfólk með almenna skóla- skyldu að baki ánægðara en þeir sem eru meira menntaðir. Iðnaðar- menn telja að hæfileikar þeirra nýtist ekki til fullnustu og það á einnig við um yngra starfsfólkið og það starfsfólk sem hefur verið skemur en 5 ár hjá fyrirtækinu. Starfsfólk er almennt stolt af því að vinna hjá fyrirtækinu en unga fólkið og nýir starfsmenn eru ekki eins stoltir og þeir eldri. Vilja læra meira Starfsmenn eru ánægðir með námskeið fyrirtækisins og vilja 94% fræðast meira um tölvur og notkun þeirra. Einnig vill meiri- hluti starfsmanna vita meira um fræðilegan hluta starfs síns og er tilbúinn að gangast undir próf á námskeiðum ef það veitir aukin réttindi. Almennt er gott traust milli yfirmanna og undirmanna, að því er fram kemur í niðurstöðum Gall- up. Starfsmenn telja að yfirmenn reyni ekki að gera lítið úr þeim og samvinna starfsmanna innan starfssvæða er góð. Yfirmenn eru almennt jákvæðari í svörum en aðrir og fólk yngra en 35 ára og það starfsfólk sem unnið hefur skemur en 5 ár er almennt kröfu- harðara og væntingamar meiri í garð fyrirtækisins. Um helmingur starfsfólks yngra en 35 ára býst allt eins við að starfa enn hjá ÍSAL eftir 5 ár, en 3 af hveijum 4 á aldrinum 35-50 ára. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 9. tímabili með eindaga 15. október 1996 og virðisaukaskatti til og með 32. tímabili með eindaga 5. október 1996 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. október sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verð- bótum á ógreiddan tekjuskatt og vcrðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdóma- gjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur baina- bótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar- vöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. október 1996. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjarnamesi Gjaldheimtan í Gaiðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavikurílugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn í Stykkishólmi í Búðardal á fsafirði í Bolungarvfk á Patreksfirði á Hólmavík á Siglufirði á Ólafsfirði á Sauðárkróki á Blönduósi á Akureyri á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.