Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1996 13 Nýr yfirlög- regluþjónn á Húsavík Húsavík - Sigurður Brynjólfsson hefur tekið við stöðu yfirlögreglu- þjóns á Húsavík af Þresti Brynjólfs- syni sem skipaður hefur verið yfirl- örgreluþjónn á Sel- fossi. Sigurður gegndi áður stöðu varðstjóra lögregl- unnar á Húsavík undanfarin sjö ár. Sigurður ér fæddur á Sigurðar- stöðum á Mel- rakkaslettu og er rúmlega fertugur að aldri. Hann lauk BED-prófi frá Kennaraháskóla íslands 1978 og starfaði sem kenn- ari við Lundarskóla í Öxarfirði til ársins 1987. Sigurður hóf þá störf í lögreglunni á Húsavík og lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1989 og var þá skipaður varðstjóri. Sigurður er kvæntur Önnu Maríu Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður Bryryólfsson íslenskir dagar í Þor- lákshöfn Þorlákshöfn - íslenskir dagar standa nú yfir á Suðurlandi. Þorláks- hafnarbúar láta ekki sitt eftir liggja í þessu átaki. Þrjátíu fyrirtæki leggja málinu lið á einn eða annan hátt, þar á meðal nýstofnað matvælafyrir- tæki, íslenskt sjávarsilfur. Meðal þess sem boðið verður upp á á þessum Islensku dögum eru margs konar vörukynningar sem verða í verslunum bæjarins. Is- lenskst sjávarsilfur er fyrirtæki sem nýverið hóf starfemi í Þorlákshöfn en það framleiðir ýmsar gæðavörur úr fiski í neytendapakkningar. Meitillinn hefur framleitt fiskrétti í stórum pakkningum fyrir sjúkrahús og stærri mötuneyti. Fyrirtækið verður með sýnishorn af framleiðslu sinni. Leiriðja Hafdísar verður með kynningur, Vinnustofa Ingu sýnir þjóðbúninga, brúður og fleira mætti nefna. Mörg fyrirtæki verða opin almenningi til sýnis laugardaginn 26. október en þá er hápunktur vik- unnar. Öllu þessu lýkur svo með sjávarréttahlaðborði og dansleik í Duggunni laugardagskvöldið 26. október. Morgunblaðið/Stfifán Ólafsson UM borð í Birni lóðs. Sumir voru að fara í sínu fyrstu sjóferð og ekki laust við að sjóveiki gerði vart við sig. Danskir unglingar í heimsókn á Höfn Höfn - Tuttugu og fjórir nem- endur úr unglingaskóia á Suð- ur-Falstri í Danmörku dvöldu á íslandi dagana 14.-18. októ- ber. Gestgjafar þeirra voru nemendur í 10. bekk í Heppu- skóla. Voru Danirnir ýmist í skólanum, sóttu með jafnöldr- um sínurn félagsmiðstöð eða ferðuðust um nágrennið. Að sögn Bent Jensen, skóla- stjóra þeirra dönsku, var hann mjög ánægður með ferðina alla og lagði áherslu á sam- skipti ungmenna á Norður- löndum og sagði að þau mættu vera meiri. Norrænir ungling- ar ættu samleið enda flestir með svipuð áhugamál. Benti hann á að það væri fyrst og fremst miðaldra fólk og þaðan af eldra sem hittist, því þyrfti að breyta. Til gamans má geta þess að danska blaðið Folketidende fjallaði um ferðina á forsíðu skömmu fyrir brottför. Þar kom fram að eldgos hræddi Danina ekki frá Islandsferð, í ráði er að nemendur í 10. bekk Heppuskóla endurgjaldi heim- sóknina á næsta ári. ALHLIÐA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Tölvufyrirtækið OZ valdi Stólpa bókhaldskerfið W\ KEBFISÞRÓUN HF. bragð ________ 'föftryMr Alltaf tilbúnir í fjörið! PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC B03e RISC Tiftiöni: 120 megariö i/innsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: 1 Mb DRAM Harödiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraða) Apple Multiple Scan 14" litaskjár Diskadrif: 3.5" - les Mac- og PC-diska Hnappaborö: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Ethernet-spjald) 16 bita hljóð inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforr'it. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiörétting og samheitaoröabák og Málfræðigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræði. Oll þessi forrit eru á íslensku. Leikir o.fl,: Mac Gallery Clip Art, Thinkin’ Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'ri Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview Color StyleWriter 1500: Prentaðferö: Jhermaf-bleksprauta 720x360 pát með mjúkum útiínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun Háhraða raðtengi (S85 Kbps) Beintenging við tölvunet með StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaður) Allt að 3 síður á mínútu í svart/hvítu Stuöningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt að 100 síður eba 15 umslög Prentefni: Flestallur pappír, glærur, „back-print film", umslög og límmiðar Prentgæði: Tengi: Hraöi: Leturgerðir: l# KL ^ Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasiöa: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.