Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 356 erindi bárust umboðsmanni barna á síðastliðnu ári Skólamál og einelti brenna á mörgum Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna. SKÓLAMÁL og einelti brenna á fjölda barna og ungmenna sem leit- aði til Þórhildar Líndal umboðs- manns barna á síðasta ári. Þórhild- ur kynnti í gær skýrslu um störf sín á liðnu ári og sagði meðal ann- ars að börn hefðu kvartað um ein- elti barna og einstaka kennara. Segir Þórhildur að ábendingar um einelti séu orðnar það margar að embættið hyggist taka málið upp á næsta ári. Þá kallar hún eftir stefnu í málefnum barna og fram- kvæmdaáætlun frá stjórnvöldum og hefur að sögn kynnt þá hug- mynd fyrir forsætisráðherra. Þórhildur segir að 356 erindi, munnleg og skrifleg, hafi borist embættinu í fyrra, eða næstum því eitt á dag og að fjölbreytileiki þeirra hafi komið á óvart. Einnig átti hún frumkvæði að fímm mál- um. Aðspurð segir Þórhildur að 13 börn hafi leitað til sín símleiðis og sjö með bréfí árið 1995 en að al- gengast sé að barn eða ungmenni leiti til embættisins sem talsmaður stærri hóps. Sambúðarslit voru til- efni 86 símaerinda og 55 hringdu út af skólamálum. Skipt eftir lands- hlutum hringdu 139 úr Reykjavík, 29 af Norðurlandi eystra og 48 af Reykjanesi, samkvæmt skýrslunni. Börn og ungmenni yngri en 18 ára eru fjölmennasti aldurshópur á íslandi, eða um 78.000 einstakling- ar. „Skólamálin virðast brenna á þeim og einnig er mjög mikið talað um einelti, ekki bara frá börnum, heldur kennurum líka í einstaka tilfelli. Ábendingar um einelti eru orðnar svo margar að ég ætla að taka málið upp á næsta ári," segir hún. Ekkí hlusta > á börnin Þórhildur segist hafa eytt fyrsta árinu í að kynna börnum og ung- mennum embættið og hefur heim- sótt börn og ungmenni í 60 sveitar- félögum og 50 skólum og talað við um 6.000 börn. Þegar munnlegu erindin eru skoðuð ber hæst mál sem tengjast erfiðleikum við skiln- að foreldra og kvarta börnin jafn- framt undan því að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið að hennar sögn. Auk þess finnst þeim umræða um börn og ungmenni í fjölmiðlum neikvæð. Þórhildur segir að börnin kvarti oft yfir virðingarleysi og spyr af hverju þau séu ekki höfð með í ráðum þegar settar eru skólareglur og mataræði er skipulagt, svo ein- hver dæmi séu tekin. Einnig bend- ir hún á að eðlilegast sé að nýta sköpunargáfu barna og ungmenna þegar leik- og íþróttasvæði þeirra sé útfært. Hún segir ljóst að tryggja þurfi rétt barna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanatöku, þau skynji hlutina frá öðru og ekki síður mikil- vægu sjónarhorni, jafnframt búi í þeim mikil orka og sköpunarkraft- ur. Beinir Þórhildur þeim tilmælum til sveitarstjórna landsins að gefa börnum og ungmennum kost á að hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins sem varða hagsmuni þeirra sérstak- lega. Þá skorar hún á sveitarstjórn- ir að láta málefni barna og ung- menna ganga fyrir í fjárhagsáætl- unum og hyggst kanna síðar hvort og hvernig áskorunum embættisins sé sinnt. Endurskoðun á skipan barnaverndarmála Umboðsmaður barna telur að í ljósi erinda til embættisins um barnaverndarmál þurfi að endur- skoða hlutverk barnaverndar- nefnda og stækka barnavernda- rumdæmi vegna hættunnar á of miklu návígi við einstaka málsað- ila. Þá telur hún æskilegt að börn- in hafi talsmann í barnaverndar- málum strax frá upphafi, ekki ein- vörðiingu á lokastigi, og hefur reif- að þá hugmynd að neyðarlína barna verði settá fót. Unnið er að handbók með stað- reyndum um aðstæður íslenskra barna og segir Þórhildur þess ekki langt að bíða að hún verði tilbúin. Einnig stendur til að taka saman lagasafn barna yfir lagagreinar sem varða réttindi þeirra, þar eð börn vita ekki mikið um sín rétt- indi að Þórhildar sögn. Loks segir hún að börnin séu framtíðarauðlind landsins og að ekki sé nóg að muna eftir þeim á tyllidögum. Orð og athafnir verði að fylgjast að. „Það þarf að vinna skipulega að heildarstefnumótun í málefnum barna. Geðþóttaákvarð- anir og handahófskennd vinnu- brögð eru of dýrkeypt," segir Þór- hildur Líndal. Urslit í hugmyndasamkeppni Island árið 2018 Allar tillögurnar taldar eiga erindi í umræðu um framtíðina Þrjár tillögur hlutu 1. til 3. verðlaun ELLEFU tillögur bárust í hug- myndasamkeppni um ísland árið 2018, sem umhverfisráðuneytíð og Skipulag ríkisins efndu til. Þrjár til- lögur hlutu 1.-3. verðlaun kr. 550 þús. hver og tvær tillögur 4.-5. verð- laun kr. 175 þús. hver. Tillögurnar verða til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni fram til 13. október. Fyrstu skipulagslögin 75 ár eru liðin frá setningu fyrstu skipulagslaga hér á landi og af því tilefni var efnt til hugmyndasam- keppninnar. í greinargerð dóm- nefndar kemur fram að allar tillög- urnar eigi erindi í umræðu um fram- tíðarmál. Tillögur þeirra Einars Vals Ingimundarsonar og Ólafs Péturs- sonar, Sjálfbjarga samfélag, tillaga Þórs Sigfússonar, Þekkingarsamfé- lagið, og tillaga Sverris Sveins Sig- urðssonar, ísland, friðlýst náttúra og umheimur, hlutu 1.-3. verðlaun. Sjálfbjarga samfélag í niðurstöðu dómnefndar um til- lðgu þeirra Einars Vals og Olafs segir að sterk tengsl hugmyndarinn- ar um sjálfbjarga samfélag við al- þjóðlega umræðu um umhverfismál séu meginstyrkur tillögunnar. Höf- undar gagnrýni hvernig staðið hefur verið að skipulagsmálum hérlendis og taki mið af þeirri umræðu. Fram kemur að tillagan sé vel rökstudd og sett fram á greinargóðan og líf- legan máta og samantekt helstu al- þjóðasamþykkta síðustu ára á sviði umhverfis- og skipulagsmála upplýs- andi. Jafnframt segir að nánari út- færsla á hugmyndum höfunda hefði gert tillöguna í heild skýrari. „Með tillögu okkar erum við að reyna að brjótast út úr okkar hefð- bundna umhverfi og gera það þægi- legra til að lifa í," sagði Einar Valur um tillögu þeirra Olafs. Tillagan gerir ráð fyrir breyttu menntakerfi, breyttum áherslum í skipulagsmál- um borga og nýjum áherslum í hús- byggingum. „Hugmyndin er sú að þetta sé hægt að framkvæma án mikils aukakostnaðar ef hugsað er fyrir því í byrjun en þetta eru róttæk- ar breytingar á núverandi kerfi," Morgunblaðið/Kristinn EINAR Valur Ingimundarson og Ólafur Pétursson við tillögu sína, Sjálfbjarga samfélag. FRIMERKI Við leitum að frímerkjum fyrir alþjóðleg uppboð. Lítið við hjá okkur um helgina á frímerkjasýningunni Nordia '96 á Kjarvalsstöðum. Frímerki og allt sem tengist þeim er áhugavert. Thomas H0land Frimærkeauktioner A/S Gl. Kongevej 80 -1850 Frederiksberg C - Danmörku Sími 00 45 3131 2000 - fax 00 45 3123 9331 sagði hann. „Við greinum núverandi ástand og setjum fram tillögur til úrbóta." Þekkingarsamfélagið Um tillögu Þórs Sigfússonar, Þekkingarsamfélagið, segir í niður- stöðu dómnefndar að vel sé unnið úr þeim möguleikum, sem upplýs- ingatæknin bjóði upp á til tengingar og samskipta. Höfundur bendi á já- kvæð áhrif upplýsingabyltingarinnar en telji að kostir hennar og mögu- leikar nýtist fyrst og fremst á þétt- býlissvæðunum. Þekkingarsamfé- lagið sé dregið inn á heimskort og möguleikar á tengingu þekkingar- svæða á íslandi við umheiminn sýnd- ir á sannfærandi hátt. Þá segir að myndin sem dregin sé upp af nýrri aldamótakynslóð sé athyglisverð og að tillagan sé vel rökstudd. Friðlýst náttúra Um tillögu Sverris Sveins Sig- urðssonar, Island, friðlýst náttúra og umheimurinn, segir dómnefndin að höfundur leggi áherslu á mikil- vægi þess að friða stór samhang- andi svæði í náttúru íslands og bendi á hvernig nýta megi þau í efnahags- legum tilgangi og án þess að slíkt þurfi að útiloka orkumannvirki. Hann telji mikilvægt að íslendingar komi sér upp hornsteini í ímynd landsins, stærsta friðlýsta svæði í Vestur-Evrópu, ef þeir vilji öðlast eftirsótta hreinleikamynd í augum heimsins. I niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé einföld, sannfær- andi og vel fram sett en bent er á að varasamt kunni að vera að frið- lýsa svæði sem komandi kynslóðir kunni að vilja nýta á annan hátt. Tvær tillögur hlutu 4.-5. verðlaun, tillagan Tíu bréf til vina, en höfund- ar hennar eru Anna Fjóla Gísladótt- ir, Auður Sveinsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, og tillagan Mannllf - byggð og hnattlægir breytipunktar, en höfundur hennar er Einar Þor- steinn Ásgeirsson. Kirkjuþing Ummæli biskups strikuð úr skýrslu BISKUP íslands, herra Ólaf- ur Skúlason dró til baka á kirkjuþingi í gær ummæli í skýrslu hans og kirkjuráðs um að kirkjunnar menn væru meðal þeirra sem hefðu uppi áróður og óhróður gegn kirkj- unni. Einnig óskaði hann þess að kirkjuþingsmenn strikuðu út þá athugasemd í skýrsl- unni að hæst hafi dunið í þeim sem með yfirvarpi áhuga og jafnvel kærleika í garð kirkjunnar hafi gengið fram fyrir skjöldu með alls kyns áróður. Ólafur sagði þessi ummæli sín hafa vakið hörð viðbrögð og því hafi hann óskað þess að þau yrðu ekki í gjörðum kirkjuþings. „Með þessari yfirlýsingu minni vonast ég til að ró, ef finnanleg er, megi nást." Vil frið og sátt Það var sr. Geir Waage, formaður Prestafélagsins, sem spurði í upphafi þings sl. miðvikudag hvað átt væri við með þessum ummælum. Biskup svaraði að orðin ættu við umfjöllun nokkurra á prestastefnu síðastliðið sum- ar og yfirlýsingar tiltekins þingmanns í beinni útsend- ingu um úrsögn úr Þjóðkirkj- unni. í gær kvaðst biskup síst af öllu vilja auka á ýfingar og úlfúð meðal fólks en von- aðist frekar til að sættír mættu nást milli kirkjunnar og þeirra sem hafa horfið úr henni. „Ekkert vil ég frekar en að friður ríki og sátt milli kirkju og annarra manna." V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.