Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR25.0KTÓBER1996 15 VIÐSKIPTI Danskir skipasmiðir tapa dómsmáli gegn ESB Brilssel. Reuter. DANSKIR skipasmiðir, sem hafa orðið fyrir barðinu á samkeppni frá ríkisstyrktum erlendum keppinaut- um, hafa beðið ósigur í máli er þeir höfðuðu gegn samþykki sem ESB veitti fyrir aðstoð við austur- þýzka skipasmiðastöð sem Danir kepptu við. Dómstóll í Lúxemborg vísaði frá máli, sem danska skipasmíðasam- bandið höfðaði gegn þeirri ákvörð- un framkvæmdastjórnar ESB að heimila ríkisaðstoð við skipamíða- stöðina Meerestechnik Werft Wi- smar (MTW). Þrátt fyrir úrskurðinn hafa danskir skipasmiðar hótað að halda áfram baráttu sinni gegn dönskum stjórnvöldum. Thorkild Christensen, leiðtogi danska skipasmíðasambandsins, sagði fréttastofunni Ritzau að úr- skurðurinn yrði tekinn til gaum- gæfilegrar athugunar og hann hefði að geyma „mörg atriði, sem nota mætti í áframhaldandi bar- áttu gegn ríkisstyrkjum í skipa- smíðaiðnaði." Danska skipasmiðasambandið bar brigður á þá niðurstöðu fram- kvæmdastjórnarinnar 1994 að heimila nýja ríkisaðstoð að upphæð 406 milljónir marka við þýzka skipasmíðastöð, sem þá var í eigu hins gjaldþrota Bremer Vulkan. í desember 1992 hafði fram- kvæmdastjórnin samþykkt 191.2 milljóna marka aðstoð við MTW. Danska skipasmíðasambandið vildi með stuðningi dönsku ríkis- stjórnarinnar að ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar um að sam- þykkja síðari hluta aðstoðarinnar yrði ógilt „að hluta eða að öllu leyti." Því var haldið fram að fram- kvæmdastjórnin væri ekki hæf til að samþykkja aðstoðina og hún væri meiri en leyfilegt væri sam- kvæmt reglum ESB. Harðnandi samkeppni Danskir skipasmiðir hafa lengi kvartað yfir ríkisaðstoð í sam- keppnislöndum, einkum Þýzka- landi. Þeir hafa einnig orðið fyrir barðinu á vaxandi samkeppni frá Suður-Kóreumönnum, sem smlða ódýr skip, og styrkleiki dönsku krónunnar hefur háð þeim. Skipasmíðastöð Burmeisters & Wains (B&W) var lokað í apríl eftir 10 mánaða baráttu fyrir því að kom- ast hjá gjaldþroti og fleiri skipa- smíðastöðvar eiga erfitt uppdráttar. Þýzka skipasmíðastöðin, sem nú nefnist MTW Schiffswerft, hefur verið í eigu þýzka ríkisins síðan Bremer Vulkan varð gjaldþrota fyrr á þessu ári. Bremer Vulkan, sem tók við rekstri austur-þýzkra stöðva eftir sameiningu Þýzkalands 1990, samþykkti í marz að selja MTW og annað austur-þýzkt systurfyrir- tæki, Volkswerft í Stralsund, fyrir eitt mark til málamynda. Bremer Vulkan hefur verið sak- að um að hafa misnotað 716 millj- óna marka ríkisstyrk ætlaðan til endurnýjunar á úr sér gengnum skipasmíðastöðvum í Austur- Þýzkalandi til að greiða niður tap á rekstri annarra deilda. Hagnaður VWeykst um 56% á 9 mánuðum Wolfsburg. Reuter. VOLKSWAGEN AG, umsvifamesti bílaframleiðandi Evrópu, hefur skýrt frá því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta hafi aukizt um 56% á fyrstu níu mánuðum ársins og sala stóraukizt. Sala jókst um 14,2% frá janúar til september í 74.49 milljarða marka, sem er met að sögn fyrirtæk- isins. Hagnaður fyrir skattá jókst í 1.48 milh'arða marka úr 948 milljónum, en hagnaður eftir skatta nam 465 milljónum marka, samanborið við 185 milljónir á sama tíma 1995. Frammistaða fyrirtækisins hefur verið framar vonum og það hefur aukið markaðshlutdeild sína í Evrópu með því að draga úr kostnaði og halda verði niðri að sögn sérfræðinga. Volkswagen segir að bílafram- leiðsla hafí aukizt um 8,7% á fyrstu níu mánuðunum í 2.741.914 og sendingar til viðskiptavina í heimin- um um 12,6% í 2.986.977. Verð hlutabréfa í hækkaði um þrjú mörk eftir fréttina í 586,00 mörk, sem er 7.25 marka hækkun. Sérfræðingar taka hagnaðar- tölum VW oft með gát vegna reikn- ingsskilaaðferða og skattafskrifta fyrirtækisins. Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa Lýsing hf. ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Útgefandi: Flokkur bréfa: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Gjalddagar: Verðtrygging: Sölutímabil: Skilmálar: Söluaðili: Umsjón með útboði: Skráning: Kr. 500.000.000- Búnaðarbanki íslands, Austurstræti 5, Reykjavík kt. 490169-1219. 3/1996B til 5 ára með jöfnum afborgunum. 6,10%. Fyrsti gjalddagi 15. apríl 1998. Síöan 15. apríl ár hvert með lokagjalddaga 15. apríl 2002. Bréfin eru verótryggð miðað við vísitölu neysluverðs. 23. október 1996 til 31. mars 1997. Lágmarksupphæð er að nafnvirói kr. 1.000.000,- Búnaðarbahki Islands og útibú bankans. Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka íslands. Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbanka íslands. m BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259 Aðili að Verðbréfaþingi íslands Ef þú kaupir færðu sMpiraseti og pífulak í kaupbæti Tilboðið gildir frá 25. október til 16. nówmber. Breidair: 120, 140, 160 og 180 Lengdir: 190, 200 og 210 EFTIRTALDAR VERSIANIR SEUA SPRiNGDÝNURÚM: Suðurland: Húsgfagfnaverslunin Reynistaður, Vestmannaeyjum Austurlandi: Hólmar nf., Húsgagfnaverslun Reyðarfirði Vestfirðir: Húsgjagfnaloftið, Isatirði Norðurland: Vörubær n£, Akureyri Vesturland: ^rslunin Bjarg kf., Akranesi Suðurnes: HK núsgögn, Keflavík Reykjavík og nágrenni: Lystaaún- Snaeland, Ingvar o^ Gylfi Mikið úrval áklœða — klœðskerasaumað ejtir óskum. EnZEg DUNLUX-SVAMPDYNUR15% AFSLATTUR Dúnlúx-svampdýnur eru til í margs konar þéttleÍRa, allt frá útileguaýnum til pykkra og vanaaári aýna sem upprylla krörur vanalátra um mýkt ogf stuoning. Þær fást sérsniánar í kvaoa rúmstærá sem er. Sjúkrapjálrari aástoáar viá val á aýnum á morgun ámilliy. 12.00 og 16.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.