Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 11 FRETTIR Utleiga á listaverkum Kjarvalsstaða KRINGLU KAST lyjvíni* v^o’lni* lí«tQ_ Litaðar gallabuxur 1 J J 1 1U1 110 -úr "twiir* efm (100% bómull), mönnum í óhag ÓÁNÆGJU gætir innan raða Sambands_ íslenskra myndlistar- manna (SÍM) og Myndstefs, höf- undarréttarsambands myndlistar- manna, með samþykkt borgarráðs á nýjum reglum um útleigu lista- verka úr Listasafni Reykjavíkur en myndlistarmenn telja að í regl- unum sé gengið fram hjá þeim og auk þess brotið gegn höfundar- réttarlögum. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍM, sagði í viðtali við Morgunblaðið að það hefði verið í umræðunni lengi að leigja út listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur. „En það er skýlaust í höfundarréttarlögunum að ef verk eru leigð út til þriðja aðila þá er höfundarrétturinn mynd- listarmannsins eins og alltaf. Borgin hefur því gleymt að hafa myndlistarmennina með í dæminu þegar hún samþykkti þessar nýju reglur, samkvæmt þeim mun safn- ið eitt hagnast á útleigunni. Við erum ekki á móti útleigu verkanna en við viljum fá okkar hlut.“ Klaufalegt af borginni Knútur Bruun, stjórnarformað- ur Myndstefs, sagði í samtali við Morgunblaðið að söfn hafi sér- staka heimild í höfundarlögum til þess að sýna verk í opinberum söfnum. „En það þarf leyfi hjá viðkomandi myndhöfundi til að sýna verkið annars staðar. Það brýtur að okkar mati einnig í bága við höfundarlög að taka gjald fyr- ir slík útlán og því þarf að hafa samráð við listamennina um þau. Það er rétt að taka það fram að Listasafn alþýðu hefur gert þetta um árabil að leigja út mynd- ir, bæði sínar eigin og þó miklu frekar myndir sem þeir hafa feng- ið frá myndlistarmönnum til að lána. Og það safn hefur samið við myndlistarmennina og greiðir þeim fyrir þeirra eigin myndir ákveðna þóknun. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum við Listasafn alþýðu um útlán þess á sínum eigin myndum sem meðal annars helgast af því að þessi starfsemi var byijuð áður en Myndstef varð til. Safnið sneri sér hins vegar ti! SÍM á sínum tíma og óskaði eftir þessu leyfi og var gengið frá ákveðnu samkomulagi sem síðan hefur verið staðið við. Við höfum því verið að bíða eftir því að geta tekið á þessum mála- flokki og ætlum að gera það nú.“ Knútur sagði að Myndstef hefði þegar beðið um viðræður við borg- aryfirvöld um þessi mál og bygg- ist hann við því að þeim yrði kom- ið á fljótlega. „Enda höfum við nánast undantekningarlaust átt mjög gott samstarf við borgina um öll okkar mál hingað til. Það er hins vegar óneitanlega ansi klaufalegt af borginni að gleyma að hafa samráð við okkur um þessa hluti.“ Ekki ætlunin að brjóta á listamönnum Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið að farin hefði verið sú leið að fá tillöguna samþykkta í borgarráði áður en rætt væri við myndlistarmenn og Myndstef en Með samstöðu tryggjum við lægri iðgjöld bílatrygginga 511 6000 Vátryggt af IBEX MOTOR POLICIESat LLOYD'S það hefði vitanlega alltaf staðið til að hafa þá með í ráðum. „Það getur verið að við höfum farið ranga leið að þessu en það var aldrei ætlun okkar að ganga fram hjá myndlistarmönnum eða bijóta á þeim á neinn hátt. Fyrst tillagan var samþykkt verður það næsta skref að útfæra reglurnar í sam- ráði við myndlistarmenn." Merkileg sýning NORDIAS96 í NORDIA 96 Norræn frímerkjasýning Kjarvalsstöðum 25.-27. október 1996 Opið föstudag 25. okt. kl. 16.30-19, laugardag 26. okt. kl. 10-18 og sunnudag 27. okt. kl. 10-17. Komdu á NORDIU 96 á Kjarvalsstöðum í dag eða um helgina og sjáðu með eigin augum hvað frímerkjasöfnun getur verið skemmtileg og spennandi. • Öll íslensk frímerki frá upphafi. • Herpósturfrá íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. • Prentprufur af íslenskum frímerkjum sem aldrei voru gefin út. • Sérstimpill á hverjum sýningardegi. • Pósthús frá öllum Norðurlöndunum. Leynast verðmæti á þínu heimili? Komdu með frímerkjasafnið ef þú ert í óvissu um verðmæti þess. Fulltrúar frá erlendum uppboðsfyrirtækjum hjálpa þér að leggja mat á safnið. Unglingadeild. Það er aldrei of snemmt að byrja að safna frímerkjum. I unglingadeildinni eru mörg spennandi og góð söfn, sem hafa þegar hlotið viðurkenningar hér heima og erlendis. Panasonic Börnin teikna sín eigin frímerki. Hátt í 3.000 tillögur að frímerkjum bárust frá 9-12 ára grunnskólabörnum um land allt. Þær eru allar til sýnis og margar fengu viðurkenningu dómnefndar. Happdrætti. Settu miða með nafninu þínu í happakassann. Dregið verður um þrjú glæsileg Panasonic ferðaútvarpstæki með geislaspilara og með kassettutæki frá Japis Brautarholti 2 og Kringlunni. ÓKEYPIS AÐGANGUR m 1 NORDIA 96 Merkileg sýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.