Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR - Óráðsía og bruðl -, Hvað elgaforstöðu- I menn annara rfkis- —;----------------- stofnana að halda, RPtDUERRr þegarforsœlisnefnd I _^ —— - atþlngis leyfir sér að f GÓÐI hirðírinn er ekki lengur góður, hæstvirtur þingforseti. Lögregla og Umferðarráð mótfallin hækkun hámarkshraða utan þéttbýlis Hönnun íslenskra vega miðuð við 90 km hámarkshraða ÓLI H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs og Arnþór Ing- ólfsson yfirlögregluþjónn í Reykja- vík eru á móti hugmyndum um að hækka hámarkshraða á bundnu slit- lagi utan þéttbýlis úr 90 km í 110 km á klukkustund eins og sex stjórn- arþingmenn hafa lagt til í breyting- artillögu á Alþingi. Oli bendir meðal annars á að hönnun á íslenskum vegum sé miðuð við 90 km hámarks- hraða utan þéttbýlis og alls ekki þar ýfír. „Ég mótmæli því að með þessari breytingu sé verið að færa okkur nær hraðatakmörkunum í ná- grannalöndunum," sagði Óli. „Það er ekki rétt. Sambærilegir vegir í nágrannalöndunum eru með 90 km hámarkshraða eða minna. Það sem menn eru að rugla með eru hrað- brautir en þær eigum við ekki á íslandi. Hraðbraut er braut, þar sem engin truflun er af aðvffandi um- ferð. Þar eru brýr og undirgöng og þar leyfa menn sér að hafa meiri hraða og ég yrði manna fyrstur til þess að samþykkja það ef við værum komin með slíka braut til Keflavík- ur. Tvær akreinar í það minnsta í hvora átt og aðskilið á milli, þá væri allt í lagi að hafa 100 til 110 km hraðamark. Ég treysti á skilning meirihluta þingmanna í þessum efn- um og vona að þetta verði ekki sam- þykkt, og höfða þá til dómgreindar manna." Færumíl20km Óli sagði að ef svo ólíklega vildi til að tillagan yrði samþykkt hefði hún gríðarlega slysaaukningu í för með sér. Sagði hann að þingmennirn- ir rökstyddu tillögu sína með því að betra væri að halda uppi eftirliti með 110 km hámarkshraða en 90 km hraða en því vísar hann algerlega á bug. „Aðalatriði er að lögregla þarf að vera enn sýnilegri á vegum heldur en hún er," sagði hann. „Rökin þeg- ar hámarkshraðinn var færður úr 80 km í 90 km voru að það ækju allir hvort sem er á 90 km og því eðlilegt að færa hraðann upp í 90 km og vera harður á að þar væru mörkin. Ef við samþykkjum þessa breytingu og hækkum hraðann upp í 110 km þá fara menn að búa sér til eigin lög og við verðum komin með hraða á íslenskum vegum upp í 120 km á klukkustund sem er út i hött." Ekki nægilega ígrundað Arnþór Ingólfsson yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, telur tillögu þing- mannanna ekki nægilega vel ígrund- aða. „Mér fínnst þetta vanhugsað og ég hugsa til þess þegar slys hafa orðið úti á vegum, þá er þessu ansi oft hnýtt aftan við: „Hann var að koma af bundnu slitlagi yfir á malar- veg". „Við vitum það að stór hluti af okkar vegakerfi er ekki með bundnu slitlagi, meira að segja á þjóðvegi 1. Þarna er verið að miða við vegi erlendis en þeir eru með allt öðru sniði en vegir hér. Þar eru tvær ak- reinar í sömu átt með bil á milli en það höfum við ekki hér nema á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Að leyfa 110 km hraða á þeim vegum sem hér eru, er alveg fráleitt." Aðgát skal höfð ÞEGAR hausta tekur og vetur heldur innreið sína nota lögreglu- yfirvöld hvert tækifæri sem gefst til að brýna fyrir þegnum landsins mikilvægi öryggisbúnaðar og skarprar eftirtektar í umferðinni. Ekki síst er horft til ungmenna þegar fræðslunni er útdeilt, eins og yósmyndarí Morgunblaðsins komst að raun um fyrir skömmu við Kirkjusand, þar sem grunn- skólanemar voru að læra hvernig á að ganga yfir götu og hvernig ekki á að bera sig að við slíka gönguferð. An efa eru krakkarnir margs vísarí og Iíklegrí til að sýna aðgætni, en ástæða er til að hvetja aðra vegfarendur og eldri til hins saina, ekki síst þá sem notast við vélaraflið. Morgunblaðið/Rax IMorræna frímerkiasýningin opnuð í dag Ahugi Islend- inga á frímerkja- söfnun mikill Sigurður er formaður sýningarnefndar frí- merkjasýningarinnar NORDIA 96 sem hefst á Kjarvalsstöðum í dag. Það er Landssamband frímerkja- safnara sem stendur fyrir sýningunni með fjárhagsleg- um styrk frá Póstsögusjóði. Eins og nafnið, NORDIA, bendir til, eru til sýnis söfn frímerkja frá Norðurlöndun- um öllum með tölu auk Álandseyja. Það kennir einn- ig fleiri grasa eins og komið verður að á eftir. Sigurður var beðinn að segja örlítið nánar frá NORDIA 96 og hann svaraði: Sýningin á sér orðið næst- um tuttugu ára sögu og þetta er í þriðja skipti sem hún er haldin hér á landi. Áður fór hún fram 1991 og 1984. Það er margt að sjá fyrir gesti sýningarinnar. Fyrir utan fjöl- mörg spennandi söfn sem keppa til verðlauna, þá má nefna sérsýn- ingu á hátt í 3.000 frímerkjatillög- um sem 9-12 ára grunnskólanem- ar gerðu í tengslum við sýning- una. Mörgum mun og þykja for- vitnilegt að skoða prufuprentanir og teikningar af íslenskum frí- merkjum sem aldrei komu út. Þessar prufuprentanir hafa ekki áður komið fyrir sjónir almenn- ings, en þær eru flestar frá fjórða og fimmta áratugnum. Þú talaðir um keppni, hverjir keppa og hver eru verðlaunin? „Fjöldinn allur af íslenskum og erlendum frímerkjasöfnurum sýn- ir söfn sín á NORDIU 96 og keppa söfn þeirra um verðlaun. Mörg safnanna eru sérhæfð, t.d. má nefna tvö forvitnileg söfn sem tengjast póstþjónustu á íslandi á stríðsárunum. Annað safnið er í eigu Skota og tekur fyrir hernám íslands, en hitt safnið er í eigu Svía sem tekur fyrir herpóst. Þá má nefna að fimm safnarar sýna og keppa í svokölluðum meistara- flokki. Þeir eiga söfn sem unnið hafa til asðstu verðlauna á sam- bærilegum frímerkjasýningum er- lendis. Einn meistaraflokksmanna er íslendingur, Indriði Pálsson, stjórnarformaður Skeljungs. Hann á eitt besta safnið sem er í eigu íslendings og tekur þar fyr- ir íslenska póstþjónustu og þróun hennar frá 1836-1902. Eitt meistarasafnið hefur að geyma safn frímerkja frá Kambódíu og Laos, í öðru er sænsk póstsaga og í því þriðja frímerki frá Cook-eyj- um, svo dæmi séu tekin. Þú spurð- ir um verðlaunin, fímm manna dómnefnd gefur söfnunum stig og eru verðlaunapeningar í boði." Er mikið um að útlend- _______ ingar safni íslenskum frímerkjum sérstak- lega?" „Það er staðreynd að ákveðinn hópur útlend- inga safnar íslenskum frímerkjum. Þeir safna kannski Islandi eins og sagt er, en eru svo með sérstök tímabil á sýningunni. Norðurlönd- in öll eiga það sameiginlegt að búa yfír verðmætum og sjaldgæf- um frímerkjum. Island er þar jafn- ingi hinna landanna, hvorki fram- ar né aftar. Við vildum þó sjá fleiri útlendinga sýna íslenskum frí- merkjum áhuga." En hvað er um innlendan áhuga að segja? _ „Áhugi íslendinga á frímerkja- söfnun er mikill. Hins vegar setur Sigurður R. Pétursson ? Sigurður R. Pétursson er Vestmannaeyingur, fæddur 28. maí 1944. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri ísspors í Kópavogi, en fyrirtækið flytur inn og framleiðir verðlauna- gripi, peninga, bikara og þess háttar. Hann er einnig formað- ur Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, en það eru heildarsamtök nokkurra fé- laga og klúbba víða um land, einkum þó á Rey kjavíkursvæð- inu. Sigurður er kvæntur Guðnýju Eddu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn á aldrin- um 15-30 ára. Ákveðinn hópur útlend inga safnar íslenskum f rí merkjum þú mig í vanda ef þú vilt heyra einhverjar tölur. Það eru nokkrir klúbbar frímerkjasafnara starf- andi, flestir á Reykjavíkursvæð- inu, en einnig annars staðar s.s. á Húsavík og á Akureyri. Samtals eru kannski um 500 manns í þess- um hópum. Svo vitum við að mik- ill fjöldi íslendinga safnar frí- merkjum án þess að taka þátt í klúbbastarfi og annar stór hópur heldur frímerkjum til haga og dútlar talsvert við þau." Er ekki viðbúið að mörg verðmæt frímerki leynist úti í bæ án þess að fólk hafi um það minnstu hug- mynd? „Það er auðvitað öruggt mál, víða eru gömul söfn inni í skápum og ofaní skúffum eða kössum. Á NORDIA 96 verða fulltrúar frá nokkrum erlendum uppboðsfyrir- tækjum og verða þeir boðnir og búnir til að líta á frímerki og frí- merkjasöfn sem kunna að finnast í skúffum og skápum. Þótt útlend- ir séu, þá eru þessir menn vel að sér í íslenskum frímerkjum. Þess má geta, að á frímerkj- auppboðum erlendis fæst yfirleitt mjög gott verð fyrir íslensk söfn og frímerki ekki síður en fyrir sambærilega hluti frá hinum Norður- löndunum. Þess vegna er óhætt að hvetja fólk til að hafa með sér söfn og frí- merki sem kynnu að vera verð- mæt. Dæmi eru um mikil verð- mæti sem fólk hafði ekki hugmynd um." Sem fyrr segir, hefst sýningin á Kjarvalsstöðum í dag. Hún stendur fram á sunnudag og er þetta stærsta frímerkjasýning sem haldin er hér á landi. „Að- gangur er ókeypis og hvetjum við því fólk til að koma og hafa börn- in með sér."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.